Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 Við Íslendingar getum verið óg- urlega sjálfhverf og gerum reynd- ar oft grín að sjálfum okkur fyrir það. Um leið og stjarna utan úr hinum stóra heimi kvikmyndanna stígur fæti á íslenska grund er viðkomandi orðin(n) að vini okkar – Íslandsvini nánar tiltekið. Þetta er að mörgu leyti skemmtileg hefð sem engin ástæða er til að leggja af. Annað sem einkennir okkur er að við erum sólgin í fréttir af Ís- lendingum sem ná langt á erlendri grundu. Í blaðinu þessa helgina birtist viðtal við einn heitasta leik- arann úr sænskum kvikmynda- heimi, hinn alíslenska Sverri Guðnason. Sverri þekkja margir úr þáttunum um Wallander en hann er með ótal verkefni á prjón- unum tengd leiklistinni fyrir utan að vera við það að verða faðir í þriðja sinn. Undirrituð tilheyrir þeirri kyn- slóð sem ólst upp við að sjá Hemma Gunn á skjánum. Fáir sjónvarpsþættir hafa komist með tærnar þar sem „Á tali“ hafði hæl- ana og þess vegna vekur það ljúf- ar minningar að birta spjall við Hemma og myndasyrpu úr göml- um þáttum í blaðinu, en nú um helgina tekur RÚV til sýninga þætti sem fjalla um þessa rómuðu þætti. Þeir sem kjósa að veiða sér til matar halda nú á fjöll og freista þess að ná jólagæsinni og í mat- arþætti fáum við meistarakokk til að kenna hvernig best er að mat- reiða gæsina. Og svo við brjótumst nú undan sjálfhverfunni þá er hressandi að fá svipmyndir frá hinni rómuðu Rómaborg og kíkja á finnska hönnun eins og hún gerist best. Góða helgi. RABBIÐ Stórsniðug sjálfhverfa „Nú eru menn sums staðar komnir í svo þéttan skóg í dalnum að það er líkast því að vera kominn til útlanda,“ sagði Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður sem frumsýndi fyrir helgi nýja kvikmynd sína um Elliðaárdalinn. Árstíðirnar í Elliðaárdal, kallast hún. Þar sem áð- ur voru hraun og berangurslegir melar meðfram Elliðaánum, hafa nú víða vaxið upp háir skógarlundir, þar sem börn eru á ferð með foreldrum eða barnfóstrum. Þar geta þau brugðið sér út af stígnum, beygt sig eftir blómi eða köngli, og kallað fram óttahroll; látið sem þau séu með rauða hettu, vín og köku í körfu, og handan við næsta tré leynist kannski úlfur. efi@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Golli ÚT AF STÍGNUM ELLIÐAÁRDALURINN ER SANNKÖLLUÐ GRÓÐURVIN Í BORGARLANDINU SEM NÝTUR SÍVAXANDI VINSÆLDA FYRIR ALLRAHANDA ÚTIVIST; HJÓLREIÐAR, HLAUP, GÖNGUR, VEIÐAR – JAFNVEL ÚLFALEIKI Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Gói og baunagrasið Hvar? Borgarleikhúsið Hvenær? Sunnudaginn 7. október Nánar Eftir sögu H.C. Andersen Baunagrasið og Gói Hvað? Einka- sýningar. Hvar? Í Gerð- arsafni í Kópa- vogi. Hvenær? Alla helgina. Nánar Verk Torfa, Helga og Sigrúnar. Sýningar í Gerðarsafni Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Ljós- myndasýning. Hvar? Á Borg- arbókasafninu. Hvenær? Laug- ardaginn kl. 15.00. Nánar Myndir frá stöðum í Frakk- landi. Myndir frá Frakklandi Hvað? Gönguferð um söguslóðir ljós- mæðra. Hvar? Brottför frá Skólavörðustíg 11. Hvenær? Laugardag- inn kl. 11.00. Ganga um Reykjavík Hvað? Mósaík og ljósmyndasýning. Hvar? Á Markúsartorgi í Breiðholti. Hvenær? Upp úr hádegi laugardaginn 6. október. List í Breiðholtinu Hvað? Óskarsverðlaunahafinn Kolar Hvar? Kex hostel Hvenær? 6. október kl. 16.00 Nánar Málþing um kvikmyndir Kex og Óskarsverðlaun Hvað? Námskeið um höfund Njálu. Hvar? Dunhaga 7 Hvenær? Mánudaginn 8. október kl. 20:15 Nánar Jón Karl Helgason Höfundur Njálu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.