Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 17
07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Úrval-Útsýn kynnir nýjan bækling: Vetrarfrí 2012-13. Nýævintýri, hreinar strendur og fyrsta flokks hótel bíða þín á úrvals áfangastöðum. Þú getur nálgast ferðabæklinginn á söluskrifstofum Úrvals-Útsýnar eða fengið hann sendan frítt heim! Þú pantar frítt eintak á heimasíðu okkar urvalutsyn.is og við sendum hann heim til þín, þér að kostnaðarlausu. Tryggðu þér eintak því við erum byrjuð að bóka. Þú getur einnig sótt stafrænt eintak af bæklingnum með því að smella mynd af þessum QR kóða með snjallsímanum þínum. Nýr ferðabæklingur - Fáðu frítt eintak sent heim til þín þér að kostnaðarlausu! Ljósmynd/Nökkvi Fjalar Orrason Fjöldi gosbrunna er í Róm, þeirra frægastur Trevi í mið- borginni. Brunnurinn er í barokkstíl, 26 metra hár og 22 metra breiður. Byggingarsaga hans er löng en það var Giuseppe Pannini sem lauk við hann árið 1762. Brunnurinn var vettvangur ódauðlegs atriðis í kvikmynd Federicos Fellinis, La Dolce Vita, árið 1960, þar sem einn ástsælasti leikari Ítala fyrr og síðar, Marcello Mastroianni, og sænska þokkadísin Anita Ekberg bregða á leik. Hermt er að allir þeir sem fleygja smá- mynt í Trevi-gosbrunninn muni á einhverjum tímapunkti í sínu lífi snúa aftur til Rómar. TREVI-GOSBRUNNURINN Kólosseum er stórfenglegur minnisvarði um róm- verska heimsveldið. Hringleikahúsið fræga var byggt á árunum 72-80 og tekið í notkun í tíð Títusar keisara. Það rúmaði 50 þúsund áhorfendur og þar barðist margur skylmingaþrællinn fyrir lífi sínu frammi fyrir höfðingjum og gestum þeirra. Það er mögnuð tilfinn- ing að standa inni í Kólosseum og anda að sér þessari löngu sögu. Leikhúsið hefur að vonum veðrast nokk- uð gegnum aldirnar en ber eigi að síður rómverskum arkitektúr og verkfræðiviti enn fagurt vitni. KÓLOSSEUM Eins og í öðrum stórborgum er hvert torgið öðru merkilegra í Róm. Eitt þeirra er Popolo-torg en við það stendur ein merkasta kirkja Róma- borgar, Santa Maria del Popolo, þar sem getur að líta listaverk eftir menn á borð við Rafael og Caravaggio. Róm- antíkin svífur yfir vötnum á Popolo- torgi enda (ágengir) blómasalar á hverju strái. Þeir eru þeirrar náttúru að skilja ekki merkingu orðsins nei. Og sé þeim hafnað er eins og hjartað hafi verið skorið úr þeim (með skeið). POPOLO-TORG Ljósmynd/Aþena Valý Orradóttir Forum Romanum var mið- bæjarsvæðið sem Róm til forna óx út frá. Í Forum Romanum var miðpunktur viðskipta, menningar, stjórnsýslu og vændis í Rómaveldi. Á Forum Rom- anum má enn sjá rústir nokkurra þeirra mannvirkja sem stóðu þar áður. Sum eru enn uppistandandi. Við innganginn að Forum Rom- anum má einnig kaupa miða í Kólosseum en röðin er margfalt styttri. FORUM ROMANUM Enda þótt Róm sé ekki jafn- hátt skrifuð í heimi tískunnar og Mílanó er öll helstu tísku- hús heims þar að finna. Ýmis nöfn hafa haslað sér völl, meðal annarra þessir ágætu kumpánar, Raggi og Boggi. VERSLANIR Péturskirkjan í Róm er ekki aðeins eitt stærsta guðshús í heimi heldur líka einhver helgasti stað- ur á jörðu í huga kaþólikka. Þangað streyma gestir allt árið um kring en hafa skal í huga að hvorki má sjást í ber læri né herðar þegar gengið er inn í dýrðina. Péturstorgið er fyrir framan kirkjuna en það var endurhannað af Gian Lo- renzo Bernini á árunum 1656-67 með það fyrir augum að sem allra flestir gætu fylgst með páf- anum fara með blessunarorð sín á tyllidögum. PÉTURSKIRKJAN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.