Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 23
í bakaríinu sem þú og mamma hafið náð að gera að einu besta bakaríi á Íslandi. Þú varst gjör- samlega ótrúlegur vinnukraftur. Þú varst alltaf vinnandi! Þú veiktist aldrei, þú mættir aldrei seint og lengsta fríið sem ég man eftir að þú hafir tekið þér var þrisvar eða fjórum sinnum frá föstudegi til mánudags þegar þú skelltir þér til Englands á leiki með Manchester United. Ég hef aldrei vitað um annan eins kraft sem bjó í einum manni. Þú lifðir fyrir tvo hluti, bakaríið og fótbolta. Stuðningurinn sem við bræður höfum fengið frá þér og mömmu í fótboltanum er ómet- anlegur. Þið eltuð okkur út um allt land bara til að standa þétt við bakið á okkur. Ég þarf nú varla að minnast á stuðninginn sem þú hefur sýnt Völsungi í gegnum árin, hann er ómetanlegur og Völsungur verður þér ævinlega þakklátur. Mér finnst rosalega erfitt að hætta að skrifa því ég veit það er komið að kveðjustund. En við fjöl- skyldan og vinir þínir munum minnast þín alla ævi með bros á vör, stolt af því að hafa þekkt þig. Ég mun sakna þín, elsku pabbi minn. Ég elska þig, alltaf. Sjáumst vinur. Þinn elskulegi sonur, Hrannar Björn. Elsku pabbi minn. Ég vildi óska þess að þú værir hérna hjá mér ennþá, pabbi. Ég vildi að við gætum átt fleiri góð ár saman. Ég er samt þakklátur fyr- ir þessi 4 ár og vonandi mun ég muna sem mest. Ég grét lengi með afa þegar hann sagði mér að þú værir farinn. En ég veit að núna ertu á góðum stað, uppi á himnum. Ég spurði fóstrurnar á leikskólanum hvort það væri ekki gólf á himnum, en það hlýtur að vera gólf því annars myndirðu bara detta niður. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, ég mun sakna þín. Andri Bergmann Steingrímsson. Það er ólýsanlega erfitt að kveðja Steina, þennan góða vin sem var staddur í blóma lífsins. Það eitt er víst að lífið er óútreikn- anlegt og ekki er hægt að ganga að neinu vísu. Steini var skemmtilegur og hress einstaklingur og mikill húmoristi. Það var alltaf skemmti- legt að spjalla við hann um daginn og veginn og gátu þau samtöl var- að klukkustundum saman, um allt og ekkert. Þeirra stunda mun ég sakna. Hann var alltaf boðinn og búinn að leggja fólki lið og naut ég ósjaldan góðs af því. Þeir eru ófáir bæjarbúar á Húsavík sem hafa notið þessarar góðvildar Steina, enda er það áhugavert að jafn hæglátur og hlédrægur maður og Steini var skuli vera jafn vinmargur og þekkja slíkan fjölda fólks. Enda er ólýsanlegt að sjá og upplifa þann samhug og stuðning sem ótrúleg- ur fjöldi fólks hefur sýnt fjölskyld- unni. Steini var jafnframt mikill dellukarl og mjög nýjungagjarn. Hann var duglegur að fjárfesta í alls konar tækjum og tólum og þótti Maju konu hans oft nóg um. Oft endaði það svo hjá mér að að- stoða Steina með nýju tækin og tólin og kenna honum á þau, því þrátt fyrir einskæran áhuga var hann ekkert endilega með það á hreinu hvernig tækin virkuðu. Mig langaði í nokkrum orðum að kveðja þennan góða vin og segja hvað ég sakna hans mikið nú þegar. Maju og strákunum votta ég mína dýpstu samúð og sendi mína hlýjustu strauma á þessum erfiðu tímum. Andri Valur.  Fleiri minningargreinar um Steingrímur Kristinn Sig- urðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 ✝ Sigríður Þ.Bjarnar fæddist í Reykjavík 25. apríl 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 16. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigrún S. Bjarnar hús- freyja, f. 15. júní 1896, d. 10. ágúst 1979, og Þorlákur V. Bjarnar, bóndi á Rauðará í Reykjavík, f. 10. desember 1881, d. 6. maí 1932. Systkini Sigríðar voru: Vilhjálmur Þ. Bjarnar, f. 21. mars 1920, d. 1983 í Banda- ríkjunum. Ingibjörg Þ. Bjarnar, f. 13. nóvember 1921, d. 10. okt. 1959 í Bandaríkjunum og Þor- steinn Þ. Bjarnar, f. 29. febrúar 1924, d. 4. febr. 2005. Sigríður giftist 9. apríl 1949 Sigurði H. Egilssyni, f. 5. febrúar 1921, d. 27. apríl 2001. Foreldrar hans voru hjónin Egill Guttormsson, f. 1 október 1892, d. 26. febrúar 1954, gift Birgi Þórarinssyni, f. 7. september 1954. Börn þeirra eru: a) Egill Arnar, sambýliskona hans er Elva Rut Erlingsdóttir. b) Þórarinn Gunnar, sambýliskona hans er Sunna Gunnarsdóttir. c) Sigríður Dóra, sambýlismaður hennar er Böðvar Schram. 4) Eg- ill Þór, f. 25. maí 1958, kvæntur Sigrúnu Eddu Jónsdóttur, f. 18. nóvember 1965. Börn þeirra eru: a) Sigurður, b) Jón Lárus, c) Ragnheiður Helga. 5) Anna Lauf- ey, f. 13. apríl 1962, gift Birgi Þórissyni, f. 13. janúar 1951. Börn þeirra eru: a) Hanna Krist- ín, sambýlismaður hennar er Árni Geir Úlfarsson, þau eiga eitt barn. b) Sigurður Helgi, c) Egill Snær. Sigríður ólst upp á Rauðará í Reykjavík. Hún gekk í Austur- bæjarskóla, Verslunarskóla Ís- lands og Húsmæðraskólann í Reykjavík. Sigríður var heima- vinnandi húsmóðir alla tíð og helgaði líf sitt fjölskyldu og börn- um. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. sept. 2012, og hefst athöfnin klukkan 15. 1970, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 12. maí 1892, d. 7. september 1960. Börn Sigríðar og Sigurðar eru: 1) Sigrún Ingibjörg, f. 18. ágúst 1950, gift Skarphéðni Þór- issyni, f. 16. nóv- ember 1948. Börn þeirra eru: a) Þórir, kvæntur Signýju V. Sveinsdóttur, þau eiga þrjú börn. b) Sigurður, kvæntur Elínu Bergmundsdóttur, þau eiga þrjú börn. c) Erla Sigríður, gift Geir Oddi Ólafssyni, þau eiga tvö börn. 2) Ingibjörg, f. 12. ágúst 1951, gift Kristjáni Jóhannssyni, f. 4. janúar 1951. Börn þeirra eru: a) Jóhann Ingi, kvæntur Ingu R. Guðmundsdóttur, þau eiga þrjú börn. b) Sigríður Ósk, sambýlismaður hennar er Krist- inn Már Yngvarsson. c) Guðrún Helga, gift Eldi Ólafssyni, þau eiga eitt barn. 3) Dóra, f. 30. júlí Nú hefur hún mamma mín kvatt þetta tilverustig og er loks- ins komin til pabba, sem lést fyrir ellefu árum. Á milli pabba og mömmu var ekki bara neisti eins og hjá flest- um hjónum, heldur bál. Þau elsk- uðu hvort annað óstjórnlega og það var mjög erfitt fyrir mömmu að horfa á eftir pabba þegar hann dó. Hún var vængbrotin um stund en náði svo að spyrna við fótum og njóta lífsins með okkur börnunum og fjölskyldum okkar síðustu árin. Mamma elskaði okkur öll, hóp- inn sinn og gaf okkur öllum óend- anlega mikla ást, umhyggju og hlýju. En hún elskaði líka landið sitt, náttúruna, fjöllin, sólina. Að sitja við sólarlag úti í guðsgrænni nátt- úrunni og hlusta á lækjarnið fannst henni fullkomið. Mamma var líka einlægur aðdáandi landsliðsins okkar í handbolta. Hún hafði mikið dálæti á Geir Sveinssyni, Guðjóni Val og samspili Sigfúsar og Einars Arn- ars á einu stórmótinu hérna um árið. Þetta voru sannarlega drengirnir hennar. Mamma unni líka Garðari Thor Cortes, hann var svo góður söngv- ari og ekki síður myndarlegur. Það var oft erfitt að tala við hana í símann þegar hún var að hlusta á diskinn hans. Hún sagði mér að hlusta, tók símtólið af eyranu og beindi því að hátölurunum. Svo heyrðist: „Heyrirðu þetta, er þetta ekki flott?