Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 ✝ Friðrik Stef-ánsson fæddist á Laugalandi í Eyjafirði 11. júní 1949. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 9. októ- ber 2012. Foreldrar hans voru Stefán Björns- son frá Grjótnesi á Melrakkasléttu, Norður-Þingeyjarsýslu, f. 8. mars 1914, d. 3. febrúar 2009, endurskoðandi hjá Skattstofu Hafnarfjarðar og Skattstofu Reykjavíkur og Svanhvít Frið- riksdóttir frá Efri-Hólum í Núpasveit, Norður-Þingeyj- arsýslu f. 27. september 1916, d. 6. nóvember 2009, lektor við Kennaraháskóla Íslands. Systk- ini Friðriks eru Björn f. 26. jan- úar 1955 og Guðrún f. 7. júlí 1957. Þann 16. september 1972 kvæntist Friðrik Sigríði Hjálm- arsdóttur, kennara. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Svanhvít, sagnfræðingur frá HÍ og master í almannatengslum frá University of Westminster, f. 19. október 1978, gift Jóni Ólafi Sigurjóns- syni tannlækni, f. 2. apríl 1975. 2) Hjálm- ar, sagnfræðinemi við HÍ, f. 22. mars 1988. 13. júlí 2001 kvæntist Friðrik Samruai Donkanha. Friðrik var stúd- ent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1970. Viðskiptafræð- ingur frá HÍ 1976. Friðrik kenndi við Gagnfræðaskóla Austurbæjar haustið 1970 og Miðskóla Pat- reksfjarðar 1971. Var fulltrúi hjá rannsóknardeild Ríkisskattstjóra 1976-77. Fjármálastjóri hjá Kar- nabæ hf. árið 1977. Friðrik stofn- aði fasteignasöluna Þingholt árið 1977 og starfrækti hana næstu áratugina. Friðrik var einn af stofnendum Félags fasteignasala, stofnað 5. júlí 1983. Útför Friðriks fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 17. október 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku pabbi minn er látinn langt fyrir aldur fram. Foreldrar hans létust fyrir þremur árum á tíræðisaldri og ég taldi að ég ætti eftir tugi ára í þessari jarðvist með honum elsku pabba mínum. Það sýnir að ekkert er sjálfsagt í þessum heimi og ástvinir eru ekki eilífir. Ég vildi óska þess að ég hefði gert mér betur grein fyrir því. Þegar ég var lítil stelpa fannst mér ég eiga besta pabba í heimi. Ég var mikil pabbastelpa og þeg- ar hann kom heim úr vinnunni hljóp ég til hans og stökk upp í fangið á honum. Eftir mat þurfti pabbi minn oft að fara að sýna íbúðir á kvöldin en hann var fast- eignasali. Til að geta eytt meiri tíma með mér tók hann mig oft með sér en ég hafði virkilega gaman af því. Ég hef alltaf verið forvitin og fannst gaman að sjá hvernig annað fólki byggi. Það má í raun segja að ég hafi verið orðin útlærður fasteignasali tíu ára. Pabba mínum var mjög annt um nám okkar systkina og lagði áherslu á að við menntuðum okk- ur. Hann var mjög góður í ís- lensku og las alltaf yfir ritgerðir fyrir mig. Við áttum góðan tíma saman þegar við lásum saman yfir BA-ritgerðina mína í sagnfræði. Hann talaði alltaf um að ég ætti að tileinka mér knappan stíl eins og í Íslendingasögunum, það væri besti stíllinn. Pabbi var alltaf góð- ur að gefa mér ráð og það var gott að leita til hans. Hann var ótrú- lega fyndinn, skemmtilegur og orðheppinn maður. Við áttum margt sameiginlegt eins og ferða- lög, „gourmet“-mat og falleg föt. Þegar ég bjó í London kom pabbi oft að heimsækja mig. Við fórum á söfn, á góða veitingastaði og í uppáhaldsbúðina hans, The Cor- dings, þar sem breskir aðalsmenn hafa keypt vönduð og falleg föt í yfir 100 ár. Þetta fannst okkur