Morgunblaðið - 09.10.2012, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012
✝ Þór Jens Gunn-arsson fæddist
í Kaupmannahöfn
30. nóvember 1947.
Hann varð bráð-
kvaddur að heimili
sínu 25. september
2012.
Foreldrar hans
voru hjónin Gunnar
Markússon skóla-
stjóri, f. 18.10.
1918, d. 20.7. 1997
og Sigurlaug A. Stefánsdóttir
kennari, f. 26.2. 1922. Systkini
Þórs eru Hildur Gunnarsdóttir,
f. 1946, gift Hermanni Jóhann-
esi Jónssyni, Stefán Gunn-
arsson, f. 1951, kvæntur Helgu
Sigurbjörnsdóttir og Ágústa
Gunnarsdóttir, f. 1953, gift
Leigh Woods.
Þór kvæntist eiginkonu sinni
Áslaugu Þorsteinsdóttur þann
19. apríl 1973. Saman áttu þau
fjögur börn 1) Björn Markús, f.
5.8. 1974, kvæntur Steinunni
Ósk Þorleifsdóttur, f. 6.2. 1976.
Börn þeirra: Emý Sara, f. 16.6.
1999 og Markús Orri, f. 24.9.
íþróttakennaraskólann að Laug-
arvatni og útskrifaðist þaðan
sem íþróttakennari vorið 1970.
Þau hjónin hófu kennaraferil
sinn á Varmalandi í Borgarfirði
og fluttu þaðan á Kjalarnes
haustið 1978. Þau kenndu bæði
við Klébergsskóla og reistu sér
þar framtíðarheimili. Þór hóf
störf á Löggildingarstofunni,
síðar Neytendastofu, árið 1987
þar sem hann starfaði út sinn
starfsaldur. Síðustu árin á Neyt-
endastofu stundaði hann einnig
nám í rafvirkjun í kvöldskóla FB
og lauk þaðan sveinsprófi 2009.
Auk þess að starfa sem kennari
og rafvirki þá greip hann einnig
í ýmis aukastörf. Þór var ávallt
virkur í félagsstarfi, hann
gegndi m.a. ýmsum ábyrgð-
arstöðum innan ungmenna-
félagshreyfingarinnar og var að
auki formaður Íþróttakenn-
arafélagsins. Hann starfaði með
björgunarsveitum að Varma-
landi og á Kjalarnesi, var í
slökkviliðinu á Kjalarnesi og
stofnfélagi í Karlakór Kjalnes-
inga og gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum innan þessara fé-
laga. Hann var í sóknarnefnd
Brautarholtssóknar og söng í
kirkjukór Brautarholtskirkju.
Útför Þórs fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 9. október
2012 og hefst athöfnin kl. 13.
2006. 2) Sara, f.
21.6. 1976, d. 21.8.
1976. 3) Sonja Þór-
ey, f. 30.5. 1978,
maki Jóhann Guð-
bjargarson, f. 22.7.
1972. Börn þeirra:
Bjartur, f. 21.5.
2009 og drengur, f.
6.7. 2012. 4) Stein-
unn, f. 7.1. 1984,
gift Margréti Grét-
arsdóttur, f. 13.7.
1983.
Þór bjó í Hafnarfirði til fjög-
urra ára aldurs og flutti þá með
foreldrum sínum að Flúðum í
Hrunamannahreppi. Þegar
hann var átta ára fluttist fjöl-
skyldan að Húsabakka í Svarf-
aðardal og sjö árum síðar til
Þorlákshafnar. Hann tók gagn-
fræðapróf frá Héraðsskólanum
á Laugarvatni. Þór stundaði
nám við íþróttalýðháskóla í
Danmörku árin 1965-1967.
Haustið 1967 hóf hann nám við
Kennaraskóla Íslands þar sem
hann kynntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni. Síðar fór hann í
Elsku pabbi og tengdapabbi.
