Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Franski rithöfundurinn Mic-hel Houellebecq hefurverið svo umdeildur ogmikið á milli tannanna á fólki, í senn fyrir efni fyrstu skáld- sagna sinna og afstöðuna sem birt- ist í yfirlýsingum hans um menn og málefni, að það vill stundum gleym- ast hvað hann er snjall höfundur. Fimmta skáld- saga hans, Kortið og landið, er komin út í afar vandaðri þýðingu Friðriks Rafns- sonar. Tök Hou- ellebecqs á skáld- söguforminu eru slík í þessu verki að það kemur ekk- ert á óvart að sagan hafi hlotið Con- court-verðlaunin í Frakklandi árið 2010 og verið hlaðin lofi, og stjörn- um. Þetta er óvenjulegt og frumlegt verk en þó afar aðgengilegt og skemmtilegt. Sköpunarþörfin er grunnþema í sögunni. Aðalpersón- an, Jed Martin, verður einn kunn- asti myndlistarmaður samtímans og verk hans seljast fyrir svimandi upphæðir. Ferli hans má skipta í þrjú tímabil en í öllum tilvikum vinnur Martin með einn miðil, fyrst ljósmynd, þá málverk og loks mynd- bandsverk. Í fyrri tveimur tilvik- unum fær hann hugmynd sem hann tæmir á stuttum tíma og snýr baki við; fyrir vikið verða verkin enn dýrmætari og eftirsóttari. Martin er einfari og sama má segja um aðra aðalpersónu sög- unnar, rithöfund sem er alnafni höf- undar bókarinnar, en Martin fær Houellebecq til að skrifa formála í sýningarskrá fyrir sig. Lýsing höf- undarins á sjálfum sér er kostuleg í alla staði, nöturleg og hlægileg í senn, en í lýsingum á þessum tveim- ur listamönnum birtist engu að síð- ur athyglisverð greining á list- sköpun í samtímanum, sem er svo skörp og laus við kaldhæðni að það vekur nánast furðu. Í þriðja hlutanum breytist frá- sögnin í glæpasögu, þegar frægur rithöfundur er myrtur á grimmileg- an hátt. Lögreglumenn eiga í vand- ræðum með að leysa málið en Mart- in kemur þeim til hjálpar. Á sama tíma og aðalpersónurnar fást við að skapa nýja heima og end- urspegla veruleikann á metnaðar- fullan hátt, lifa þær ófrjóu og ein- manalegu lífi. Barn- og vinalausar, og þeim persónum sem eru fullar af lífskrafti, eins og rússnesk unnusta myndlistarmannsins, er ýtt út af sviðinu. Lýsingar á sambandi per- sóna eru athyglisverðar, eins og tengslum Martins við föður sinn, einmana arkitekt sem í ljós kemur að þráði að verða skapandi lista- maður en endar líf sitt á kaldr- analegan hátt á svissneskri sjálfs- vígsstofnun. Houellebecq kippir lesandanum út úr glæpasögunni undir bókarlok og lýkur henni á sinn hátt, eins og hæfir betur verkinu; upplýsandi og án tilfinningasemi. Morðinginn er þó engu minni einfari en aðrir „listamenn“ sögunnar. Í frásögninni leikur höfundurinn sér að því að lýsa yfirborði hlut- anna, og lætur sögupersónur njóta dýrra hönnunargripa, merkjavöru, fágætra vína og gljáfægðra flug- stöðva, en lífið sem þær lifa er merkt einsemd og tilgangsleysi. Það sýnir hann okkur á áhrifaríkan hátt. Morgunblaðið/RAX Höfundurinn Michel Houllebecq drakk kaffi á Mokka á dögunum. Í skáld- sögunni Kortið og landið lýsir hann listheiminum á áhrifaríkan hátt. Einsemdin er fylgifiskur sköpunarinnar Skáldsaga Kortið og landið bbbbb Eftir Michel Houellebecq. Mál og menning, 2012. 365 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Dómari í Ísrael hefur úrskurðað að þúsundir skjala Franz Kafka, m.a. handrit, bréf og óbirtar smásögur, verði gerð aðgengileg almenningi. Einnig dagbækur Max Brods, vinar Kafka, en hann flutti skjölin í ferða- tösku frá Þýskalandi til Palestínu árið 1939. Fyrir dauða sinn afhenti Kafka Brod öll handrit sín og bað hann að brenna. Brod hlýddi ekki fyrirmælunum heldur gaf út skáldsögur Kafka, Höllina, Réttarhöldin og Ameríku. Í nær fjóra áratugi hefur verið tekist á um eignarhaldið á skjölunum. Lands- bókasafn Ísraels mun nú skanna skjölin og verða þau aðgengileg á netinu. Skjöl Kafka aðgengileg Franz Kafka Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Lau 20/10 kl. 14:00 aukas Sun 11/11 kl. 14:00 19.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 Lau 20/10 kl. 17:00 aukas Sun 11/11 kl. 17:00 20.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 18/11 kl. 14:00 21.sýn Lau 29/12 kl. 14:00 Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 18/11 kl. 17:00 22.sýn Lau 29/12 kl. 17:00 Sun 28/10 kl. 14:00 15.sýn Sun 25/11 kl. 14:00 Sun 30/12 kl. 14:00 Sun 28/10 kl. 17:00 16.sýn Sun 25/11 kl. 17:00 Sun 30/12 kl. 17:00 Sun 4/11 kl. 14:00 17.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Sun 4/11 kl. 17:00 18.