Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 19
Stefna Lífið við Reykjavíkurhöfn hefur verið rómað að undanförnu en ekki er allt sem sýnist, fuglalífið virðist hafa breyst og mávurinn veit ekki hvort hann er að koma eða fara. 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 RAX Ég hef að und- anförnu orðið þess var að sumir stuðn- ingsmenn tillagna stjórnlagaráðs telja að 111. gr. í tillögum ráðsins feli í sér „meiri vörn“ gagn- vart fullveldisframsali en felst í núgildandi stjórnarskrá. Hefur því jafnvel verið hald- ið fram að verði stjórnarskránni ekki breytt geti Alþingi ákveðið inngöngu í ESB án nokkurrar að- komu þjóðarinnar. Með tillögu stjórnlagaráðs sé þó a.m.k. tryggt að slíkt skref verði ekki stigið nema í kjölfar þjóðar- atkvæðagreiðslu. Sjónarmið í þessa átt hafa m.a. heyrst nýlega frá stjórnlagaráðsliðunum fyrrverandi, Þorvaldi Gylfasyni og Eiríki Berg- mann Einarssyni. Hér er hlutunum snúið á hvolf, svo ekki sé meira sagt. Ég læt hér liggja milli hluta að allir flokkar hafa lýst því að ekki kæmi til ESB-aðildar nema í kjölfar þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ég ætla að halda mig við lögfræðina. Undanfarna tvo áratugi að minnsta kosti hefur verið um það samstaða meðal fræðimanna á sviði stjórnskipun- arréttar að innganga í ESB væri beinlínis óheimil nema að undan- genginni stjórnar- skrárbreytingu. Álita- mál hafa vissulega verið uppi um heimild lög- gjafans til framsals rík- isvalds í einstökum, af- mörkuðum tilfellum, en mér er ekki kunnugt um neinn sérfræðing á þessu sviði sem heldur því fram að við getum gengið í ESB án þess að breyta stjórnarskránni fyrst. Fullyrðingar um annað byggjast í því annað hvort á fullkominni van- þekkingu á öllu því sem ritað hefur verið um þessi efni á fræðilegum vettvangi eða lýsa hreinum ásetn- ingi til að villa um fyrir fólki. Hvort tveggja er afar slæmt þegar rangfærslunum er haldið fram af mönnum sem telja sig þess um- komna að segja öðrum hvernig stjórnarskráin eigi að vera. Fyrir stuttu sagði ég í grein á þessum vettvangi að vel kæmi til álita að setja í stjórnarskrá ákvæði sem heimilaði takmarkað framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana að ströngum skilyrðum uppfylltum. Jafnframt kom fram að ég teldi 111. gr. í tillögum stjórnlagaráðs of opna í þessu sambandi þar sem hún ætti að ná yfir bæði mjög af- mörkuð tilvik framsals ríkisvalds og jafnframt það víðtæka fullveld- isframsal sem fælist í ESB-aðild. Eins vantaði í ákvæðið skilyrði um lágmarksþátttöku eða lágmarks- stuðning við slíkt framsal. Ég benti á að það væri betra að stuðnings- menn ESB-aðildar gengju hreint til verks og legðu fram tillögu um ákvæði sem beinlínis heimilaði inn- göngu í ESB, ef það væri það sem þeir raunverulega vildu. En hvort sem menn eru stuðn- ingsmenn ESB-aðildar eða ekki, og hvort sem menn styðja tillögur stjórnlagaráðs eða ekki, er lág- mark að menn byggi rökstuðning sinn á staðreyndum og óumdeild- um túlkunum fræðimanna, en ekki á uppspuna eða hreinum misskiln- ingi. Eftir Birgi Ármannsson » Samstaða ermeðal fræðimanna á sviði stjórnskipunar- réttar um að innganga í ESB væri beinlínis óheimil nema að undangenginni stjórn- arskrárbreytingu. