Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 ✝ Hallbera Ólafs-dóttir fæddist í Bolungarvík 29. maí 1936. Hún lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 9. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Tryggvi Gíslason verkamaður og Auður Sigríður Hjálmarsdóttir húsmóðir. Systkini Hallberu eru Elsa, Gústaf og Gísli. Hallbera ólst upp í Bolung- arvík til 16 ára aldurs en þá fluttist hún til Reykjavíkur og hóf störf á Elliheimilinu Grund þar sem hún starfaði í nokkur ár. Fljótlega eftir að hún kom til Reykjavíkur kynntist hún eig- inmanni sínum, Hafsteini Þór Stefánssyni, f. 26. janúar 1936, d. 21. maí 2000. Hallbera og Haf- steinn giftu sig 10. apríl 1960 og skildu árið 1982. Þau eignuðust þrjár dætur, 1) Kristínu Maríu, f. 23. júlí 1955, d. 30. apríl 2005, fyrrv. maki hennar er Halldór Þ. Sigurðsson, barn þeirra er Að- alheiður Björg, f. 1987. Að- alheiður er í sambúð með Hin- riki Geir Jónssyni, barn þeirra er Halldór Ingi, f. 2010, 2) Auði Aðalheiði, f. 10. júlí 1962, maki hennar er Þorbjörn V. Gestsson, börn þeirra eru Hildur Hafdís, f. 1997 og Davíð, f. 2000, og 3) Stefaníu Ólöfu, f. 29. maí 1967, fyrrv. maki hennar er Pálmi Bernhar- dsson Linn, barn þeirra er Laufey, f. 1996. Fyrstu hjúskap- arár Hallberu og Hafsteins voru á heimili foreldra Hafsteins í Reykja- vík en þar bjuggu þau á meðan Haf- steinn var enn í námi. Þaðan fluttu þau í Bú- staðahverfið þar sem þau bjuggu í u.þ.b. áratug. Á ár- unum 1969-1972 bjó fjölskyldan að Núpi í Dýrafirði þar sem Haf- steinn kenndi við Héraðsskólann en Hallbera sinnti heimili og barnauppeldi. Þegar Hafsteinn fékk skólastjórastöðu við Lind- argötuskólann flutti fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og bjó í Ár- bæjarhverfi til ársins 1982, en þann tíma starfaði Hallbera við ræstingar í Árbæjarskóla með húsmóðurstarfinu. Eftir að þau Hafsteinn skildu bjó Hallbera í Hlíðunum í Reykjavík til ársins 2006 þegar hún fluttist í Selja- hlíð. Hallbera var alla tíð mikil húsmóðir og hannyrðakona og eftir hana liggur mikil og falleg handavinna sem prýðir heimili margra ættingja hennar og vina. Útför Hallberu fer fram frá Seljakirkju í dag, 17. október 2012, kl. 15. Elsku mamma, það er svo erfitt að þú sért farin frá okkur. Svo mikið tómarúm. Þú varst svo mikið veik en ert komin á betri stað núna. Við vitum það. En minningarnar eigum við og þær verða aldrei frá okkur teknar, það er svo margs að minnast og get ég aðeins stiklað á litlum hluta þeirra. Við hringdumst á, næstum því á hverjum einasta degi og hittumst reglulega. Börnin köll- uðu er síminn hringdi, þetta er amma Halla, það sást á númera- birtinum. Þau svöruðu með glöðu geði og þú spjallaðir oft við þau og Tobba, áður en þú talaðir við mig. Meira að segja þegar við hjónin fórum í átta daga ferð til Amsterdam, þá var hringt. En núna eru engar hringingar til eða frá ömmu Höllu. Fengum smávegis aðlögun, því þú varst of veikburða til að tala í símann undir það síðasta. Mikill tóm- leiki að vita til þess að við eigum ekki eftir að heyrast né sjást aftur, elsku mamma. Við fórum í ferðalag saman fyrir margt löngu á húsbílnum sem við áttum þá. Tíu daga ferð um Vestfirðina. Það var sól í hjarta og sinni. Fórum á þínar æskuslóðir í Bolungarvík. Hitt- um þar vini þína og ættingja og fórum auðvitað í kaffi til Elsu stóru systur þinnar og fengum frábærar móttökur hjá þeim hjónum. Fórum svo á Núp í Dýrafirði, en þar bjuggum við í þrjú ár þegar ég var lítil. Ynd- islegar minningar. Þú varst mikill fagurkeri og bjóst þér mjög