Skinfaxi - 01.09.2012, Qupperneq 21
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 21
HSK tók þátt í verkefninu í 11. sinn og
hefur verið með frá upphafi. HSK hefur
tilnefnt tvö ný fjöll í verkefnið á hverju ári.
Skarðsmýrarfjall í Ölfusi og Vatnsfell á
Holtamannaafrétti urðu fyrir valinu í ár.
HSK stóð fyrir fjölskyldugöngu á Skarðs-
mýrarfjall miðvikudaginn 30. maí sl.
Göngumenn hittust við Skíðaskálann í
Hveradölum og þaðan var sameinast í bíla.
Göngustjóri var Björn Pálsson í Hveragerði.
Skarðsmýrarfjall er tæpir 597 metrar á
hæð og er á norðanverðri Hellisheiði.
Norðan og austan við fjallið er Hengils-
svæðið sem hefur upp á mjög áhugavert
landslag að bjóða. Þar eru hverir og gígar,
ár og stöðuvötn og fjölbreytt gróðurfar.
Hengilssvæðið er meðal stærstu háhita-
svæða á Íslandi.
HSK-gangan á Vatnsfell var farin laugar-
Sandfell í Fáskrúðsfirði var fjall UÍA í verk-
efni UMFÍ, Fjölskyldan á fjallið, árið 2012.
Sandfellið er sunnan megin í Fáskrúðsfirði
og er farið upp með Víkurgerðisá inn í Fleins-
dal og gengið upp á fjallið að suðaustan-
verðu. Fjallið er líparítfjall og jarðfræðilega
einstakt. Gönguleiðin er stikuð. Fyrsti hluti
leiðarinnar, inn í botn Fleinsdals, er gróinn
og ekki mjög brattur en leiðin á fjallið er
brattari og erfiðari, einkum fyrir óvana.
Áætlaður uppgöngutími er 2 – 2,5 tímar.
Framkvæmdastýra UÍA leiddi starfs-
mannagöngu á fjallið, sem kom m.a.
gestabók fyrir, og hefði sennilega farið á
tindinn á einum og hálfum tíma hefði for-
maðurinn ekki verið með í för og tafið fyrir.
Eftir að hafa fengið nóg af sniglinum stakk
framkvæmdastýran af á endasprettinum
og fór ein á tindinn. Að sögn hennar er út-
sýnið af tindinum ægifagurt og sést bæði
inn í þorpið í Fáskrúðsfirði og út fjörðinn að
Skrúði. Útsýnið úr hlíðinni er líka fagurt.
Þá var gengið á Grænafell í tilefni af
Fjölskylduganga hjá HSK á Skarðsmýrarfjall
degi íslenskrar náttúru 16. september.
Gangan, sem var samvinnuverkefni UÍA,
daginn 16. júní og gekk vel. Guðni Guð-
mundsson á Þverlæk tók þátt í verkefninu
líkt og undanfarin ár. Í og eftir gönguna
urðu til eftirfarandi vísur hjá honum:
Hér umhverfis liggur orkuforði.
Öflugir víða stíflugarðar.
Því orkan er öll á yfirborði.
Ekkert sem að Kölska varðar.
Af öræfum er orkan fengin.
Orkuríkt er Frón.
Umhverfisspjöll sé nánast engin.
Aðeins fögur lón.
Vel ég naut hér varmastunda.
Vatnsflöturinn spegilskyggn.
Á Vatnsfellið er vert að skunda.
Sjá víðáttunnar miklu tign.
Starfsmannaganga hjá UÍA á Sandfell
Foxufell í Hítardal var fjall ársins hjá
UMSB en gönguleiðin að fellinu er um 4,5
km. Hópur göngugarpa gekk á fjallið í vor
og kom fyrir gestabók. Önnur skipulögð
ganga var síðan farin í ágúst sem var
um leið hluti af 100 km afmælisgöngu
sambandsins.
UMSB með göngu
á Foxufell
Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps og Nátt-
úrustofu Austurlands, tókst í alla staði vel.