Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Evrópumeistaramót EFSAí strandstangveiðumstendur nú yfir í Eyja-firði og eru þar saman- komnir 66 veiðimenn frá átta lönd- um sem taka þátt í mótinu. EFSA stendur fyrir European Federation of Sea Anglers og það er Íslands- deild samtakanna sem stendur fyrir mótinu. Stendur á gömlum merg „Hér eru veiðimenn frá Gíbralt- ar, Englandi, Skotlandi, Wales og Írlandi, Hollandi, Þýskalandi og Ís- landi. Í Evrópu stendur strand- stangveiði á gömlum merg og hér eru menn sem hafa alla tíð stundað slíka veiði með feðrum sínum. Ég hef alla tíð stundað lax- og silungs- veiði með föðum mínum en stundað strandstangveiðina í tæplega þrjú ár. Það er ekki svo langt síðan við Ís- lendingar uppgötvuðum þetta sport sem ég tel að í felist miklir mögu- leikar í ferðaþjónustu. Þetta er skemmtilegt sport og rólegra en veiði í ám og vötnum þar sem maður er allan tímann á sama stað. Alls keppa í mótinu nærri 70 manns en með þeim koma líka fjölskyldur og er bærinn því fullur af fólki,“ segir Haraldur Ingi Haraldsson, með- limur í EFSA. Veitt í fimm tíma hollum Keppt er í dag og síðan fimmtu- dag og föstudag en á morgun, mið- vikudag, er hvíldardagur. Keppnis- dagana raðar fólk sér upp við ströndina með ákveðnu millibili og er síðan veitt í fimm tíma. Hætta að telja eftir 40 fiska Strandstangveiði stendur á gömlum merg í Evrópu en er tiltölulega ný íþrótt á Ís- landi. Íslandsdeild EFSA, European Federation of Sea Anglers, stendur þessa dagana fyrir Evrópumeistaramóti EFSA í Eyjafirði og eru þar samankomnir nærri 70 veiðimenn frá átta löndum. Meðal helstu tegunda sem veiðast við Ísland eru þorskur, ufsi og koli en stig eru gefin fyrir lengd fisksins og fjölda fiska. Góð veiði Hans Juergen Glaeser frá Þýskalandi æfir sig á Svalbarðseyri. Vanur veiðimaður Marcus Wuest, formaður klúbbsins í Þýskalandi. Margar vefsíður er að finna á Face- book en þar má meðal annars finna síðuna gonguleidir.is. Sniðugt er að gera síðuna að ánægjuefni fyrir face- booknotendur sem hafa gaman af gönguferðum og vilja njóta útiveru. Á síðuna eru settar inn gönguleiðir dagsins og góðar upplýsingar um hana. Þetta er þarft til að muna eftir gönguleiðum og láta sér detta í hug nýjar og fara út fyrir þann ramma sem venjulega er gengið eftir. Á síð- unni er líka að finna fallegar myndir af íslenskum fjöllum og náttúru. Ekki er amalegt að skoða slíkar og láta sig dreyma um gönguferð upp á topp. Hvíla sig síðan í lautu og njóta haust- litanna á meðan maður nærir sig með einhverju staðgóðu á gönguferð. Vefsíðan www.facebook.com/pages/gonguleidiris Morgunblaðið/Ómar Haustlitir Litirnir í náttúrunni á þessum árstíma eru fallegir. Gönguferðir í haustlitum Hjartadagshlaupið fer fram sunnudag- inn næstkomandi, 30. september, á Kópavogsvelli. Hlaupnir verða 5 km og 10 km með tímatöku en hlaupið hefst kl. 10:00. Tími verður mældur í 5 og 10 km hlaupi og verða úrslit birt eftir aldurs- flokkum í karla- og kvennaflokki en úr- slit verður hægt að sjá á hjarta.is og á hlaup.is. Hlaupið hefst við Kópavogs- völl og er hlaupið út á Kársnes og til baka í mark inn á Kópavogsvelli. Eftir hlaup er þátttakendum boðið frítt í Sundlaug Kópavogs. Hlauparar geta forskráð sig á hlaup.is en skráning verður einnig á staðnum, frá kl. 9:00. Endilega … … sprettið og styrkið hjartað Morgunblaðið/Golli Kópavogslaug Frítt verður í sund eftir hlaupið á sunnudaginn. Kannanir sýna að beikon er farið að ógna heilsu Englendinga sem borða mikið af því. En Englendingar fá næstmest af salti úr beikoni í mat- vælum sínum á eftir brauði. Tvær beikonsneiðar geta innihaldið meira en helming af ráðlögðum dag- skammti salts fyrir fullorðna sem er 6 g. En beikontegundir geta innihaldið mjög misjafnt saltmagn og sumar tegundir geta innihaldið þrisvar sinn- um meira salt en aðrar tegundir í sama stórmarkaði. Fólk grípur til beikons þar sem það er ódýrt en greinilega ekki hollasti kosturinn. Einna mest af salti innihélt beikon frá Tesco-verslunum „Matvælayfirvöld verða að grípa í taumana og sjá til þess að framleið- endur dragi úr yfirgnæfandi salt- magni í beikoni,“ segir Graham MacGregor prófessor í hjarta- og æðasjúkdómum við Wolfson stofn- unina í London. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins Guardian. Of mikið af salti í beikoni Beikonsólgnir Englendingar mega fara að vara sig Breskur morgunmatur Beikon getur innihaldið allt of mikið salt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. SJÓNMÆLINGAR – LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 16 ÁR T I L B O Ð GLERAUGU FRÁ 19.900,- MIKIÐ ÚRVAL AF GLERAUGUM FYRIR BÖRN OG UNGLINGA HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.