fallegt heimili í Barmahlíðinni. Við bjuggum líka í Hlíðunum á tímabili og við fórum svo oft í göngutúr saman niður í bæ. Þá var ég með Hildi Hafdísi mína litla í vagninum. Það var svo gaman, við spjöll- uðum um alla heima og geima og stundum keyptum við okkur eitthvað. En svo þurftir þú að fara á dvalarheimili. Í Seljahlíð gerðir þú þér fallegt hreiður í litlu stúdíóíbúðinni þinni þar. Allar hannyrðirnar sem þú hafðir gert um ævina. Klukku- strengir, myndir, rókókóstól- arnir… En þú varst með ein- dæmum gjafmild og nutu margir góðs af því. Þú hafðir svo gaman af því að gefa öðrum fallega hluti. Þegar þú komst í mat til okk- ar á heimili okkar í Hafnarfirði pantaðir þú alltaf gellur. Þér fannst svo gott að fá gellur, því það var ekki á boðstólum í Seljahlíð, þó þar væri góður matur. Það var vel hugsað um þig þar og þökkum við öllu því góða starfsfólki sem þar vinnur fyrir góða umönnun. Þú varst líka ánægð að vera þar. Þegar eitthvert okkar fékk einhverja pest, sýndir þú svo mikla umhyggju. Alltaf að hringa og athuga hvernig heils- an væri hjá okkur og þú sem varst svo lasin. Þú varst oft svo skemmtileg. Hnyttin í tilsvörum og komst okkur oft til að hlæja. Við söknum þín óendalega mikið, elsku mamma. En nú ert þú komin á góðan stað. Þökkum þér allt það góða og fallega sem þú gafst okkur. Kveðjum þig með mjög miklum trega. Guð geymi þig, elsku mamma, tengdamamma og amma. Þín að eilífu, Auður, Þorbjörn, Hildur Hafdís og Davíð. Elsku mamma, þú varst oft búin að biðja mig að syrgja þig ekki, en auðvitað er sorgin og söknuðurinn alltaf mikill þegar kveðjustundin rennur upp. Það var svo gott að geta verið mikið hjá þér síðustu ævidagana og þegar þú svo kvaddir. Núna eru kaflaskil í lífinu og það verður allt öðruvísi án þín, en öllum góðu minningunum um þig verður haldið á lofti. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar þakklæti og trú. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Guð geymi þig alltaf, elsku mamma. Þín dóttir, Stefanía. Í dag kveð ég ömmu mína með sorg og söknuði. Amma mín var yndisleg kona, hún var alltaf vel tilhöfð og vildi ávallt vera í „nýjustu tísku“ eins og hún orðaði það. Hún átti mikið af fallegum skartgripum og fal- legum stórum höttum. Hún var dugleg að hrósa en lét mann al- veg vita ef eitthvað mætti betur fara. Eitt sinn þegar ég kom í heimsókn til hennar með nýju gleraugun mín á nefinu sagði amma: „Æ, elskan mín, þarftu að vera með svona hryllilega stór gleraugu? Þau gömlu voru miklu betri.“ Þetta var amma, hreinskilin en samt svo kurteis. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín. Ég er svo ánægð að Halldór Ingi skyldi kynnast þér. Ég veit að mamma bíður þín, viltu kyssa hana frá mér. Þú kvaddir mig alltaf með sömu orðunum og með þeim ætla ég að kveðja þig. Bless, elsku amma mín, guð geymi þig. Þín Aðalheiður Björg (Heiða). Við fæðumst og hverfum.- Við horf- um í húmið í fáein ár. En örlögin rista rúnir í rökkrið – bros og tár. En þegar mannssálir mætast, - þótt myrkrið sé autt og kalt, – þá ganga þó titrandi geislar í gegnum rökkrið og allt. (Guðmundur Ingi Kristjánsson) Síðastliðinn þriðjudag lést Halla mágkona mín eftir bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Kynni okkar Höllu hófust þegar ég trúlofaðist Gísla bróður hennar, þá bjuggu þau Hafsteinn með Stínu litlu dóttur þeirra í Sól- heimunum. Ég minnist þessarar glæsi- legu ungu konu með fallega rauða hárið, glaðri og hressri og lífsgleðin geislaði af henni. Fleirum fannst hún glæsileg, ljósmyndari í miðbæ Reykjavík- ur stillti stórri mynd af henni út í sýningargluggann. Halla var myndarleg húsmóðir og naut þess að hafa fallegt í kringum sig alla tíð. Eftir að þau fluttu á Bústaðaveginn vorum við Gísli þar tíðir gestir, þá var oft glatt á hjalla og gjarnan tekið í spil. Halla var mikill veitandi en hún kunni líka að þiggja, gladdist t.d. yfir lítilli flík á dótturina og hengdi hana út á snúru svo ná- grannarnir sæju. Við heimsótt- um þau líka vestur að Núpi þar sem þau störfuðu við Héraðs- skólann um skeið. Þegar við komum spurði Halla hvað okkur langaði helst í, Gísli nefndi „beikon“ sem hann taldi hana örugglega ekki eiga, en það var stolt húsmóðir sem dró beikon upp úr frystinum og skellti á pönnuna. Árin liðu, Halla varð fyrir ófyrirséðum áföllum í lífinu, þrátt fyrir það átti hún sínar góðu stundir. Síðustu árin dvaldi hún í Seljahlíð, ánægð með stofuna sína og þakklát fyr- ir þá góðu umönnun sem hún naut þar. Í spjalli okkar Höllu síðustu árin fann ég hve mikla umhyggju hún bar fyrir dætrum sínum og afkomendum, hana langaði að sjá fram í tímann, hvernig þeim muni vegna á lífs- brautinni. Ég votta dætrum Höllu og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Sigríður Þórarinsdóttir. Óborganlegur húmor og smit- andi hlátur er eitt af því sem var einkennandi fyrir hana Höllu frænku okkar, sem fallin er nú frá eftir erfið veikindi. Hún Halla gerði oft grín að eigin mistökum og sat ekkert á skoð- unum sínum, félagslynd og svo lífleg þegar heilsan var góð. Sem ung kona var hún með fallegt rautt hár og hélt hún alltaf svo mikið upp á Ólaf sem var líka rauðhærður. Svo seinna þegar Ýr gekk með frumburð- inn sagðist hún biðja til guðs á hverju kvöldi um að barnið yrði rauðhært. Þegar við eldri systkinin vor- um að alast upp bjó Halla með Hafsteini og dætrunum Stínu, Auði og Stefaníu í Hraunbæn- um. Þar var líf og fjör í stóru íbúðinni og mikið af fólki og krökkum. Þá eru sumarbústaða- ferðirnar á Þingvelli mjög minn- isstæðar. Síðar flutti hún í Hlíðarnar og fyrir barn var ævintýralegt að koma í heimsókn til hennar í ris- ið. Hún hafði gert svo fallegt í kringum sig með skrautmunum í stofunni sem og fallegu hús- gögnunum, að ógleymdu rauða baðherberginu og kaffistellinu. Síðustu árin bjó hún í Selja- hlíð og þar fannst henni gott að búa. Hún vildi alltaf vera vel til fara og að vekja athygli fannst henni nú ekki leiðinlegt. Minn- isstætt er þegar hún dressaði sig upp á ósköp venjulegum degi, setti upp fallegan hatt í stíl við dressið og skartið og fylgdi okkur gestunum fram til þess að sjá hvort hún myndi nú ekki fá einhver viðbrögð. Þessi einfaldi leikur vakti mikla kátínu hjá okkur. Halla tók okkur alltaf vel og spurði um hagi okkar og barnanna okkar. Við þökkum henni Höllu frænku samfylgdina og vottum dætrum hennar og öllum ástvin- um samúð okkar. Ingibjörg, Ólafur og Ýr. Elsku vinkona. Þá er barátt- an búin. Fyrir u.þ.b. tveimur ár- um vorum við í óðaönn að und- irbúa jarðarförina þína, en sem betur fer fengum við að hafa þig lengur. Nú ertu komin til Stínu þinnar sem þú misstir fyrir nokkrum árum. Við erum búnar að þekkjast í u.