Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristín Heiða Gnægtaborð Kristín og Sigrún buðu til garðveislu með biblíumat í sumar og svignaði borðið undan krásunum. Ekki bara magafylli Sumir tilvitnunartextarnir úr Biblíunni eru þekktir, eins og til dæmis sagan af brauðinu og fisk- unum sem Jesús mettaði fimm þús- und manns með og sagan af Mörtu og Maríu. Annað er minna þekkt. „Þegar Biblían er lesin með „mat- argleraugum“ kemur margt í ljós og þar er mikið talað um mat. Í Biblíunni eru veislur þar sem aug- ljóslega er lagt mikið upp úr því sem við viljum einmitt gera: Að njóta matarins, ekki einvöðrungu til að fá magafylli, heldur setjast niður og njóta samfélagsins við fólkið sem við borðum með. Það er mikilvægt að henda ekki bara einhverju í sig til að verða saddur. Í hraða nútíma- samfélags skiptir máli að fjöl- skyldur eigi stund saman við mat- arborðið.“ Hráefni úr nærumhverfi Þær Kristín og Sigrún segjast hafa verið mjög uppteknar af því að hafa hráefnið sem ferskast og úr nærumhverfinu. „Þetta er umhverf- isvæn hugsun sem snýst um að nýta hráefni sem er nálægt okkur eins og hægt er, að flytja ekki eitthvað langt að ef svipað fæst nær okkur. Aðalatriðið er að hráefnið sér hreint og ekki búið að fara í gegnum mörg stig í verksmiðju. Hér á Íslandi get- um við til dæmis fengið lambakjöt sem er hrein náttúruafurð og ís- lenskt grænmeti er ræktað án þess að eiturefni séu notuð. Það er alltaf ferskara en innflutt grænmeti. Við notum líka hráefni úr eigin garði. Áherslan í bókinni er að auðvelt sé að nálgast hráefnið, einfalt að búa til matinn og auðvelt að breyta upp- skriftum,“ segja þær Kristín og Sig- rún og bæta við að þær séu báðar hálfgerðir matreiðslunördar. „Við lesum stundum matreiðslubækur uppi í rúmi áður en við förum að sofa og vöknum kannski upp að morgni með hugmynd að uppskrift í hausn- um. Við vitum fátt skemmtilegra en að elda og bjóða til veislu.“ Elduðu í heila viku Þær æfðu sig fyrir gerð bók- arinnar með því að halda margs kon- ar biblíumatarveislur. „Við fórum líka tvær saman í bústað í heila viku og elduðum allan tímann og próf- uðum okkur áfram, breyttum og bættum. Það var átak fyrir okkur að þurfa að búa til uppskriftir með mælieiningum, því matreiðsla okkar hefur mikið snúist um dass og slettur af hinu og þessu. Stundum bý ég til uppskrift í hausnum á mér á leiðinni heim úr vinnunni og þá eru engar mælieiningar og ég man kannski bara hluta af því þegar ég byrja að elda. Á meðan ég elda dettur mér svo kannski eitthvað nýtt í hug og breyti,“ segir Kristín. Gestrisni skiptir máli Kristín og Sigrún ólust báðar upp í sveit og segja að þar hafi gest- um alltaf verið boðið upp á eitthvað að borða. „Við leggjum áherslu á gestrisni í bókinni okkar, enda skiptir hún miklu máli. Áhugi á matargerð síaðist inn þótt við lærðum kannski ekki að búa til mat á æskuárunum. Ég náði hámarki í matargerð þegar mamma hringdi í mig nýlega til að fá ráð um hvernig hún ætti að elda eitt- hvað,“ segir Kristín um aðalfyr- irmyndina, móður sína. Sigrún segist á uppvaxtarárunum hafa setið mikið í eldhúsinu hjá mömmu sinni þegar hún eldaði og lært mikið af því. Þetta er fíkn og ást „Við lesum endalaust mat- reiðslubækur til að fá hugmyndir. Þetta er eiginlega eins og fíkn og maður ræður ekkert við sig. Þetta er ólæknandi. En þessi matreiðslufíkn snýst ekki bara um að standa yfir pottunum, heldur um að gefa ein- hverjum að borða, sem gengur út á annað og meira en að gefa mat. Það snýst um að fullnægja einni af grunnþörfum mannsins. Það er gef- andi að gefa að borða og finna ánægju fólks með það sem fer í munn og maga. Þegar við eldum hugsum við hlýlega til fólksins sem er á leið- inni í matinn og berum hann fallega fram. Þetta er ást,“ segja þær Krist- ín og Sigrún sem hafa leitt hugann að því halda námskeið í tengslum við veislurnar í biblíumatarbókinni. „Við höfum verið beðnar að koma og kynna bókina með smakki úr veisl- unum tólf og gerum það með glöðu geði.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Kaflarnir í bókinni eru tólf, eins og lærisveinarnir, og hver kafli inniheldur uppskriftir að forrétti, að- alrétti og eftirrétti. Við hvern kafla er stuttur texti beint úr Biblíunni, sem og vangaveltur Sigrúnar og Kristínar sem þær tengja við máltíðina. Útlínur altaristaflna víða af landinu umfaðma heiti hvers kafla. Dæmi um heiti þeirra veislna sem eru í bókinni: Mörtur bjóða Maríum til veislu. Týndu dótturinni fagnað. Veisla ofgnóttar. Góðra vina fundur. Veisla áhyggjuleysis og einfaldleika. Orð, krydd og krásir TÓLF VEISLUR www.volkswagen.is Frelsi til að ferðast Volkswagen Tiguan Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá 5.890.000 kr. Fullkomið leiðsögukerfifyrir Ísland Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir aðeins 5,8 l á hverja 100 km. 6 lambaskankar 1 laukur 5 gulrætur 1 hvítlaukur Setjið smjör í djúpa pönnu og brúnið lambaskankana smástund ásamt niðurskornum gulrótum, lauk og hvítlauk. Bætið síðan vatni á pönnuna þannig að það nái upp fyrir miðja bitana. Því næst er þurrkuðum ávöxtum, appelsínu, fennel og kryddi bætt við: 1 b döðlur skornar í helminga 1 b apríkósur skornar í helm- inga 1 fennel niðurskorið safi úr einni appelsínu og ein appelsína í bitum 2 stk. stjörnuanís steytt- ur í mortéli 1-2 tsk kúmínduft salt pipar Látið malla við hægan hita undir loki í tvo til þrjá tíma, undir lok suðu- tímans er bætt við 1 dl af möndlum Meðlæti: kúskús með sítrónusafa, olíu, ólífum og steinselju. Tveir bollar af kúskús eldaðir sam- kvæmt leiðbeiningum en safa úr einni sítrónu og ½ dl ólífuolíu bætt út í. Svörtum ólífum og smátt skor- inni fjallasteinselju dreift yfir um leið og borið er fram. Hægeldaðir lambaskankar með þurrkuðum ávöxtum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.