Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Klæðum heimilið í bleikt Leigubílastöðin Hreyfill fékk Sam- félagslampa Blindrafélagsins af- hentan á degi hvíta stafsins, 15. október sl., fyrir framúrskarandi þjónustu og samstarf við rekstur Ferðaþjónustu blindra, sem stuðlað hefur að stórauknu sjálfstæði blindra og sjónskertra ein- staklinga, eins og segir í tilkynn- ingu frá félaginu. Sæmundur K. Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, veitti lampanum viðtöku úr hendi Krist- ins Halldórs Einarssonar, formanns félagsins. Samfélagslampi Blindrafélagsins er handsmíðaður af Sigmari Ó. Maríussyni gullsmíðameistara. Um er að ræða upphleypta lágmynd úr silfri sem sýnir lampann úr merki Blindrafélagsins. Lampinn er fest- ur á sagaða og slípaða steinflís úr skagfirsku blágrýti. Hreyfill fékk Samfélagslampann Sæþór Ásgeirsson heldur erindi í dag, miðvikudag kl. 12.00-13.00, í fyrirlestrarsal Orkustofnunar að Grensásvegi 9. Þar mun hann fjalla um verkefni sem snýst um að þróa og koma á markað vindmyllum fyr- ir íslenskar aðstæður með lágt verð, endingu og gott útlit í fyr- irrúmi. Hugmyndin að hönnuninni er sprottin út frá verkefni við véla- verkfræðideild Háskóla Íslands. Nokkur verkefni sem Orkusjóður hefur styrkt hafa þegar verið valin til kynningar en stefnt er að því að halda slík erindi reglulega í vetur. úmi. Allir áhugasamir um orku- mál eru velkomnir á kynninguna. Vindmyllur fyrir ís- lenskar aðstæður Í dag, miðvikudag kl. 16, hleypa Landvernd og Norræna húsið af stokkunum fyrirlestraröðinni „Frá vitund til verka“ um hugarfars- breytingu í umhverfismálum. Fyrsti fyrirlesarinn er Páll Jakob Líndal, doktorsnemi í umhverf- issálfræði við Háskólann í Sydney í Ástralíu. Fyrirlestur Páls fjallar um samspil fólks og náttúru, þær væntingar sem fólk almennt gerir til náttúrunnar, áhrif náttúrunnar á heilsufar og hvernig jákvæð áhrif náttúrunnar geta hvatt fólk til auk- innar vitundar og virðingar gagn- vart henni. Fyrirlesturinn fer fram í Norræna húsinu. Frá vitund til verka STUTT Svona hefur þetta legið allar götur síðan Icesave-deilan hófst og mönn- um hér heima þótti sem þungavigt- arlönd í Evrópusambandinu hefðu komið illa fram við okkur,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráð- herra, spurður út viðbrögð sín við niðurstöðum könnunar Capacent Gallup sem birtar voru í fyrradag en þar kom fram að tæp 58% lands- manna væru andvíg aðild að ESB. Skaðlegt að slíta viðræðunum Össur bendir á að brekkan hafi ennfrekar aukist eftir að hremming- arnar á evrusvæðinu hófust. „Það er það sama og við sjáum í öðrum lönd- um, til dæmis í Lettlandi þar sem menn eru að velta því fyrir sér að taka upp evruna, þar er mjög á brattann að sækja,“ segir Össur og bætir við: „Ég er hinsvegar alveg sannfærður um að það sé lýðræðis- lega mjög mikilvægt að íslenska þjóðin fái að útkljá þetta, ekki Morg- unblaðið, utanríkisráðherra eða ein- hverjir aðrir. Ég tel að þetta hafi verið réttur sem var færður íslensku þjóðinni með samþykkt Alþingis og hún á að fá að taka afstöðu til þess.“ Össur bendir á að hann telji að þegar til atkvæðagreiðslunnar kem- ur og allt verður uppi á borðinu, þeg- ar lýðum verði ljósara að evran sé komin til að vera og muni sigla úr sínum vanda sterkari en hún fór inn í hann, þá verði niðurstaðan önnur. „Ef menn telja að það sé lítill vilji til þess að ganga inn í Evrópusam- bandið þá ætti einmitt þetta fólk ekki að vera hrætt við lýðræðislegu nið- urstöðuna, það er fólkið sem á að fá að velja,“ segir Össur og bætir við: „Sjálfur tel ég líka að það væri óðs manns æði á þessari stundu að slíta viðræðunum eins og formaður Sjálf- stæðisflokksins hefur sagt. Ástæðan er sú að skýrsla Seðlabankans um gjaldmiðilsmálin kastaði öllum hók- us-pókus-leiðunum, sem ýmsir stjórnmálamenn hafa bent á sem lausn á gjaldmiðilsvandanum, út af borðinu og eftir standa frá mínum bæjardyrum séð tveir skýrir kostir, krónan í einhvers konar nýjum höft- um eða evran í bættum herklæðum.“ Þá segist Össur telja að upplýsing- arnar sem komu fram um þessa kosti í skýrslu Seðlabankans séu þess eðl- is að það væri skaðlegt hagsmunum Íslands að slíta aðildarviðræðunum og þar með klippa á möguleikann á því að Íslendingar gætu tekið upp evru einhvern tímann í framtíðinni. „Óðs manns æði“  Meirihluti landsmanna á móti ESB-aðild frá árinu 2009 Afstaða landsmanna til aðildar að ESB 2009-2012 60 55 50 45 40 35 30 25 20 15 10 C ap ac en tG al lu p 22 .0 1. 