þ.b. tuttugu ár. Fyrst komstu til mín í klippingu og þá tókst með okkur mikill vinskapur sem hélst ætíð síðan. Oft var sagt við mig: „Það er svo mikill aldurs- munur á ykkur,“ en það skipti engu máli, við gátum rætt um allt milli himins og jarðar. Við bættum hvor aðra upp. Höfðum alltaf um nóg að spjalla. Fyrst í Barmahlíð og síðan í Seljahlíð þar sem þú varst búin að koma þér vel fyrir með alla flottu hlutina þína, þér leið svo vel þar, allir svo góðir við þig. Snyrtimennskan í fyrirrúmi, aldrei rykkorn að sjá og krist- allinn vel pússaður. Minningarnar streyma fram, matartímarnir okkar þegar ég kom með Nings, svið sem þér þóttu svo góð að ekki sé minnst á hamborgara. Þorrablótin sem við Einar komum með þér á, þú varst svo stolt af gestunum þínum, við skemmtum okkur alltaf vel. Þegar ég færði þér föt eða skart var óborganlegt að sjá svipinn á þér, svo ánægð með allt, mátaðir strax. Við hengdum þau upp á vegg svo þú gætir sýnt stelpunum. Þú gafst mér eitt sinn mokka- kápu sem var sérsaumuð á þig þegar þú varst ung og mikið er ég búin að nota hana. Það er ótal fleira sem ég gæti minnst á en nú er komið að lok- um. Elsku besta vinkona, þú gafst mér mikið og ég vonandi þér, studdir mig í erfiðleikum mínum og hvattir mig áfram. Ég á eftir að sakna þess að koma í heim- sókn og allra símtalanna. Þegar ég kvaddi þig eftir heimsókn sagðir þú ávallt: „Ég bið fyrir þér, Pálína mín.“ Ég veit þú heldur áfram að gera það. Mér þykir afskaplega vænt um þig. Megi minning þín lifa í hjört- um þeirra sem nú kveðja þig og fylgja þér síðasta spölinn. Takk fyrir allt og allt. Þín vinkona, Pálína. Hallbera Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem.) Guð geymi og varðveiti þig, elsku amma mín, og takk fyrir allt. Laufey Pálmadóttir. Ljósbrá og Anna Þóra Íslandsmeist- arar í tvímenningi kvenna Íslandsmótið í tvímenningi kvenna var haldið um helgina. Sigurvegarar eru þær Ljósbrá Baldursdóttir og Anna Þóra Jóns- dóttir og sigruðu þær með 59,4 % skor. Jó- hanna Sigurjónsdóttir og Una Árnadóttir urðu í öðru sæti með 58% skor og í 3. sæti urðu Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskars- dóttir með 56,4% skor. Alls tóku 20 pör þátt að þessu sinni. Næsta stórmót er Íslands- mótið í einmenningi sem spilað verður föstudaginn 19. okt. og laugardaginn 20. okt. Ársþing BSÍ Ársþing BSÍ verður haldið í húsnæði Bridgesambands Íslands sunnudaginn 21.október og hefst klukkan 13. Félög innan hreyfingarinnar hafa setu- og atkvæðisrétt á þinginu samkvæmt kvótaútreikningi skilagreina en áheyrnarfulltrúar eru vel- komnir að sitja þingið. Formenn eru beðnir um að senda útfyllt kjörbréf í faxi 587 9361 og einnig er hægt að senda á bridge@brid- ge.is Ef einhver hefur hug á að sitja þingið án þess að vera fulltrúi félags, sendi við- komandi inn umsókn með tölvupósti. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bækur Guðmundur frá Miðdal Til sölu fálki, sjómaður með lúðu, rjúpupar og rjúpa með unga. Upplýsingar í síma 898 9475. Gisting Sveitasetrin Kjós og Grímsá Hópefli - hvatarferðir, fundir - veislur. Hentugt fyrir stóra sem smáa hópa með og án þjónustu Nánari upplýsingar Júlíus s. 892-9263 www.hreggnasi.is Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897 9809. Ökukennsla Kenni á BMW 116i Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is Húsviðhald Laga ryðbletti á þökum, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk- efni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Byssur GÆSASKOT 42 gr MAGNUM Frábær gæði, hóflegt verð. Byssu- smiðja Agnars, s. 891-8113. Dreifing: Sportvörugerðin, s. 660-8383. www.sportveidi.is ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR SMITH, áður til heimilis á Bergstaðastræti 52, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. október kl. 11.00. Katla Smith Henje, Jan Henje, Hekla Smith, Björn Sigurðsson, Hrefna Smith, Birna Smith, Guðmundur Lárusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.