Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 FYRIR ALVÖRU KARLMENN Fæst á hársnyrtistofum STUTTAR FRÉTTIR ● Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 10,7% meiri en í september 2011. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 15,3% miðað við sama tíma- bil 2011, sé hann metinn á föstu verði. Þetta kom fram á vef Hagstofu Íslands í gær. Aflinn nam alls 108.453 tonnum í september 2012 samanborið við 105.765 tonn í september 2011. Aflaverðmæti eykst ● Bandaríska samkeppniseftirlitið hef- ur samþykkt yfirtöku bandaríska lyfja- fyrirtækisins Watson Pharmaceuticals á lyfjafyrirtækinu Actavis. Er samruninn samþykktur með skilyrðum. Fyrirtækin þurfa að selja rétt á átján lyfjum til Sandoz International og Par Pharma- ceuticals, samkvæmt frétt Reuters. Heimila yfirtöku á Act- avis með skilyrðum ingur þeirrar upphæðar – 230 milljónir – verið til þess að mæta útgjöldum vegna aukins kostnaðar við aðkeypta sérfræðiþjónustu vegna málefna sparisjóðanna. „Það lítur því út fyrir það,“ bendir Guð- laugur á, að ráðuneytið hafi þurft að greiða þeim utanaðkomandi sérfræðingum sem störfuðu með vinnuhópnum „hundruð milljóna króna“. Fram kemur í minnisblaði fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins að ekki hafi verið gefið út erindisbréf fyrir „hinn óformlega vinnuhóp“. Hlutverk hans var að vera „þátt- takandi í viðræðum milli kröfuhafa Byrs sparisjóðs og Sparisjóðsins í Keflavík, um fjárhagslega endur- skipulagningu þessara sparisjóða“. Fjármálaráðuneytið stýrði vinnu hópsins og greiddi þóknun til þeirra utanaðkomandi sérfræðinga sem leitað var til. Hins vegar segir ráðuneytið að ekki hafi verið hald- ið sérstaklega utan um greiðslur til sérfræðinga í tengslum við vinnu þeirra um málefni Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík og vísað til þess að „umræddir sérfræðing- ar unnu á sama tíma að fleiri verk- efnum fyrir ráðuneytið“. „Ekki að fara að lögum“ Guðlaugur Þór furðar sig á þessum vinnubrögðum og spyr hvort það sé svo að „einhverjir að- ilar séu á slíkum samningi hjá stjórnvöldum að þeir geti bara sent inn reikninga fyrir vinnu sína án þess að það sé sundurliðað fyrir hvað það er. Miðað við svör ráðu- neytisins er ekki hægt að komast að neinni annarri niðurstöðu“. Hann vekur athygli á því í þessu samhengi að í lögum um bókhald er kveðið á um að „sérhver færsla í bókhaldi skal byggð á áreiðanleg- um og fullnægjandi gögnum sem rekja má til viðskiptanna“. Guðlaugur segir það einnig vekja athygli, sem fram kemur í minnisblaði ráðuneytisins, að það séu engin gögn frá vinnuhópnum í skjalavistunarkerfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins. „Ef það er rétt, sem við verðum að ætla, þá eru stjórnvöld ekki að fara að lög- um,“ segir hann og bætir því við að það sé „ótrúlegt“, þegar um er að ræða fjárhagslega hagsmuni fyrir ríkissjóð upp á tugi milljarða króna, „að það sé ekki til staf- krókur um það í ráðuneytinu. Mið- að við yfirlýsingar núverandi ráða- manna ríkisstjórnarinnar um meint slæleg vinnubrögð í fortíð- inni hlýtur þetta að vera mjög áhugavert“. Skilaði engum gögnum til fjármálaráðuneytisins  Vinnuhópur vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Byrs og SpKef Gögn Ekki var haldið utan um greiðslur til sérfræðinga. Morgunblaðið/Kristinn Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,4% í október, en 12 mánaða verð- bólga mun við það haldast óbreytt í 4,3%. Jafnframt mun lítil breyting verða á verðbólgu næstu mánuðina, að því er fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Það sem mun hafa áhrif á vísitöluna að mati bankans er veiking krónunnar, en á móti kemur aukin samkeppni á matvörumarkaði. Hækkun verður því lítil á því sviði, en gert er ráð fyr- ir að ferða- og flutningsliður vísitöl- unnar muni hækka um 0,8% vegna árstíðabundinna hækkana á flugfar- gjöldum, hjólbörðum og ýmsu öðru. Verðbólgan helst í 4,3%  Hækkun 0,4%                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-, +,/-2/ ,+-321 ,+-.2. +4-/21 +3+-41 +-..3, +44-0, +.0-/+ +,,-43 +01-24 +,. ,+-/3 ,+-2,4 +4-.,+ +3,-,/ +-..11 +40-/4 +.0-42 ,,5-+1,/ +,3-+, +04-+2 +,.