Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 50
Þ að gladdi mitt litla hjarta hversu vinsælir þætt- irnir urðu á sínum tíma og mér finnst það mik- ill heiður að þeir séu rifjaðir upp með þessum hætti. Vonandi fellur þjóðinni það í geð,“ segir Hermann Gunnarsson við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Á föstudagskvöldum fram að jólum verða ótrúlegir skemmtiþættir hans frá árum áður teknir til skoð- unar að frumkvæði Egils Eðvarðssonar dagskrárgerð- armanns og víst að margir bíða spenntir. Hemmi tekur svo til orða að ákveðið hafi verið að sýna „brot af því besta, versta, hjartnæmasta og kjánalegasta, og ekki síst með léttleikann að leiðarljósi.“ Hemmi segir falinn fjársjóð í gamla efninu. „Þarna er margt sem á erindi við yngri kynslóðina, til dæmis síðasta viðtalið við Ingimar Eydal. Ég bauð honum að hætta við, enda fékk hann nánast dauðadóm hjá læknum þennan sama dag.“ Einlægni „Ég minnist líka stórkostlegs þáttar með séra Pétri Þór- arinssyni í Laufási. Svo mætti lengi telja.“ Þegar spurt er hvort hann vilji nefna eitthvert atriði sem e.t.v. hafi öðrum fremur verið lykillinn að velgenginni, svarar Hemmi: „Sennilega einlægnin.“ Hann bendir á að aldrei hafi neitt verið ógerlegt. „Allir voru tilbúnir að gera hvað sem var. Það þekktust engin vandmál, sem ekki var hægt að leysa.“ Fyrsti þátturinn Á tali með Hemma Gunn var mið- vikudagskvöldið 28. október 1987 og var á dagskrá annan hvern miðvikudag fram á vor. Fyrirkomulagið var að mestu það sama í átta vetur. Þættirnir voru miklir að umfangi og starfsmenn hátt í 30 í hvert skipti þegar allt er talið. Nánast allir í beinni útsend- ingu. Áhorfið var gríðarlegt; mælingar fjarri því jafn ítarlegar og nú en tölurnar sláandi, hvað sem öðru líður. Sumir töluðu um heimsmet en enginn staðfestir það. Mesta áhorfið skv. mælingum var 69% í mars 1989 en þess má geta að úti í hinum stóra heimi þykir frábært ef 20% þjóðar setjast niður og horfa á sama þáttinn. „Mér er minnisstætt þegar við könnuðum sjálfir áhorfið, í beinni útsendingu. Lögðum lauflétta spurningu fyrir þjóðina sem hún átti að svara síðar í þættinum,“ rifjar Hemmi upp. „Búið var að koma fyrir sjónvarpsvélum á Ísafirði, Ak- ureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum og þegar fólk vissi svarið átti það að slökkva öll ljós í íbúð- unum. Við tókum mikinn séns en þetta gekk upp; bæirnir myrkvuðust nánast alveg! Þetta hafði aldrei áður verið gert í íslensku sjónvarpi og var satt að segja alveg geggjað.“ Veturinn 1995-96 var aldrei nokkurn tíma á tali, hvorki hjá Hemma né Agli, heldur fór í loftið þátturinn Happ í hendi, sem Hermann stjórnaði ásamt Unni Steinsson. Það var sam- starfsverkefni RÚV og Happdrættis Háskóla Íslands og stóð aðeins einn vetur. Eftir það má segja að þeir Hemmi og Eg- ill hafi snúið á fornar slóðir. Þátturinn nefndist reyndar Laugardagskvöld með Hemma Gunn og var, eins og nafnið gefur til kynna, á dagskrá að kvöldi laugardags. Þá er áætl- að að um það bil helmingur þjóðarinnar hafi fylgst með. „Hemmi náði einhverju sérstöku sambandi við áhorfendur,“ segir Egill Eðvarðsson. „Veriði hress, ekkert stress,bless bless ...“ sagði Hemmi alltaf í kveðjuskyni við áhorfendur, og brosti breitt. Þetta urðu hans einkunnarorð. Björn Emilsson var útsendingarstjóri með Hemma fyrstu þrjá veturna sem Á tali var á dagskrá en Egill tók við eftir það og var með Hemma í sjö ár. Maðurinn á bak við tjöldin og „útsendingarstjóri“ er í raun ekki réttur titill því hlut- verkið var mun meira, til að mynda mikil hugmyndavinna. Þátturinn tók breytingum frá ári til árs, bæði útlits- og efnislega. Egill nefnir viðtöl við börn, sem nutu gríðarlegra vinsælda. „Þau voru ekki frá upphafi og aðeins þrjá eða fjóra vetur í þáttunum. En fólk man mjög gjarnan eftir þeim. Ég reikna með að margir setjist nú niður fyrir framan sjón- varpið með börnum sínum og voni að þeir sjáist sjálfir.“ Reynt var að hrinda hugmyndum í framkvæmd, nánast sama hve geggjaðar þær voru, segir Egill! Ólyginn tjáði blaðamanni að margar þær ótrúlegust hefðu einmitt verið frá Agli komnar. Send á svið í leiksýningu „Við fórum til dæmis af stað með dagskrárlið, sem átti eftir að einkenna þættina; völdum af handahófi tvo gesti í sjón- varpssal sem sendir voru út í bæ og látnir leysa ýmsar þrautir meðan þátturinn var í loftinu. Tökulið fylgdi þeim eftir, efnið var klippt þegar komið var í hús og sýnt í lok þáttar. Fólk var t.d. látið keppa í skíðagöngu niður Lauga- veginn þótt enginn væri snjórinn og oftar en einu sinni réðst okkar fólk inn í veislur úti í bæ!“ Egill segir að toppurinn hafi líklega verið þegar karlmaður og kona úr sjónvarpssal voru send upp í Borgarleikhús og látin taka þátt í einleik Margrétar Helgu Jóhannsdóttur leik- konu, Sigrúnu Ástrósu! „Leikhúsfólkið var alveg til í þennan gjörning en þeim sem við sendum fannst víst nóg um. En auðvitað gerðu þau það sem þeim var sagt; þegar fólkið kom út í bíl beið þeirra umslag með skýrum fyrirmælum. Ég man að karlmaðurinn átti að fara inn á svið í hvítum slopp og Veriði hress, ekkert stress MAÐURINN SEM SUMIR TELJA AÐ HAFI FUNDIÐ UPP HLÁTURINN VERÐUR FASTAGESTUR Á NÝ Í STOFUM LANDSMANNA Í VETUR. Í ÁRATUG VAR NÆR LINNULAUST Á TALI HJÁ HEMMA GUNN OG LUNGANN ÚR ÞEIM TÍMA VAR EGILL EÐVARÐSSON AÐALMAÐURINN Á BAK VIÐ TJÖLDIN. RÚV RIFJAR ÆVINTÝRIÐ UPP Í 12 VIKULEGUM ÞÁTTUM TIL JÓLA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.