Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sótti
særðan örn við sunnanvert Þingvallavatn á laug-
ardaginn. Örninn var óvenjuspakur að sögn Krist-
ins en hann var ófleygur og særður þegar komið
var að honum. „Hann gat ekkert flogið þegar ég
nálgaðist og hann hrökklaðist undan mér í fyrstu.
Þegar ég náði honum var hann allur grútugur og
blautur. Þá var hann líka nokkuð léttari en hann
ætti að vera.“
Kári Ingólfsson, sem á bústað í nágrenninu,
fann örninn og lét vita af honum. Farið var með
fuglinn í Húsdýragarðinn og segir Kristinn hann
hafa braggast nokkuð síðan. „Ég leit á hann í gær
og þá var hann farinn að braggast. Dýralæknir
mun síðan skoða hann í vikunni en þangað til er
erfitt að segja til um það hvernig hann fékk sárið
sem hann er með á gogginum.“
Íslenski örninn hefur verið friðaður í að verða
100 ár eða frá árinu 1913. Öll veiði og röskun á
arnarhreiðrum er því stranglega bönnuð. Kristinn
vill ekki fullyrða að skotið hafi verið á örninn sem
fannst á laugardaginn enda engin bein ummerki
um það. Enn er ekki búið að taka ákvörðun um
það hver örlög arnarins verða en það kemur í ljós
eftir nánari skoðun í vikunni.
Íslenski arnarstofninn stækkar
„Íslenski arnarstofninn hefur verið að taka við
sér en hann náði lágmarki í kringum 1920. Á síð-
ustu 30 til 40 árum hefur hann hins vegar þrefald-
ast og núna erum við að telja 69 pör og getum því
áætlað að hér á landi séu um 300 ernir,“ segir
Kristinn. Vel hafi tekist til við að byggja upp
arnarstofna á Norðurlöndum og víðar í Evrópu.
Þrátt fyrir að örninn hafi verið friðaður í að
verða 100 ár er alltaf eitthvað um það að fólk
skjóti á fuglinn. „Við sjáum oft ummerki um það,
t.d. þegar fólk kemur með særða fugla til okkar
eða það kemur með hræ af þeim, eins og t.d. fálk-
anum sem fannst á Snæfellsnesi í sumar.“
Særður með skarð í kónganefi
Var ófleygur þegar komið var að honum Með
stærðarinnar sár á gogginum og nokkuð horaður
Ljósmynd/Valur Ingólfsson
Sár Kári Ingólfsson fann örninn særðan og blautan við Ölfusvatn rétt hjá Þingvöllum á laugardaginn en örninn er með töluvert stórt sár á gogginum.
Ljósmynd/Valur Ingólfsson
Grútarblautur Kristinn Haukur Skarphéðinsson
með örninn blautan og þreyttan í fanginu.
Sérstakur sak-
sóknari hefur
gefið út ákæru á
hendur Lýði Guð-
mundssyni, fyrr-
verandi stjórn-
arformanni
Exista, og Bjarn-
freði H. Ólafssyni
lögfræðingi fyrir
stórfellt brot á
hlutafélagalög-
um. Er þeim gefið að sök að hafa vís-
vitandi gefið rangar og villandi upp-
lýsingar um hækkun hlutafjár til
þess að tryggja yfirráð Lýðs og
Ágústs bróður hans í Exista.
Í ákærunni kemur fram að 3. des-
ember 2008 hafi Nýi Kaupþing
banki óskað eftir greiðslu inn á lán
bankans eða frekari tryggingu frá
Bakkabraedur holding B.V. sem átti
45% hlut í Exista. Að öðrum kosti
myndi bankinn leysa til sín hlutabréf
félagsins. Bakkabraedur holding
B.V. var í eigu Lýðs og Ágústs bróð-
ur hans.
Lýður hafi þá skrifað undir kaup-
samning þar sem greint var frá
greiðslu hlutafjárins upp á 1 milljarð
króna. Samkvæmt ákæru var féð
greitt inn á vörslureikning hjá lög-
fræðistofu og lá þar óhreyft fram á
sumar 2009. Milljarðurinn hafi því
aldrei runnið inn í rekstur Exista.
Bjarnfreður hafi sama dag sent
villandi tilkynningu til ríkisskatt-
stjóra og Verðbréfaskráningar Ís-
lands um að hlutafé í Exista hefði
verið aukið um 50 milljarða fyrir til-
stilli greiðslu sem aldrei barst.
vidar@mbl.is
Milljarður
rann ekki
í rekstur
Sérstakur sak-
sóknari ákærir tvo
Lýður
Guðmundsson
er gefið í pillum og er gert ráð fyrir
að hinir kvefsmituðu taki fjórar töflur
á sólarhring; tvær á daginn og tvær á
kvöldin. Í töflunum eru virku efnin
parasetamól (sem lasburða Íslend-
ingar þekkja vel) og efnið phenyl-
phrine hýdróklóríð sem vinnur gegn
nefrennsli. Munurinn á dag- og næt-
urtöflunum er sá að dagtöflurnar
innihalda hið mildilega örvandi efni
koffín en kvöldtöflurnar eru koff-
ínfríar en þó ekki sljóvgandi. Lyfið
Benylin Cold and flu, kvef og flensa,
er svipað. Á Íslandi þyrfti 2-3 mis-
munandi meðul til að fá sömu áhrif.