“ Við þurftum að kaupa handa henni nýjan disk því hún spilaði þann fyrsta hreinlega í gegn! Mamma elskaði að fara í sund og heitasta pottinn í sundlaug Vesturbæjar, en þangað fór hún á hverjum morgni meðan heilsan leyfði. Hún hafði líka unun af því að fara út að ganga og þá var stefnan einatt tekin niður á Æg- isíðu. Mamma og pabbi byggðu sér sumarbústað í ellinni og hvergi nutu þau sín betur en einmitt þar í sveitasælunni með börnum og barnabörnum. Mamma hentist út með klippur og klippti birki í vasa. Eftir mat var svo arkað upp að vörðum. Og í gilið sitt fór mamma í hvert sinn sem hún fór í sveitina. Þar sem lækurinn kom ofan af heiði, þar fannst henni dásamlegt að vera. Það var aldrei erfitt að fá mömmu til að koma með sér á tón- leika, í bíó, í leikhús, í bíltúr eða bara í sund. Alltaf sagði hún já. Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur, var bara innilega þakklát fyrir að fá að koma með. Þegar mamma var 81 árs fylgdi hún tveimur barnabörnum sínum norður á Andrésar Andarleikana og hafði unun að sjá þá keppa, en mest held ég að henni hafi fundist varið í að keyra um landið okkar. „Ó Guð hvað þetta er fallegt,“ var alltaf viðkvæðið. Það var hreint yndislegt að hafa hana með. Í seinni tíð skiptumst við systk- inin á að bjóða mömmu í mat og fátt var skemmtilegra. Aldrei hafði hún smakkað eins gott læri eða fisk. Hún kunni svo sannar- lega að hrósa. Mamma kenndi okkur að vera góðir foreldrar, veita hlýju, öryggi og vináttu og fyrir það erum við óendanlega þakklát. Elsku mamma mín, þín verður sárt saknað en minning um ynd- islega móður, tengdamóður, ömmu og langömmu mun hlýja okkur um hjartarætur. Það er gott til þess að hugsa að þið pabbi séuð nú saman á ný. Þín dóttir, Anna Laufey. Í dag kveðjum við tengda- mömmu og ömmu hinstu kveðju. Amma Sigga var stórglæsileg kona sem hugsaði alla tíð vel um heilsu og útlit sitt og hvatti okkur til að gera slíkt hið sama enda fyrrverandi fimleikamær. Hún var enda heilsuhraust þar til fyrir tveimur árum en fyrir það man ég vart eftir að henni hefði orðið mis- dægurt. Amma Sigga var afskap- lega stolt af uppruna sínum, barnahópnum og afkomendum enda mátti hún vera það. Þau bera þess öll merki hversu vel henni fór ævistarfið úr hendi, að halda utan um fjölskylduna og veita okkur öllum gott uppeldi. Fjölskyldan var henni afskaplega mikilvæg og með henni naut hún sín best. Hún var dugleg að miðla til okkar fróð- leik og þegar við Egill hófum bú- skap reyndi hún að leiðbeina okk- ur eins og hægt var, hvernig best væri nú að bera sig að, enda húsfrúin ung og óreynd. Þó að við hefðum hlustað á gullkornin fór- um við ekki endilega eftir þeim þá, en það merkilega er að ég stend mig sífellt oftar að því nú að gera hlutina nákvæmlega eins og gert var á heimili tengdaforeldranna. Amma Sigga vissi sínu viti og þetta síaðist inn. Sem eina tengda- dóttirin gift einkasyninum með fjórar dætur til samanburðar er ég ekki viss um að ég hafi alltaf staðist kröfurnar en amma Sigga lét mig aldrei finna það. Ef henni mislíkaði eitthvað þá sagði hún það beint út enda var hún ætíð hrein og bein, eiginleiki sem ég kunni afskaplega vel að meta í fari hennar. Hún gafst ekki upp á því að reyna að sannfæra mig um að það væri ekki hægt að borða blá- ber eða eplaköku án rjóma, öll þau ár sem ég átti samleið með henni, það væri bara ekki gott, sama hvað mér fannst. Hún kom mér sí- fellt á óvart, hafði góða kímnigáfu og meiri þolinmæði en sýndist. Við áttum sameiginlega áhuga á hand- bolta nú seinni árin og hún mátti ekki missa af landsleik hjá „strák- unum okkar“ . Amma