gaman. Ein mín besta minning sem ég mun ávallt varðveita er þegar við fórum þrjú saman, ég, pabbi og amma, til Rómar í tilefni af 90 ára afmæli hennar. Pabbi sagði að all- ir yrðu að fara til Rómar áður en þeir kveddu þennan heim. Við leigðum okkur íbúð við ána Te- vere og nutum lífsins í borginni ei- lífu í 10 daga. Gengum í gegnum Forum Romanum, óskuðum okk- ur við Trevi-gosbrunn og drukk- um kaffi á Navona-torgi. Þetta var dýrmætur tími sem ég mun geyma í hjarta mínu. Þú varst góður pabbi og ég veit að við bróðir minn vorum auga- steinarnir þínir. Þú varst dugleg- ur að fara að leiði ömmu og afa og fórst þangað síðast laugardaginn áður en þú lést. Ég ætla að vona að þau taki vel á móti þér og passi þig núna. Það er hryllilega sárt að kveðja þig elsku pabbi minn, það var svo margt ósagt. Svanhvít Friðriksdóttir. Blessuð sé minning Friðriks Stefánssonar. Við áttum saman 27 ár og tvö mannvænleg börn, mér er ljúft og skylt að minnast hans með virðingu. Ég minnist hans fyrir hve góður og umhyggjusam- ur faðir hann var. Friðrik var vel gefinn og vel lesinn maður. Hann var skemmtilegur í góðra vina hópi og hrókur alls fagnaðar. Friðrik var sérstaklega mikill fag- urkeri, sama hvort var um heimili, klæðaburð eða bíla að ræða. Alltaf óaðfinnanlegur til fara og bílarnir stífbónaðir, hann gekk jafnvel svo langt að nota persneskar mottur í stað hefðbundinna gúmmímotta í bílinn. Sérstakt dálæti hafði hann á Ítalíu og öllu ítölsku. Mikill list- unnandi. Hvar sem hann kom erlendis var honum ævinlega tekið sem að- albornum og fékk þar af leiðandi fyrsta flokks þjónustu. Hann var frá miklu menningarheimili þar sem arfleifð íslenskrar sveita- menningar var í hávegum höfð. Þar voru málin rædd í þaula og oft glatt á hjalla. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi fyrir 32 árum og í kjölfarið dró hann sig smátt og smátt til hlés, sérstak- lega hin síðari ár. Ég kýs að minn- ast hans fyrir alla hans góðu kosti og bið alla góða vætti að vernda börnin okkar í þessum sorglegu aðstæðum. Alltaf er mjög erfitt þegar foreldrar falla frá fyrir- varalaust á besta aldri. Sigríður Hjálmarsdóttir. Í æsku áttum við sem hér höld- um á penna og Friðrik Stefánsson með okkur einstakan vinskap. Þegar við vinirnir sem eftir erum settumst niður við andlát hans til þess að ræða fornvin okkar kom margt upp í hugann. Við sáum hann fyrir okkur eins og hann var þegar við kynntumst liðlega 16 ára. Hann var ábyrgur og heil- steyptur vinur. Hann var vel gef- inn og skemmtilegur. Frásagnar- gáfunni var viðbrugðið. Hann var næmur gagnvart umhverfinu og almennt umtalsgóður um náung- ann. Hann hafði dálítið súrreal- íska sýn á lífið sem hjálpaði hon- um að fara óhefðbundnar leiðir, hvort sem það varð honum til góðs eða ekki. Hvað sem öðru líð- ur hugsaði hann fyrir sjálfan sig hvort sem við hinir þættumst vita betur eða ekki. Þessi eiginleiki var stundum kallaður þrjóska af þeim sem ekki þekktu til. Friðrik var ekki fullkominn maður, langt frá því. Hann átti það t.d. til að vera dálítið dulur sem gat farið í taugarnar á okkur hinum sem vorum meira gefnir fyrir dramatíkina. Þá átti hann til vissa hneigð til framsóknar- mennsku sem var allt að því ófyr- irgefanleg. Hann sást ekki alltaf fyrir þegar vel lá á honum. Það gerði ekkert til á meðan gamanið var græskulaust en það varð löst- ur þegar árin