Skinfaxi - 01.09.2012, Side 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Áhersla á heilbrigði
og hreyfingu
Dagana 18.–25. ágúst í sumar sem leið
var haldin ráðstefna á vegum UFOLEP
(Union Française des Oeuvres Laïques
d’Education Physique) og ISCA (Interna-
tional Sport and Culture Association) sem
bar yfirskriftina „Swell: Youth training for
health and wellness“.
Ungmennafélagi Íslands var boðið sæti
fyrir tvo fulltrúa á aldrinum 18–30 ára á ráð-
stefnunni. Sabína Steinunn Halldórsdóttir,
landsfulltrúi UMFÍ, sótti ráðstefnuna ásamt
Elmari Eysteinssyni og Jóhönnu Guðrúnu
Snæfeld Magnúsdóttur. Á ráðstefnunni var
megináhersla lögð á heilbrigði og hreyf-
ingu út frá þremur mismunandi sjónarmið-
um, mikilvægi hreyfingar fyrir líkamlega
heilsu, andlega og félagslega vellíðan og
út frá sjónarhorni mannréttinda og for-
varnastarfs.
Þau segja hér frá ferðinni sem var vel
heppnuð og ógleymanleg í alla staði.
Við vorum þrjú fersk sem lögðum af stað
snemma morguns 18. ágúst út á Keflavík-
urflugvöll, gífurlega spennt fyrir því sem
fram undan var. Ferðinni var heitið til
Xonrupt-Longmere í Frakklandi. Veður-
spáin var æðisleg, 25 stiga hiti eða meira
og sól allan tímann, og ráðstefnuna átti
að halda einhvers staðar uppi í fjöllum.
Við flugum fyrst til Basel þar sem konurn-
ar þurftu að fá að skreppa í lífsnauðsyn-
lega ferð í H&M. Þá vildi ekki betur til en
svo að við hálfvilltumst á leiðinni til baka
og vorum því nærri búin að missa af lest
sem átti að flytja okkur á áfangastað. Við
fengum leigubílstjóra til þess að aka okkur
á fleygiferð á lestarstöðina. Tíma tók að
koma okkur á réttan stað og við hlupum
út um alla lestarstöð. Að lokum vorum við
þó sest inn í lest, sem við héldum að væri
hin rétta, þremur mínútum fyrir brottför.
Allt hafðist þetta á endanum og við kom-
umst heil á áfangastað.
Fyrsta kvöldið okkar á svæðinu var hald-
ið nokkurs konar kynningarpartý þar sem
átti að hrista hópinn aðeins saman, en
saman voru komin ungmenni víðs vegar
að úr Evrópu, ein frá Asíu og einn frá Suður-
Ameríku og var hópurinn af öllum stærð-
um og gerðum. Dagskráin byrjaði svo af
alvöru á sunnudeginum. Haldið var áfram
að hrista hópinn saman í upphafi dags og
dagskráin kynnt fyrir okkur. Sum okkar
voru vanari þessum námskeiðum en önn-
ur og vissu því nokkurn veginn við hverju
væri að búast. Námskeiðið snerist um heil-
brigðan lífsstíl og hvernig hægt væri að
nota íþróttir sem fræðslutæki. Ýmsir fyrir-
lestrar voru haldnir en þó var reynt að
halda formlegheitunum í lágmarki og láta
þátttakendurna taka sem allra mest þátt í
dagskránni sjálfa. Umræðurnar gátu oft
orðið æði skrautlegar þar sem þátttakend-
urnir voru með ansi mismunandi bakgrunn.
Margt var gert fyrir utan þessa hefð-
bundnu fyrirlestra til þess að reyna að fræða
okkur um heilsu og líkamlega vellíðan.
