Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 42
*Fjármál heimilannaEf marka má hagkerfi Meniga eyða Íslendingar meiri peningum í útlöndum í ár en í fyrra
H
elga Vilborg býr í Gerð-
unum ásamt eig-
inmanni sínum Krist-
jáni Þór og fimm
börnum þeirra. Segist hún reyna að
vera hagsýn og leggja upp úr að
forgangsraða við heimilishaldið.
„Þar sem ég er heimavinnandi
hef ég tíma til að spá í matarinn-
kaupin, fylgjast með tilboðum og
svona,“ segir hún. Segist hún reyna
að gera aðalinnkaup einu sinni í
viku. „Við reynum líka að miða við
að fara ekki yfir ákveðna fjárhæð
vikulega,“ segir hún en þannig er
hægara um vik að leyfa sér annað
af og til, t.d. um helgar.
Segist hún nánast aldrei kaupa
skyndibita eða tilbúinn mat og
reyna að gera sem mest sjálf. Þá
segist Helga vera dugleg að baka
brauð og það munar um slíkt .
Börnin fá hafragraut á morgnana
en af innfluttu morgunkorni fari ef-
laust pakki á dag. „Hafragrauturinn
er bæði ódýr og hollur auk þess
sem hægt er að bragðbæta hann
með ýmsum hætti til hátíðabrigða,“
segir Helga Vilborg.
Um fimm ára skeið bjó fjöl-
skyldan í Eþíópíu þar sem þau
bjuggu afar afskekkt. Þurfti þar að
kaupa inn til lengri tíma og segist
Helga enn búa að þeirri reynslu.
„Ég nýti alla afganga og hendi
nánast engu,“ segir hún. Notar hún
t.d. afgang af hafragraut í vöfflur og
bakstur. Þá komst hún upp á lag
með að vera útsjónarsöm með hvað
mætti nota í staðinn fyrir annað í
Afríku og nýtir þá þekkingu enn.
„Til dæmis nýti ég ávexti, sem eru
að verða leiðinlegir, í bakstur,“ segir
hún og segir þá m.a. geta komið í
staðinn fyrir mjólk.
Með fimm börn 11 ára og yngri
þætti ekki óeðlilegt að fatakostn-
aður á heimilinu væri umtalsverður.
Segist Helga dugleg að láta fötin
ganga á milli barnanna og gerir við
þau sem koma göt á. Þá kíkir hún á
útsölur. Þess má einnig geta að hún
sér um allar hárklippingar á heim-
ilinu. „Maður er bara alinn upp við
að spara og nýta hlutina vel. Ég
held að það sé manni bara hollt,“
segir hún. „Að ég tali nú ekki um
umhverfissjónarmiðið að endurnýta
föt sem enn eru heil,“ bætir hún
við, létt í bragði.
Helga Vilborg reynir að vera hagsýn við heimilishaldið. Býr hún þar m.a. að því að hafa um skeið búið í Eþíópíu þar sem
þurfti oft að vera útsjónarsamur. Hér er hún með tveimur barna sinna, þeim Davíð Ómari og Karítas Kristjánsbörnum.
Morgunblaðið/Eggert
BÝR AÐ ÞVÍ AÐ HAFA BÚIÐ Í EÞÍÓPÍU
Útsjónarsöm
á stóru heimili
HELGA VILBORG SIGURJÓNSDÓTTIR KAUPIR INN FYRIR SJÖ
MANNA FJÖLSKYLDU. HÚN ER ORÐIN LUNKIN VIÐ AÐ
GÆTA ÁKVEÐINNAR ÚTSTJÓNARSEMI VIÐ HEIMILISHALDIÐ.
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
Þeir Íslendingar sem versluðu erlendis fyrstu átta mánuði ársins 2011 versluðu að meðaltali fyrir rúmlega 222þúsund krónur á mann. Í ár er þessi upphæð orðin rúmlega 233 þúsund krónur sem gerir 5,2% aukningu íverslun erlendis. Einnig hefur á þessu tímabili orðið 7,2% fjölgun Íslendinga sem
versla erlendis.
Þegar þær myntir sem Íslendingar versla með erlendis eru skoðaðar kemur í ljós að
mest er verslað fyrir Bandaríkjadollar. Þriðjungur allrar verslunar erlendis er með
Bandaríkjadollar, um fimmtungur er með evru, 18% með breska pundið og 9% með
danska krónu.
Verslun með mismunandi myntir sveiflast talsvert frá fyrra ári. Ef litið er til fyrstu
8 mánaða ársins hefur dregið úr meðalverslun með dollarann um 4,3% en meðalverslun
með evru hefur aukist um 6,5%. Á sama tíma hefur gengi dollars styrkst gagnvart
krónunni en gengi evru veikst. Því má segja að ódýrara sé fyrir Íslendinga en áður að
versla í evrulöndum og dýrara að versla í Bandaríkjunum. Fólk virðist því hafa til-
hneigingu til að versla meira með þær myntir sem eru hagstæðar hverju sinni og
mætti draga þá ályktun að Íslendingar fylgist vel með gengisþróun.
Niðurstöður eru byggðar á upplýsingum úr Meniga-hagkerfinu en þar eru um 30.000 Íslendingar skráðir. Töl-
urnar endurspegla kortanotkun Meniga-notenda erlendis, bæði netverslun sem og aðra verslun og kaup á þjón-
ustu.
BREKI
KARLSSON
Aurar &
krónur
MEIRA FÉ EYTT Í ÚTLÖNDUM
NÚ EN Í FYRRA
Eyðsla Íslendinga í útlöndum
meðaleyðsla á mann, samanlagt á fyrstu átta mánuðum ársins
2011
222.242
kr.
2012
233.766
kr.
Aukning
um 5,25%