Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Sólstafir Ekki er það amalegt umhverfið sem hlauparar í Hafnarfirði njóta þegar þeir þeysast eftir sjávarsíðunni. Sólstafir glöddu þennan skokkara í gær og sjá má Keflavík í bakgrunni. Golli Í Morgunblaðinu 19. september sl. birtist frétt um atvinnuleysi Pólverja hérlendis. At- vinnuleysi erlendra ríkiborgara mælist rúm 8% en 60% af þeim hópi eru Pólverjar. Í greininni var bent á að ein helsta hindrunin fyrir Pólverja (og aðra útlendinga) á vinnu- markaði væri ónóg kunnátta í ís- lensku. Margir vinnuveitendur setja nú stífari skilyrði varðandi íslensku- kunnáttu en áður. Í greininni segir Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðsstjóri vinnumiðlunar- og ráðgjafarsviðs hjá Vinnumálastofnun: „Við erum að leggja mat á þörf fyrir íslenskunám, hvort það þurfi að skipuleggja með öðrum hætti en við höfum gert. Það virðist ekki hafa skilað þeim árangri sem vænta mætti.“ Síðan benti hún á hugsanlega nauðsyn þess að kenna íslensku tengda starfsgreinum. Sú ábending að íslenskukunnátta sé mikilvæg fyrir innflytjendur er alls ekki ný af nálinni en umræðan snýst þó sjaldan um hvers konar ís- lensku innflytjendur eigi að læra og að því leyti fagna ég orðum Hrafn- hildar. Hún bendir raunar einnig á það að, réttilega, að fyrir hrun höfðu margir útlendingar lært íslensku samhliða vinnu sinni, en eftir það virðist íslenskukennsla útlendinga hafa farið fyrir ofan garð og neðan og er tilviljunarkenndari. Þá er fólk ekki alltaf meðvitað um hversu umfangsmikið eigið tungumál er, eins og t.d. íslenskan. Fagorð eru til dæmis mjög mismunandi og lög- fræðingur notar önnur orð í vinnu sinni en sá sem vinnur í blómaversl- un eða leikskóla. Ég uppgötvaði þetta sjálfur þegar ég hóf íslensku- nám fyrir tuttugu árum á námskeiði í Háskóla Íslands og kaus fremur að læra „kirkjulega ís- lensku“, þar sem ég er prestur, frekar en að læra hvaða orð eru not- uð yfir eldhúsáhöld á ís- lensku (sem er dæmi- gert námsefni í háskóla). Ég held að ég hafi valið „starfstengda íslensku“ án þess að hafa þá skýra meðvitund um slíkt hug- tak. En á þeim tíma var brýn nauðsyn á því til að ég gæti starfað sem prestur. Ég tel því best fyrir innflytjendur sem ætla að vinna hér að læra „starfstengda íslenska“ í ákveðinni starfsgrein. Fólk lærir síðan smám saman íslensku á öðrum sviðum. Það er mjög auðvelt að segja við innflytjendur: „Lærið íslensku“, en það er torvelt verkefni fyrir okkur. Sérstaklega þegar innflytjandi er enn að fóta sig í nýju landi og veit ef til vill ekki hvernig á að bera sig að til þess að hefja íslenskunám. Það er mín skoðun að það sé ekki bráðnauð- synlegt fyrir innflytjanda að byrja á að læra heitin á mat og eldhús- áhöldum á meðan hann vill fá vinnu sem fyrst t.d. í byggingargeiranum eða er ef til vill byrjaður að vinna. Íslenskukennslan ætti að miðast fyrst og fremst við starfsvettvang hans. Ég óska þess innilega að við tök- um enn eitt skrefið til framfara í ís- lenskunámi fyrir innflytjendur og miðum þá við þarfir þeirra á vinnu- markaði. Eftir Toshiki Toma » Það er mjög auðvelt að segja við innflytj- endur: „Lærið íslensku“, en það er torvelt verk- efni fyrir okkur. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Starfstengd íslenska Í stefnuræðu for- sætisráðherra, Jó- hönnu Sigurð- ardóttur, 12. september 2012 sagði hún meðal annars: „Það er mitt mat að verði ekki breyting á vinnubrögðum hér á Alþingi þá stefni í óefni.