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 Sýningar í desember komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Lau 20/10 kl. 20:30 16.sýn Sun 21/10 kl. 20:30 17.sýn Fim 25/10 kl. 20:30 18.sýn Frábær skemmtun! Takmarkaður sýningafjöldi! Tveggja þjónn (Stóra sviðið) Fim 18/10 kl. 19:30 2.sýn Lau 3/11 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/11 kl. 19:30 14.sýn Fös 19/10 kl. 19:30 3.sýn Fim 8/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 22/11 kl. 19:30 15.sýn Fös 26/10 kl. 19:30 4.sýn Fös 9/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 23/11 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 5.sýn Lau 10/11 kl. 19:30 11.sýn Lau 24/11 kl. 19:30 17.sýn Fim 1/11 kl. 19:30 6.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 12.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 18.sýn Fös 2/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 16/11 kl. 19:30 13.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 19.sýn Óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur! Jónsmessunótt (Kassinn) Fös 19/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 28/10 kl. 19:30 9.sýn Fös 9/11 kl. 19:30 13.sýn Lau 20/10 kl. 19:30 6.sýn Fös 2/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 10/11 kl. 19:30 14.sýn Sun 21/10 kl. 19:30 7.sýn Lau 3/11 kl. 19:30 11.sýn Fim 15/11 kl. 19:30 15.sýn Lau 27/10 kl. 19:30 8.sýn Sun 4/11 kl. 19:30 12.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma. Nýjustu fréttir (Kúlan ) Fim 18/10 kl. 20:00 Fim 25/10 kl. 20:00 Fim 1/11 kl. 18:00 Fös 19/10 kl. 22:00 Fös 26/10 kl. 20:00 Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 18:00 Frumsýnt 18. október Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Bastarðar – forsalan hafin! Bastarðar - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Lau 27/10 kl. 20:00 frums Fim 1/11 kl. 20:00 5.k Þri 6/11 kl. 20:00 9.k Sun 28/10 kl. 20:00 2.k Fös 2/11 kl. 20:00 6.k Mið 7/11 kl. 20:00 10.k Þri 30/10 kl. 20:00 3.k Lau 3/11 kl. 20:00 7.k Fim 8/11 kl. 20:00 11.k Mið 31/10 kl. 20:00 4.k Sun 4/11 kl. 20:00 8.k Ný stórsýning frá Vesturporti, loks á Íslandi. Aðeins sýnd í 3 vikur! Á sama tíma að ári (Stóra sviðið og Hof) Lau 20/10 kl. 19:00 8.k Lau 17/11 kl. 19:00 9.k Fös 30/11 kl. 20:00 aukas Lau 20/10 kl. 22:00 aukas Lau 17/11 kl. 22:00 aukas Lau 1/12 kl. 19:00 11.k Fim 1/11 kl. 20:00 í Hofi Fim 22/11 kl. 20:00 aukas Sun 2/12 kl. 20:00 aukas Fös 2/11 kl. 20:00 í Hofi Fös 23/11 kl. 20:00 aukas Lau 10/11 kl. 19:00 í Hofi Lau 24/11 kl. 19:00 10.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur. Sýnt í Hofi 1, 2 og 10 nóvember Gulleyjan (Stóra sviðið) Lau 20/10 kl. 14:00 13.k Sun 18/11 kl. 14:00 15.k Sun 25/11 kl. 14:00 17.k Sun 21/10 kl. 14:00 14.k Lau 24/11 kl. 14:00 16.k Sun 2/12 kl. 14:00 Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Rautt (Litla sviðið) Fim 18/10 kl. 20:00 18.k Sun 21/10 kl. 20:00 21.k Fim 22/11 kl. 20:00 Fös 19/10 kl. 20:00 19.k Sun 18/11 kl. 20:00 22.k Sun 25/11 kl. 20:00 Lau 20/10 kl. 20:00 20.k Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Margverðlaunað meistaraverk. Aukasýningar í nóvember. Gullregn (Nýja sviðið) Fim 1/11 kl. 20:00 frums Fim 15/11 kl. 20:00 8.k Lau 1/12 kl. 20:00 aukas Fös 2/11 kl. 20:00 2.k Fös 16/11 kl. 20:00 aukas Fös 7/12 kl. 20:00 15.k Lau 3/11 kl. 20:00 3.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Lau 8/12 kl. 20:00 16.k Sun 4/11 kl. 20:00 4.k Sun 18/11 kl. 20:00 10.k Fös 14/12 kl. 20:00 17.k Fim 8/11 kl. 20:00 aukas Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Lau 15/12 kl. 20:00 aukas Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 25/11 kl. 20:00 12.k Sun 16/12 kl. 20:00 aukas Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Fim 29/11 kl. 20:00 13.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fös 30/11 kl. 20:00 14.k Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 26/10 kl. 20:00 1.k Lau 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 24/11 kl. 20:00 11.k Lau 27/10 kl. 20:00 2.k Sun 11/11 kl. 20:00 7.k Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Fös 2/11 kl. 20:00 3.k Fös 16/11 kl. 20:00 8.k Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Lau 3/11 kl. 20:00 4.k Lau 17/11 kl. 20:00 9.k Fim 6/12 kl. 20:00 14.k Fös 9/11 kl. 20:00 5.k Fös 23/11 kl. 20:00 10.k Fös 7/12 kl. 20:00 15.k Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 21/10 kl. 13:00 3.k Sun 21/10 kl. 15:30 aukas Sun 28/10 kl. 13:00 4.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Íslenski Dansflokkurinn: Októberuppfærsla (Stóra sviðinu) Sun 21/10 kl. 20:00 Sun 18/11 kl. 20:00 Sun 25/11 kl. 20:00 It is not a metaphor, Cameron Colbert og Hel haldi sínu, Jérôme Delbey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.