Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 8
Vettvangur
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012
Áður en lýðræði varð almennt trúðu sumir þvíað pólitískt vald þeirra kæmi frá Guði. Síð-ar kom það frekar frá einstaka ættum eða
alræðisflokkum. Nú er flestum ljóst að valdið kemur
frá fólkinu sjálfu. Augljós staðreynd í lýðræðisríki og
ágæt áminning fyrir stjórnmálamenn sem margir
virðast telja sig eina njóta slíks umboðs almennings.
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa að und-
anförnu ítrekað sagt að þeir muni, óháð niðurstöðu
kosninga, ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum að
þeim loknum. Forsætisráðherra bætti nýlega um
betur og sagði það „óbærilega“ og „ískyggilega“ til-
hugsun ef sá flokkur, sem nú virðist njóta mests
stuðnings almennings, kæmist til valda. Ummæli
sem gera lítið úr vali og valdi fólsins, enda kemst
enginn til valda nema fyrir vilja fólksins og það getur
enginn stjórnmálamaður ákveðið fyrirfram hvernig
verði unnið með eða jafnvel komið í veg fyrir þann
vilja.
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, sem reglulega
minna á að þeir séu lýðræðislega kjörnir, virðast
þannig gleyma því að aðrir eru einnig þannig kjörnir.
Ef sú staðreynd er bæði „óbærileg“ og „ískyggileg“
fyrir þá væri nær að viðurkenna eigin virðingarleysi
fyrir lýðræðinu en fella slíka dóma um stóran hluta
þjóðarinnar.
Forsætisráðherra hefur sagt að kostirnir sem
kjósendur standi frammi fyrir í komandi kosningum
séu skýrir: „Annars vegar eru það sjálfstæðismenn
og hins vegar við jafnaðarmenn og vinstri græn sem
höfum með verkum okkar sýnt hvað við viljum gera.
Sé litið framhjá því hversu lítið er gert úr öðrum
flokkum en þeim sem nefndir eru, þá er það vissu-
lega rétt að valið í vor snýst um ríkisstjórnina eða
breytingar.
Það er rétt að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar
hafa sýnt hvað þeir vilja gera og hvert þeir vilja
stefna. Einmitt þess vegna ættu „óbærilegar“ og
„ískyggilegar“ áhyggjur þeirra ekki að snúast um
stöðu annarra flokka, heldur þá augljósu staðreynd
að almenningur virðist ekki vilja að sú stefna ráði
áfram för. Öðru nær, bendir allt til þess að fólkið vilji
breytingar og ríkisstjórnarflokkarnir nái alls ekki
sameignlegu markmiði sínu um að njóta meirihluta-
stuðnings í komandi kosningum.
En áður en ríkisstjórnir eru myndaðar eða felldar
skulum við leita leiða til að hefja kosningavetur með
málefnalegri hætti. Við skulum ræða hugmyndir um
hvernig við getum bætt hag heimila og fyrirtækja.
Við skulum ræða það sem mestu skiptir – framtíð
fólksins í landinu. Og við skulum treysta því sem við
trúum á – lýðræðinu og vali fólksins sjálfs. Það er svo
stjórnmálamanna að una niðurstöðunni og vinna sem
best úr henni. Þannig eru leikreglur lýðræðisins þótt
einhverjir telji þær bæði „óbærilegar“ og „ískyggi-
legar“.
Óbærilegt og ískyggilegt lýðræði
* Áður en ríkisstjórnireru myndaðar eða felld-ar skulum við hefja kosninga-
vetur með málefnalegri hætti.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is
Meistaramánuður
Svokallaður Meistaramánuður
hófst 1. október, en markmiðið
með mánuðinum
er að hvetja fólk
til að temja sér
betri lífshætti.
Þátttakendur setja
sér markmið sem
ætlunin er að
halda út mánuðinn, svo sem að
borða hollt, hreyfa sig og gera
góðverk. Einhverjir furða sig á
meistaratalinu og hvað þetta allt
snýst um. „Ein hress í útlöndum
spyr: Eru allir í megrun saman? Lík-
amsræktarátaki? Bindindi? All of
the above? Hvernig tengist þetta
hipsterum?“ spyr Birna Anna
Björnsdóttir, rithöfundur í New
York, á Facebook-síðu sinni.
50 pör af skóm
Sölvi Tryggvason komst í frétt-
irnar í vikunni fyrir að eiga 50 pör
af skóm. Af því til-
efni gróf Guð-
finnur Sig-
urvinsson,
þáttastjórnandi á
Rás 2, upp 20 ára
gamla frétt um
eiginmann sinn, Símon Ormarsson
flugþjón, sem birtist í Morg-
unblaðinu. Úrklippunni deildi
Guðfinnur á Facebook við mikla
kátínu vina sinna en Símon segist í
viðtalinu eiga 25 pör af skóm.
10 skópör
Þá birti Eiríkur
Jónsson á frétta-
síðu sinni þau tíð-
indi að Sveinn
Andri Sveinsson
ætti 10 skópör.
Hjónaband er eins og helvíti
Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur
sagði frá skemmtilegri ferð í
blómabúð í vik-
unni. „Þá fannst
blómakonunni
ástæða til að segja
mér það að
„hjónaband er
eins og helvíti og
himnaríki og allt þar á milli“. Ég
ætti kannski að fara oftar í blóma-
búðina …“ skrifaði Elísabet.
AF NETINU
Birna Anna
Björnsdóttir
Guðfinnur
Sigurvinsson
Sveinn Andri
Sveinsson
Elísabet
Jökulsdóttir
Leikkonan Roseanne Barr og forsetaefni Frið-
ar- og frelsisflokksins í Bandaríkjunum naut
mikilla vinsælda hérlendis á 9. áratugnum í
sjónvarpsþáttum sem kenndir voru við hana.
Roseanne segist vera með það á hreinu hvern-
ig koma eigi bandarískum efnahagsmálum í
lag en lausnin sé að horfa til Íslands. Í viðtali
við stjörnufréttamanninn Thom Hartmann
sagði Barr að ameríska þjóðin ætti að þjóðnýta
bankana, líkt og Íslendingar hafi gert.
Roseanne Barr segir efnahag Bandaríkjanna þurfa sömu meðferð og sá íslenski fékk.
AFP
Roseanne horfir til Íslands
Tónskáldið Ólafur Arnalds hefur haft í
nógu að snúast að undanförnu. Meðal
annars hefur hann verið að semja
kvikmyndatónlist og í sumar vann
hann að tveimur lögum með stór-
stirninu og Íslandsvinkonunni Emmu
Watson.
Þá gekk Ólafur nýverið frá kaupum
á stórglæsilegum Bechstein-flygli sem
hann lét senda heim til sín.
Glænýr flygill
kominn
í hús