Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 29
ar enn safaríkari en ella. „Þetta er í raun hin klassíska eld- unaraðferð á gæs í heimahúsum,“ segir Hallgrímur enda allt annað mál að elda bringur sem fólk fær sér mjög gjarnan á veitingahúsi. Það sé viðkvæmara, hætta sé á að kjötið verði annað hvort of seigt eða hrátt, sé það ekki eldað rétt. Gæsin vinsæl „Ég líki því ekki saman að elda fyllta gæs í 90 mínútur eð létt- steikja bringur á hvorri hlið og setja síðan í ofn.“ Varðandi meðlæti þegar steikta gæsin fyllt og ofnbökuð er annars vegar segir Hallgrímur að rót- argrænmeti henti mjög vel. „Rófur, gulrætur og kartöflur. Gott er að salta þetta og pipra, steikja á pinna eða setja í ofnskúffu um það bil síðustu 20 mínúturnar sem gæs- in er í ofninum.“ Hann nefnir einn- ig rauðlauk og blaðlauk. „Rjóma- soðnar kartöflur eða gratín eru líka mjög góð með gæsinni.“ Veiðimaðurinn og matreiðslu- meistarinn Hallgrímur segir ekki hægt að líkja saman að fá mat hjá öðrum eða sjá um allt sjálfur frá a til ö – veiða dýrið, elda og borða. „Það er ákveðin fullkomnun fyrir veiðimanninn að setjast niður með fjölskyldunni og borða sína eigin bráð.“ Hann telur býsna algengt að fólk eldi gæs. „Þegar rjúpu fækkaði mjög held ég að það hafi aukist aftur að menn fái sér gæs. Sport- veiðimennskan er dálítið þannig að menn sinna veitingahúsum og hirða ekkert nema bringuna, sem mér finnst slæmt. Þá eru lærin og inn- maturinn eftir, sem er um það bil þriðjungur af fuglinum. Auðvitað vona ég að þetta sé ekki eins al- gengt og sagt er, en mig grunar samt að það sér rétt. Það sem skil- ið er eftir er þá það sem mesta bragðið er af, og m.a. nauðsynlegt til að gera góða sósu.“ Svo nefnir hann dúninn, sem hægt er að gera pening úr líka. „Og auðvitað er hægt að hnýta úr fiðrinu flugu til veiði, ef menn vilja.“ Fjölnota fugl, gæsin. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Uppskrift fyrir fjóra. 1 gæs Salt og malaður pipar Fylling 3 dl soðin hrísgrjón 1 dl mangó skorið í smáa bita 1 dl furuhnetur, saxaðar 1 msk. marmelaði (t.d. aprikósu eða appelsínu) 1 egg 2 sneiðar hvítt samlokubrauð skorið í smáa ten- inga ½ dl mjólk Salt og pipar Aðferð Hitið ofninn í um það bil 180 gráður. Þerrið gæsina vel að innan sem utan. Gæsin er krydduð með salti og pipar, síðan öllu blandað saman sem á að fara í fyllinguna. Ef seglgarn er til á heim- ilinu er það best til að loka gæsinni, ef ekki er það bara þannig, og hún eldast opin! Berjasósan 2 msk. olía ½ laukur ½ msk. timjan 1 dl bláber eða berjablanda sem er til á heimilinu 1 dl púrtvín eða rauðvín ½ msk. balsamedik 1 msk. sulta, t.d. sólberjasulta, tittuberjasulta eða hindberja. Ykkar er valið. 3-5 dl soð eða sambærilegt efni við villibráðarsoð (til í næstu nýlenduvöruverslun) Að endingu er 40 g smjöri í teningum bætt við í lokin og klárað með salti og pipar. Gæsin er elduð í 75-90 mínútur. MANGÓ- OG FURUHNETUFYLLT GÆS MEÐ BERJASÓSU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.