færðust yfir og gamanið fór að kárna. Einn góðan veðurdag urðum við allir þrír að horfast í augu við að djókurinn var búinn. Við fórum hver sína leið og smám saman rofnaði sam- band okkar við Friðrik. Síðustu fimmtán árin var hann okkur meir eða minna ókunnugur mað- ur. Það breytir engu um það að minningin um náinn vin um ára- tuga skeið mun lifa áfram með okkur. Við sendum börnum hans og eftirlifandi eiginkonu sem og fjöl- skyldunni allri einlægar samúðar- kveðjur. Árni og Geir. Fallinn er frá heiðursmaðurinn Friðrik Stefánsson sem starfaði sem löggiltur fasteignasali lengst af sínum starfsferli en hann var einn af stofnendum Félags fast- eignasala og sat í stjórn félagsins í nokkur ár. Friðrik, sem bæði var löggiltur fasteignasali og við- skiptafræðingur, lagði á sig mikið og óeigingjarnt starf fyrir 29 ár- um við stofnun félagsins. Hann taldi mikilvægt að fasteignasalar stofnuðu félag þannig að þeir stæðu þéttar saman og ynnu að fagmennsku og vandvirkni við fasteignasölu auk þess að gera stöðu viðskiptavina fasteignasala tryggari. Friðrik sinnti auk stjórnarstarfa margháttuðum trúnaðarstörfum gegnum árin fyrir hönd félagsins sem öll voru unnin af miklum heiðarleika og þekkingu auk þess sem hann var ávallt boðinn og búinn að veita lið- sinni við úrlausn vandasamra mála sem upp komu innan félags- ins. Að leiðarlokum viljum við þakka Friðriki öll hans góðu verk í okkar þágu. Vottum við fjöl- skyldu hans okkar dýpstu samúð. F.h stjórnar FF, Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri FF. Friðrik Stefánsson ✝ Snorri Jónssonfæddist í Reykja- vík 7. desember 1966. Hann lést á heimili sínu að Grundarlandi 17 5. október 2012. Foreldrar hans voru Dolly E. Nielsen, f. 30.7. 1943, og Jón Ólafsson, f. 1.3. 1940, d. 31.5. 2007. Snorri átti einn albróður, Trausta, f. 4.9. 1968, d. 3.4. 1996. Sammæðra Snorra er Stella Ingi- björg Leifsdóttir, f. 4.10. 1964, maki Davíð Jón Ingibjartsson. Börn þeirra eru Aðalheiður Erla, Berglind Rós og Ingibjartur Bjarni. Jón og Dollý skildu. Seinni maður Dollýjar er Pétur Sveinsson, f. 24.9. 1936. Snorri var þroska- heftur og bjó á Kópa- vogshæli frá fjögurra ára aldri fram á full- orðinsár þegar hann fluttist í Sambýlið Stigahlíð 54 og frá 1996 hefur hann búið í Sambýlinu að Grundarlandi 17. Hann vann í Hæfingarstöðinni Bjarkarási. Snorri verður jarðsunginn frá Kapellunni í Fossvogskirkju í dag, 17. október 2012, og hefst at- höfnin klukkan 13. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Elsku Snorri. Þá er lokið þínu erfiða lífi. Þú varst alltaf kátur og glaður. Brost- ir þínu blíðasta, hvernig svo sem líðan þín var og varst ánægður í vinnunni þinni á Bjarkarási. Núna ertu kominn til pabba og Trausta bróður og þeir hafa eflaust tekið vel á móti þér. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil englabörn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Hvíl í friði. Kveðja, mamma. Hann Snorri minn var ekki al- veg eins og allir hinir, hann var bara lítill drengur sem varð aldrei fullorðinn, en hann var svo ynd- islegur eins og hann var. Hann var þroskaheftur og fór þess vegna ungur á Kópavogshælið og þaðan á sambýli. Síðustu 16 árin bjó hann á sambýlinu í Grundarlandi 17, þar var virkilega vel hugsað um hann og honum leið afskaplega vel þar. Hann átti sitt eigið afdrep eða leiksvæði í litlum skúr úti í garði, þar gat hann dundað sér heillengi við að „taka til“ eða taka allt út úr skúrnum og setja inn aftur. Snorri var mikið fyrir að hafa allt í röð og reglu og þegar hann kom heim til mín var þetta líka aðalmálið að sækja bílana og púslin og svo byrj- aði hann á að taka alla bílana upp, raða þeim og ganga svo frá þeim aftur á réttan stað og svo voru öll púslin tekin upp og hvert fyrir sig púslað og svo átti að setja þetta allt í skápinn aftur og sagði hann þá: „Jæja, búinn, setti’ ann þarna.