Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is -VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt Opið: 08:00 - 17:00alla virka daga • Hert gler - Í sturtuklefa - Í handrið - Í rennihurðir - Í milliveggi • Speglar - Á baðið - Á ganginn - Á skápinn - Í eldhúsið - Í barnaherbergið - Í svefnherbergiðSENDUM UM ALLT LAND www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). 10 ára afmælisráðstefna Dagskrá: 13:30 Ráðstefnusetning Gísli Páll Pálsson, formaður SFV 13:45 Öryggismál á stofnunum og hlutverk lögreglu Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu 14:05 Skelin rofin – aðgangur á opnum heimilum Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur VSI 14:25 Birtingarmyndir ógnana, vanrækslu og valdníðslu á hjúkrunarheimilum Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri Sóltúni 14.45 Grunur um brot, ábyrgð allra Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Kópavogi 15.05 Pallborðsumræður framsögumanna 15.35 Ráðstefnulok Ráðstefnustjóri: María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður ÖRYGGISMÁL HJÚKRUNARHEIMILA Fimmtudagurinn 18. október 2012 Kl. 13:30-16:00 - Grand hótel Allir velkomnir – aðgangur ókeypis Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu Ráðstefnan Norrænir Afríkudagar verður haldin í Reykajvík dagana 18. og 19. október næstkomandi en þar munu um 120 fræðimenn kynna rannsóknir tengdar Afríku í sam- tals átján málstofum. Ráðstefnan sem haldin er af hálfu Norrænu Afríkustofnunarinnar verður sett klukkan 9:00 morgun í hátíðarsal Háskóla Íslands en málstofurnar fara síðan fram á Hótel Sögu. „Á þessu ári er Norræna Afr- íkustofnunin 50 ára svo við fáum að halda þessa daga á hátíðarári fyrir stofnunina,“ segir dr. Jónína Ein- arsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslansds og einn skipu- leggjenda ráðstefnunnar. Að sögn Jónínu verður fjallað um ýmis mis- munandi málefni á ráðstefnuninni, þ. á m. heilbrigðismál, nýtingu nátt- úruauðlinda, listir og aðstæður barna. „Flestir fræðimennirnir sem eru hérna koma frá Norðurlönd- unum eða frá Afríku,“ segir Jónína og bendir á að ráðstefnan sé opin öllum að kostnaðarlausu. Ráðstefnan sett á morgun Aðalræðumenn ráðstefnunnar verða þau Ousseina Alidou, fram- kvæmdastjóri Miðstöðvar um afr- ískar rannsóknir við Rutgers- háskólann í Bandaríkjunum, og Tony Addison, aðalhagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Há- skóla Sameinuðu þjóðanna í Hels- inki í Finnlandi. Að sögn Jónínu mun Einar Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri utanríkisráðuneytisins, setja ráðstefnuna á morgun en upp- haflega stóð til að Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra myndi setja hana. skulih@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Afríkudagar Ráðstefnan Norrænir Afríkudagar fer fram á Hótel Sögu fimmtudaginn 18. október og föstudaginn 19. október næstkomandi. Opin ráðstefna um málefni Afríku  Um 120 fræðimenn flytja erindi á ráðstefnunni  Fjölbreytt málefni Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það tókst ekki að setja saman stjórn. Það kom upp tillaga að breyt- ingum á samþykktum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þær hefðu þýtt að það hefði þurft að koma karl og kona úr Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Vestur- Húnvetningar voru í hópi þeirra sem voru áfjáðir í að flytja tillöguna en þeir áttu að vera undanþegnir þessu sjónarmiði,“ segir Sigurjón Þórðar- son, varaformaður SSNV. Tilefnið er ágreiningur sem kom upp á þingi samtakanna síðustu helgi eftir að kjörnefnd vildi breyta stjórn og fara þannig að sjónarmiðum um jöfn kynjahlutföll í stjórnum. Fimm karlar eru nú í stjórn SSNV og áttu tveir að fara út fyrir tvær konur. Valið var í stjórnina eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2010. Álitið talsverð inngrip „Fulltrúar Skagfirðinga eru kosn- ir til fjögurra ára. Við erum með samþykkt í sveitarstjórn fyrir því hverjir eru fulltrúar SSNV og okkur hefði fundist það talsverð inngrip inn í þá samþykkt ef kjörnefnd ætlaði að hlutast til um það hverjir sitja í stjórn sambandsins. Þannig leit þetta út. Á tíma- bili ætlaði kjör- nefndin að skipa fjarstatt fólk sem nú eru varamenn í sveitarstjórn án þess að hafa rætt við viðkomandi, eingöngu til að uppfylla kynja- kvóta. Mér fannst til- lagan um að skipa fólk í stjórn að því forspurðu ákveðið virðingarleysi gagnvart samtökunum. Því féllst ég á að þinginu yrði frestað þannig að menn gætu farið yfir málin,“ segir Sigurjón og víkur að jafnréttisráði. Kynjahalli hjá jafnréttisráði Þar halli frekar á karla enda sitji aðeins fjórir karlar í ellefu manna stjórn jafnréttisráðs. „Ef það á að breyta um fulltrúa hjá Skagfirðingum finnst mér liggja beinast við að Vinsti-grænir stígi fram enda hafa þeir boðið fram undir merkjum kvenfrelsis og femínisma,“ segir Sigurjón en Bjarni Jónsson, Vinstri-grænum, situr í stjórn SSNV fyrir Skagafjörð. Telur Sigurjón því rétt að fresta breytingum á stjórn þar til eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2014. Skorar á VG að mæta kynjakvóta  Titringur á Skagaströnd út af fundi Sigurjón Þórðarson Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.