Sigga var mikið náttúrubarn enda alin upp á sveitabæ í borginni og okkar bestu stundir áttum við með henni í sumarbústaðnum í Hvítársíðu þar sem hún var órjúfanlegur hluti. Það hvarflaði ekki að okkur að fara í Hvítársíðu án ömmu Siggu. Í hugum barnanna eru Hvítársíða og amma Sigga eitt og þar leið henni vel og lék við hvern sinn fingur. Að ganga upp í gil, hlusta á lækjarniðinn, fá sér kaffi á pallinum og borða góðan mat, sem sá sem grillaði hverju sinni gerði allra best af öllum að hennar mati, var henni að skapi. Það var skrýtið að fara í bústaðinn án hennar í fyrsta skipti en því þurf- um við víst að venjast og munum halda við hennar siðum. Það var henni erfitt þegar Siggi dó sem hafði umvafið hana alla tíð og hugsað vel um hana. Hún kom mér á óvart þá sem oftar með seiglunni. Þau voru okkur góð fyr- irmynd í hjónabandinu þar sem væntumþykjan og virðing hvors fyrir öðru leyndi sér ekki. Hún var sátt og tilbúin að hitta hann Sigga sinn aftur og ég veit að tekið var vel á móti henni . Elsku Sigrún, Inga, Dóra, Egill og Anna Laufey, það er erfitt að kveðja mömmu, megi Guð vera með ykkur. Við kveðjum með þökkum og söknuði. Sigrún Edda, Sigurður, Jón Lárus og Ragnheiður Helga. Sigríður Þ. Bjarnar  Fleiri minningargreinar um Sigríði Þ. Bjarnar bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, HANNA MADDÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, Fjarðargötu 19, Hafnarfirði, sem lést á deild K-1 á Landakotsspítala mánudaginn 17. september, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmundur Árnason, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðmundur V. Guðmundsson, Berglind Guðmundsdóttir, Ingvar Lýðsson. ✝ Elskulegur faðir minn og vinur, afi og langafi, ÁSGEIR KÁRI GUÐJÓNSSON ljósmyndari, Lokastíg 26, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk við Suðurlandsbraut föstudaginn 7. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fær starfsfólkið á 2. hæð, miðju, í Mörkinni sem annaðist hann síðastliðið eitt ár. Loftur Ásgeirsson, Ingimar Kári Loftsson, Ásgeir Örn Loftsson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR PÁLSDÓTTIR kennari, Logafold 70, lést föstudaginn 21. september. Ragnhildur verður jarðsungin frá Grafarvogs- kirkju fimmtudaginn 4. október kl. 13.00. Jómundur Rúnar Ingibjartsson, Sigríður Þórðardóttir, Sævar Birgisson, Páll Rúnarsson, Ólöf Rúnarsdóttir, Svavar Þór Birgisson, Ingibjörg Rúnarsdóttir, Anna Vigdís Rúnarsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær dóttir okkar og systir, AGNES DRÍFA GUÐMUNDSDÓTTIR, Fellstúni 19, Sauðárkróki, áður til heimilis á Húnabraut 9, Blönduósi, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 21. september. Jarðsungið verður frá Blönduóskirkju föstudaginn 28. september kl. 15.00. Elín Gréta Grímsdóttir, Guðmundur Theodórsson, María Sigríður Guðmundsdóttir, Stefán Þorvaldsson, Stefanía Th. Guðmundsdóttir, Stefán Gunnarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Pétur H. Stefánsson, Hrefna Bára Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, HALLA BERGSTEINSDÓTTIR, Eyjahrauni 10, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 22. september. Jarðsungið verður frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 29. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Svea Sigurgeirsdóttir, Óskar Ólafsson, Halla María Þorsteinsdóttir, Sigurgeir Óskarsson, Vilborg Bergsteinsdóttir, Jónas Bergsteinsson, Kjartan Bergsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.