Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 23
Val. Síðar áttu báðir eftir að vera formenn ÍBR samtals í 31 ár. Í dag kveðjum við Gísla Hall- dórsson arkitekt sem 98 ára gam- all á að baki einstaka og óviðjafn- anlega forystu í íslenskri íþróttahreyfingu í hálfa öld. Hann var á stofnfundi Íþróttabandalags Reykjavíkur 31.8. 1944 kosinn í stjórn þess sem gjaldkeri og á fyrstu vikum bandalagsins barðist hann með formanninum, Gunnari Þorsteinssyni hrl., fyrir því að hið auralausa bandalag fengi keypt íþróttahús bandaríska hersins við Hálogaland í samkeppni við stór- veldin Ármann, ÍR og KR. Það tókst með liðsinni borgarsjóðs og íþróttanefndar ríkisins. Sem skipulagsfræðingur stóð hann 1948 fyrir tillögu bandalagsins um dreifingu starfssvæða stóru íþróttafélaganna um borgarlandið. Komnir voru 2 útgangspunktar með kaupum KR á landi við Kaplaskjólsveg og Vals á jörðinni Hlíðarenda við Öskjuhlíð. Það leiddi síðan til þess að hin félögin fengu starfssvæði víðsvegar um borgarlandið og voru þannig færð til borgaranna en ekki öfugt. Þegar hvorki gekk né rak hjá undirbúningsnefnd fimmtíu ára afmælis ÍSÍ 1962 fékk nefndin Gísla eftir 14 ára formennsku hans hjá ÍBR til að taka að sér for- mennsku nefndarinnar og leiddi það til mjög veglegrar og glæsi- legrar hátíðar. Íþróttaforysta landsbyggðarinnar var svo heilluð að skorað var á Gísla að taka að sér forsetaembætti ÍSÍ og var hann kosinn í það á ÍSÍ þingi um haustið, embætti sem hann gegndi í 18 ár ásamt formennsku Ólymp- íunefndar. Gísli Halldórsson var maður eigi einhamur eins og sjá má á því hve víða hann lagði hönd á plóg svo að um munaði. Látum við nægja að minna á stóru íþróttamannvirk- in og íþróttamiðstöðina í Laugar- dalnum. Íþróttabandalag Reykjavíkur þakkar sterka forystu og árang- ursríkt samstarf í hálfa öld og vottar fjölskyldu Gísla samúð. Fyrir hönd Íþróttabandalags Reykjavíkur, Sigurgeir Guðmannsson. Góður vinur okkar hjóna og ná- inn samstarfsmaður í mörg ár er fallinn frá í hárri elli. Þegar ég var kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur og borgarráð 26 ára gamall árið l962 var þar fyrir margt ágætra manna. Einn þeirra var Gísli Hall- dórsson. Hann settist í borgarráð um leið og ég og var mjög öflugur í ýmsum nefndum borgarinnar, einkum á sviði skipulags- og íþróttamála. Fyrsta aðalskipulag Reykjavík- ur var þá í undirbúningi undir for- ystu Geirs Hallgrímssonar. Marg- ir komu að undirbúningi þess frumkvöðlastarfs, en óhætt er að fullyrða að enginn kjörinn fulltrúi lagði sig meira fram um að ljúka því farsællega en Gísli Halldórs- son. Þar komu mjög í ljós góðir hæfileikar Gísla. Hann átti auðvelt með að laða menn til samstarfs, var ljúfur í daglegri umgengni en fylginn sér og ákveðinn þegar á þurfti að halda. Þessir eiginleikar nýttust vel í þeim margvíslegu störfum sem hann sinnti í borg- arstjórn, en lengst verður minnst þess stórhugar sem einnkennt hefur skipulag og mannvirkjagerð í Laugardalnum. Þar var Gísli í forystu og komandi kynslóðir munu njóta starfa hans þar. Fyrstu tvö árin sem ég gegndi starfi borgarstjóra var Gísli Hall- dórsson forseti borgarstjórnar. Ég minnist þess samstarfs með einstakri ánægju og var það vissu- lega mikill styrkur fyrir mig að hafa Gísla í þeirri stöðu. Þótt aldursmunur okkar Gísla væri mikill tókst með okkur mikil og góð vinátta sem náði langt út fyrir skyldustörfin hjá borginni. Margrét kona Gísla varð einnig góður vinur okkar Sonju og oft eyddu Margrét og Sonja löngum stundum saman með börnum okk- ar þegar við Gísli vorum í ein- hverju stússi. Við Sonja minnumst einnig með gleði margra ferðalaga sem við fórum innanlands og utan. Allar þær ljúfu minningar sækja að manni nú þegar Gísli er allur. Við Sonja sendum Leifi og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Birgir Ísl. Gunnarsson. Gísli Halldórsson er sá