Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Annars væri ég dauð,“ sagði Hugrún hlæjandi aðspurð hvorthún væri ánægð með tugina fimm sem hún fyllir í dag. „Égætla að njóta þess að vera til, ef einhver kemur í heimsókn verð ég að minnsta kosti heima. Kannski gerir maður sér einhvern dagamun næsta sumar.“ Hugrún Kristinsdóttir býr á bænum Ytri-Veðrará í Önundarfirði ásamt manni sínum Gunnari Gauki Magnússyni, yngsta syninum, Agli Ara, sem eftir er í kotinu, og nokkrum hestum. Henni líkar vel í Önundarfirðinum. „Okkur vantaði hesthúspláss. Við fréttum af þessu húsi og slógum til. Hestamennskan er okkar áhugamál.“ Hún starfar við bókhald í rækjuvinnslunni Kampa á Ísafirði. Það er stutt að fara á milli, göngin stytta þá vegalengd. Hjónin eru einnig með aukabúgrein, ilmvatnsframleiðslu undir merkjum True Viking. Hönnunin er íslensk, glösin eru í formi horns sem eru hugsuð út frá drykkjarhorni. „Við töppum ilmvatninu á og pökkum inn hér. Jólin eru mesti annatíminn.“ Ilmvötnin fást í versl- unum víða um land. Nýjasta viðbótin er skógrækt. Þau hafa þegar plantað um 16 þús- und trjám af ýmsum tegundum. Skógurinn er hugsaður sem skjól- skógur en þó verður eitthvað notað til nytja. „Hvenær svo sem það verður eiginlega,“ segir Hugrún kát. thorunn@mbl.is Hugrún Kristinsdóttir í Önundarfirði 50 ára Afmælisbarn Hugrúnu Kristinsdóttur þykir betra að vera fyrir aft- an myndavélina, hér er hún í dýrindis sushiveislu. Vellyktandi og hestamennska Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Guðmundur Egill fæddist 14. júlí kl. 9.21. Hann vó 3.425 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Re- bekka Guðmundsdóttir og Ómar Óm- arsson. Nýir borgarar Reyðarfjörður Eron Gauti fæddist 20. apríl kl. 19.08. Hann vó 3.860 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Alma Sigurbjörnsdóttir og Arnar Már Ei- ríksson. B roddi fæddist í Reykja- vík 19.10. 1952, ólst fyrst upp á Marargötu 7 en flutti síðan með fjölskyldunni í Sporða- grunn þar til hann hleypti heimdrag- anum. Broddi var sjö ára í Laugarnes- skóla, síðan í Laugalækjarskóla, lauk landsprófi í Vonarstrætinu, lauk stúdentsprófi frá MH 1972, lauk BA-prófi í sagnfræði frá HÍ og stundaði þar framhaldsnám í sagn- fræði og lauk prófum til MA-prófs. Var hjá hernum og skar hvali Broddi var í sveit hjá frændfóli sínu á Silfrastöðum í Skagafirði frá sex ára aldri og fram yfir fermingu. Hann starfaði síðan nokkur sumur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi, var síðan handlangari í byggingarvinnu og kom þá að bygg- Broddi Broddason, aðstoðarfréttastjóri á RÚV – 60 ára Rósir og blómarósir Broddi með dætrum sínum, Laufeyju og Hallveigu. Skýr og skemmtilegur Í sveppatínslu Broddi tínir furusveppi með dóttursyninum, Magnúsi. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.