Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Efnisvinnslu í námu í Seljadal, aust- an við Hafravatn, var haldið áfram í sumar og í haust með samþykki Mosfellsbæjar, þrátt fyrir að þá hafi bæjaryfirvöld verið búin að átta sig á að þau höfðu ekki gefið út fram- kvæmdaleyfi vegna námunnar líkt og áskilið er í lögum. Með réttu hefði framkvæmdaleyfi átt að vera gefið út 1. júlí 2008 og í allra síðasta lagi 1. júlí í sumar. Án framkvæmdaleyfis frá sveitarfélagi er efnistaka óheimil, samkvæmt náttúruverndarlögum. Á fundi skipulagsnefndar Mos- fellsbæjar í gærmorgun var ákveðið að stöðva malarnámið. Rangfærsla í aðalskipulagi Malarnámið er á vegum Malbik- unarstöðvarinnar Höfða sem er í eigu borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka og er skv. samningi við Mos- fellsbæ, sem landeiganda, og er greitt fyrir hvert tonn. Samningur- inn er frá 1985 og gildir til 2015. Í námunni er tekið efni sem unnið er til malbiksgerðar. Með breytingum sem gerðar voru á lögum um náttúruvernd árið 2006 voru reglur um efnisnámur hertar en töluverður frestur var veittur til að uppfylla nýjar kröfur. Í lögunum segir að frá og með 1. júlí 2012 þurfi allar námur að hafa framkvæmda- leyfi. Ef þær færu á hinn bóginn yfir tiltekna stærð, m.a. ef til stæði að taka meira efni en sem nemur 50.000 m³, þurfti að gefa út framkvæmda- leyfi fyrir 1. júlí 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ hafa að meðaltali verið teknir 12.000 m³ á ári og nema 50.000 m³ því um fjögurra ára vinnslu. Með réttu hefði því framkvæmdaleyfi átt að liggja fyrir 1. júlí 2008. Finnur Birgisson, skipulags- fulltrúi Mosfellsbæjar, segir að hjá bænum hafi sá misskilningur verið í gangi, alveg fram á mitt þetta ár, að náman hefði framkvæmdaleyfi. Í gildandi aðalskipulagi Mosfells- bæjar frá 2002 stendur það raunar skýrum stöfum að náman hafi fram- kvæmdaleyfi en það skipulag var reyndar sett áður en breytingarnar voru gerðar á náttúruverndarlögum. Finnur segir að þegar líða hafi far- ið að dagsetningunni 1. júlí 2012 hafi menn farið nákvæmlega yfir málið og þá hafi komið í ljós að fram- kvæmdaleyfi hafi aldrei verið gefið út heldur hafi vinnslan farið fram á grundvelli starfsleyfis frá Heilbrigð- iseftirliti Kjósarsvæðis og samnings- ins frá 1985. Starfsleyfið frá heil- brigðiseftirlitinu var runnið út í byrjun október. Þó var ákveðið að stöðva ekki vinnsluna. „Við vildum gefa Malbik- unarstöðinni svigrúm,“ segir Finnur. Það hafi ekki komið í ljós fyrr en rétt fyrir 1. júlí að framkvæmdaleyfi lá ekki fyrir og hann hafi ekki talið rétt að stöðva vinnslu með svo skömmum fyrirvara, m.a. með tilliti til meðal- hófsreglu. Finnur bætti við að allar líkur væru á að efnisnámi yrði haldið áfram á þessum stað, þegar leyfi lægju fyrir, enda væri náman á að- alskipulagi. Byrja að vinna umhverfismat Halldór Torfason, framkvæmda- stjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða, segir að hjá fyrirtækinu hafi menn ekki áttað sig á að námuvinnsl- an þyrfti framkvæmdaleyfi fyrr en í sumar. Nú væri komið í ljós að nám- an þyrfti að fara í umhverfismat og byrjað yrði á því í þessari viku. Hann segir að ef efnisnámið hefði verið stöðvað í sumar hefði væntan- lega þurft að flytja inn efni frá Nor- egi. Aðrar námur væru t.d. í Hval- firði og á Suðurlandi en flutningur á landi væri óhemju dýr og sömuleiðis mengandi. Aðspurður segir Halldór að vinnsla hafi