“ Snorri átti erfitt með tal, en hann vissi samt alltaf hvað hann vildi, ef ég bauð honum eitt- hvað sem hann vildi ekki varð hann niðurlútur og sagði neeeiii en þegar honum var boðið eitthvað sem honum líkaði vel lyftist hann allur upp og brosti út að eyrum og dró mig af stað til að ná í það. Þeg- ar ég kom í heimsókn til hans varð hann alltaf svo ánægður og hljóp af stað til að ná í úlpuna sína af því að hann langaði að fá að fara í smábíltúr. Ég veit að hans verður sárt saknað af vinum sínum og sambýl- ingum í Grundarlandi. Í hjarta mínu geymi ég minningu um „lít- inn“ strák, sem brosti allan hring- inn þegar stóra systir kom í heim- sókn og gerði eitthvað fyrir hann. Blessuð sé minning hans Kveðja frá stóru systur, Stella Leifsdóttir. Kæri Snorri minn. Mín fyrstu kynni af þér voru á Kópavogshæli þar sem þú bjóst. Ég var nýbyrjuð að vinna þarna á næstu deild. Mér er svo minnis- stætt þegar þú varst að reyna að læra að hjóla, mikið varstu glaður; hrópaðir ég gat það, ég gat það (ég galt það). Já Snorri minn, síðan liðu mörg ár þar til við hittumst aftur og þá á sambýlinu Grund- arlandi 17. Þú komst til okkar árið 1997. Ég held að þú hafir byrjað að blómstra hjá okkur, þú og heimilið gerðuð mikið saman, t.d. fórum við í utanlandsferðir og allt- af mikið skemmtilegt að gerast hjá okkur. Þú fórst ekki svo fáa bíltúrana með mér, komst heim til mín í kaffi sem þér fannst ekki dónalegt að fá. Nokkur skipti eyddirðu jólunum hjá mér og tókst upp jólapakkana með börn- unum mínum, helst vildirðu fá alla pakkana sem voru undir trénu. Snorri minn, ég kveð þig með þakklæti fyrir að hafa kynnst þér. Kveðja, Björg Loftsdóttir. Það var snemma vors árið 1998 að Snorri Jónsson flutti inn á sam- býlið Grundarlandi 17, þá 32 ára að aldri. Hann hafði lengst af búið á Kópavogshæli, en um tveggja ára bil bjó hann á sambýlinu Stigahlíð 54. Frá því Snorri flutti í Grund- arlandið fylgdist starfsfólkið með honum eflast og vaxa ár frá ári, hann fór æ meira að láta til sín taka og varð virkari og félagslynd- ari eftir því sem á leið. Við fórum að kynnast húmornum og hlátr- inum hans og nú síðast sönggleð- inni. Hann söng mikið í sumar og fram á haust, trallaði og hló á víxl, sló sér svo á lær af tómri ham- ingju, svo ekki var annað hægt en að syngja og hlæja með. Hvern dag kom hann heim hress og kát- ur, alltaf jafn ánægður yfir smáu hlutunum, bíltúrnum, innkaupa- ferðinni, kaffihúsi, Kringluferð eða góðum göngutúr. Hvellur hláturinn, ljómandi andlitið og minnisstæð lýsingarorðin hans Snorra þegar hann lýsti hraða, hvort sem um var að ræða bíla eða reiðhjól, hlaupandi íþróttafólk eða eitthvað annað óskylt sem honum fannst fara hratt eða skutlast af krafti, þessi gleði mun lifa í end- urminningunni. Lýsingarnar gátu ekki annað en framkallað bros og jákvæð viðbrögð, gleðin svo ein- læg. Orkan í