Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.09.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012 Pétur Blöndal pebl@mbl.is Minning kanadíska píanóleikarans Glenn Gould verður heiðruð á tón- leikum sem Víkingur Heiðar Ólafs- son stendur fyrir í salnum Norður- ljósum í Hörpu í kvöld. Þar flytur hann dagskrá sem sett var saman fyrir Busoni-tónlistarhátíðina á Ítal- íu og flutt aftur í Mílanó fyrir viku. „Stjórnandi hátíðarinnar heyrði diskinn sem kom út á opnunartón- leikum Hörpu fyrir ári og tengdi flutning minn á Bach við Glenn Gould,“ segir Víkingur Heiðar. „Hann spurði hvort ég vildi spila á minningartónleikum um hann á há- tíðinni og ég sagði já, því ég hef lengi haft augastað á þessari hátíð og finnst hún skemmtileg. En um leið var ég svolítið stressaður yfir hætt- unni sem það skapar, að vera merkt- ur næsti eitthvað. Við lifum á tímum þar sem bíómyndir eru endurgerðar fjórum, fimm, sex sinnum, og talað er um hinn nýja Horowitz, hinn nýja Richter – og hinn nýja Gould. Af öll- um píanistum síðustu aldar var Gould auðþekkjanlegastur og mest afgerandi, þannig að það yrði óheppi- legt að lenda í því að vera borinn beint saman við hann.“ – En þú slóst til? „Já, því mér þótti þrátt fyrir allt vænt um hugrenningatengslin. Gould er sá listamaður sem hefur haft mest áhrif á mig, einkum eftir háskólanámið. Ég hef sótt í hug- myndafræði hans, það má segja að hann hafi verið mér mentor eða kennari á bak við tjöldin. Samt hitti ég hann aldrei, enda féll hann frá fyr- ir 30 árum. Hann var stórkostlegur píanisti og flutningur hans á Bach er engu líkur, en svo var hann líka frá- bær fjölmiðlamaður, miðlaði af þekk- ingu sinni í sjónvarpi og útvarpi, og leit á upptökuformið sem listform, nokkuð sem hafði fram að því verið hliðarafurð af því að spila á tón- leikum. Á meðan öðrum leið illa í upptökum, átti hann í ástarsambandi við hljóðnemann.“ – Það er eftirtektarvert að horfa á upptökur af flutningi hans heima hjá sér, þar sem hann hummar við lagið og svo er tökuvélinni allt í einu beint að syngjandi fuglum úti í garði. „Já, hann átti í tilvistarkrísu sem tónskáld, fann sig engan veginn í því, en hann var tónskáld sem píanisti, tók verk annarra og endurskil- greindi þau. Hann var óhræddur við að taka verk sem Beethoven samdi í upphafi ferilsins og setja meiri kraft í flutninginn. Hann hikaði ekki við að standa jafnfætis tónskáldunum, taka verkin og endurmóta þau. Og það var frægt þegar hann hummaði og söng með sjálfum sér, oft laglínu sem var til hliðar við verkið sjálft. Enda vakti hann sterk viðbrögð og enn hitti ég fólk sem reiðist er það heyrir hans getið. Hann sat alltaf á sama stóln- um, sem honum var gefinn í æsku, og stóllinn var auðvitað alltof lítill. Það mátti enginn taka í höndina á honum, hann var svo hræddur við sýkla eða eymsli. Ef hann var með kvilla, raun- verulegan eða ímyndaðan, fór hann til fjögurra eða fimm lækna, og fékk ráð frá þeim öllum. Ég mun draga upp mynd af listamanninum Gould á tónleikunum og skyggnast inn í hugarheim þessarar margbrotnu manneskju. Það er svo sterkur kar- akter í öllu sem hann spilar. Hann sagðist sjálfur ólæknandi róman- tíker, en var gagnrýndur fyrir að spila rytmískt og hart. Það er ekkert einfalt við þennan mann.“ – Tónleikarnir verða óvenjulegir, enda vart annað hægt þegar Gould er annars vegar? „Já, hann var alltaf að brjóta upp tilveruna, tók engu sem gefnu og velti sífellt upp nýjum spurningum. Hann gerði til dæmis útvarpsþátt með fimm viðmælendum frá norður- slóðum Kanada og talaði við þá um einveruna og einangrunina. Svo hljóðblandaði hann röddum þeirra, þannig að þær ýmist runnu saman eða kölluðust á, og það er merkilegt hvernig honum tekst með þessu að draga fram inntakið í orðum þeirra. Ég tók hugmynd hans um norðrið og setti saman seinni hluta tónleikanna út frá því, Grieg, Sibelius, Brahms og Wagner, allt verk sem kallast á við meginstef þáttarins – og einnig Gould og persónu hans. Og ég skrif- aði um það langan texta með marg- víslegum pælingum. Á milli verk- anna á tónleikunum tjáir Gould sig með orðum, sem kallast á við hug- myndina um norðrið, en svo er ég líka með ýmislegt annað sem best er að segja ekki mikið um.