Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Reynslan sýnirað full ástæða er til að taka hag- spám með fyrir- vara og oft hefur reynst erfitt að spá um nýliðna fortíð, hvað þá um framtíð. Engu að síður er reynt að rýna inn í þokukennda framtíðina og það hafa greinendur Íslandsbanka og Alþýðusambands Íslands gert að undanförnu og gefið út skýrslur um árangurinn. Þessir greinendur eru sam- mála um að vænta megi hóf- legs hagvaxtar á næstu árum, en aðeins að nokkrum skil- yrðum uppfylltum. Gangi þess- ar forsendur spánna ekki eftir kunni væntur vöxtur jafnvel að snúast yfir í samdrátt. Þegar haft er mið af stefnu núverandi stjórnvalda er því miður ekki ástæða til sér- stakrar bjartsýni um hagvöxt- inn, því að spárnar gera ráð fyrir vax- andi fjárfestingu í atvinnulífinu og gera til að mynda ráð fyrir að bygg- ing álvers í Helgu- vík fari á fulla ferð auk þess sem spítali, fangelsi og fleira fari á skrið. Ríkisstjórnin hefur setið í tæp fjögur ár og ekkert gert annað en þvælast fyrir fjár- festingu í atvinnulífinu með al- mennum og sértækum fjand- skap við atvinnuuppbyggingu. Ekkert bendir til að sá fjand- skapur fari minnkandi. Þvert á móti hafa stjórnvöld haldið áfram að þrengja að atvinnulíf- inu og draga úr því mátt. Lík- urnar á að framundan sé skeið öflugrar fjárfestingar í at- vinnulífinu eru þess vegna ekki miklar þó að óumdeilt sé að þörfin sé brýn. Hagvaxtarspár byggjast á for- sendum um algera stefnubreytingu} Enginn hagvöxtur að óbreyttu Nýlegarskoðana-kannanir um stuðning og andstöðu við aðild- arumsókn að ESB þurfa ekki að koma á óvart. Andstaðan vex jafnt og þétt, þótt hún sé ekki ennþá orðin jafnmikil og er í nágranna- landinu Noregi. Það mark nálgast. En þótt þessar nið- urstöður komi ekki á óvart eru þær engu að síður um margt merkilegar. Þær undirstrika þá staðreynd að sú aðlögun að ESB, sem nú á sér stað, er ekki aðeins byggð á blekk- ingum en er að auki gerð í full- komnu umboðsleysi. Þjóðin var aldrei spurð hvorki um að- ildarviðræður né aðlögun og þinginu var sagt að eingöngu stæði til að hefja könn- unarviðræður. Það „ætti að kíkja í pakkann“. Stækk- unarstjórinn væri, þrátt fyrir nafnið, eins konar nútíma- legur stekkjarstaur. En hinar nýbirtu tölur sýna einnig innihaldsleysi þeirrar röksemdar að með því að fylgja þjóðarvilja og falla frá aðildarbröltinu væri verið að hafa af þeirri sömu þjóð mik- ilvægan rétt og tækifæri sem aldrei byðist aftur. Það er ekki heil brú í slíkri fullyrðingu. Og þær sýna einnig að stuðningur aðildar meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna tveggja, sem oft er reynt að hampa, dregst sífellt saman. Og hún sýnir að hópur Sam- fylkingarmegin í andstöðu við aðildarbröltið er a.m.k. jafn- stór þessum fyrr- nefndu. En á þann hóp er aldrei minnst og sam- fylkingarfólk virð- ir hann einskis. Og loks sést í þessum könn- unum að 60% kjósenda VG vilja ekki í Evrópusambandið. Þau 60% sýna auðvitað enn mjög afgerandi andstöðu, en hafa verður í huga að VG var áður á landsvísu forystuflokk- ur andstæðinga aðildar að ESB. Einhver kynni að spyrja sig, hvort svikabrall Stein- gríms, Árna Þórs, Björns Vals og annarra slíkra í forystu VG hafi breytt afstöðu flokks- bræðra þeirra og stuðnings- manna. En þegar þessar eft- irtektarverðu tölur eru skoðaðar í samhengi við hrun fylgis VG sem kannanir sýna einnig blasir önnur skýring við. Stór hluti fylgisins er flúinn frá VG. Og flótta þess má bein- línis rekja til einstæðustu svika sem framin hafa verið í síðari tíma stjórnmálasögu landsins. Haldi þessi þróun áfram má sjá fyrir sér að kort- eri fyrir kjördag verði þetta fylgi við VG komið niður undir 10 prósent og yfir 50 prósent stuðningsmannanna, sem þá verði eftir, teljist vera Evr- ópusinnar, en í hinum helm- ingnum séu m.a. tryggða- tröllin, sem