Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 Föt og fylgihlutir Það er eins og að stíga inn í tímavél aðheimsækja sýningarsal RáðhússReykjavíkur um þessar mundir. Þar stendur yfir sýningin Flogið um öxl, Flug- minja- og búningasýning Icelandair group, úr 75 ára sögu fyrirtækisins og forvera. Þarna er að finna ótalmarga muni sem tengjast flugrekstrinum í gegnum tíðina, allt frá far- seðlum til flugsokka. Svo má ekki gleyma öll- um flugmódelunum sem er gaman fyrir börn og fullorðna að skoða. Stór hluti sýning- arinnar fer síðan í tískusýningu úr fortíðinni en einkennisbúningar flugfreyja og flug- manna fá þarna stóran sess. Flugfreyjubún- ingarnir hafa breyst mikið í gegnum tíðina og endurspegla þá tískustrauma sem voru í gangi á hverjum tíma. Sýningarstjóri er Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður sem hefur eytt síðustu mán- uðum í rannsóknarvinnu fyrir sýninguna. Hún hefur sjálf ferðast mikið og er einn af fyrstu gullkorthöfum Icelandair. Hún vildi leggja upp með að gera sýningu frá sjón- arhóli farþegans, hvernig hann upplifir ferða- lagið, frekar en að einblína á tæknihliðina og vélarnar. „Þetta er upplifun farþegans af því sem gerist í flugvélinni og ferðalaginu öllu,“ segir hún. Það er því heilmikil saga sem er þarna á sýningunni og stærstur hluti munanna kemur úr einkaeigu. Margar fjölskyldur hafa því haldið upp á fluggögn í gegnum tíðina. Sjálf hefur Steinunn til dæmis haldið upp á alla farseðlana sína og raðar þeim haganlega í möppu eftir árum. „Það er eitthvað svo fal- legt við þessa löngu sögu sem hefur snert svo margar fjölskyldur,“ segir hún. Þó að munirnir komi flestir úr einkaeigu eru það Svölurnar sem hafa haldið utan um búningana og varðveitt þá og hafa nú á stór- afmælinu fært félaginu þá að gjöf. Rannveig Eir Einarsdóttir, forstöðumaður flugþjónustudeildar Icelandair, er mjög þakk- lát fyrir þessa gjöf. „Nú getum við farið að taka þessa hluti og gera þá sýnilegri meðal okkar viðskiptavina og starfsmanna. Það er líka svo mikilvægt að nýir starfsmenn átti sig á þessari löngu sögu og menningunni,“ segir hún en fyrir höndum er líka skrásetning bún- inganna. „Skjalavörðurinn okkar er kominn með verkefnið. Þetta eru mikil verðmæti.“ Nú stendur yfir síðasta sýningarhelgin en hægt verður að skoða sýninguna laugardag og sunnudag milli 12 og 18. Steinunn Sigurðardóttir sýningarstjóri situr hér á milli tveggja freyja úr fortíðinni. Blágræna kápan er búningur Loftleiða frá 1970 og til hægri er vetrarbúningur Flugfélags Íslands frá 1974. Þessir fallegu rauðu búningar eru búningar Flugfélags Íslands frá því um 1970. Túpering var í tísku og hattarnir sátu hátt á höfðinu. Þess vegna var nauð- synlegt að hafa hettu yfir þá á kápunum, svo hattarnir fykju ekki af þegar stigið var út í allskonar veðri. Hettan sést hér að neðan. FLUGMINJA- OG BÚNINGASÝN- ING ICELANDAIR GROUP Freyjur fortíð- arinnar TÍSKUSÝNING ÚR FORTÍÐINNI STENDUR YFIR Í SÝNINGARSAL RÁÐHÚSSINS EN FLUGFREYJUBÚN- INGARNIR OG FLUGMINJARNAR SEM ÞAR ERU TIL SÝNIS ENDURSPEGLA TÍSKUSTRAUMA OG TÍÐARANDANN. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Það reyndist nauðsynlegt að hafa hettu á káp- unni svo hatturinn fyki ekki á brott. Gamall flugmannshattur, einstaklega fallegur og fleiri munir. Þessi borðbúnaður er óneitanlega glæsilegri en plastið í dag. Þessir rauðu flugsokkar merktir Loft- leiðum virka sérstaklega þægilegir. * Þó aðmunirnirkomi flestir úr einkaeigu eru það Svölurnar sem hafa haldið utan um bún- ingana og varð- veitt þá og hafa nú á stórafmæl- inu fært félag- inu þá að gjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.