Fimm virk efni í einni pillu
Einnig er í Bretlandi hægt að fá
öflugara kveflyf, Day and night
nurse, dag- og næturhjúkku, sem
inniheldur alls fimm virk efni (para-
setamól, pseudoefedrín hýdróklóríð,
pholcodine, dextromethorphan
hýdróbrómíð og promethazine hydró-
klóríð). Lyfið virkar á hausverk, nef-
rennsli og fleira og pillan sem á að
taka að kvöldi til er sljóvgandi og
hjálpar fólki því að sofna.
Ekkert af þessu fæst hérlendis.
Vistor er með umboð fyrir Benylin
Cold and flu hér á landi. Gunnur
Helgadóttir, framkvæmdastjóri Vis-
tor, segir að það sé markmið hjá fyr-
irtækinu að stuðla að því að
birgjar þess markaðssetji
eins mörg lyf og hægt sé á
Íslandi. „En við erum háð
því að birgirinn sjái sér hag
í því og vilji fara í samstarf
um það. Og í þessu tilfelli
er lyfið ekki markaðssett á
Norðurlöndum,“ segir hún.
Bretar geta gripið til öflugri meðala
Í Bretlandi fást fjölbreytt kveflyf sem ekki eru seld hér
Taka eina tegund af pillum að morgni en aðra að kvöldi
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Höfuðverkur, hálsbólga, nefrennsli,
eyrnaverkur og almennur slappleiki.
Þetta eru einkenni kvefpesta sem
herja á marga, ekki síst á haustin.
Engin lækning er til við kvefi en ýmis
ráð eru til að slá á einkennin. Sumir
drekka heita drykki í tíma og ótíma
en aðrir leita á náðir lyfjaframleið-
enda sem falbjóða vörur sínar í apó-
tekum. Þeir pestargemlingar sem eru
sæmilega sigldir í veröldinni vita vel
að úrval kvefmeðala er töluvert
minna í íslenskum apótekum en það
er í breskum, hvað þá bandarískum.
Í Bretlandi má til dæmis kaupa lyf-
ið Night and day, nótt og dagur. Það
Hjá Lyfjastofnun fengust þær upp-
lýsingar að ekki hefði verið sótt
um markaðsleyfi fyrir þessi lyf hér
á landi og því gæti stofnunin ekki
svarað því hvort slík lyf fengju
markaðsleyfi.
Rúnar Guðlaugsson, í upplýs-
ingadeild Lyfjastofnunar, sagði þó
að það væri óvíst að lyfið Day and
night nurse fengi lausasölu-
heimild, enda innihéldi það
mörg virk efni sem væri m.a.
að finna í lyfseðilsskyldum
lyfjum. Bretland væri mun
stærri og fjölmennari mark-
aður og því eðlilegt að fram-
boð af lyfjum í lausasölu væri
meira en á Íslandi og annars stað-
ar á Norðurlöndum.
Sömu reglur giltu um hvaða
skilyrði lyf þyrftu að uppfylla til
þess að fá lausasöluheimild í Evr-
ópulöndum. Á hinn bóginn væri
ákveðið svigrúm fyrir mismunandi
túlkanir og hefðir í Evrópulönd-
unum. Í Bretlandi væri meiri hefð
fyrir lyfjum með mörg innihalds-
efni enda líklegt að Bretar bæru
sinn markað saman við Bandaríkin
þar sem rík hefð væri fyrir slíkum
lyfjum. Ísland bæri sig hins vegar
saman við hin norrænu ríkin þar
sem lítil hefð er fyrir lyfjum með
mörgum virkum innihaldsefnum.
Fá virk efni vegna hefðar
REGLUR UM LYF ÞÆR SÖMU EN TÚLKANIR ÓLÍKAR MILLI LANDA
Björn Valur Gíslason, formaður fjár-
laganefndar, hefur boðað fulltrúa
Ríkisendurskoðunar á fund nefnd-
arinnar í dag vegna fjárhags- og
bókhaldskerfis sem keypt var af
SKÝRR, nú Advania, árið 2001 og
átti að kosta 160 milljónir en kostar í
dag á fjórða milljarð. Fjallað var um
málið í Kastljósi RÚV í gærkvöldi.
Drög vegna úttektar sem óskað
var um málið 2004 voru tilbúin 2009
en hafa enn ekki verið birt. Ríkis-
endurskoðun gagnrýndi birtingu
draganna í gærkvöldi.
Kostnaður við tölvu-
kerfið fjórfaldaðist