Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 64
Colin Morgan er 26 ára gamall Norður-Íri sem gleður íslenska sjónvarpsáhorfendur á laugardagskvöldum með leiftrandi leik sem galdrakarlinn Merlín. Morgan hóf að leika í leikritum á borð við Pétur Pan og Öskubusku í heimabæ sínum Armagh aðeins fimm ára gamall. Svo ákveðinn var hann í að leggja leiklistina fyrir sig að strax við 16 ára aldur skráði hann sig í leiklistarskóla í Belfast og ferðaðist þangað með lest fram og til baka, einn og hálfan tíma hvora leið, í tvö ár meðan jafnaldrar hans og félagar sóttu skóla í heimabænum. Þar var hins vegar ekki kennd leiklist og Morgan kaus því lest- arferðirnar. COLIN MORGAN ER GALDRAKARLINN MERLÍN Lestarferðir fyrir leiklist Colin Morgan ætlaði sér alltaf að verða leikari. SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2012 Ástríðufullir, blíðir, mjúkir og krassandi kossar í Leigunni Þín ánægja er okkar markmið Fjöldi mynda með eftirminnilegustu kossum kvikmyndasögunnar. Skannaðu QR kóðann og dettu í sleik. Skannaðu kóðann, leggðu símann niður og auglýsingin lifnar við Heimurinn heldur sig á Twitter og þar deilir fólk þvísem það dáir og dýrkar, nú eða fyrirlítur, með þvíað skrifa stuttar athugasemdir. Útlenskar stór- stjörnur eru á Twitter þar sem almenningur getur lesið allt sem að þeim snýr en almúginn heldur sig þar líka. Og eitt er ljóst af twitter-færslum; heimurinn elskar Of Monsters and Men. Lausleg könnun Sunnudags Morgunblaðsins sýnir að á hverri mínútu kemur inn færsla sem tengist Of Monsters and Men og langflestar eru þær erlendar. Oftar en ekki er aðdáun á bandinu lýst og ósjaldan í þessum anda í færslu sem kemur frá Sydney: „Ef þú fílar Of Monsters and Men – getum við gengið upp að altarinu.“ ENN AF AFREKUM OF MONSTERS AND MEN Tíst á hverri mínútu Twitter getur í það minnsta vottað það að Of Mon- sters and Men eru dáð um allan heim. Morgunblaðið/Golli Tístandi aðdáendur Of Monsters and Men myndu fylla allmarga Hljóm- skálagarða væru þeir allir á sama stað. Harmsaga RÁS 1 kl. 13 sunnudag Út- varpsleikritið Harmsaga eftir Mikael Torfason frumflutt. Leikstjórn er í höndum Símonar Birgissonar og tónlist er eftir Hallvarð Ásgeirsson. NÝTT ÚTVARPSLEIKRIT SkjárEinn kl. 20.20 á sunnu- dag. Félagarnir í bresku bílaþátt- unum Top Gear ferðast til Ítalíu og prófa ítalska eðalbíla og greina áhorfendum frá upplifuninni á sinn einstaka hátt. ÍTALSKIR EÐALBÍLAR Stöð 2 kl. 21 á sunnudag Hinir margverðlaunuðu Homeland þættir hefjast að nýju. Nicholas Brody er á leið í framboð og nú er að sjá hvernig fer. HOMELAND HEFST Í hlutverki Merlíns. ÆVINTÝRI GALDRAKARLSINS MERLÍNS HALDA ÁFRAM Á RÚV KL.19.40 LAUGARDAG. AÐALLEIKARINN COLIN MORGAN HÓF FERILINN AÐEINS FIMM ÁRA GAMALL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.