Farið var í körfubolta og fótbolta þar sem
hver og einn þátttakandi fékk hlutverk sem
hann átti að leika. Í fótboltanum gekk það
út á að þú varst með ýmiss konar líkam-
lega eða andlega kvilla og áttir að spila
eftir því. Í körfuboltanum snerist það um
að þér var úthlutað einhverri persónu og
á þriggja mínútna fresti var kallað upp ein-
hver aðstaða sem þú gætir komist í, í lífinu.
Ef þú taldir það eiga við þig áttir þú að
frjósa í eina mínútu á meðan hinir spiluðu.
Þetta gat til dæmis verið að þú hefðir ekki
aðgang að hreinu vatni, eða að þú hefðir
ekki aðgang að sjúkratryggingum eða
þess háttar. Báðir þessir leikir vöktu okkur
mikið til umhugsunar um aðstöðumun
fólks, hvort sem það var í fótboltanum þar
sem fólk gat fengið það hlutverk að það
væri í mikilli vímuefnaneyslu, of feitt eða
með of háan blóðþrýsting o.fl. eða í körfu-
boltanum þar sem þú gast verið heimilis-
laus, barn forríkra einstaklinga, vændis-
kona eða því um líkt. Þetta gert til þess að
fá okkur til þess að hugsa um að maður
geti ekki sett alla undir sama hatt og verði
að skoða ólík sjónarhorn og mismunandi
aðstæður.
Þá fengum við að prófa að fara á kajak
út á vatn og var það hin skrautlegasta
skemmtun. Fólki gekk misvel að ná tökum
á róðrinum en hópnum var skipað að
mynda hring og festa sig saman og síðan
var prófað hvort einstaklingar gætu farið
úr sínum báti og labbað hringinn á hinum
bátunum. Þetta gekk vel þótt ótrúlegt megi
virðast. Í lokin var okkur skipt upp í 6 manna
lið og við sett á tveggja manna kajaka þar
sem við áttum að fara í þrautabraut. Við
Íslendingarnir vorum öll saman í liði og
okkur gekk ekki sem best í þessum hluta
þrautarinnar. Svo átti allur hópurinn sam-
an að fara sömu þraut á þessum tveggja
manna kajökum en nú var búið að snúa
þeim á hvolf. Þar fékk verksvit Íslending-
anna að njóta sín og Elmar lenti í því að
róa einn á meðan kvenmennirnir lágu
flatir ofan á bátnum og einn karlmaður
synti aftast og ýtti bátnum þannig. Í stuttu
máli sagt unnum við þá þraut með yfir-
burðum. Þá var einn dagur áætlaður í fjall-
göngu um svæðið. Það endaði ekki vel hjá
Elmari, hann fékk hitasting áður en lagt var
af stað svo að hann þurfti að dúsa heima
upp í rúmi og var Jóhanna ráðin til að
hjúkra honum. Svo var okkur sagt, þegar
við komum til baka, að þetta hefði verið
alveg æðislegt og við tókum bara orð
þeirra fyrir því.
Síðustu dagana var okkur skipt upp í
nokkur verkefni. Meðal þeirra voru mynd-
bandsverkefni, bæklingagerð, að þróa
æfingu og MOVEWEEK. Við tókum þátt
í videoverkefninu og að þróa æfingu.
Jóhanna fór í myndbandagerðina og er sú
vinna í fullum gangi, en markmiðið var að
búa til myndaband sem fengi fólk í raun
og veru til að hugsa um hreyfingu og fá
kyrrsetufólk til þess að bæta lífsstíl sinn.
Áætlað er að myndbandið verði tilbúið um
mánaðamótin nóvember-desember.
Ungmennaráðstefna í Frakklandi:
Þátttakendur á ráðstefnunni, Sabína Steinunn Halldórsdóttir,
Elmar Eysteinsson og Jóhanna Guðrún Snæfeld Magnúsdóttir.
Verkefni sem þátt-
takendur unnu,
þar sem átti að
túlka markmið
ráðstefnunnar.
Elmar og Jóhanna
bregða á leik:
Hver er ofan á
brúnni minni?