göngutúrunum, krafturinn í innkaupaferðunum; við máttum hafa okkur öll við til að halda í við hann, ekki síst þegar kom að því að raða í innkaupakerr- una eða upp úr henni á færibandið. Honum var illa við allan sóðaskap og fussaði mikið og sussaði áður en hann greip sópinn til að fjarlægja matarleifar undan borðstofuborð- inu, laufið úr garðinum eða skófl- una til að moka snjónum frá hús- inu. Alltaf mættur á staðinn og tilbúinn til verka, tilbúinn að hjálpa. Það var sjaldan lognmolla í kringum Snorra. Hann þurfti helst að hafa eitthvað fyrir stafni, það fylgdi honum þessi óbilandi kraft- ur og ævinlega var stutt í brosið. Alltaf öðru hverju bættust ný orð í orðaforðann, þannig að hann leyndi á sér. Auk þess var hann ákaflega lunkinn þegar kom að því að nálgast það sem freistaði hans, hann átti mörg góð ráð og dýr. Þannig var ekki annað hægt en að dást að útsjónarsemi hans, þegar tækifæri gáfust til að næla sér í eitthvað girnilegt. Og snyrtimenni var hann fram í fingurgóma, fyrsta morgunverkið var að búa um rúmið, jafnvel þenn- an síðasta laugardagsmorgun, morguninn sem hann kvaddi. Föt- in voru samanbrotin snyrtilega og á réttum stað. Í heimi Snorra var engin óreiða, hann hafði reglu á hlutunum, þótt við skildum ekki alltaf regluna hans. Við vissum þó hvað þetta var honum mikilvægt og reyndum að skilja, allavega virða hans sýn á sitt umhverfi. Á vordögum veiktist Snorri og varð ekki samur á eftir. Góður og hjartahreinn drengur er genginn. Við munum sakna hans og minn- ast hans, með bros á vör, þannig var eðli hans. Við sendum fjölskyldu Snorra samúðarkveðjur og þökkum fyrir þann tíma sem við fengum að hafa hann hjá okkur. F.h. starfsfólks og íbúa Grund- arlands 17, Kristín Þorsteinsdóttir. Snorri Jónsson ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLA GUÐBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR frá Auðbrekku í Hörgárdal, til heimils á Lindarsíðu 4, Akureyri, lést miðvikudaginn 10. október á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal laugardaginn 20. október kl. 13.30. Halldór Þórisson, Ásrún Ásgeirsdóttir, Valgeir Anton Þórisson, Sigríður Bernharðsdóttir, Sigurður Óli Þórisson, Kristín Haraldsdóttir, Árni Þórisson, Örn Þórisson, Ellý Sæunn Reimarsdóttir, Þórhalla Þórisdóttir, Ívar Andersen, Hörður Þórisson, Dorte Petersen, Gunnar Þór Þórisson, Guðrún Marinósdóttir, Sigrún Þórisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI BJÖRGVIN SVEINSSON, Sigtúni, Borgarfirði eystra, sem andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 10. október verður jarðsunginn frá Bakkagerðiskirkju föstudaginn 19. október kl. 14:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnarfélagið Sveinunga, Borgarfirði eystra. Þröstur Fannar Árnason, Ragnhildur Sveina Árnadóttir, Árni Bergþór Kjartansson, Petra Jóhanna Vignisdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN STEFÁNSSON, fyrrv. framhaldsskólakennari, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést á Landakoti sunnudaginn 14. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 22. október kl. 13:00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Orgelsjóð Grafarvogs- kirkju. Sefán Bogi Stefánsson, Kristín Jóhannesdóttir, Karólína Sigfríð Stefánsdóttir, Þórður Björgvinsson, Elín Pálsdóttir, Vigfús Þór Árnason, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.