Betri pabba og tengdapabba er
ekki hægt að hugsa sér. Þú varst
alltaf til staðar fyrir okkur og
kenndir okkur hvað það er mik-
ilvægt að eiga góða fjölskyldu. Við
erum þakklát fyrir þann tíma sem
okkur var úthlutað með þér og
hann gleymist aldrei. Hvers vegna
þú þurftir að fara frá okkur svo
skyndilega getum við ekki skilið
en munum læra að lifa með. Það er
alveg á hreinu að það er enginn
eins og þú. Þú varst sá sem alltaf
varst með svörin og lausnirnar og
hjálpaðir okkur við öll tækifæri,
gera við bílinn, smíða grindverkið
og leggja rafmagn í eldhúsið og
allt hitt sem þú gerðir fyrir okkur
eins og það væri fyrir þig sjálfan.
Þú varst glaður og hamingju-
samur maður sem áttir svo mikið
eftir. Líf okkar verður tómlegt án
þín.
Þinn sonur,
Björn Markús Þórsson,
og tengdadóttir, Steinunn
Ósk Þorleifsdóttir.
Elsku tengdapabbi.
Það er á svona stundum sem
orð verða marklaus. Í gegnum
þessa miklu sorg sem við höfum
gengið í gegnum eru fá orð sem
veita huganum ró. Það sem hefur
hjálpað okkur er samvera og fé-
lagsskapur fjölskyldunnar. Það er
einmitt það sem gladdi þig hvað
mest í lifanda lífi, þegar fjölskyld-
an var saman á heimaslóðum eða í
sumarhúsinu í Svíþjóð.
Drengirnir okkar Sonju og
börn Björns sonar þíns áttu drjúg-
an hluta af hjarta þínu. Það er oft
sagt að fyrstu árin í lífi hvers ein-
staklings séu mótunarár og því má
gleðjast yfir því að þú hefur sett
mark þitt á þessa einstaklinga til
framtíðar. Það er ekki hægt að
biðja um betra veganesti.
Ég tel að lífsviðhorf þín hafi
verið einstök. Fjölskyldan var þér
allt, peningar eða veraldlegir hlut-
ir skiptu þig litlu máli og þú varst
alltaf reiðubúinn að hjálpa. Ég tel
að þú hafir gert mig að betri
manni og hugsa ég oft í lífsins
ólgusjó: „Hvað myndi Þór segja?“
Við núverandi stöðu myndi Þór
líklegast segja eitthvað á þessa
leið: „Takið því sem að höndum
ber og gleðjist yfir því góða.“
Takk fyrir allt, elsku Þór, orð fá
ekki lýst því hversu ég sakna þín.
Jóhann Guðbjargarson.
Elsku Þór afi.
Þær stundir sem þú gafst okk-
ur barnabörnunum voru dýrmæt-
ar og verða nú enn dýrmætari. Þú
gerðir allt fyrir litlu afabörnin og
þótti ekkert skemmtilegra en að
hafa þau í kringum þig og helst öll
í einu, ærslafull með allar sínar
spurningar. Þór afi var alltaf tilbú-
inn í göngutúr, sleðaferð, fjöru-
ferð, heimsækja bóndasveitina,
syngja, lesa eða hvaðeina sem
okkur börnunum datt í hug að
gera. Nýjasta æðið var að horfa á
Klaufabárðana með afa, hlæja
dátt og hrista hausinn yfir aðför-
um félaganna. Enda var afi mikill
vinnumaður, alltaf að stússast,
redda og laga. Sumarið 2011 var
sérlega skemmtilegt fyrir afa en
þá voru öll barnabörnin saman-
komin í húsinu úti í Svíþjóð þar
sem margt var brallað. Sú hefð
varð til að í rigningum leituðum
við börnin að svokölluðum Spán-
arsniglum í garðinum og hjálpuð-
um afa að tína þessa óværu í fötu,
af nógu var að taka. Á kvöldin var
fátt skemmtilegra en að kveikja
upp í arninum og fengum við afa-
börnin alltaf eitthvert hlutverk við
það tækifæri
Þótt svo að hann geti ekki
kennt okkur áfram þá er sagt að
börn mótist mest fram til 3ja ára
aldurs og allt annað byggist á
þeim grunni. Afi lagði svo sann-
arlega sitt af mörkum og hann lifir
áfram í okkur.
