Skinfaxi - 01.09.2012, Side 29
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29
Mig langar að viðra hér áhyggjur mínar
af því að íþróttastarf félaga á landsbyggð-
inni eigi eftir að minnka töluvert og jafn-
vel hverfa af íþróttamótum. Ég er aðallega
að tala hér um Íslandsmót. Núna í sumar
kom hækkun á flugi og var talað um að
hækkun þessi hefði verið óumflýjanleg og
hefði í raun átt að koma mun fyrr. FÍ-menn
hefðu haldið að sér höndum sem er og
rétt hvað varðar ÍSÍ-fargjöldin. Þetta kann
að vera alveg rétt hjá þeim og allir verða
víst að reyna reka fyrirtæki sín án þess að
skila tapi.
Slíkar skýringar eru þó til lítillar huggun-
ar fyrir félög úti á landi sem nota flugið
mikið til að komast á mót yfir vetrartímann
og þurfa einnig að passa sig á að skila ekki
tapi í sínum rekstri.
Ég tek hér gróft reikningsdæmi að vest-
an. Flug frá Ísafirði (ÍSÍ-fargjald) hefur hækk-
að úr um 16.000 kr. í 21.000 kr. Frá því á
síðasta starfsári er hækkunin því um tæp
25%. Þetta þýðir að ferðir að vestan yfir
tímabil körfuboltans hafa hækkað um
tvær milljónir á uppsettu ÍSÍ-verði. Og
þarna er ég bara að taka inn í mengið
ferðir unglingaflokks og meistaraflokka
félagsins. Síðan bætast við þessa upphæð
gisting og bílaleigubílar.
Þá á eftir að taka inn í þetta ferðir krakk-
anna okkar og eins og venjulega leggst
það gjald aðallega á fjölskyldurnar þó að
félagið niðurgreiði ferðir að einhverju leyti.
Meðalkostnaður við ferðir á mót hjá krökk-
unum í yngri flokkum á Íslandsmót er um
60.000–70.000 kr. á hvern iðkanda yfir tíma-
bilið og er ég þá að taka fjölliðamót inn
í dæmið. Og þetta er að sjálfsögðu fyrir
utan uppihald.
Ég er á engan hátt að setja út á FÍ. Þeir
töldu sig þurfa að gera þetta á sínum for-
sendum og þannig er það bara. En það
sem ég hef mestar áhyggjur af er að félög
úti á landi dragi saman seglin og fækki
ferðum á mót vegna of mikils kostnaðar
og þá er illt í efni fyrir íþróttir og félags-
starf.
Ég hef verið í sambandi við félaga á
Akureyri og Egilsstöðum og þar er sama
sagan, reyndar er þetta verst hjá íþrótta-
félögum fyrir austan sem verða að fara
allar sínar ferðir í flugi.
Hvað er það fyrsta sem félag eins og
hér fyrir vestan gerir? Jú, það er að reyna
að spara eftir bestu getu og það á reyndar
við um öll félög sem þurfa að ferðast mikið.
Og þá kemur að því sem ég hræðist mest.
Það er að félögin fara í auknum mæli að
keyra á leiki. Það munar mjög miklu á
verði að keyra annars vegar og fljúga hins
vegar, þar sem keyrslan er mun ódýrari
kostur. En á sama tíma mun hættan á
slysum stóraukast. Ég þekki þetta mjög
vel í eigin ranni og hef lent í að keyra út
af í brjáluðu veðri og vera hætt kominn
með mig og mína á leið til keppni. En
það verður ekki um mikið annað að velja.
Íþróttafélögin hafa ekki efni á að fljúga í
allar ferðir miðað við verðmiðann sem er
á fluginu í dag.
Ég hef áður sagt að ég hafi miklar
áhyggjur af þessari þróun og þá sérstak-
lega vegna þeirrar hættu sem skapast við
að ferðast keyrandi í fjölda ferða í mis-
jöfnu veðri.
Ég vil með þessum stutta pistli vekja
athygli á þessum málum og hvet fólk til
að hjálpast að við að finna lausnir á vand-
anum. Allir vita hvað íþróttir og félags-
starf eru nauðsynlegur hluti af lífinu. Það
er ekki hægt að finna betri hvata til heil-
brigðs lífernis, það hefur margoft verið
sýnt fram á. Þessu er hér með stefnt í
hættu.
Með hvaða hætti er hægt að bregðast
við þessu? Hafa héraðssambönd, sérsam-
bönd og aðrir hagsmunaaðilar rætt þessi
mál og reynt að finna lausnir sem geti sam-
einað sjónarmið FÍ og íþróttahreyfingar-
innar? Eða er enginn grundvöllur fyrir slík-
um viðræðum? Ekki þarf að leggjast djúpt
í að reikna það út að hálftómar vélar, sem
fljúga hvort sem er vestur, norður eða
austur, fá engar tekjur frá íþróttafélögum
ef svo fer sem horfir. Ef til vill leggjast af
ferðir vegna þessa eða áætluðum ferð-
um fækkar. Það segir sig sjálft, sé til dæmis
horft á keppni í körfunni hér heima, verð-
ur það þannig að ef allir keyra á leiki mun
það þýða umtalsvert tekjutap fyrir FÍ og
einnig þá sem njóta góðs af því að félögin
gisti hér og kaupi sér veitingar.
Þetta er eitthvað við Vestfirðingar vilj-
um ekki og það er mín trú að FÍ vilji þetta
alls ekki heldur.
Ég hef ekki minnst á það hér en fólk í
körfunni er ekki eitt um þessar áhyggjur.
Hér fyrir vestan er, eins og á flestum stöð-
um, blómlegt íþróttalíf og til keppni fer
auk okkar fólk í sundi, handbolta, fótbolta,
frjálsum og fleiri íþróttum og öll erum við
í sömu vandræðum hvað ferðakostnað
varðar og þar er um langstærsta útgjalda-
lið íþróttafélaganna að ræða.
Við (íþróttahreyfingin) erum stærstu
félagasamtök landsins og ferðumst mikið
til að taka þátt í mörgum mismunandi við-
burðum. Ég vil að það verði svo til fram-
tíðar en, eins og ég skrifa hér að ofan, hef
ég miklar áhyggjur af þeim breytingum
sem eru að verða á ferðamáta félaganna
og ef ekki á illa að fara verðum við að
bregðast við þeim sem fyrst.
Við verðum að gera þetta saman. Íþrótta-
hreyfingin, FÍ, sveitarfélög og ríkisvald
þurfa að bregðast við þessu vandamáli
sem allra fyrst og reyndar þó fyrr hefði
verið.
Ég vil einnig minna á að Jöfnunarsjóð-
ur, sem settur var upp af ríkinu og átti að
bregðast við útgjöldum af þessu tagi, hef-
ur minnkað og alls ekki fylgt eftir þeirri
stefnu sem sett var fram á sínum tíma.
Það er ekki til að minnka áhyggjurnar.
Með íþróttakveðju að vestan,
Gaui. Þ.
Guðjón Þorsteinsson:
Er landsbyggðin að hverfa af íþróttamótum?