Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Einn af þekktustu sveitarstjórnar- mönnum Verkamannaflokksins í Noregi, Rune Øygard, neitaði í gær að segja af sér sem oddviti sveitarfélagsins Vågå þótt for- ystumenn flokks- ins hefðu hvatt hann til að láta af störfum. Øygard er sakaður um kynferðisbrot gegn stúlku í tvö ár þegar hún var 13-15 ára að aldri. Øygard neitar sakargiftunum en í réttarhöldum í máli hans hafa komið fram upplýsingar sem urðu til þess að forystumenn flokksins sneru baki við oddvitanum. Hann hefur m.a. viðurkennt að hafa klæmst við stúlk- una á netinu. Forystumenn flokks- ins segja að jafnvel þótt svo kunni að fara að Øygard verði sýknaður af ákærunni sé ljóst að hann hafi gerst sekur um alvarlegan dómgreindar- brest. „Lærifaðir“ Stoltenbergs „Rune Øygard hefur ekki lengur það traust sem oddviti þarf að hafa. Þess vegna þarf hann að láta af störfum,“ sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Málið hefur aukið á vandræði Verkamannaflokksins, sem hefur átt undir högg að sækja að undanförnu og tapað fylgi ef marka má skoð- anakannanir. Øygard hefur verið oddviti Verka- mannaflokksins í Vågå frá árinu 1995. Stoltenberg lýsti honum sem pólitískum læriföður sínum og fyrir- mynd í ræðu sem hann flutti árið 2007. bogi@mbl.is Stoltenberg snýst gegn oddvita sem sakaður er um barnaníð Ekki hægt að reka hann » Verkamannaflokkurinn get- ur ekki vikið Øygard frá sem oddvita í Vågå, að sögn Aften- posten. Skv. norskum lögum geta flokkar ekki skipt um odd- vita fyrr en kjörtímabilinu lýkur nema hann vilji það sjálfur. » Nokkrir stjórnmálaskýr- endur segja að forystumenn Verkamannaflokksins hafi gerst sekir um dómgreindar- brest með því að hafa ekki brugðist fyrr við málinu. Stúlk- an hafi oft komið fram opin- berlega með Øygard, jafnvel verið í veislum með hátt sett- um embættismönnum. Rune Øygard Kambódíumenn fylgjast með verkamönnum setja upp málverk af Norodom Sihanouk, fyrrverandi konungi Kambódíu, við konungshöllina í Phnom Penh í gær. Margir Kambódíumenn söfnuðust þar saman til að minnast konungsins sem lést í Peking á mánudag, 89 ára að aldri. Lík hans verður flutt til Kambódíu í dag. AFP Fyrrverandi konungur syrgður Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Radovan Karadzic, fyrrverandi leið- togi Bosníu-Serba, hóf málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í gær og kvaðst vera saklaus af ásökunum um að hann bæri ábyrgð á þjóðarmorði, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni í Bosníustríðinu á árunum 1992-95. „Ég ætti að fá verðlaun fyrir allt það góða sem ég hef gert vegna þess að ég gerði allt sem í mannlegu valdi stóð til að afstýra stríði og draga úr þjáningum manna,“ sagði Karadzic fyrir réttinum. „Hvorki ég né nokk- ur annar sem ég þekki taldi að fram- ið yrði þjóðarmorð í Bosníu.“ Karadzic er sakaður um að hafa stjórnað þjóðernishreinsunum sem kostuðu yfir 100.000 manns lífið, auk þess sem 2,2 milljónir manna voru hraktar frá heimilum sínum í Bosníu. Talið er að grimmdarverkin hafi ver- ið framin í nafni draumsins um „Stór-Serbíu“ eftir að Júgóslavía leystist upp árið 1991. Karadzic er m.a. sakaður um að hafa fyrirskipað morð á um 8.000 manns, múslímsk- um karlmönnum og drengjum, í bænum Srebrenica í Bosníu 1995. Hann er einnig talinn bera ábyrgð á 44 mánaða umsátri um Sarajevo en það kostaði um 12.000 manns lífið. Þá er hann sagður hafa lagt á ráðin um að hermenn Bosníu-Serba tækju eftirlitsmenn og friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í gíslingu og notuðu þá sem skildi til að hindra loftárásir Atlantshafsbandalagsins