haldi enn í vonina um að svikaferlinu hljóti ein- hvern tíma að ljúka. Það er ómögulegt annað en að hafa töluverða samúð með þeim hópi. Ærlegir stuðnings- menn Vinstri grænna engjast } Tölurnar tala L andslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“ – segir Tómas Guð- mundsson í kvæðinu Fjallgöngu. Þetta á við um hvaðeina. Heiti hjálpa okkur að flokka fyrirbrigði í flóknum heimi. Ég kann ekki við hvernig stöðugt er verið að hringla með nafngiftir á mikilvægum stofn- unum, deildum þeirra og starfsheitum fólks. Stundum er þetta gert breytinganna vegna og stundum vegna augljósrar fordildar. Sú var tíðin að Landspítalinn hét Landspítali en eftir sameiningu sjúkrahúsanna var farið að kalla marga spítala Landspítala. Síðan var bætt við þankastriki og Háskólasjúkrahúsi með stóru hái. Loks kom svo staðsetning þeirra: Landspítali – Háskólasjúkrahús, Hringbraut, Landspítali – Háskólasjúkrahús, Fossvogi, og svo framvegis. Það hefur ugglaust þurft snilligáfu hóps sérfræðinga til að koma fyrir í einu sér- nafni á sjúkrastofnun báðum samnöfnunum, spítali og sjúkrahús. Nú er aftur búið að breyta og taka Háskóla- sjúkrahúsið út. Guði sé lof. Á góðærisárunum spruttu hér upp háskólar eins og gor- kúlur. Sumir þeirra forfrömuðust; voru Kennaraskóli, Samvinnuskóli eða Tækniskóli en urðu að Kennarahá- skóla, Samvinnuháskóla og Tækniháskóla. Aðrir urðu til sem útibú frá Háskóla Íslands og enn aðrir urðu til eins og heilagur Ágústínus segir um tilurð heimsins: Ex Nihilo. Menntamálaráðherra skipti um dragt tvisvar á dag og klippti á borða. Engum datt í hug að leyfa frekar börnunum í grunnskóla að búa sig sómasamlega undir framhaldsnám. Allt sner- ist um nafngiftir og nýjabrum. Svo átu þessir skólar hver annan eins og gerist í frumskógum og nú veit enginn lengur hver át hvern. Ég tel mig þó vita að Kennaraháskólinn át Fóstur- skólann sem síðan var étinn af Háskóla Ís- lands, svo að nú læra kennaranemar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hvorki meira né minna. Með nýjum skólum koma svo nýjar kennslu- og „fræðigreinar“ með mismiklum mannauðs-, umhverfis-, kynja-, sjálfbærnis- og Evr- ópublæbrigðum. Starfsmannastjórar eru nú mannauðsfræðingar, röntgentæknar geisla- fræðingar og meinatæknar lífeindafræðingar. Ég skrifaði grein um konu sem mig minnir að sé aðstoðarverkefnastjóri um kynjamálefni á mannauðs- deild velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Og talandi um borgina, þá á nú að breyta nöfnum á fjórum götum borg- arinnar, eins og þeir gerðu í Sovét forðum, til að minnast kvenskörunga. Hefði ekki mátt nefna nýjar götur eftir þessum góðu konum? Er kannski öll þessi endurskírn- arárátta til þess eins gerð að villa um fyrir gömlu fólki? Auðvitað er ég gamall íhaldssamur karl. En ég held samt að það sé rétt hjá mér að framfarir felist ekki í nafn- breytingum, einum sér. Framfarir kalla á nafnbreytingar – ekki öfugt. Boðskapurinn um Nýju fötin keisarans er enn í fullu gildi. kjartangunnar@mbl.is Kjartan G. Kjartansson Pistill Endurskírnaráráttan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Y fir 100 mál hafa borist úr- skurðarnefnd um um- hverfis- og auðlindamál (ÚUA) það sem af er ári, en nefndin tók til starfa um síðustu áramót. Hjalti Steinþórs- son, formaður og forstöðumaður nefndarinnar, segir að nokkurn veg- inn hafi tekist að halda sjó í málsmeð- ferð og ákvörðun- um. Þegar dráttur hafi orðið á af- greiðslu hafi það verið óverulegt. Nefndin var sett á laggirnar í kjölfar fullgild- ingar Árósasamn- ingsins hér á landi í fyrra. Samn- ingurinn fjallar m.a. um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Í nefndinni sitja sjö fulltrúar og jafn margir til vara. Formaður og varaformaður eru skip- aðir af umhverfisráðherra og hafa starfið að aðalstarfi. Aðrir nefnd- armenn