Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Síða 44
Keppikeflið
núna er skref
til baka
Þ
að er haft á móti íslensku stjórn-
arskránni að hún sé orðin of gömul,
eða að hún sé ekki alíslenskrar gerð-
ar og að henni hafi ekki verið breytt
nægjanlega oft. Og svo er því haldið
fram að árið 2009 hafi orðið einhver
þau tímamót sem geri það nauðsynlegt að fá landinu
splunkunýja stjórnarskrá!
Hvert er tilefnið?
Hvert er tilefnið? Að viðskiptabankarnir þrír koll-
sigldu sig haustið áður? Þarf að umbylta stjórn-
arskránni þess vegna? Er tilefnið virkilega að óvin-
sælustu ríkisstjórn þjóðarinnar hafi skolað inn á þing
í kjölfar múgárása á þinghúsið og fleiri stofnanir, sem
minnstu munaði að næðu að yfirbuga fámennt en
ótrúlega hugað lögreglulið í herlausu landi? Þekkt er
að einstakir þingmenn reyndu að auðvelda skríl að
koma aftan að lögreglunni og þingmenn sem síðar
urðu ráðherrar ömuðust við því að lögreglumenn
fengju að kasta mæði stundarkorn inni í þing-
húsbyggingunum eftir ofurmannlega áraun. Íslenskir
fræðimenn hafa enn ekki haft uppburði í sér til að
fara í gegnum þennan þátt óeirða sem kallaðar eru
hinu dúkkulega nafni „búsáhaldabyltingin“. Enn hef-
ur ekki verið upplýst hverjir skipulögðu óeirðirnar
eða fjármögnuðu þær. Vísbendingarnar eru þó marg-
ar og flest ber þar að sama brunni. Og það segir
vissulega sína sögu að aldrei var árásunum beint fá-
eina metra frá Austurvelli, upp að Túngötu 6, eins og
minnt var á í þjóðkunnri vísu. Og þekkt er að sjálft
Ríkisútvarp landsins, sem sjálftökulið þar innanhúss
kallar RÚV, hafði sig mjög í frammi þessa dagana og
var atbeini þess allur með miklum ólíkindum. Ein-
hvern tíma verður allt þetta mál opinbert.
En hvað sem því líður eru þessir ógnaratburðir
örugglega ekki nokkurt tilefni til að samþykkt verði
stjórnarskrá í óðagoti, sundurlaus vandræðatexti,
sem sprottinn er úr forskrift sem Hæstiréttur lands-
ins ógilti og sem bullandi ágreiningur er um innan
þings sem utan og fræðimenn telja óbrúklegan.
Stjórnarskráin var samþykkt við stofnun Lýðveldis
eftir að 98 prósent þjóðarinnar höfðu samhljóða sagt
sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem 98 prósent atkvæð-
isbærra tóku þátt í. Það er eins afgerandi afgreiðsla
og hægt er að hugsa sér. Það var ætlaður endapunkt-
ur sjálfstæðisbaráttunnar sjálfrar. Aldrei, hvorki fyrr
né síðar, hafa stjórnmálamenn náð annarri eins sátt
um nokkurt mál. Sú stjórnarskrá, sem þannig umboð
hefur á tilkall til vandaðra vinnubragða sem stuðla að
sátt en ekki sundurlyndi, þótt hún sé ekki fullkomin
fremur en önnur mannanna verk.
Sjálfstæðið eflt með hverjum áfanga
Allar stjórnarskrárbreytingar Íslands eru markaðar
mikilvægum áföngum í sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar. Árið 1874 er stjórnarskrá í fyrsta sinn tengd
Íslandi sérstaklega, þótt hún hlyti auðvitað að draga
dám af því að landið var þá enn hluti af Danmörku.
En stóri áfanginn þá var löggjafarvald Alþingis í sér-
málum Íslands, bundið neitunarvaldi konungs eins.
Þetta atriði gefur stjórnarskránni frá 1874 mikið og
jákvætt sögulegt gildi og einnig almennt séð hitt at-
riðið, að sett skyldi sérstök stjórnarskrá um málefni
Íslands. Það dregur ekki úr þýðingu þessa þótt mörg
ákvæði hennar hafi tekið mið af þeirri stöðu sem Ís-
land hafði verið í um aldir og var þá enn.Tilvera henn-
ar og tenging og aukið vald og sjálfstæði Alþingis er
ekki hægt að vanmeta.
Þegar rætt er um stjórnarskrá og þörf breytinga
stendur eitt upp úr. Þessi stjórnarskrá og allar meg-
inbreytingar sem á henni hafa verið gerðar, allt til
þess að lýðveldisstjórnarskráin var samþykkt, hafa
verið merkir bautasteinar í átt til fullveldis og sjálf-
stæðis íslensku þjóðarinnar. Það er hin mikla and-
stæða við stjórnarskrárbröltið núna, sem er óhön-
duglegur saumaskapur utan um eitt meginatriði: að
gefa einföldum og jafnvel svikulum meirihluta Al-
þingis, eins og þeim sem nú situr, tækifæri til að
farga hluta fullveldis landsins, jafnvel með óaft-
urkræfum hætti. Breytingar á stjórnarskránni frá
1874, sem þýðingarmestar voru, byggðu eins og hún
sjálf smám saman upp öflugri ramma um sjálfstætt
ríki eftir sex alda undirokun þjóðarinnar. Þær voru
gerðar 1903, 1915, 1920 og 1942. Í hinni fyrstu voru
heimastjórn sköpuð skilyrði og í annarri var m.a.
kosningaréttur gerður almennur. Og með breyting-
unum 1920 er stjórnarskráin byggð á nýfengnu full-
veldi landsins, stærsta áfanga sjálfstæðisbaráttunnar
og það síðasta, sem nefnt var er formbreyting til að
auðvelda síðasta skrefið, stofnun Lýðveldis árið 1944.
Og lýðveldisstjórnarskráin, sem nú er reynt að tala
niður, er auðvitað helgur gerningur, sáttargjörð með
einstakan stuðning þjóðarinnar.
„Krafan“ um heildarendurskoðun
Það er rétt, sem bent hefur verið á, að stjórn-
málamenn hafa sumir stundum verið áhugasamir um
að heildarendurskoðun færi fram á stjórnarskrá
landsins. Slíkur áhugi hefur hins vegar aldrei sýnt sig
hjá almenningi. Þess vegna hefur enginn flokkur gert
þá hugmynd að meiriháttar atriði í kosningabaráttu
eða gefið sver loforð tengd henni. En alla tíð var það
sameiginlegur skilningur forystumanna allra flokka
að breytingar á stjórnarskrá skyldu eingöngu eiga
sér stað ef um þær fengist víðtæk samstaða á þjóð-
þinginu. (Undantekningin sem sannar þá reglu eru
einangraðar breytingar á 31. greininni varðandi al-
þingiskosningar. En jafnvel í þeim efnum var ætíð
aukinn meirihluti á bak við ákvarðanir og síðustu ára-
tugina hefur náðst víðtæk sátt um þær.) Það hefur,
Reykjavíkurbréf 05.10.12
Morgunblaðið/Þorkell
Styttan fyrir framan
Stjórnarráðið sýnir
með táknrænum
hætti þegar Kristján
IX færir Íslendingum
stjórnarskrána 1874.
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012