í maí og júní 1995. Leiðir fram 300 vitni Saksóknarar stríðsglæpadóm- stólsins luku málflutningi sínum í maí sl. Karadzic hyggst leiða fram 300 vitni fyrir réttinn, m.a. Carolos Papoulias, forseta Grikklands, sem var utanríkisráðherra landsins þeg- ar Bosníustríðið geisaði. Karadzic segir vitnisburð Papoulias geta sannað að hann hafi ekki fyrirskipað árás á útimarkað í Sarajevo sem kostaði 67 manns lífið í febrúar 1994. Radko Mladic, fyrrverandi hers- höfðingi sem stjórnaði hersveitum Bosníu-Serba, hefur einnig verið ákærður fyrir að bera ábyrgð á grimmdarverkunum í Bosníu en stríðsglæpadómstóllinn frestaði réttarhöldum yfir honum fyrr á árinu eftir að í ljós kom að veigamikl- um sönnunargögnum hafði ekki ver- ið komið í hendur verjenda eins og lög réttarins gera ráð fyrir. Stríðsglæpadómstóllinn ákærði einnig Slobodan Milosevic, fyrrver- andi forseta Júgóslavíu, fyrir stríðs- glæpi í Bosníu en hann lést í mars 2006 áður en réttarhöldunum í máli hans lauk. „Ég ætti að fá verðlaun“  Karadzic neitar ásökunum um stríðs- glæpi og þjóðernishreinsanir í Bosníu „Það var mjög auðmýkjandi fyr- ir okkur að hlýða á þessa ræðu,“ sagði Fikret Alic, bosn- ískur múslími sem haldið var í fangabúðum Bosníu-Serba árið 1992. Á meðal áhorfendanna í réttarsalnum í gær voru fórnar- lömb þjóðernishreinsana Bosníu-Serba. Þau hlógu hæðnislega og hrópuðu þegar hann kvaðst eiga skilið að fá verðlaun fyrir að reyna að af- stýra Bosníustríðinu. „Auðmýkjandi“ Málsvörn Karadzic fyrir réttinum. UPPSKAR HÆÐNISHLÁTUR Sjö meistaraverkum, meðal annars málverkum eftir Picasso, Matisse, Monet og Gauguin, var stolið úr listasafni í Rotterdam, Kunsthal, í gærmorgun. Þjófavarnakerfi fór í gang en þegar lögreglumenn komu á staðinn voru þjófarnir á bak og burt með þýfið. Lögreglan hóf strax viðamikla rannsókn á þjófn- aðinum, yfirheyrði vitni og skoðaði upptökur eftirlitsmyndavéla. „Við erum að rannsaka hvernig þeir komust inn í bygginguna, hvenær þetta gerðist og hverjir voru að verki,“ sagði talsmaður lögregl- unnar í Rotterdam. Á meðal verkanna eru „Tete d’Arlequin“ eftir Pablo Picasso, „La Liseuse en Blanc et Jaune“ eftir Henri Mat- isse og „Waterloo Bridge, London“ eft- ir Claude Monet. Þetta er mesti málverkastuldur í Hollandi frá 1991 þegar 20 málverkum var stolið úr Van Gogh-safninu í Amsterdam. bogi@mbl.is HOLLAND Sjö meistaraverkum stolið úr listasafni Málverk Henri Matisse. Kaþólskur prest- ur í Króatíu hef- ur stungið af með andvirði tæpra 160 millj- óna króna eftir að hafa selt eina af landareignum kirkjunnar án leyfis. Fjölmiðlar í Króatíu segja að klerkurinn hafi flúið með giftri konu. Erkibiskup í Króatíu sagði í yfir- lýsingu í gær að Sime Nimac, 34 ára prestur, hefði selt króatísku fyrirtæki landareignina án skrif- legs leyfis kirkjunnar fyrr á árinu. Hann hefði síðan tekið rúmar 157 milljónir króna út af bankareikn- ingi safnaðar síns. Kirkjan hefur höfðað mál til að krefjast þess að sölusamningurinn verði dæmdur ógildur. Fjölmiðlar í Króatíu segja að klerkurinn hafi verið þekktur fyrir að berast mikið á. Hann hafi flúið land með giftri konu sem hafi starf- að í banka þar sem söfnuðurinn var með reikninginn. bogi@mbl.is KRÓATÍA Klerkur stakk af með 160 milljónir Sime Nimac Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Golfhermir DOUBLE EAGLE 2000 Frábær aðstaða til að spila golf. Þú getur valið um 9 golfvelli, St. Andrew´s, Coeurd Alene, Firestone, Pebble Beach, Druids Glen, Doral Resort, Emirates. Óþarfi að týna sveiflunni í vetur Hægt er að bóka fasta tíma í vetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.