“ – Af hverju hætti hann 32 ára að spila á tónleikum? „Honum fannst tónleikaformið yfirborðskennt og hann upplifði áhorfendur sem óvini sína,“ segir Víkingur Heiðar og lifnar yfir hon- um er hann glímir við spurninguna sem brennur á vörum margra. „Hann var líka með fullkomnunar- áráttu, alltaf að ögra sjálfum sér, og þoldi ekki feilnótur. Helst vildi hann ritskoða sjálfan sig öllum stundum, hafa fullkomna stjórn á sköpunar- ferlinu – taka viðtölin við sig sjálf- ur!“ Ekki er nema eðlilegt í framhaldi af þessu svari að Víkingur Heiðar spyrji sjálfan sig næstu spurningar. „Á hinn bóginn getur maður spurt, hvað Víkingur sé að spá að halda tónleika til minningar mann sem þoldi ekki tónleika. En mér er alveg sama, því mér fannst hann bestur á tónleikum, þar sem fer saman þessi mikli rammi, rytmi og form, og hins- vegar óvissan og rafmagnið sem fylgir tónleikum og örvar skáldgáf- una. Hann fékk líka stundum slæma dóma, eins og allir frumlegir lista- menn, og var hörundsár. Svo gat hann lifað af útgáfu geisladiska, sem enginn getur lengur, af því að tím- arnir eru svo ólíkir. Einhverjir vilja meina að hann hafi átt við handa- meiðsl að stríða og ekki getað spilað nógu sterkt á tónleikum. Það eru þúsund kjaftasögur um Gould.“ Það eru þúsund kjaftasögur um Gould  Víkingur Heiðar Ólafsson bregður ljósi á kanadíska píanóleikarann Glenn Gould í Hörpu í kvöld  Ólæknandi rómantíker sem var óhræddur við að glíma við og endurmóta verk stóru tónskáldanna Morgunblaðið/Ómar Píanóleikari Víkingur Heiðar mun eiga samtal við Glenn Gould í Norðurljósum í kvöld. Kvintett dönsku djasssöngkonunnar Cathrine Legardh og íslenska saxó- fónleikarans Sigurðar Flosasonar kemur fram á djasstónleikaröð á Kex hosteli í kvöld kl. 20:30. Legardh og Sigurður hafa sl. þrjú ár rekið saman hljómsveit í Dan- mörku og gefið út tvöfalda geisla- diskinn Land&Sky, sem var til- nefndur bæði til dönsku og íslensku tónlistarverðlaunanna 2011. Þess má geta að diskurinn var valinn ein af tíu bestu djassútgáfum síðasta árs af danska veftímaritinu Jazznyt. Á tónleikum kvöldsins verður flutt ný og óhljóðrituð tónlist eftir Sigurð Flosason við texta Cathrine Le- gardh auk eldri laga úr smiðju tvíeykisins og nokkurra djassstand- arda. Íslenska útgáfu kvintettsins skipa að þessu sinni Kjartan Valde- marsson á píanó, Valdimar K. Sig- urjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Aðgangur er ókeypis. Danska djasssöngkonan Cathrine Legardh á Kex Tvíeyki Sigurður Flosason og Cathrine Legardh. Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, flytur erindi er nefnist: „Þeim eru mislagðar höndur þeim herrum. Bjargarskortur í Breiðafjarðareyjum undir lok 19. aldar,“ í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.05. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélags Íslands undir yfirskriftinni: „Hvað er fátækt?“ Már hefur skoðað sendibréf sem skrifuð voru í Skál- eyjum árin 1882-1886 og nýverið fundust í Þjóðskjala- safni. „Oft er talað um að í Breiðarfjarðareyjum hafi aldr- ei nokkuð maður liðið skort, en það stenst ekki nákvæma skoðun,“ segir m.a. í tilkynningu frá Sagnfræðifélaginu og á það bent að í ofangreindum bréfum hafi birst erfið afkoma fólks í harð- indum sem þá stóðu yfir af völdum viðvarandi kulda og aflabrests. Bjargarskortur til skoðunar Már Jónsson Píanistinn Glenn Gould fæddist fyrir 100 árum, 25. september árið 1912, og lést 4. október 1982. Hann var kunnastur fyrir byltingarkennda túlkun á verk- um Bachs, en spilaði einnig verk tónskálda á borð við Beethoven, Mozart, Haydn og Brahms. Sjálf- ur var hann tónskáld, stjórnandi og rithöfundur með meiru. Glenn Gould TIL MINNINGAR UM SNILLING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.