Emý Sara, Markús Orri,
Bjartur og Muggur.
Elskulegur frændi minn og vin-
ur Þór Jens Gunnarsson hefur nú
kvatt. Hann fór óvænt og snögg-
lega, en það var honum líkt. Ég
ætla að minnast hans með örfáum
fátæklegum orðum fullum af
þakklæti yfir því að hafa fengið að
þekkja hann og vera samferðar-
maður hans hér í lífinu.
Þór Jens var einstakur maður,
lífsglaður, jákvæður og fullur af
bráðskemmtilegum húmor. Það
leiddist engum í nálægð Þórs.
Hann var líka röskur til allra
verka, aldrei neitt að drolla við
hlutina. Við Þór vorum systra-
börn, en við vorum líka miklir og
góðir vinir allt frá barnæsku. Ég
geymi ljúfar minningar frá sum-
ardvölum mínum hjá foreldrum
hans Sigurlaugu Stefánsdóttur og
Gunnari Markússyni, bæði að
Flúðum í Hrunamannahreppi og
að Húsabakka í Svarfaðardal, en
þar var Gunnar skólastjóri og Silla
kennari á æskuárum okkar Þórs.
Þór bjó einnig í foreldrahúsum
mínum í Kópavoginum meðan
hann var í kennaranámi, en á þeim
tíma kynntist hann ástinni í lífi
sínu, sínum trausta lífsförunaut
Áslaugu Þorsteinsdóttur. Með
þeim ríkti alla tíð einstakt ástríki
og samheldni svo eftir var tekið.
Þór var einstaklega vinaríkur
og vinagóður enda hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom.
Ljúft er að minnast margra bráð-
skemmtilegra matarboða, þorra-
blóta á Kjalarnesinu og annarra
skemmtilegra samverustunda
sem við Stefán bróðir minn og
Anna konan hans áttum með þeim
hjónum í gegnum tíðina. Þór og
Áslaug höfðu bæði glöggt auga
fyrir skemmtilegum uppákomum í
lífinu þannig að saman voru þau
eftirsóknarverð bæði sem gestir
og gestgjafar.
Þór var handlaginn maður og
ekkert var honum ofviða að laga
og bæta. Hann var kennari að
mennt en dreif sig í rafvirkjun fyr-
ir nokkrum árum, bara af því það
var skemmtilegt eins og hann
sagði.
Þór og Áslaug höfðu komið sér
upp fallegu heimili á Kjalarnesinu.
Þaðan var stórfenglegt útsýni yfir
höfuðborgarsvæðið og mikil ná-
lægð við hafið. Þór var dreifbýlis-
maður í eðli sínu og undi sér ætíð
best í faðmi náttúrunnar. Margar
góðar stundir áttu þau hjónin
einnig í Svíþjóð, en þar höfðu þau
keypt gamalt hús sem hafði verið í
eigu móðurfjölskyldu Áslaugar og
Þór var búinn að laga og bæta og
gera að fallegum unaðsreit fjöl-
skyldunnar. Þar náðu þau Áslaug
að eiga góðan tíma í ágúst sl.
ásamt einu af barnabörnum sín-
um.
Við hjónin kveðjum nú kæran
vin með söknuði. Elsku Áslaug,
Björn, Sonja, Steinunn og fjöl-
skyldur. Stórt skarð hefur nú ver-
ið höggvið í líf ykkar. En þið eigið
miklar og góðar minningar um
yndislegan eiginmann og frábær-
an föður sem vonandi létta á sorg-
inni.