iðulega legið niðri að vetrarlagi. Fyrirtækið hefði líklega ekki haldið vinnslu áfram mikið leng- ur nú í haust, hvað sem liði ákvörðun Mosfellsbæjar um að stöðva námið. Vegagerðin heldur skrá yfir allar námur á Íslandi. Í sumar sendi Vegagerðin bréf til allra sveitarfé- laga í landinu og spurði um námur sem getið væri á skipulagi og hvaða námur hefðu fengið framkvæmda- leyfi. Gunnar Bjarnason, forstöðu- maður jarðfræðideildar Vegagerðar- innar, segir að afar fá svör hafi borist og líklega lægju þessar upplýsingar ekki fyrir fyrr en í vetur. Vegagerð- inni bæri þó ekki skylda til að afla þessara upplýsinga. Opinbert en óleyfilegt malarnám Morgunblaðið/RAX Sterkt Náman er í Seljadal, austan við Hafravatn. Efnið er sérstaklega gott í malbik sem þarf að þola nagladekk. Samkvæmt samningi borgarinnar og þá- verandi Mosfellshrepps frá 1985 kemur fram að námuvinnsla sé ekki heimil frá 15. nóvember til 1. apríl, nema samkomulag sé gert um annað.  Framkvæmdaleyfi hefði átt að gefa út fyrir fjórum árum  Áttuðu sig á málinu í sumar en héldu áfram efnistöku þar til um helgina  Líklega þurft að flytja inn efni í malbik ef vinnsla hefði stöðvast Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Miðvikudagskvöldið 17. október kl. 18-20 heldur dr. Sigríður Guðmars- dóttir námskeið í Seljakirkju um tjáningarfrelsi og trúariðkun í ljósi pönkbænar rússnesku kvennasveitarinnar Pussy Riot. Hljómsveitin vakti heimsathygli þegar hún laumaði sér inn í kirkju í Moskvuborg. Þar flutti sveitin frumsamda pönkbæn til Maríu guðsmóður og gegn Pútín Rúss- landsforseta. Sigríður hefur þýtt pönkbæn Pussy Riot yfir á íslensku. Pussy Riot frá guð- fræðilegu sjónarmiði Hrafnaþing hefjast að nýju eftir sumardvala. Fyrsta erindi haust- misseris verður haldið miðvikudag- inn 17. október kl. 15.15. Þá mun Ester Rut Unnsteinsdóttir, dokt- orsnemi í líffræði, flytja erindi sitt „Lítil mús á köldum klaka: þættir úr stofnvistfræði hagamúsa á Suðvest- urlandi“. Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofn- unar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Fjallað um hagamýs Á fundi skipulagsnefndar Mos- fellsbæjar í gærmorgun var lagt fram bréf frá 12 íbúum í nágrenni námunnar sem mótmæla mal- arflutningum um Þormóðsdal og Hafravatnsveg vegna ónæðis, mengunar og hættu sem af þeim stafi. Bréfið barst 8. október sl. Nefndin ákvað samhljóða að öll frekari námuvinnsla í Seljadal væri „þegar í stað óheimil á meðan ekki hefur verið veitt fyrir henni fram- kvæmdaleyfi“. Í bréfinu segir m.a. að mal- arflutningabílar af stærstu gerð fari nánast um hlaðið á einum bænum. Líklega hafi aksturinn í sumar slegið öll met. Vilhjálmur Ólafsson, íbúi við Hafravatnsveg, segir að mal- arflutningabílar fari yfir 60 ferðir vegna námuvinnslunnar á dag. Þeir þurfi að fara um Hafravatnveg sem sé malarvegur og þeir aki fram og til baka um 1,5-2 km lang- an spotta sem sé ekki með bundnu slitlagi, með tilheyrandi rykmynd- un. „Við erum ekkert að fara fram á bundið slitlag á þennan veg. En við viljum losna við þessa miklu um- ferð. Ef það er ekki hægt þá þarf að leggja bundið slitlag og það kostar að leggja þarf reiðveg við hliðina á veginum,“ segir hann. Íbúar hafi kvartað yfir þessu munnlega í sumar. Líklega hafi fyr- irtækið hætt vinnslu á mánudag. Mengun, ónæði og hætta SKIPULAGSNEFND STÖÐVAR EFNISVINNSLU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.