eru skipaðir til fjögurra ára í senn eftir tilnefningu Hæstaréttar. Þeir skulu hafa háskólapróf og sér- þekkingu á ákveðnum sviðum. Þrír lögfræðingar eru fastráðnir hjá nefndinni og tveir með tímabundna ráðningu. Verkefni af ólíkum toga Hjalti segir að starf nefndarinnar spanni vítt svið og sem dæmi geti verkefnin tengst leyfi til hundahalds, erfðabreyttum lífverum, viðkvæmum atvinnumálum eins og í fiskeldi eða „að segja síðasta orðið í stjórnsýsl- unni um næstu stóru virkjun“. „Það sem verkefnin eiga sameigin- legt er að hjá okkur fer fram svoköll- uð lögmætisathugun,“ segir Hjalti. „Á okkar verksviði er að kanna hvort rétt hefur verið staðið að gerð og undirbúningi ákvörðunar samkvæmt stjórnsýslulögum og þeim sérlögum sem við eiga og hvort fullnægt sé efnisskilyrðum svo sem hvort deili- skipulag sé í samræmi við aðalskipu- lag, skipulagsreglugerð og skipulags- lög.“ Hann segir að það sé til bóta í störfum nýju nefndarinnar að sá tími sem hún hefur til að afgreiða mál skv. stjórnsýslulögum byrji ekki að líða fyrr en gögn hafi borist frá lægra stjórnvaldi. Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál kemur í stað tveggja eldri nefnda. Úrskurðarnefnd holl- ustuhátta- og mengunarvarnarmála hefur lokið störfum og afgreitt þau erindi sem til hennar bárust fyrir síðustu áramót. Steinunn Guðbjarts- dóttir veitti þeirri nefnd forstöðu. Holskefla árið 2007 Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála (ÚSB) starfar hins vegar enn og reiknar Hjalti, sem er formaður nefndarinnar, með að síð- ustu málin verði afgreidd frá henni í lok næsta árs. Hjalti segir bagalegt hversu lang- an tíma hafi tekið að afgreiða mál frá nefndinni, en ýmsar ástæður liggi að baki. Hann nefnir einkum holskeflu verkefna árið 2007 og manneklu eft- ir hrun þegar þörf hefði verið á að bæta við fólki. Algengt var að 70-90 málum væri vísað til ÚSB árlega, en 2007 voru þau 170 og 121 árið 2008. ÚSB starfar nú skv. bráðabirgða- ákvæði í lögum, um að nefndin starfi þar til lokið sé afgreiðslu mála, sem bárust fyrir síðustu áramót. Hjalti segir að ákveðin mál hafi ávallt fengið flýtimeðferð og nefnir hann kröfur um stöðvun fram- kvæmda. Hluti þeirra mála sem eftir sé að afgreiða tengist áformum sem voru uppi í góðærinu fyrir fimm ár- um. Í mörgum tilvikum hafi verktak- ar orðið gjaldþrota og sýn sveitarfé- laga á uppbyggingu hafi breyst. Stundum sé því ekki lengur um raunhæf áform að ræða, en vissu- lega þurfi öll þessi mál að fá úrlausn. Yfir 100 mál fyrir nýja úrskurðarnefnd Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úrskurður Deiliskipulag miðbæjar Selfoss var fellt úr gildi í sumar. Hjalti Steinþórsson Meðal úrskurða ÚSB í ár má nefna að í sumar var felld úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar um deiliskipulag miðbæjar Sel- foss frá 2007. Hjalti segir að tveir agnúar hafi einkum verið á deiliskipu- laginu. Annars vegar hafi það ekki rímað að öllu leyti við aðalskipulag. Hins vegar hafi svo mikið verið af íbúðum á svæðinu að það hafi ekki samræmst landnýtingu á miðbæjarsvæði þar sem segir að megi vera íbúðir, en ekki sé gert ráð fyrir að þar séu íbúðir að meginstofni. Af allt öðrum toga nefnir Hjalti að nýlega hafi nýja nefndin, ÚUA, vísað frá máli um leyfi einstaklings til hundahalds í Reykjavík. Málið hafi fyrst komið til afgreiðslu hjá úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunar- varnir og hafi heilbrigðiseftirlit borgarinnar þá vísað til áforma en ekki ákvörðunar. Fyrir ÚUA hafi heilbrigðiseftirlitið ítrekað fyrri „ákvörðun“. Í sem stystu máli segir Hjalti að málinu hafi verið vísað frá þar sem „af- greiðsla sem ekki er ákvörðun verður ekki ákvörðun þó hún sé ítrekuð“. Afgreiðsla eða ákvörðun DEILISKIPULAG OG HUNDAHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.