Hugur okkar er hjá ykkur í
dag.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Esther og Helgi.
Kveðja frá kærleikshópnum
Það var árið 2000 að Þór átti
frumkvæðið að því að kalla saman
fimm hjón til að mynda svokall-
aðan kærleikshóp. Við þekktumst
ekkert innbyrðis, en áttum það
eitt sameiginlegt að hafa tekið
þátt í Lútherskri hjónahelgi. Síð-
an þá höfum við hist mánaðarlega
yfir vetrartímann og átt saman
góðar og gefandi stundir. Á þess-
um fundum kom Þór fyrir sem
ákaflega jákvæður og heilsteyptur
maður með ríka réttlætiskennd.
Hann virtist hraustur og heil-
brigður, en óvænt og ótímabært
fráfall hans minnir okkur á, að
enginn veit sína ævina fyrr en öll
er.
Það var jafnan tilhlökkunarefni
að heimsækja þau Áslaugu á fal-
legt heimili þeirra við Esjugrund,
en þar ríkti ætíð glaðværð og gest-
risni. Fyrir þessi góðu kynni og
dýrmætu stundir viljum við af al-
hug þakka og biðjum góðan guð að
styrkja Áslaugu og fjölskylduna
alla í sorg þeirra. Góður drengur
er genginn og hans er sárt saknað.
Blessuð sé minning Þórs Jens
Gunnarssonar.
Fyrir hönd kærleikshópsins,
Sigríður og Egill.
Það kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti þegar Björn Markús
hringdi og tilkynnti að kvöldi
þriðjudagsins 25. sept. að Þór
Jens faðir hans hefði orðið bráð-
kvaddur fyrr um daginn. Þetta
virtist svo óraunverulegt og fjar-
stæðukennt. Að þessi duglegi og
kraftmikli maður væri allur.
En svona er lífið
engin lífstíð sína veit
langanir og vonir
engin fyrirheit.
Kynni fjölskyldu minnar og
Þórs Jens og Áslaugar hófust
haustið 1974 þegar við fluttumst
að Varmalandi í Stafholtstungum.
Þar voru Þór og Áslaug fyrir með
nokkurra vikna frumburð sinn,
Björn Markús. Þessar tvær fjöl-
skyldur bjuggu í miklu nábýli og
samkomulagið var ætíð gott. Við
höfum fylgst með fjölskyldunni
stækka og dafna. Með gleði henn-
ar og sorgum. Minningar um sam-
verustundir með Þór og fjölskyldu
hans streyma gegnum hugann.
Á þeim tíma var Varmalands-
skóli heimavistarskóli. Flestir
kennarar og starfsfólk bjuggu á
staðnum. Kynnin urðu því náin og
vinátta myndaðist sem enst hefur
allt lífið. Á Varmalandi voru sterk-
ir félagsmálamenn með Þór og
Gunnlaug Árnason í forystu. Á
þeim árum var Ungmennafélag
Stafholtstungna eitt virkasta ung-
mennafélagið í landinu. Við vorum
einnig í björgunarsveitinni
Heiðari og Þór söng í kirkjukór
Stafholtskirkju. Ýmislegt
skemmtilegt var aðhafst á Varma-
landi og í minningunni er þetta
einhver ánægjulegasti tími lífs
míns.
Varmalandshópurinn tvístrað-
ist í ýmsar áttir eftir nokkurra ára
samvinnu. En fyrir nokkrum ár-
um fórum við Þór, Gunnlaugur og
fjölskyldur okkar að hittast reglu-
lega. Eigum samverustundir um
jólin og förum í leikhús ásamt
fleirum vinum okkar. Okkar á
milli köllum við okkur Varma-
landsklíkuna. Tengsl milli fjöl-
skyldna okkar hafa alltaf verið
mikil. Tengslin og vináttan hafa
aldrei rofnað, þó stundum hafi lið-
ið langur tími milli samveru-
stunda. Það hefur alltaf verið jafn
gaman að setjast niður og rifja
upp gamla tíma. Eða rökræða um
ýmislegt sem er að gerast í sam-
félaginu. Eftirminnileg er Spánar-
ferð er við Þór fórum saman
ásamt fjölskyldum okkar.
