Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 Við Íslendingar getum verið óg- urlega sjálfhverf og gerum reynd- ar oft grín að sjálfum okkur fyrir það. Um leið og stjarna utan úr hinum stóra heimi kvikmyndanna stígur fæti á íslenska grund er viðkomandi orðin(n) að vini okkar – Íslandsvini nánar tiltekið. Þetta er að mörgu leyti skemmtileg hefð sem engin ástæða er til að leggja af. Annað sem einkennir okkur er að við erum sólgin í fréttir af Ís- lendingum sem ná langt á erlendri grundu. Í blaðinu þessa helgina birtist viðtal við einn heitasta leik- arann úr sænskum kvikmynda- heimi, hinn alíslenska Sverri Guðnason. Sverri þekkja margir úr þáttunum um Wallander en hann er með ótal verkefni á prjón- unum tengd leiklistinni fyrir utan að vera við það að verða faðir í þriðja sinn. Undirrituð tilheyrir þeirri kyn- slóð sem ólst upp við að sjá Hemma Gunn á skjánum. Fáir sjónvarpsþættir hafa komist með tærnar þar sem „Á tali“ hafði hæl- ana og þess vegna vekur það ljúf- ar minningar að birta spjall við Hemma og myndasyrpu úr göml- um þáttum í blaðinu, en nú um helgina tekur RÚV til sýninga þætti sem fjalla um þessa rómuðu þætti. Þeir sem kjósa að veiða sér til matar halda nú á fjöll og freista þess að ná jólagæsinni og í mat- arþætti fáum við meistarakokk til að kenna hvernig best er að mat- reiða gæsina. Og svo við brjótumst nú undan sjálfhverfunni þá er hressandi að fá svipmyndir frá hinni rómuðu Rómaborg og kíkja á finnska hönnun eins og hún gerist best. Góða helgi. RABBIÐ Stórsniðug sjálfhverfa „Nú eru menn sums staðar komnir í svo þéttan skóg í dalnum að það er líkast því að vera kominn til útlanda,“ sagði Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður sem frumsýndi fyrir helgi nýja kvikmynd sína um Elliðaárdalinn. Árstíðirnar í Elliðaárdal, kallast hún. Þar sem áð- ur voru hraun og berangurslegir melar meðfram Elliðaánum, hafa nú víða vaxið upp háir skógarlundir, þar sem börn eru á ferð með foreldrum eða barnfóstrum. Þar geta þau brugðið sér út af stígnum, beygt sig eftir blómi eða köngli, og kallað fram óttahroll; látið sem þau séu með rauða hettu, vín og köku í körfu, og handan við næsta tré leynist kannski úlfur. efi@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Golli ÚT AF STÍGNUM ELLIÐAÁRDALURINN ER SANNKÖLLUÐ GRÓÐURVIN Í BORGARLANDINU SEM NÝTUR SÍVAXANDI VINSÆLDA FYRIR ALLRAHANDA ÚTIVIST; HJÓLREIÐAR, HLAUP, GÖNGUR, VEIÐAR – JAFNVEL ÚLFALEIKI Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Gói og baunagrasið Hvar? Borgarleikhúsið Hvenær? Sunnudaginn 7. október Nánar Eftir sögu H.C. Andersen Baunagrasið og Gói Hvað? Einka- sýningar. Hvar? Í Gerð- arsafni í Kópa- vogi. Hvenær? Alla helgina. Nánar Verk Torfa, Helga og Sigrúnar. Sýningar í Gerðarsafni Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Ljós- myndasýning. Hvar? Á Borg- arbókasafninu. Hvenær? Laug- ardaginn kl. 15.00. Nánar Myndir frá stöðum í Frakk- landi. Myndir frá Frakklandi Hvað? Gönguferð um söguslóðir ljós- mæðra. Hvar? Brottför frá Skólavörðustíg 11. Hvenær? Laugardag- inn kl. 11.00. Ganga um Reykjavík Hvað? Mósaík og ljósmyndasýning. Hvar? Á Markúsartorgi í Breiðholti. Hvenær? Upp úr hádegi laugardaginn 6. október. List í Breiðholtinu Hvað? Óskarsverðlaunahafinn Kolar Hvar? Kex hostel Hvenær? 6. október kl. 16.00 Nánar Málþing um kvikmyndir Kex og Óskarsverðlaun Hvað? Námskeið um höfund Njálu. Hvar? Dunhaga 7 Hvenær? Mánudaginn 8. október kl. 20:15 Nánar Jón Karl Helgason Höfundur Njálu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.