maður sem einna mest áhrif hefur haft á uppbyggingu og þróun íþrótta- mála í Reykjavík. Ungum voru honum falin trúnaðarstörf á veg- um íþróttahreyfingarinnar og síð- ar í þágu borgarbúa, sem hann sinnti af alúð og framsýni. Sem formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur 1949-1962 og Íþrótta- sambands Íslands 1962-1980 skil- aði hann miklu og óeigingjörnu verki í þágu íþrótta og lýðheilsu. Óhætt er að segja að hann hafi verið ötull talsmaður þessara við- horfa sem borgarfulltrúi 1958- 1974 og formaður Íþróttaráðs Reykjavíkur. Gísli var svo sannarlega maður uppbyggingar og sá nauðsyn þess að í ört vaxandi höfuðborg risu íþróttamannvirki, sem stæðust al- þjóðlegar keppniskröfur og gætu rúmað landsleiki svo vel færi. Hann átti stóran þátt í að móta mannvirki eins og Laugardalsvöll- inn, Laugardalshöllina og Íþrótta- miðstöðina í Laugardal. Gísli vildi líka tryggja öflugt grasrótarstarf íþróttafélaganna og átti drjúgan þátt í að koma á því hverfaskipulagi íþróttamála, sem enn er byggt á í Reykjavík. Í fróð- legri sögu Íþróttabandalags Reykjavíkur eftir Sigurð Á. Frið- þjófsson segir Gísli að hugmyndin á bak við hverfaskiptinguna hafi verið sú að börn og unglingar gætu gengið til íþróttaiðkunar í sínu hverfi en þyrftu ekki að fara langa leið í strætisvögnum á æf- ingar. Á grundvelli þessarar hug- myndar var leitast við að tryggja félögunum afnotarétt af góðum svæðum til framtíðar. Almennt er viðurkennt að íþróttastarf og aðgangur að því vegur þungt þegar lífsgæði í ein- stökum hverfum eða borgum eru metin. Helsta áherslumál Gísla á árunum 1946-1951 var að vinna að því að það yrði samþykkt í bæj- arstjórn að íþróttafélögin fengju varanlega velli sem féllu inn í skipulagið. Síðan segir Gísli í áð- urnefndri bók: „Sannleikurinn var sá að skipulagsmenn bæjarins voru alltaf á móti því að íþrótta- félögin fengju fast, varanlegt svæði. Þeim óx í augum það rými sem setja þurfti undir þessa íþróttavelli. Í staðinn var alltaf verið að tala um bráðabirgða- svæði.“ Gísli var ávallt trúr hugsjónum sínum og átti stóran þátt í að tryggja reykvískum íþróttafélög- um svæði til framtíðar. Fyrir það geta Reykvíkingar verið þakklátir. Er nú raunar svo komið að í sum- um hverfum eru íþróttafélög jafn- vel lent í landþrengslum vegna mikillar fjölgunar iðkenda í barna- og unglingastarfi. Fyrir nokkrum árum átti ég gott spjall við Gísla um borgarmál- in þar sem víða var komið við. Kom þá vel fram áhugi hans á skipulagsmálum og þróun borgar- innar til framtíðar. Einnig velvilji í garð íþróttahreyfingarinnar, sem hann taldi að borgaryfirvöld ættu ekki að þrengja að heldur veita frekara svigrúm til athafna. Hið fjölbreytta og myndarlega mannræktarstarf í þágu barna og ungmenna, sem nú fer fram á at- hafnasvæðum íþróttafélaganna í Reykjavík, er óbrotgjarn minnis- varði um Gísla og aðra frum- kvöðla, sem höfðu framsýni og vilja til að skapa slíku starfi að- stæður. Minningu um góðan dreng mun ég halda í heiðri á með- an mér endast dagar. Kjartan Magnússon.  Fleiri minningargreinar um Gísla Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA KRISTÍN FINNBJÖRNSDÓTTIR, Hamraborg 26, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 19. október kl. 11.00. Gunnar E. Hübner, Erna Elíasdóttir, Herdís M. Hübner, Hrafn M. Norðdahl, Tryggvi J. Hübner, Bryndís Ploder, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Útför sambýliskonu minnar, HALLFRÍÐAR BÁRU HARALDSDÓTTUR, Öldustíg 6, Sauðárkróki, fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 20. október kl. 14.00. Herbert K. Andersen. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og frænka, MAGNEA GUÐNADÓTTIR EDVARDSSON frá Hólmum, Vänersborg, Svíþjóð, lést á heimili sínu laugardaginn 6. október. Jarðarförin fer fram í Vänersborg þriðjudaginn 23. október. Rosita Kitching, Bernard Kitching, Sarah, Tom og Alice, Gerður S. Elimarsdóttir, Kristján Ágústsson, systkinabörn og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, tengdadóttir og amma, SÓLEY ÓLAFSDÓTTIR, Garðavegi 24, Hvammstanga lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga þriðjudaginn 9. október. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn 19. október kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar- innar á Hvammstanga eða Krabbameinsfélag Hvammstanga- læknishéraðs. Guðmundur Sigurðsson, Guðmundur Valur Guðmundss., Guðný Bergþóra Tryggvad., Sigurður Þór Guðmundsson, Hildur Stefánsdóttir, Sigríður Ása Guðmundsdóttir, Gunnar Reynisson, Ása Guðmundsdóttir, Hanna Sóley, Eyrún Huld, Guðmundur Bragi, Stefán Pétur, Ólafur Ingvi, Ása Margrét, Jóhann Ingvi og Vilborg Anna. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA ÓSK JÚLÍUSDÓTTIR, Sólvallagötu 18, Reykjavík, áður til heimilis á Eiðum á Fljótsdalshéraði, sem lést á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 6. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. október kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Sveinn Þórarinsson, Ólöf Birna Blöndal, Sigurjón Þórarinsson, Alfreð Dan Þórarinsson, Sesselja Eiríksdóttir, Sigríður Þórarinsdóttir, Magnús Sæmundsson, Guðrún Þórarinsdóttir, Örn Þorbergsson, Anna Þórarinsdóttir, Knut Lage Bö, Ólöf Þórarinsdóttir, Örn Óskarsson, Björg Þórarinsdóttir, Örn Arnþórsson, Hallgrímur Þórarinsson, Ingunn Thorarensen, Magnús Þórarinsson, Bryndís Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR VILHJÁLMSSON, Melahvarfi 1, Kópavogi, lést föstudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. október kl. 15.00. Kristín Birgisdóttir, Erik Ingemann Jansen, Helgi Pétur Birgisson, Gitte Dolberg, Birgir, Stine, Björg, Katrine og Celine. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá Laugaborg, sem lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 7. októ- ber, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. október kl. 13.30. Brynjar Fransson, Ásta Pálsdóttir, Ragnhildur Franzdóttir, Gísli Kristinn Lórenzson, Sigrún Bernharðsdóttir, Valur Baldvinsson, Aðalsteinn Bernharðsson, Ragna Ágústsdóttir, Sigríður Bernharðsdóttir, Valgeir Anton Þórisson og aðrir afkomendur hinnar látnu. ✝ Okkar ástkæra INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Árskógum 4, áður Reynimel 72, lést mánudaginn 15. október. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. október kl. 11.00. Arnar Birgisson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Birgir Hrafnsson, Oddný Indíana Jónsdóttir, Finnur Lárusson, Merrilyn Lárusson, Hafliði Kristján Lárusson, Catherine Alaguiry, Katrín María Birgisdóttir, Jóhann Birkir Guðmundsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR EINARSDÓTTIR kaupmaður, Jökulgrunni 27, lést á bráðadeild Landspítalans aðfaranótt 15. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 18. október kl. 15:00. Hulda Halldórsdóttir, Eiríkur Þorsteinsson, Lilja Halldórsdóttir Veigele, Hartmut Veigele, Hafliði Halldórsson, Guðfinna Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐNÝ STEFÁNSDÓTTIR, andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði föstudaginn 5. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Eiríksson, Erla Guðríður Jónsdóttir, Helga Eiríksdóttir, Sigurður Smári Einarsson, Stefán Eiríksson, Ragnheiður Torfadóttir. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og sonur, HANNES SVEINBERGSSON, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 13. október. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 19. október kl. 14.00 Wongnapha Singuto, Sævar Berg Hannesson, Tinna Sigurgeirsdóttir, Birgir Már Hannesson, Guðrún Inga Hannesdóttir, Jóhanna Fönn Hannesdóttir, Brimar Sandi Hannesson, Sveinberg Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.