Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 21
og vandamanna í ferðaþjónustunni. Og sloppið við hin undarlegu mark- aðsátök stórlaxa ferðaiðnaðarins. Hver er tilgangur skattheimtu á gistingu? Vandséð er, af hverju stjórnvöld leggja ofuráherslu á skattlagningu gistingar. Fyrst gistináttaskatt og svo hækkun á skattþrepi gistingar. Ferðaþjónustan, vegakerfið og nátt- úran þola ekki þá fjölgun ferða- manna sem flugfélögin ýta undir. Nú er svo komið að uppbygging og fjár- festing gistiþjónustunnar er langt fram úr einhverju viti á Reykjavík- ursvæðinu og hefur leitt til gáma- væðingar gistingar annars staðar. Allof ör fjölgun ferðamanna hefur leitt af sér leiðinlega og lélega þjón- ustu. Hver vill gista í gámum á ferð um fagra náttúru landsins eða lenda á hálflokuðum gjaldþrota hótelum í Krísuvík (a la Reykjavík)? Hver stjórnar uppbyggingu í ferðaþjónustunni? Það eru þau systkin græðgi og frekja. Áður fyrr var það þjóðern- isleg skylda að fljúga með Flug- leiðum og áður Flugfélagi Íslands eða Loftleiðum. Eins var með annað óskabarn þjóðarinnar, Eimskip. All- ir vita hvernig fór fyrir óskabörn- unum. Þau urðu ryksugum að bráð, voru tæmd innanfrá, utanfrá og allt um kring. Mergsogin, og almenn- ingur mátti borga dýrar björgunar- aðgerðir. Allt virðist vera að end- urtaka sig. Einhverjir telja sig hafa hag af því að moka til landsins sem flestum ferðamönnum. Þá er það einfaldlega gert. Sinnulaus og syfju- leg stjórnvöld sjá í þessu sífellt nýja skattstofna þó innistæðan sé ekki meiri en áður. Áhrif og völd ein- stakra aðila og fyrirtækja í ferða- geiranum gegnum stjórnvöld eru til ills og valda skaða til langframa í ferðaþjónustunni, – eins og annars staðar. » Skattur upp á tíu þúsund krónur á hvert erlent nef sem kæmi til landsins, til skemmri dvalar, myndi skila ferðaþjónustunni sex milljörðum í tekjur. Höfundur er landflótta tannlæknir. UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Í nýlegu nætur- viðtali Bylgjunnar lýsti framkvæmda- stjóri LÍÚ, Friðrik J. Arngrímsson, túlkun undirritaðs á auð- lindaákvæði nýrrar stjórnarskrár sem öfgafullri og sagði hana fela í sér rétt- indasviptingu þeirra sem nú nýta sjáv- arauðlindina. Þessu er til að svara. Fyrsta grein laga um fiskveiðar frá 1990 hljómar svona: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Út- hlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eign- arrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheim- ildum. Þetta hafði þáverandi sjávar- útvegsráðherra, Halldór Ásgríms- son, um lögin að segja: „Útvegsmenn sem fá framselda til sín aflahlutdeild af öðrum fiski- skipum vita að þeir eru ekki að fjárfesta í varanlegum réttindum. Það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur því að taka mið af þeim raunveru- leika að Alþingi getur hvenær sem er breytt lögunum um stjórn fisk- veiða, komist Alþingi að þeirri nið- urstöðu að annað fyrirkomulag tryggi betur lífskjör í landinu.“ Ekki get ég né aðrir landsmenn gert að uppskrúfaðri verðlagningu aflaheimilda gegnum árin sem út- vegsmenn spunnu í samvinnu við fjármálastofnanir. Sú öfgafulla verðbóla var ekki mitt verk né lands- manna heldur útvegs- manna sjálfra sem gerðu ráð fyrir ævar- andi forræði yfir afla- heimildum. Það er því augljóst að breytt skipan þessara mála þýðir skell fyrir suma en þann skell eiga þeir að taka sem í lögðu en ekki þjóðin. Því miður hafa landsmenn ekki jafn góða talsmenn í sínum 63 þing- mönnum eins og útvegsmenn hafa í Friðriki J. Arngrímssyni. Hon- um tókst að yfirfæra sátt stjórn- arflokkana við þjóðina í sátt við útvegsmenn eina og honum hefur tekist að sannfæra heilu hjarð- irnar um velferðarsamhengi LÍÚ og þjóðarinnar. Þannig treysti ég mér vart til að segja hvað sé öfgafullt og hvað ekki en minni að lokum á fallegustu stefnuyfirlýs- ingu íslensks stjórnmálaflokks fyrr og síðar: „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir aug- um.“ Öfgar og ekki öfgar Eftir Lýð Árnason Lýður Árnason » Því miður hafa landsmenn ekki jafn góða talsmenn í sínum 63 þingmönnum eins og útvegsmenn hafa í Frið- riki J. Arngrímssyni. Höfundur er læknir og liðsmaður Dögunar.                             !  " # $   % &            $   &               $   $%&               $   &      ! "         ## "   '  "          glæsilegt sérblað um fjölskyldubíla, atvinnu- bíla, jeppa, pallbíla og fleira föstudaginn 5.október. Í þessu blaði verða kynntar margar þær nýjungar sem í boði eru fyrir bílaeigendur. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út BÍLAR Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 1.október NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur Fjölskyldubílar.• Umhverfisvænir bílar.• Rafbílar.• Hljómtæki fyrir bílinn• Atvinnubílar.• Jeppar.• Nýjustu græjur í bíla.• Staðsetningarbúnaður.• Varahlutir.• Dekk.• Umferðin.• Bíllinn fyrir veturinn.• Þjófavarnir í bíla.• Námskeið.• Ásamt fullt af öðru spennandi efni og• fróðleiksmolum MEÐAL EFNIS:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.