Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Qupperneq 46
S verrir Guðnason hefur ekki búið á Íslandi í 22 ár en í ljósi þess að hann er orðinn með þekktari kvikmyndaleikurum Svía er það séríslenskt að vilja slá eign sinni á hann. Enda er hann alíslenskur. Sonur hjónanna Guðna Albert Jóhannessonar orku- málastjóra og Bryndísar Sverrisdóttur, sviðsstjóra miðlunarsviðs á Þjóðminjasafni Íslands. Afi hans er líklega jafnfrægur hérlendis og Sverrir er orðinn í Svíþjóð; Sverrir Her- mannsson, fyrrverandi alþingismaður, banka- stjóri og ráðherra, en Sverrir segir þá vera góða félaga og á yngri árum var hann oftar en ekki með móðurafa sínum í veiðitúrum. Ekki leikaramenntaður Til að Íslendingar staðsetji Sverri fljótt þá má benda á að hann leikur Pontus, unga rannsóknarlögreglumanninn, í sjónvarpsþátt- unum um Wallander. Síðustu ár hafa verk- efnin hrannast upp, sífellt stærri og stærri, og á þessu ári og næsta verða fimm stórar kvikmyndir sem hann leikur í frumsýndar. Þar á meðal er hann í einu af aðal- hlutverkum í kvikmynd Bille August um Marie Kröyer. Það kemur því á óvart að Sverrir hefur ekki gengið hefðbundna menntagöngu leikarans. Nánast sjálflærður. En leikstjórar setja það ekki fyrir sig og hafa raunar margir hverjir talið honum það til tekna. „Jú, það er sjaldgæf þróun hjá leikurum hér, líklega eins og annars staðar, að þeir nái langt án þess að vera leikaramenntaðir. Þegar ég var 16 ára gamall ákvað ég að fara í prufur hjá sænska sjónvarpinu og fékk ein- hver hlutverk í kjölfarið. Er kom að því að velja menntaskóla valdi ég menntaskóla sem var með leiklistarþema og hluti af náminu var vinna í leikhúsi samhliða náminu. Ég var því í skólanum á daginn og í leikhúsinu á kvöldin. Mörg ár eftir að ég hætti í skól- anum hélt ég því áfram að vinna í leikhús- inu,“ segir Sverrir þar sem hann slakar á eftir tarnir. Sverrir hefur það óvenju náðugt um þess- ar mundir og dagskráin sjaldnar verið ró- legri. Fyrir því er einföld ástæða – hann undirbýr komu barns. Sverir og unnusta hans, Josefin Ljungman, eiga von á sínu fyrsta barni saman en úr fyrra sambandi á Sverrir tvær dætur, sex og átta ára gamlar sem tala íslensku og sænsku jöfnum höndum og búa einnig úti í Svíþjóð. Hjónin bíða spennt væntanlegs erfingja en þau eru ný- flutt í fallegt úthverfi í Stokkhólmi sem þó er í aðeins tíu mínútna fjarlægð frá miðborg- inni með lest. Væntanlegur erfingi er þegar farinn að hafa áhrif á dagskrá foreldranna. Sérstök hátíðarsýning á kvikmynd Bille August sem Sverir lék í er nýafstaðin í Danmörku og Sverrir þorði ekki að mæta til leiks af ótta við að missa af stærri tíðindum heima fyrir. Josefin er sænsk leikkona sem hefur leikið mikið í Stadsteater í Stokkhólmi en þau kynntust þegar þau léku saman í Regnhlíf- unum í Cherbourg. Aðeins vika er í settan dag. „Það er mjög gott að eiga konu sem er líka í leiklistinni. Við vitum bæði um hvað vinna hvort annars snýst en auðvitað er vinnutími okkar beggja líka undarlegur. Tökur á kvikmyndum hliðrast oft til og erfitt að reikna út hvenær maður er nákvæmlega að sinna verkefni. Svo getur allt breyst á einu bretti þegar ætlunin var að vera í fríi og spennandi verkefni detta óvart inn á borð. Eins og þetta lítur út núna gæti ég allt eins verið að fara að leika í kvikmynd eftir sex vikur eins og síðar í vor.“ Val að lenda í slúðurblöðum Sverrir er beðinn að rifja upp hvenær það var sem hann uppgötvaði að hann væri orð- inn eftirsóttur leikari og gæti valið úr verk- efnum. Hann segir að minni hlutverkin hafi jafnt og þétt orðið stærri og stærri. Á end- anum var hann kominn með aðalhlutverk í meiriháttar verkefnum. Hlutverkið sem olli straumhvörfum og gerði það að verkum að Sverrir gat farið að velja úr bitastæðum rullum var hlutverk hans sem Tommy Bergl- und í sænsku sjónvarpsþáttunum Upp till kamp. Þættirnir vöktu mikla lukku og unnu meðal annars Prix Ítalía verðlaunin sem Frægasti Íslendingurinn í Svíþjóð EINN ÞEKKTASTI KVIKMYNDALEIKARINN Í SVÍÞJÓÐ ER ALÍSLENSKUR. ÞEKKTASTUR HÉRLENDIS FYRIR HLUTVERKIÐ PONTUS Í WALLANDER EN ER Á STJÖRNUKORTINU EFTIR STÓR HLUTVERK Í KVIKMYNDUM, TIL DÆMIS Í NÝJUSTU MYND BILLE AUGUST. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.