Alltaf var gott að leita til Þórs
og gott að koma við á Kjalarnes-
inu. Hann var úrræðagóður og út-
sjónarsamur og fann alltaf lausn á
öllum vandamálum. Sívinnandi og
gekk að öllum hlutum af dugnaði.
Einn þeirra sem eiga erfitt með að
segja nei. Síðasta verk okkar sam-
an var að smíða sólpall fyrir
Hörpu mína í sumar. Þrátt fyrir
miklar annir tók hann það verk að
sér.
Fjölskylda mín vill þakka Þór
og hans indælu fjölskyldu allar
ánægjustundirnar í tæplega 40 ár.
Elsku Áslaug, börn og aðrir
ættingjar. Megi góður Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar. Minn-
ug þess að minningin um góðan
dreng mun ætíð lifa.
Ingimundur, Borgarnesi.
Þór Jens
Gunnarsson
Fleiri minningargreinar
um Þór Jens Gunnarsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KARL SIGURBJÖRN KRISTJÁNSSON,
Hljóðalind 5,
Kópavogi,
lést laugardaginn 29. september.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 12. október kl. 15.00.
Hreindís Einarsdóttir,
Einar Karl Karlsson, Jana Einarsdóttir,
Guðbjörg Erna Karlsdóttir, Pétur F. Eyland,
Sólveig Alda Karlsdóttir, Þórður Oddsson,
Þuríður Alma Karlsdóttir,
Kristján Örn Karlsson, Sólrún Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri
HELGI SIGURÐSSON
lést á heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík
miðvikudaginn 26. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Hjartans þakkir til starfsfólks heilbrigðis-
stofnunarinnar.
Sigurður M. Þorvaldsson,
Sigurrós G. Þórðardóttir og börn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR MAGNÚSSON,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
fimmtudaginn 20. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Þökkum auðsýnda samúð.
Fanney Sigurjónsdóttir,
Ásdís Helga Ólafsdóttir, Sigurþór Óskarsson,
Magnús Ólafsson, Lilla Þuríður Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri
SNORRI JÓNSSON,
Grundarlandi 17,
lést á Landspítalanum laugardaginn
6. október.
Útför auglýst síðar.
Dollý Nielsen, Pétur Sveinsson,
Stella Leifsdóttir, Davíð Ingibjartsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Okkar elskaða mamma, dóttir, barnabarn,
systir, frænka, mágkona og vinur,
ELSA BRYNDÍS HALLDÓRSDÓTTIR
frá Seyðisfirði,
lauk jarðvist sinni fimmtudaginn 4. október.
Hún verður jarðsungin í Nordfjordeid-kirkju í
Noregi fimmtudaginn 11. október kl. 12.00.
Sigríður, Jan-Erik, Lilja Dís, Ruth Victoría,
Geirdís Guðmundsdóttir, Halldór Jóhannsson,
Indriði Gunnar Grímsson, Hulda Einarsdóttir,
Greta, Jóhann, Halla, Stefán,
Jóna Valdís, Þórey, Jón Bjartmar, Nína amma
og aðrir vinir og vandamenn.
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
INGIBJÖRG GUÐNÝ JÓNÍNA
JÓNSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Lögmannshlíð,
áður Helgamagrastræti 44,
Akureyri,
lést aðfaranótt föstudags 5. október.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 15. október kl. 13.30.
Kristján Albert Jóhannesson, Hafdís Júlía Hannesdóttir,
Stefán Jóhannesson, Ragnheiður Þórsdóttir,
Kristín Jóhannesdóttir, Helgi Dagur Gunnarsson,
Hanna Björg Jóhannesdóttir, Sigurgeir Árnason
og fjölskyldur þeirra.