-32 ,+-/03 ,+-20+ +4-.1. +3,-2+ +-.2,, +05-5/ +25-3+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Íslensk stjórnvöld stofnuðu hlutafélagið Byr og sparisjóðinn SpKef, í kjölfar yfirtöku Fjár- málaeftirlitsins í apríl 2010, sem síðan keyptu eignir gömlu félaganna og tóku yfir hluta af skuldum þeirra – einkum inn- stæðuskuldir. Eldri félögin voru hins vegar sett í slitameðferð. Ríkissjóður lagði í upphafi Byr og SpKef til 900 milljónir króna í hlutafjárframlag. Kostnaður ríkissjóðs vegna yfirtökunnar á Sparisjóði Kefla- víkur átti þó eftir að margfald- ast. Í mars 2011 var fallið frá áformum um að endurreisa hann og samið við nýja Lands- bankann um yfirtöku. Eftir að tekið hefur verið tillit til fjármögnunarkostnaðar rík- isins þá munu skattgreiðendur á endanum þurfa að leggja til 25 milljarða vegna SpKef. 25 milljarða kostnaður SORGARSAGA SPKEF ● Alþjóðlega mats- fyrirtækið Standard & Poor’s lækkaði í gær lánshæfis- einkunn sjö spænskra banka og þar á meðal tveggja stærstu banka Spánar, Santander og BBVA, og eru horfur fyrir þá nei- kvæðar. Lækkunin kemur í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði lánshæfi spænska rík- isins 10. október síðastliðinn um tvo flokka en einkunn landsins er nú aðeins einum flokki fyrir ofan svokallaðan rusl- flokk. Lækkar einkunn spænskra banka Spánn í flokki fyr- ir ofan ruslflokk. FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Ekki var haldið sérstaklega utan um þær greiðslur sem þáverandi fjármálaráðuneyti reiddi af hendi til sérfræðinga sem störfuðu með vinnuhópi ráðuneytisins í tengslum við yfirtöku ríkisins á Sparisjóði Keflavíkur og Byr sparisjóði árið 2010. Flest bendir til að sú upp- hæð hafi skipt tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Sami vinnuhópur skilaði enn- fremur ekki neinum minnisblöðum eða öðrum gögnum til fjármála- ráðuneytisins vegna vinnu sinnar, heldur eru þau aðeins í fórum þeirra sem störfuðu í vinnuhópn- um, þrátt fyrir að kveðið sé á um það í upplýsingalögum að stjórn- völdum sé „skylt að skrá mál, sem koma til meðferðar hjá þeim, á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu að- gengileg“. Þessar upplýsingar koma fram í minnisblaði fjármála- og efnahags- ráðuneytisins sem var sent í lok síðasta mánaðar til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, vegna fyrirspurna hans til ráðherra varðandi málefni SpKef sparisjóðs og Byrs hf. Í svarbréfi frá ráðuneytinu í desember á síðasta ári segir að þrír starfsmenn ráðuneytisins hafi skipað vinnuhópinn, en með hópn- um störfuðu breska ráðgjafarfyr- irtækið Hawkpoint Partners og Jóhannes Bjarni Björnsson, lög- maður hjá Landslögum. Hawkpo- int hefur einnig starfað fyrir ís- lensk stjórnvöld við endurreisn viðskiptabankanna og Icesave-deil- una. Í fjáraukalögum fyrir árið 2010 var fjármálaráðuneytinu veitt fjár- veiting upp á 460 milljónir í tengslum við sérfræðikostnað vegna aðgerða í kjölfar hruns fjár- málakerfisins. Í samtali við Morg- unblaðið segir Guðlaugur Þór að samkvæmt gögnum sem hann hafi sótt annars staðar frá hafi helm- mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.