09 C ap ac en tG al lu p 05 .0 5. 09 C ap ac en tG al lu p 04 .0 8. 09 C ap ac en tG al lu p 15 .0 9. 09 H ás kó lin n á B ifr au st 05 .1 1. 09 C ap ac en tG al lu p 28 .0 2. 10 C ap ac en tG al lu p 05 .0 3. 10 C ap ac en tG al lu p 06 .0 7. 10 C ap ac en tG al lu p 10 .0 3. 11 M M R 17 .0 3. 11 C ap ac en tG al lu p 16 .0 6. 11 C ap ac en tG al lu p 19 .0 1. 12 C ap ac en tG al lu p 22 .0 2. 12 H ás kó li Ís la nd s 27 .0 4. 12 C ap ac en tG al lu p 15 .1 0. 12 Með Móti Hlutlaus BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is Andstaða landsmanna við aðild að Evrópusambandinu hefur verið nokkuð stöðug á síðustu þremur ár- um miðað við fimmtán skoðanakann- anir sem gerðar voru á árunum 2009- 2012. Ef frá eru taldar skoðanakann- anir sem gerðar voru af Capacent Gallup fyrri hluta árs 2009, en í þeim svöruðu jafnmargir með og á móti, þá hefur á fyrrnefndu tímabili ávallt mælst meirihluti gegn aðild að Evr- ópusambandinu. Spurð út í ofangreinda þróun segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmála- fræðingur, að í aðdraganda hrunsins hafi ýmsir talið að evran hefði marga kosti umfram krónu. Þá hafi trú fólks á íslenskum stjórnmálamönn- um dvínað í hruninu og sumir þá tal- ið að það væri þá rétt að minnka inn- lent vald á kostnað erlends valds. „Svo kemur á daginn að fjármála- hrunið er ekki séríslenskt fyrirbæri og er að leika önnur lönd grátt og að það eru miklar breytingar framund- an í ESB,“ segir Stefanía. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Hagvöxtur og fjárfestingar eru að taka við sér, kaupmáttur að aukast og atvinnuleysi að minnka þó það verði áfram töluvert samkvæmt nýrri hagspá hagdeildar ASÍ fyrir 2012- 2015 sem birtist í gær. Einnig segir að óstöðugleiki verði áfram með veiku gengi krónunnar og mikilli verðbólgu. Spáin er þó ekki sett fram án fyrir- vara, tekið er fram að verði þróun efnahagsmála á alþjóðavettvangi verri en spár segja til um hafi það af- leiðingar hérlendis. Stórar áætlanir um fjárfestingar hér á landi hafa einnig áhrif og í spánni er sett fram frávikadæmi sem ganga út frá því að ekki verði farið í byggingu álvers í Helguvík og töfum á byggingu nýs spítala. Þessi áform hafa mikil áhrif og í frávikadæmum kemur fram að uppsafnaður hagvöxtur 2013-2015 minnki um 2,7% og heildarverðmæta- sköpun um 100 milljarða fram til árs- ins gangi áðurnefndar áætlanir um fjárfestingar ekki eftir. Auk þess muni slíkt hafa neikvæð áhrif á kjör launafólks og atvinnuleysi. Þá segir einnig að spáin sé háð óvissu um þró- un viðskiptakjara á útflutningvörum og gengi krónunnar. Samkvæmt spánni mun hagvöxtur á árunum 2012-2115 verða 2,3-2,8% og vöxtur einkaneyslu 2,6% á þessu ári og 1,9% á því næsta. Einnig kem- ur fram að samneysla muni aukast að litlu leyti á næstunni og verða meiri eftir því sem líður á spátímann. Í spánni segir að verðbólga muni fara minnkandi á tímabilinu, verði að meðaltali 5,8% á þessu ári, fari minnkandi á tímabilinu og verða 2,6% í lok þess. Þá kemur fram að lang- tímaatvinnuleysi sé staðreynd. Hag- deildin spáir að atvinnuleysi verði að jafnaði 5,8% á árinu og muni fara minnkandi og verða 3,8% árið 2015. Fjárfestingar forsenda bat- ans, segir ASÍ  Helguvík og nýr spítali skipta máli Morgunblaðið/Kristinn Ársþing Gylfi Arnbjörnsson gefur áfram kost á sér sem forseti ASÍ. 40. þing ASÍ hefst í dag og stend- ur fram á föstudag. Samtals mun 301 fulltrúi aðildarfélaganna sitja þingið. „ASÍ úthlutar til lands- sambandanna á grundvelli reikn- aðs félagsmannafjölda og lands- samböndin úthluta síðan aðildarfélögum sætum á sama grundvelli,“ segir Halldór Grön- vold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. VR og Efling, stærstu aðild- arfélögin, eiga flesta fulltrúa á þinginu, VR 85 og Efling 48. Einn- ig greiða félögin hæstu aðild- argjöldin. „Landssamband versl- unarmanna greiðir 80 milljónir á ári og ég hugsa að félagsmenn VR greiði um 90% þeirrar upp- hæðar. Við horfum til allra aðild- argjalda og þessi mál eru í sí- felldri endurskoðun. Við krefjumst ávallt að fjármunir fé- lagsmanna séu höndlaðir af skyn- semi,“ segir Stefán Einar Stef- ánsson, formaður VR. Fjölmenni 40. ÞING ASÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.