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Enn ein blekkingin í stjórnarskrármálinu Fátt er gleðilegra en fæðing barns. En það er skuggi yfir gleðinni. Um leið og barn fæðist er hengdur á það þungur skuldabaggi sem að óbreyttu mun þyngjast eftir því sem barnið eldist. Við sem eldri erum höfum ákveðið að færa barninu 2,4 milljóna króna skuld í vöggugjöf vegna þess að við lifum um efni fram. Við höfum ekki treyst okkur til að taka til og neita okkur um ým- islegt sem við höfum ekki efni á. Okkur finnst þægilegra að senda reikninginn til komandi kynslóða. Þar sannast hið fornkveðna að börn- unum stafar mest hætta af fordæmum hinna fullorðnu. Í óseðjandi hungri okkar og löngun til að byggja tónlistarhús, bora jarðgöng, viðhalda dýrri utanríkisþjónustu, rándýru stjórnkerfi, kollvarpa stjórnarskránni og dæla peningum í eitthvað sem kallast grænt hagkerfi, dugar ekki að skuldsetja komandi kynslóðir. Því er talið nauðsynlegt að seilast dýpra í vasa þeirra sem eldri eru og þá ekki síst þeirra sem lokið hafa góðu ævistarfi. Í leit að réttlætingu er skatturinn kallaður auðlegðarskattur, sem hefur yfir sér miklu jákvæðara yfirbragð en réttnefnið; eignaupptökuskattur. Óréttlátur skattur Frá því að sitjandi ríkisstjórn, sem kennir sig við norræna velferð, tók við völdum hafa verið gerðar yfir 100 breytingar á skattkerf- inu. Skattar hækkaðir og nýir lagðir á. Rétt- læti og sanngirni hefur ekki verið í för með rík- isstjórninni. Búið er að rústa skattkerfinu og innleiða einhvern ranglátasta skatt sem þekkist. Eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að afnema eignaupp- tökuskattinn og í framhaldinu að einfalda allt skattkerfið. Flókið skattkerfi er ávísun á misrétti en einfalt kerfi er besta trygging fyr- ir meiri jöfnuði allra. Auðlegðarskatturinn var inn- heimtur í fyrsta skipti árið 2010 vegna tekjuársins 2009. Þá skilaði skatturinn 3,8 milljörðum í rík- issjóð. Í fyrstu var almenningi tal- in trú um að skatturinn væri tímabundinn en nauðsynlegur vegna þrenginga í efnahag rík- isins. Líkt og oftast þegar skattar eru sagðir tímabundnir, eru þeir framlengdir og á stund- um hækkaðir. Vinstristjórnin hefur ekki í hyggju að standa við fyrirheit um tímabundna skattheimtu heldur þvert á móti hafa skrúf- urnar verið hertar svo um munar með álagn- ingu viðbótarskatts á eignir. Samkvæmt álagningu þessa árs skilar eignaupptökuskatt- urinn um átta milljörðum króna í ríkissjóð og hefur því meira en tvöfaldast frá því hann var fyrst lagður á. Eldra fólk og sjálfstæðir atvinnurekendur Samkvæmt upplýsingum Ríkisskattstjóra standa liðlega 5.200 einstaklingar undir hinum svokallaða auðlegðarskatti. Þetta þýðir að meðaltali um 1,5 milljónir króna. Margir þeirra sem horfa á upptöku eigna sinna í formi beinnar skatt- heimtu, eru tekjulitlir eða jafn- vel tekjulausir. Þeir eiga ekki annan kost en að stofna til skulda eða selja eignir til að standa skil á skattinum. Svipað má segja um sjálfstæða atvinnurek- andann, sem af dugnaði og áræði hefur byggt upp fyrirtæki. Stærsti hluti ævisparnaðarins er bundinn í fyrirtækinu. Þetta var fjár- málaráðherra norrænu velferðarstjórnarinnar – skattmanni – fyllilega ljóst. Því var talið nauðsynlegt að endurmeta verðmæti fyr- irtækja í þeim tilgangi að ná meiri fjármunum inn í að því er virðist botnlausan ríkiskassann. Sérstök viðbót við eignaupptökuskattinn var sögð sjálfsögð. Margir sjálfstæðir atvinnurek- endur eiga ekki annan kost en að ganga á eigið fé til að greiða það sem krafist er. Eftir stend- ur veikara fyrirtæki og fátækari atvinnurek- andi. Hver skyldi hagnast á því? Eldri hjónin sem neyddust til að innleysa eignir eða stofna til skulda og sjálfstæði at- vinnurekandinn sem varð nauðugur viljugur að ganga á eigið fé, til að standa undir álögðum sköttum, horfa upp á enn meira óréttlæti. Þegar Alþingi samþykkti hina óréttlátu skattheimtu, bitu þingmenn höfuðið af skömm- inni með því að tryggja að eignir upp á hundr- uð milljóna væru undanþegnar skattinum. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þeir sem gert hafa þingmennsku að ævistarfi eiga sinn ævi- sparnað fyrst og fremst í formi mikilla lífeyr- isréttinda sem ríkið ábyrgist. Þess vegna hafa lífeyrisréttindi ekki verið skattlögð en annar ævisparnaður er hægt og bítandi gerður upp- tækur. … verra þeirra réttlæti „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra rétt- læti,“ sagði Jón Hreggviðsson. Varla er hægt að lýsa stefnu ríkisstjórnarinnar í skatta- málum betur. Í mörg ár hefur flestum verið ljóst það óréttlæti sem hefur viðgengist í líf- eyrismálum landsmanna. Í stað þess að leið- rétta mismuninn ákváðu stjórnvöld í nafni vel- ferðar að auka ranglætið enn frekar með eignaupptökuskattinum. Skattheimtumaðurinn fylgist vel með. Hann mætir við vöggu hvítvoðungsins til að afhenda honum skuldabagga og truflar síðan rólegt ævikvöld gamalla hjóna með því að krefja þau um hluta þess sem þau hafa eignast á langri ævi. Þess á milli eltist skattmann við sjálf- stæða atvinnurekandann til þess eins að veikja undirstöður atvinnulífsins. Komandi kosningar til Alþingis snúast ekki aðeins um að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað heldur ekki síður að leiðrétta augljóst ranglæti. Skuld í vöggugjöf og síðan eignaupptökuskattur Eftir Óla Björn Kárason » Skattheimtumaðurinn mæt- ir við vöggu hvítvoðungsins til að afhenda honum skulda- bagga og truflar síðan rólegt ævikvöld gamalla hjóna. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í byrjun mánaðarins barst Grímseyingum til- kynning frá stjórnvöld- um um álagningu veiði- gjalds fiskveiðiárið 2012/13. Upphæðin er rétt rúmar 60 milljónir króna. Jafnframt barst eyjarskeggjum tilkynn- ing um að þeir skyldu greiða einn fjórða af gjaldinu fyrir 15. októ- ber en sæta ella svipt- ingu veiðiheimilda. Þá voru þeir upp- lýstir um að þeir sem keypt hefðu kvóta síðastliðin 10 ár ættu sam- kvæmt lögum rétt á frádrætti af veiði- leyfagjaldinu, þ.e. ef þeir hefðu keypt kvótann með lánum. Ef þeir hins- vegar hefðu keypt fyrir eigið fé þá gætu þeir átt sig. Upplýst var að því miður vissu stjórnvöld ekki hvernig ætti að reikna frádráttinn en það yrði komið á hreint áður en næsta rukkun verður send 1. janúar. Nú vill svo óheppilega til að kvóti eyjarskeggja var uppurinn í maí síð- astliðnum þannig að tekjur í eyjunni hafa verið litlar síðan. Því var þeim vandi á höndum þegar kom að því að greiða veiðigjaldið. En alltaf er von. Sjávarútvegsráðuneytið af örlæti sínu tilkynnti á dögunum að ekki þyrfti að standa skil á gjaldinu fyrr en í desem- ber. Grímseyingar geta því andað léttar fram að jólum og vonandi verða stjórnvöld þá búin að átta sig á hvern- ig reikna eigi frádráttinn. Í Grímsey hafa um 60 manns vetursetu. Veiði- gjaldið nemur því að meðaltali um einni millj- ón á hvert barn, hverja konu og hvern karl- mann í eynni. Lífið þar gengur út á fiskveiðar og vinnslu. Engin önnur störf eru í boði. Skatturinn sem vinstriflokkarnir segja vera sanngjarnt og hóf- legt gjald fyrir afnot af auðlindinni er reið- arslag fyrir Grímseyinga. En þetta er bara byrjun. Skatturinn mun stig- hækka á næstu þrem árum að öðru óbreyttu og frádrátturinn til skuld- ugra útgerða mun falla niður að fimm árum liðnum. Hvað skyldu margir verða með vetursetu í Grímsey eftir 2-3 ár? Enginn? Fyrsti þingmaður NA-kjördæmis og þar með Gríms- eyinga, hlýtur að vera sérstaklega stoltur af þessu ráðslagi! Eftir Tryggva Þór Herbertsson » Skatturinn sem vinstriflokkarnir segja vera sanngjarnt og hóflegt gjald fyrir afnot af auðlindinni er reiðarslag fyrir Grímseyinga. Tryggvi Þór Herbertsson Höfundur er þingmaður NA- kjördæmis og prófessor í hagfræði. Grímsey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.