Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 269. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Lést á tökustað
2. Sven Hazel er látinn
3. Gylfi Þór fékk lægstu einkunn
4. 15 ára stakk af með kennaranum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Leikstjórinn Baltasar Kormákur
greindi frá því í útvarpsþættinum
Sirrý á sunnudagsmorgnum í fyrra-
dag að leikarinn Ingvar E. Sigurðsson
kæmi sterklega til greina í hlutverk
Bjarts í Sumarhúsum í kvikmynd sem
hann hyggst gera eftir skáldsögu
Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki.
Morgunblaðið/Ómar
Mun Ingvar leika
Bjart fyrir Baltasar?
Uppselt er á
tvenna jóla-
tónleika Bagga-
lúts í Háskólabíói,
1. og 16. desem-
ber nk. og hratt
gengur á miða á
tónleikana sem
haldnir verða í
Hofi á Akureyri
23. nóvember. Hefur Baggalútur því
ákveðið að blása til aukajólatónleika í
Háskólabíói 15. desember kl. 21 og er
miðasala hafin á þá.
Baggalútur bætir
við jólatónleikum
Hljómsveitin Epic Rain sendir frá
sér plötuna Elegy 8. október nk. og
fagnar henni með tónleikaferð um
Frakkland og Ítalíu. Fyrstu tónleik-
arnir verða haldnir á hátíð-
inni Marsatac í Mar-
seilles 27. sept-
ember. Epic Rain
mun m.a. hita
upp fyrir
hljómsveitina
góðkunnu De
La Soul á einum
tónleikanna.
Epic Rain leikur í
Frakklandi og á Ítalíu
Á miðvikudag Fremur hæg vestlæg átt og dálítil rigning, en yf-
irleitt þurrt á austanverðu landinu. Dálítil slydduél norðantil.
Á fimmtudag Norðaustan 5-13 m/s, hvassast vestantil. Rigning
víða um land. Hiti 4 til 10 stig.
VEÐUR
Bjarki Sigurðsson, þjálfari
ÍR, var andstæðingur
tveggja sona sinna þegar
keppni í N1-deild karla í
handbolta hófst í gær-
kvöld. Í liði Aftureldingar
voru þeir Örn Ingi og Krist-
inn Bjarkasynir en þeir
urðu að játa sig sigraða því
nýliðar ÍR unnu leikinn í
Mosfellsbæ, 28:25. Örn
Ingi kvaðst ekki reikna
með að fara heim í kaffi að
leik loknum. »1
Pabbi hafði betur
gegn strákunum
Garðar Jóhannsson varð markakóng-
ur Pepsi-deildarinnar í fyrra en í ár
hefur hann verið meira og minna
meiddur þar sem eitt hefur tekið við
af öðru. Garðar hefur þó skorað þrjú
mörk í síðustu tveimur leikjum
Stjörnunnar og
12 mörk alls í
sumar en
Garðabæjar-
liðið á nú góða
möguleika á að
ná sínum
besta ár-
angri og
tryggja
sér sæti í
Evrópukeppni í
fyrsta skipti. »4
Meiðslasaga hjá marka-
kóngi sem skorar samt
Ragnar Jóhannsson og Björgvin Þór
Hólmgeirsson hófu Íslandsmótið í
handbolta með látum í gærkvöld.
Ragnar skoraði 13 af 23 mörkum FH-
inga þegar þeir gerðu jafntefli við Ak-
ureyri norðan heiða og Björgvin skor-
aði 12 mörk fyrir nýliða ÍR þegar þeir
unnu Aftureldingu í Mosfellsbæ. HK
og Haukar unnu örugga sigra á Val og
Fram. »2-3
Ragnar og Björgvin voru
báðir óstöðvandi
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Richard Scobie, sem margir þekkja
frá árum áður sem söngvara Rik-
shaw, vinnur nú að gerð kvikmyndar
í fullri lengd sem verður tekin upp á
Íslandi, í New York og á Írlandi á
næsta ári. Richard skrifaði handritið
að myndinni og mun leikstýra henni.
Leikprufur hafa nú farið fram í
London og meðal staðfestra leikara
eru Stephen Rea sem lék í Crying
Game og ungur og upprennandi írsk-
ur leikari að nafni Martin McCann.
