Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Fáðu allt að 4,7% vexti Anna Lilja Þórisdóttir Kjartan Kjartanson Alls hefur ellefu hælisleitendum ver- ið vísað frá Íslandi á þessu ári á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinn- ar samkvæmt upplýsingum Útlend- ingastofnunar. Aðeins einn hælisleit- andi hefur hins vegar verið sendur hingað til lands í ár. Íraska hælisleitandanum Ahmed Kamil var vísað úr landi til Noregs í gærmorgun en Kári Hólmar Ragn- arsson, lögmaður hans, gagnrýnir meðferð íslenskra stjórnvalda á máli hans. Kári segir að frá Noregi verði Ka- mil líklega sendur til Írak, þaðan sem hann flúði af ótta um öryggi sitt vegna starfa sinna fyrir bandaríska herinn þar í landi. Vísað frá Noregi Umsókn Kamils um hæli í Noregi var hafnað og var það að lokum ákvörðun norskra stjórnvalda að senda hann aftur heim til Íraks. Kamil kom hingað til lands í októ- ber og dvaldi á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ. Fyrr á þessu ári var ákveðið að vísa honum úr landi en hann sótti um frestun á brottvísun- inni í júlí. Þeirri beiðni var synjað á sunnudag og var hann því rekinn úr landi í gær. Hann er sendur til Nor- egs þar sem að þarlend stjórnvöld bera ábyrgð á hælisumsókn hans samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni því þar sótti hann fyrst um hæli. Kári gagnrýnir þann tíma sem tók að afgreiða umsókn Kamils og að mál hans hafi aldrei verið tekið til efnislegrar meðferðar hér. Af- greiðslan hafi verið einskorðuð við að hann hafi áður sótt um hæli úti. „Það sem við höfum talið athuga- vert við það er að bæði samkvæmt ís- lenskum lögum og Mannréttinda- sáttmála Evrópu er endursending til lands, þar sem liggur fyrir að hann verði þegar í stað sendur til Íraks, ekki heimil. Endursendingin til Íraks telst ómannúðleg meðferð.“ Miða við aðstæður í Noregi Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að meðferð á máli Kamils hafi verið í samræmi við vinnureglur og þá sátt- mála sem Ísland á aðild að í einu og öllu. „Við lítum á það hverjar að- stæður hans verði í Noregi. Einnig lítum við til þess hvort sú málsmeð- ferð sem hann fékk í Noregi hafi ver- ið óeðlileg eða ekki sanngjörn. Það er ekkert sem bendir til þess.“ Ellefu hælisleitendum vísað úr landi í ár Morgunblaðið/RAX Hæli Gistiheimilið Fit þar sem Kamil var handtekinn á sunnudagskvöld.  Íröskum hælis- leitanda vísað af landi brott í gær Dyflinnarreglugerðin » Felur í sér viðmiðanir um hvaða ríki innan Schengen beri ábyrgð á hælisumsókn. » Allar hælisumsóknir hér eru fyrst skoðaðar með hliðsjón af því hvort öðrum ríkjum sé skylt að taka við umsækjandanum og fjalla um umsókn hans. „Það var náttúrlega aðeins grunur. Við sáum það greinilega að það var eitthvað í þessum lifrarpylsubitum og það náttúrlega vill enginn taka neina áhættu þegar svona er heldur láta greina þetta fyrst; við gerðum það, kölluðum til dýralækni strax og í kjölfarið lögregluna,“ segir Ás- geir Guðmundsson, formaður Hundaræktunarfélagsins Rex, að- spurður hvaðan sú hugdetta hafi komið að lifrarpylsubitar sem fund- ust í reiðhöll Gusts í Kópavogi, þar sem sýning félagsins átti að fara fram sl. laugardag, hafi verið eitr- aðir. Að sögn Ásgeirs grunar menn að brotist hafi verið inn í reiðhöll- ina og pylsubitunum síðan verið dreift um svæðið. Enginn aðdragandi Aðspurður hvort málið hafi átt sér einhvern aðdraganda, þ.e. hvort aðstandendum sýningarinnar hafi borist hótanir eða eitthvað þvíum- líkt, segir Ásgeir svo ekki vera og bendir á að atvik þetta hafi komið aðstandendum sýningarinnar al- gjörlega í opna skjöldu. Að sögn Ás- geirs bíða menn nú eftir greiningu lögreglunnar á pylsunum. „Þeir bú- ast við að þetta verði annaðhvort í dag, á morgun eða á miðvikudag- inn. Mér skildist á þeim að þetta yrði sett í einhverja flýtigreiningu en ég veit ekkert hvað þetta tekur langan tíma,“ segir Ásgeir að- spurður hvenær hann eigi von á að fá niðurstöðu úr greiningunni. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu er búið að senda pylsubitana í grein- ingu. Þá hefur enginn verið hand- tekinn og enginn liggur undir grun í málinu. Ekki fékkst uppgefið hjá lögreglunni hvenær niðurstöður greiningar á pylsubitunum liggi fyrir. skulih@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Pylsur Grunsamlegum lifrarpylsubitum var komið fyrir á hundasýningu Rex. Bíða niðurstöðu lifr- arpylsugreiningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.