Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 49
óþarfa vinnu tökufólks eða efni sem fari í
súginn.
Sverrir á fleiri hliðar en leikarann og svo-
lítið óvæntar. Hann er gítarleikari með mik-
inn tónlistaráhuga og þá á hann að baki feril
sem skemmtanastjóri í Stokkhólmi. Í borg-
inni rak hann skemmtistaði i mörg ár, eitt-
hvað sem hann kemur minna nálægt í seinni
tíð en þó er orðin hefð fyrir að Sverrir og
hans nánustu vinir haldi vel skipulögð
klúbbakvöld þar sem dansað er fram á nótt.
Fyrsta kvöldið var haldið fyrir 10 árum, þar
sem Sverrir og félagar hans voru fáir til að
byrja með, en hópurinn sem kemur saman
er núna um 1.000 manns.
„Ef ég er spurður að því hver ég er og
hvað ég geri er ég fljótur að nefna gítarleik-
inn og svona almennar staðreyndir en ég
held ég viti ekki alveg hver ég er sjálfur.
Það er kannski það slæma við að vera leikari
að það er erfitt að átta sig á hvert manns
eigið sjálf er.“
leikari. Ég fæ hins vegar stundum að heyra
það frá leikstjórum að þeir eru ánægðir með
að ég er ekki með of mótaða rödd og mót-
aðan talanda.“
Síðustu árin hafa verið afar gjöful. Sverrir
segist eiga erfitt með að leggja dóm á hvort
hans stærsta verkefni er mynd Bille August
eða Wallander. Óskars- og Cannes-
verðlaunahafinn Bille August er í það
minnsta þekktasti leikstjórinn sem hann hef-
ur unnið með. Bille August er líka ákveðinn
örlagavaldur í lífi Sverris.
„Þegar ég undirbjó mig fyrir hlutverkið í
Borgarleikhúsinu 11 ára sagði Kjartan mér
að fara og sjá mynd Bille, Pelle sigurvegari.
Það var á þeirri sýningu sem ég ákvað að ég
skyldi verða leikari og auðvitað þegar ég fór
svo að vinna með honum sagði ég honum
þessa litlu sögu,“ segir Sverrir og lýsir Bille
sem leikstjóra sem viti nákvæmlega upp á
hár hvað hann er að gera. Allar tökur séu
svo þaulskipulagðar að nær ekkert er um
Sverrir sem Pontus hefur heillað íslenska
áhorfendur í þáttunum um Wallander.
Aðeins á þessu ári og næsta eru fimm stórmyndir sýndar sem Sverrir
leikur í:
Mörkt vatten – spennumynd í leikstjórn Rafael Edholm (frumsýnd í ár)
Marie Kröyer í leikstjórn Bille August, dönsk stórmynd (frumsýnd í ár)
Call Girl í leikstjórn Micael Marcimain, sigraði á Toronto kvik-
myndahátíðinni fyrir stuttu (frumsýnd í ár)
Små citroner gula í leikstjórn Teresu Fabik, gerð eftir vinsælli bók
Kaja Ingemarsson (frumsýnd 2013)
Monica Z í leikstjórn Per Fly, ein stærsta kvikmynd sem gerð er í Sví-
þjóð á þessu ári (frumsýnd 2013)
Sverrir í hlutverki tón-
skáldsins Hugo Alfvén í
danskri mynd Bille Aug-
ust, Marie Kröyer, sem
frumsýnd er í ár.
Mörg stórhlutverk
Sverrir tekur við verðlaunum fyrir bestan leik í aðalhlutverki á kvik-
myndahátíðinni í Shanghai árið 2009.
FIMM MYNDIR Á ÞESSU ÁRI OG NÆSTA
Sverrir Guðnason við tökur og lengst til vinstri er Bille August.
07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is
Ellingsen býður mikið úrval af vönd-
uðum skófatnaði fyrir allan aldur, frá
þekktum framleiðendum á borð við
Columbia, Sorel og Viking. Hvort sem
þig vantar gönguskó, kuldaskó, götuskó,
sandala, stígvél, gúmmískó, reiðskó eða
inniskó, þá er rökrétt fyrsta skref að
skoða úrvalið í Ellingsen.
VIKING PLAY GTX KULDASKÓR
Stærðir 28–39
Litir: Plómu, svartir og rauðir.
10.990 KR.
FULLT VERÐ 13.990 KR.
VÍKING POLAR THERMO STÍGVÉL
Stærðir 21–41.
6.490 KR.
FULLT VERÐ 7.990 KR.
COLUMBIA TALUS
Stærðir 43–49. Svartir.
29.990 KR.
FULLT VERÐ 36.990 KR.
COLUMBIA ANIK PEAK
Stærðir 41–48.
19.990 KR.
FULLT VERÐ 24.990 KR.
„Jú, við fjölskyldan fylgjumst vel með Sverri og þar sem maður þekkir ágætlega hvernig
þessi leikhúsbransi virkar og hvað hann er harður hefur það vissulega komið á óvart hve
ótrúlega vel hefur gengið,“ segir Guðni Albert Jóhannesson orkumálastjóri, faðir Sverris.
Hann og eiginkona hans, Bryndís Sverrisdóttir, náðu að fylgjast afar vel með ferli Sverris
þar sem þau bjuggu í Svíþjóð þar til fyrir fimm árum.
„Þetta eru auðvitað hæfileikar, sem komu mjög snemma í ljós, en hann setti sér það líka
mjög snemma sem markmið að verða leikari. Ég held líka að það hjálpi honum hvað mest að
hann nálgast öll verkefni af auðmýkt. Hann tekur verkefnin alvarlega, leggur mikla vinnu í
þau og styttir sér aldrei leið. Þessi afstaða hans gerir það að verkum að hann hefur ekki of-
metnast þó vel hafi gengið,“ segir Guðni.
Guðni bætir við að það sé sérstaklega merkilegt að Sverrir hafi náð svo langt í ljósi þess að
hann hafi þurft að læra sænskuna upp á nýtt 12 ára gamall.
„Við reynum að fara reglulega út og sjá Sverri og það hefur verið skemmtileg upplifun.“
FJÖLSKYLDA SVERRIS
GUÐNASONAR
Faðir Sverris, Guðni
Albert Jóhannesson.
Móðir Sverris er
Bryndís Sverrisdóttir.
Sýnir
auðmýkt Afi Sverris er Sverrir
Hermannsson.