Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Þetta var í fyrsta sinn og vonandi það síðasta sem íslensk þjóð og lög- regla þurfa að standa frammi fyrir svona aðgerðum. Ég undirstrika það að sem fyrr- verandi lög- reglumaður er þetta það erf- iðasta sem ég hef tekið þátt í og áhrifin sem þetta hafði á lög- reglumenn hafa kannski ekki ennþá verið gerð upp,“ sagði Geir Jón Þórisson, fv. yfirlögregluþjónn, í erindi sem hann hélt um mótmæl- in í kjölfar efnahagshrunsins vet- urinn 2008-2009 í Valhöll í gær. Í erindi sínu rifjaði Geir Jón upp atburðarásina í búsáhaldabylting- unni og lýsti sinni upplifun af henni. Að hans mati var innrás lítils hóps mótmælenda í Alþingishúsið þann 8. desember einn alvarlegasti atburður mótmælanna þó að hún hafi verið „léttvæg fundin af sum- um“. Hefðu mótmælendur komist inn í þingsalinn sagði Geir Jón að þeir hefðu tekið yfir Alþingi. Þá ræddi hann um mótmælin dagana 20.-22. janúar þegar ákveðnir þingmenn í núverandi stjórnarflokkum hafa verið sakaðir um að hafa reynt að hafa áhrif á mótmælendur frá þinghúsinu. Auð- séð hafi verið að mótmælendur hafi ætlað að brjóta sér leið inn í þing- húsið. Fjöldi þingmanna og starfs- menn þingsins hafi borið að ákveðnir þingmenn hafi haft sam- band við ákveðna mótmælendur sem hafi haft áhrif á hópinn og skapað óróa. Sömu þingmenn hafi hreytt ónotum í lögreglumenn í þinghúsinu. „Þarna urðu straumhvörf og mótmælin urðu harkalegri,“ sagði hann. „Það slösuðust ekki margir lögreglumenn en þetta reyndi mjög á. Menn skildu það sem svo að bylt- ingin gengi nú harðar fram og ekki yrði staðar numið fyrr en hún yrði framin.“ Hann vildi ekki nafngreina þing- mennina sem áttu að hafa beitt sér gegn lögreglu og með mótmæl- endum en sagði að öll vitneskja um það sem gerðist væri í Alþingishús- inu. „Það var fullt af starfsmönnum þingsins og þingmenn sem heyrðu hvernig ákveðnir þingmenn töluðu við lögreglumenn. Og þeir stjórna landinu enn,“ sagði Geir Jón. Hann ítrekaði að mótmælend- urnir hefðu skipst í marga hópa sem hefðu ekki lotið neinni sér- stakri stjórn. Stærsti hópurinn hefði verið almennir borgarar á öll- um aldri sem vildu koma sjón- armiðum sínum á framfæri og tóku ekki þátt í ofbeldi. Morgunblaðið/Júlíus Fundur Fjölmenni var saman komið í Valhöll til að hlýða þar á erindi Geirs Jóns Þórissonar, fv. yfirlögregluþjóns. Innrás lítils hóps mótmælenda  Geir Jón Þórisson, fv. yfirlögregluþjónn, ræddi mótmælin við Alþingishúsið  Segir ákveðna þingmenn hafa verið í sambandi við mótmælendur fyrir utan Geir Jón Þórisson Geir Jón sagði það koma fram í fundargerð forsætisnefndar Al- þingis frá 22. janúar 2009 hvaða þingmenn hefðu verið í sambandi við mótmælendur fyrir utan þinghúsið. Skv. fund- argerðinni, sem Morgunblaðið hefur afrit af, taldi Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir þing- forseti það „alvarlegt“ að Grét- ar Mar Jónsson, þáv. þingmaður frjálslyndra, hefði í viðtali í DV greint frá neðanjarðargöngum úr þinghúsinu yfir í Kristjáns- og Blöndahlshús. Þá sagðist Kjartan Ólafsson, þáv. þingm. Sjálfstæðisflokks, hafa séð Álf- heiði Ingadóttur, þingmann VG, í sambandi við fólk utan húss- ins og hefði hún virst vera að veita því upplýsingar um við- búnað lögreglu. Sagði Ásta „að margir hefðu nefnt svipað í sín eyru“. Þingmenn gagnrýndir RÆTT Í FORSÆTISNEFND Grétar Mar Jónsson Álfheiður Ingadóttir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Kostnaður við Hellisheiðarvirkjun fram á mitt ár 2012 nemur um 80 milljörðum króna, samkvæmt upp- lýsingum frá Orkuveitu Reykjavík- ur. Þegar ráðist var í virkjunina árið 2002 kom fram að kostnaður yrði um 20 milljarðar en sú upphæð átti að duga til að reisa virkjun sem gat framleitt 100 MW af varmaorku og 40 MW af raforku, skv. upplýsingum frá Orkuveitunni. Síðan breyttust áætlanir og virkj- unin stækkaði. Í samtali við Morgunblaðið í októ- ber 2006 sagði Guðmundur Þórodds- son að fjárfesting í Hellisheiðarvirkj- un fram til ársins 2009 myndi nema 50 milljörðum. Þá var gert ráð fyrir að hún myndi framleiða um 130 MW af heitu vatni og um 303 MW af raf- magni. Lokaáföngum við rafmagns- framleiðslu yrði náð 2010-2012. 