Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. O K T Ó B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 243. tölublað 100. árgangur
Nýjung!
D-VÍTAMÍNBÆTT
LÉTTMJÓLK
KÆRLEIKUR OG
SAMVERA Í
MATARGERÐ
TRÍÓ SUNNU
GUNNLAUGS Í
DJASSVEISLU
SKÁLDSAGAN
KORTIÐ OG LANDIÐ
FÆR FULLT HÚS
HAUSTTÓNLEIKAR MÚLANS 32 EINSEMD OG SKÖPUN 31ETIÐ OG DRUKKIÐ 10
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Stjórnlagaráð Salvör Nordal formaður.
Salvör Nordal, fyrrverandi for-
maður stjórnlagaráðs, segir að
skiptar skoðanir séu um það innan
stjórnlagaráðs hvort frumvarpið
sem það skilaði af sér sé endanlegt
eða hvort það þarfnist frekari
vinnu.
Nokkrir lögfræðingar voru
fengnir til að skoða frumvarpið og
munu ljúka störfum í lok þessa
mánaðar. „Mér hefði hins vegar
fundist skynsamlegast að þeirri
vinnu lyki áður en frumvarp stjórn-
lagaráðs er lagt í hendurnar á þjóð-
inni. Það væri að mínu viti eðlilegur
framgangsmáti. Við sögðum þetta
strax eftir að við skiluðum frum-
varpinu og það eru fjórtán mánuðir
síðan. Alþingi ákvað hins vegar
ekki fyrr en í júní að skipa hóp til
að fara yfir frumvarpið,“ segir Sal-
vör.
Sérstök lengd umræða verður á
Alþingi á fimmtudag um tillögur
stjórnlagaráðs sem kosið verður
um á laugardag. »6
Skiptar skoðanir
innan stjórnlaga-
ráðs um frumvarp
Málefni SpKef og Byr
» Breska ráðgjafarfyrirtækið
Hawkpoint starfaði m.a. fyrir
vinnuhóp fjármálaráðuneytisins
um fjárhagslega endur-
skipulagningu sparisjóðanna.
» Ráðuneytið hélt ekki sér-
staklega utan um háar greiðslur
til sérfræðinga.
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Fjármálaráðuneytið hélt ekki sér-
staklega utan um greiðslur, sem
skiptu tugum ef ekki hundruðum
milljóna króna, til sérfræðinga, með-
al annars breska ráðgjafarfyrirtæk-
isins Hawkpoint, sem störfuðu með
vinnuhóp ráðuneytisins vegna fjár-
hagslegrar endurskipulagningar
Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs spari-
sjóðs.
Hópurinn skilaði ennfremur ekki
neinum minnisblöðum né öðrum
gögnum til fjármálaráðuneytis
vegna vinnu sinnar, heldur eru þau
aðeins í fórum þeirra sem störfuðu í
vinnuhópnum. Þetta kemur fram í
minnisblaði ráðuneytisins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, segir í
samtali við Morgunblaðið að svo
virðist vera að stjórnvöld hafi við
meðferð þessa máls brotið gegn upp-
lýsingalögum, auk þess sem hann
spyr hvort það sé svo að „einhverjir
aðilar séu á slíkum samningi hjá
stjórnvöldum að þeir geti sent inn
reikninga, fyrir vinnu sína, án þess
að sé sundurliðað fyrir hvað það er“.
Í minnisblaðinu segir að engin
gögn séu frá vinnuhópnum í skjala-
vistunarkerfi ráðuneytisins. „Ef það
er rétt þá eru stjórnvöld ekki að fara
að lögum,“ segir hann. Það sé „ótrú-
legt“, þegar um er að ræða tugmillj-
arða hagsmuni fyrir ríkissjóð, að
ekki sé „til stafkrókur um það í ráðu-
neytinu“.
MSkilaði engum gögnum »16
Segir stjórnvöld brjóta lög
Fjármálaráðuneytið hélt ekki sérstaklega utan um greiðslur til sérfræðinga
vinnuhóps um SpKef og Byr Gögn vinnuhópsins ekki vistuð í skjalakerfi
Morgunblaðið/RAX
Náma Um 12.000 m³ eru teknir úr námunni á ári. Úr
Bolaöldum, við Vífilsfell, eru teknir um 200.000 m³ ári.
Efni var tekið úr námu í Seljadal, sem er í eigu Mosfells-
bæjar, í rúmlega fjögur ár án þess að tilskilið fram-
kvæmdaleyfi hefði verið gefið út. Framkvæmdaleyfið
hefði bærinn sjálfur átt að veita, reyndar á grundvelli
umhverfismats og álits frá Skipulagsstofnun.
Frá og með 1. júlí 2012 þurfa allar námur fram-
kvæmdaleyfi en stærri námur hafa þurft framkvæmda-
leyfi frá og með 1. júlí 2008.
Bæjaryfirvöldum varð í sumar ljóst hvernig í málinu lá
en þau ákváðu að stöðva ekki efnistökuna, enda hefði
slíka ákvörðun borið brátt að. Efnið hefði þurft að taka
annars staðar, með tilheyrandi óhagræði og mengun.
Í gærmorgun ákvað skipulagsnefnd Mosfellsbæjar að
stöðva vinnsluna þar til framkvæmdaleyfi lægi fyrir.
Reyndar er ekki unnið í námunni að vetrarlagi. »14
Efnistaka án leyfis í 4 ár
Mosfellsbær taldi að framkvæmdaleyfi hefði verið gefið út
Íslenska landsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig
við ósigur gegn Svisslendingum, 0:2, í und-
ankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardals-
vellinum í gærkvöld, þrátt fyrir ágæta frammi-
stöðu. Sviss fer því í vetrarfríið í efsta sæti
riðilsins en Ísland er með sex stig eftir fyrstu
fjórar umferðirnar. Mario Gavranovic fagnar
seinna marki Sviss en Grétar Rafn Steinsson og
Birkir Bjarnason eru vonsviknir á svip. » Íþróttir
Ágæt frammistaða en ósigur gegn Sviss
Morgunblaðið/Ómar
Standi frum-
varp
atvinnuvega-
ráðherra um
breytingar á lög-
um um ferðamál
óbreytt mun það
valda íþrótta-
félögum vanda ef
þau skipuleggja ferðir á mót. Öllum
skipuleggjendum ferðalaga sem
taka greiðslu verður gert skylt að
hafa ferðaskrifstofuleyfi.
„Engin skilgreining er á því hvað
teljast skipulagðar ferðir,“ segir í
umsögn Ferðamálastofu. »4
Ferðaskrifstofuleyfi
til íþróttafélaga?