Spænska leikkonan Claudia Bassols
mun fara með aðalhlutverkið á móti
Martin McCann. Þá mun Björn
Hlynur Haraldsson fara með hlut-
verk í myndinni. „Ég býð eftir svari
frá þekktum erlendum leikara en í
heildina eru þetta mikið upprennandi
nöfn sem fara með hlutverkin,“ segir
Richard sem vinnur nú að því að
ljúka fjármögnun á myndinni.
Framleiðslufyrirtæki Richards og
unnustu hans, Kristínar Einars-
dóttur, nefnist Big Sky Films. Ásamt
því að vinna að sinni fyrstu kvikmynd
í fullri lengd eru þau með sjónvarps-
þætti í bígerð og heimildarmyndir í
vinnslu. Þá verður stuttmynd sem
þau framleiða frumsýnd á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem
hefst í vikunni.
Komin á tvær erlendar hátíðir
Richard kom að gerð nokkurra
bíómynda þegar hann bjó í Holly-
wood á sínum tíma og hann hefur
leikstýrt auglýsingum og tónlistar-
myndböndum hér heima. Kristín
starfar við kvikmyndafyrirtækið og
hefur komið að gerð nokkurra
heimildarmynda. Stuttmyndin sem
þau framleiddu saman og sýnd verð-
ur á RIFF heitir Afhjúpunin og
fjallar um fordóma. Richard skrifaði
handritið að henni og leikstýrði
henni. „Myndin var tekin upp í vor og
við ákváðum að prófa að senda hana
inn á RIFF og hún komst þar inn.
Auk þess er hún komin inn á tvær
kvikmyndahátíðir í Bandaríkjunum,
Napa Valley Film Festival og Other
Venice Film Festival, og verður sýnd
þar í nóvember,“ segir Richard. Þau
vinna einnig að því að koma henni á
fleiri hátíðir erlendis.
Heilmikil vinna er framundan hjá
þeim en Richard var í Cannes í vor
þar sem hann kynnti verkefni sín og
fékk góð viðbrögð við þeim. „Ef hlut-
irnir halda áfram að ganga eins og
þeir hafa gert hingað til verður þetta
allt framleitt.“ Hann kveðst þó ekki
stefna á Hollywood. „Ég er hrifnari
af evrópskri kvikmyndagerð. Við vilj-
um bara fá að vinna að flottum verk-
efnum og segja mannlegar sögur
sem snerta fólk.“
Vilja segja mannlegar sögur
Richard Scobie
vinnur að kvik-
mynd á ensku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Allt á fullu Richard Scobie og Kristín Einarsdóttir eru með kvikmyndafyrirtækið Big Sky Films. Stuttmynd sem
þau framleiddu verður frumsýnd á RIFF auk þess sem Richard vinnur að mynd í fullri lengd sem verður á ensku.
Í stuttmyndinni Afhjúpunin segir
frá kynþáttahatara sem blindast í
alvarlegu bílslysi og óvíst er hvort
hann fái sjónina aftur. Til að ná
heilsu þarf hann að reiða sig al-
gjörlega á hjúkrunarfólk, sem hef-
ur ófyrirséðar afleiðingar í för með
sér. Með aðalhlutverk fara Davíð
Guðbrandsson, Sara Dögg Ás-
geirsdóttir, Helgi Björnsson og
Björn Hlynur Haraldsson.
Richard Scobie skrifaði hand-
ritið ásamt Sigurgeiri Þórðarsyni.
Richard leikstýrir og framleiðir
myndina ásamt Kristínu Einars-
dóttur. Um kvikmyndatöku sá
Bergsteinn Björgúlfsson.
Afhjúpun er í flokknum Ísland í
brennidepli á RIFF og verður frum-
sýnd á föstudaginn, 28. sept-
ember, kl. 17.30 í Bíó Paradís.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í
Reykjavík, RIFF, hefst á fimmtu-
daginn og stendur til 7. október.
Kynþáttahatari sem blindast
ALÞJÓÐLEGA KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Í REYKJAVÍK
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt, víða léttskýjað en skýjað
með köflum norðanlands. Snýst í suðvestan 5-10 m/s síðdegis.