73 milljarðar í OR-skýrslunni Í skýrslu úttektarnefndar Orku- veitunnar kom fram að í árslok 2010 nam bókfærður kostnaður, á verð- lagi hvers árs, um 73 milljörðum. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýs- ingafulltrúa Orkuveitunnar, nemur útlagður kostnaður við virkjunina nú um 80 milljörðum króna. Gengisfallið skýri hluta af auknum kostnaði. Á móti vegi raunar að vegna gengis- fallsins hækki greiðslur til Orkuveit- unnar sem tengdar eru álverði, í ís- lenskum krónum talið. Eiríkur segir að virkjuninni sé reyndar ekki að fullu lokið, m.a. eigi eftir að finna lausn á því hvernig binda eigi brennisteinsvetni sem komi upp með jarðhitavökvanum. Morgunblaðið/RAX Hellisheiðarvirkjun Áform um virkjunina á Hellisheiði hafa breyst gegnum árin, og áætlaður kostnaður einnig. Kostnaður kominn upp í 80 milljarða króna  Hellisheiðarvirkjun átti í fyrstu að kosta 20 milljarða Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Þetta eru náttúrlega ótrúlega háar tölur og dýr pólitísk réttarhöld á kostnað almennings,“ segir Ragn- heiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, en í svari innan- ríkisráðherra við fyrirspurn Ragn- heiðar kemur fram að kostnaður ís- lenska ríkisins við landsdómsmála- ferlin gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar frá er talinn kostnaður við embætti saksóknara Alþingis, hafi numið 117.589.232 krónum. Í svari ráðherra kemur fram að kostnaður við landsdóm sjálfan nam rúmum 12,8 milljónum króna árið 2011 og 79,5 milljónum króna árið 2012. Þar af námu laun dómenda alls 26,6 milljónum króna og laun ann- arra starfsmanna 54,8 milljónum króna. Málsvarnarlaun og annar kostnaður verjanda, sem landsdóm- ur dæmdi ríkið til að greiða, nam 25,2 milljónum króna. Ekki undir 150 milljónum Inn í heildartöluna yfir kostnað ríkisins vegna landsdómsmálsins vantar kostnað við embætti saksókn- ara Alþingis en ráðuneytið benti Ragnheiði á að þær upplýsingar væri að finna hjá Alþingi. „Ég hef sent skrifstofustjóra Al- þingis fyrirspurn um það atriði og vona að svar berist á næstu dögum,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segist leyfa sér að giska á að beinn kostnaður við rétt- arhöldin sé ekki undir 150 milljónum en þá sé ótalinn annar afleiddur kostnaður. „Við getum deilt um það hver kostnaðurinn er vegna tíma þings- ins, sem hefði verið betur nýttur til mikilvægari starfa; við úrlausn mála fyrir almenning og fyrirtækin í land- inu. Þetta var að mínu mati dýr sneypuför,“ segir Ragnheiður. Hún segist ánægð með að þessar upplýsingar séu komnar fram. „Ég held að þegar sagan verður gerð upp þá sé mjög mikilvægt að þetta atriði, kostnaður fólksins í landinu, sé inni í þeirri sögu,“ segir hún. Ríkið greiddi 117 milljónir  Landsdómsmálið „dýr sneypuför“ Morgunblaðið/Kristinn Dómstóll Beðið er svara um kostn- að við saksóknara Alþingis. Kostnaður » Ferða- og dvalarkostnaður landsdóms nam tæpum 2,4 milljónum króna. » Kostnaðarliðurinn „Sími, póstur og prentun“ hljóðaði upp á rúma 3,1 milljón króna. » Þá nam húsnæðiskostnaður tæpum 2,8 milljónum króna og kostnaður vegna óskilgreindra rekstrarvara 955 þúsund krón- um. Guðmundur Þóroddsson, fyrr- verandi forstjóri OR, segir í yf- irlýsingu að bornir séu saman tveir gjörólíkir hlutir þegar rætt sé um kostnaðaráætlun Hellisheiðarvirkjunar upp á 20 milljarða og endanlegan kostn- að upp á meira en 70 millj- arða. Upphaflega talan byggist á 40 MW raforkuframleiðslu og 100 MW hitaframleiðslu. Virkj- unin í dag framleiði 303 MW af rafmagni og 133 MW í hita. Gjörólíkir hlutir FYRRV. FORSTJÓRI OR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.