“ Upprifjunar er þörf fyrir ráðherra sem virðist ekki taka frið þegar góður ófriður er í boði. Um áramótin 2009 til 2010 var skipuð níu manna þingmanna- nefnd til að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og móta tillögur að viðbrögðum Al- þingis um niðurstöður hennar. Oddvitaræðið óviðunandi Nefndin skilaði af sér skýrslu í september 2010. Meginniður- stöður skýrslu þingmannanefnd- arinnar eru að endurskoða þurfi verklag við framlagningu stjórn- arfrumvarpa með það að mark- miði að auka sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu, leggja meiri áherslu á eftirlits- hlutverkið og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. Að marka þurfi skýr skil milli löggjafarvaldsins og fram- kvæmdavaldsins og löggjaf- arvaldið eigi ekki að vera verk- færi framkvæmdavalds og oddvitaræðis. Það var mat þing- mannanefndarinnar að skýrsla Rannsóknarnefndarinnar sé áfell- isdómur yfir stjórnsýslunni og oddvitaræðið og verklag þess sé óviðunandi. Alþingi samþykkti einróma þingsályktun í september 2010 á grundvelli niðurstaðna skýrslu þingmannanefndarinnar og var miðað við að úrbótum yrði lokið fyrir 1. október 2012. Ekkert hef- ur breyst hvað varðar samskipti framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Við berum öll ábyrgð en þyngstu ábyrgð bera odd- vitar ríkisstjórn- arinnar og rík- isstjórnin. Þingmenn í óþol- andi stöðu Ríkisstjórnin hef- ur að mínu mati leit- ast við að bera Al- þingi ofurliði, sýnt því ofríki. Hvert stórmálið af öðru frá rík- istjórninni hefur verið lagt fyrir Alþingi illa karað, í andstöðu við hagsmunaaðila og sum á síðustu stundu fyrir þinglok. Um nokkur þeirra hefur jafnframt verið bull- andi ágreiningur innan ríkis- stjórnarflokkanna. Nægir þar að nefna Icesave-málið og frumvörp um stjórnarráðið og fisk- veiðistjórn. Alþingismenn hafa verið settir í óþolandi stöðu. Við höfum fyrir bragðið setið í skot- gröfum kappræðu, átaka og ófag- legra vinnubragða. Ekki er að sjá að breyting verði á miðað við þau 177 mál sem rík- isstjórnin hyggst leggja fyrir lög- gjafarþingið sem fer í hönd. Þrátt fyrir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti samhljóða hefur staðan versnað ef eitthvað er frá því fyrir hrun. Og ekki bætir úr skák að ríkis- stjórnin hefur klofið þjóðina með umsókn að ESB þegar svo brýnt var að ná samstöðu um uppbygg- ingu eftir hrun og eytt milljörðum í þá umsókn o.fl., í stað velferðar, skuldavanda heimilanna og ann- arra forgangsmála. Og ekki er reynt að leita samstöðu um grundvallarmál, svo sem stjórn- arskrána, skipan ráðuneyta o.fl. sem breið samstaða þarf að vera um. Forsætisráðherra á margt ólært Það er ekki svo að Alþingi hafi ekki leitast við að leggja sitt af mörkum. Ég hef nefnt þingsálykt- unartillögu Alþingis frá sept- ember 2010 og eindreginn vilja þess. Alþingi hefur einnig staðið að útgáfu handbókar um und- irbúning og frágang laga- frumvarpa sem gefin var út í nóv- ember 2007 í samvinnu við forsætisráðuneytið og dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Þar er að finna skýrar faglegar leiðbeiningar, svo sem um nauð- syn lagabreytinga, samningu frumvarpa, samráð við undirbún- ing og gerð frumvarpa, mat á áhrifum og margt fleira. Því mið- ur heyrir til undantekninga að þessum leiðbeiningum sé fylgt og fyrir bragðið koma frumvörp fyrir Alþingi frá framkvæmdavaldinu slælega unnin og í andstöðu við hagsmunaaðila. Það er mál að linni. Við getum gert mun betur og endurvakið traust til Alþingis. Það verður ekki gert nema framkvæmdavald- ið umgangist Alþingi af virðingu og viðurkenni þrískiptingu rík- isvaldsins. Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráðherra af gamla skólanum, á margt ólært í þeim efnum. Eftir Atla Gíslason »Hvert stórmálið af öðru frá ríkisstjórn- inni hefur verið lagt fyrir Alþingi illa karað, í andstöðu við hags- munaaðila og sum á síð- ustu stundu … Atli Gíslason Höfundur er alþingismaður og var formaður þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu Rannsóknar- nefndar Alþingis. Forsætisráðherra af gamla skólanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.