Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012
Farsinn Tveggja þjónn ernánast spánnýtt verk aftignum ættum, unnið uppúr sígildum gamanleik
Carlos Goldonis, í anda Commedia
dell’arte, frá því á átjándu öld. Hér
er atburðarásin færð til Englands
en Tveggja þjónn gerist í enskum
bæ á á sjöunda áratug tuttugustu
aldarinnar. Bítlarnir eru komnir
fram og persónur bera skemmti-
legar hárkollur og klæðast einnig
litríkum búningum sem end-
urspegla tímabilið og hæðast vin-
gjarnlega að því um leið. Sama má
segja um sviðsmyndina sem sýnir
meðal annars töffaraleg en dálítið
kuldaleg híbýli hins ólöghlýðna
Kalla finnstvalla og fótboltakrá með
tveimur stofum fyrir áhangendur
tveggja mismunandi knatt-
spyrnuliða.
Í stuttu máli snýst verkið
Tveggja þjónn um heldur vit-
grannan en gæðalegan hrapp, eða
trúðstýpu, sem nefnist Francis,
leikinn af Jóhannesi Hauki Jóhann-
essyni. Francis selur þjónustu sína
tveimur herrum og veit hvorugur af
hinum. Herrar hans eru báðir frem-
ur geðslegir glæponar og reynast á
endanum nánari en hann átti von á.
Vegna þess hve Francis er tak-
markaður á hann fremur erfitt með
að muna hvor hefur sagt honum að
gera hvað. Upp af þessu öllu sprett-
ur mikill miskilningur og hlaup inn
og út um dyr eins og vera ber í
farsa. Leikur með þátttöku áhorf-
enda í verkinu er kapítuli út af fyrir
sig og þar náðist verulegt flug
þannig að maður vissi jafnvel
stundum ekki hvort maður ætti að
hlæja – en gerði það samt.
Söguþráðurinn í Tveggja þjóni
gerir kröfu um að áhorfandinn slaki
á öllum raunsæiskröfum og fljóti
með eins og korktappi. Verkið er
kryddað með söngvum og söng-
textum en hið þétta KK band tekur
lifandi þátt í sýningunni, auk þess
sem leikarar ýmist taka lagið eða
spila með bandinu. Lögin eru mörg
skemmtileg en ég heyrði því miður
illa textana sem ég býst þó við að
séu góðir enda þýddir af Þórði
Árnasyni. Frammistaða leikaranna
sem hljóðfæraleikara slapp svona
að mestu leyti. Tungumálið er teygt
og togað í verkinu og í því bregður
fyrir samtölum þar sem leikið er
með orðarunur og endurtekningar.
Mér fannst þau atriði ekki heppnast
sérlega vel.
Jóhannes Haukur Jóhannesson
er í aðalhlutverki og keyrir verkið
áfram af talsverðu öryggi. Einnig
er mjög gaman að sjá Örn Árnason,
sem glæponinn Kalla finnstvalla,
sköllóttan í jakka sem virtist vera
nokkrir fermetrar að stærð. Ólafía
Hrönn leikur hina einhleypu Dollý,
sem er bókari hjá honum, mjög
skemmtilega og er aðlaðandi fyndin
og kynþokkafull. Arnbjörg Hlíf
Valsdóttir er einnig góð sem dóttir
hans, ljóshærð dekurrófa. Snorri
Engilbertsson er þrælskemmtilegur
í hlutverki ungs, sjálhverfs og til-
gerðarlegs leikara, unnusta hennar.
Baldur Trausti Hreinsson er einnig
frambærilegur Indverji en hlutverk
hans er sennilega þakklátara á
ensku. Þá er Jóhann G. Jóhannsson
prýðiskrimmi. Ég var ekki alveg
eins hrifinn af Vigdísi Hrefnu Páls-
dóttur í karlhlutverki sem nokkuð
illvígur krimmi og það á ekki síst
við um karlmannsröddina sem hún
beitti. Eggert Þorleifsson á ótrú-
lega auðvelt með að skila gam-
anhlutverkum með eftirminnilegum
hætti. Hann lék 87 ára gamlan
heyrnardaufan þjón með still-
anlegan gangráð alveg snilldarlega.
Sú hugsun læddist að mér við að
horfa á verkið að það væri mögu-
lega talsvert fyndnara á ensku þar
sem hægt er að leika sér með mis-
munandi enskan framburð og mál-
far. Einnig er hugmyndin um fót-
boltakrá með frönskum matseðli
örugglega enn fyndnari í Englandi
en hér. Ég hafði það einnig á til-
finningunni eftir að tjaldið var fallið
að verkið væri ekki fullslípað. Það
er því mín spá að brátt verði
Tveggja þjónn enn þéttara og
fyndnara verk.
Þéttist „Það er því mín spá að brátt verði Tveggja þjónn enn þéttara og
fyndnara verk,“ segir m.a. í leikdómi um farsann í Þjóðleikhúsinu.
Spánnýtt verk af
tignum ættum
Tveggja þjónn bbbnn
Tveggja þjónn eftir Richard Bean, byggt
á Þjóni tveggja herra eftir Carlo Goldoni
með tónlist eftir Grant Olding.
Leikarar: Jóhannes Haukur Jóhann-
esson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn
Árnason, Eggert Þorleifsson, Vigdís
Hrefna Pálsdóttir, Arnbjörg Hlíf Vals-
dóttir, Snorri Engilbertsson, Jóhann G.
Jóhannsson, Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir, Baldur Trausti Hreinsson og Æv-
ar Þór Benediktsson.
Leikmynd: Jósef Halldórsson, búningar:
Filippía I. Elísdóttir, lýsing: Halldór Örn
Óskarsson, tónlistarstjórn: Jón Ólafs-
son, þýðing: Karl Ágúst Úlfsson, þýðing
söngtexta: Þórður Árnason.
KK-bandið leikur í sýningunni en það
skipa: Kristján Kristjánsson (KK), Þor-
leifur J. Guðjónsson, Kormákur Geir-
harðsson og Stefán Már Magnússon.
Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir.
Frumsýning á stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins 12. október 2012.
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKLISTSilja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Kammerhópurinn Stilla heldur
fyrstu hádegistónleika sína af fern-
um í Háteigskirkju núna fyrir jól á
föstudaginn kemur milli kl. 12.30-
13.00. „Á efnisskránni verða ís-
lenskar vögguvísur og þunglyndar
drykkjuvísur fluttar með djössuðu
ívafi,“ segir Lilja Eggertsdóttir, pí-
anóleikari, sópransöngkona og list-
rænn stjórnandi hádegistón-
leikaraðarinnar, sem sá um að
útsetja strengina fyrir tónleikana.
„Flutt verða lög á borð við „Bik-
arinn“ eftir Eyþór Stefánsson, „Lit-
fríð og ljóshærð“ eftir Emil Thor-
oddsen og „Horfinn dagur“ eftir
Árna Björnsson auk þess sem frum-
flutt verður lagið „Kalt er mér
löngum“ sem ég samdi við ljóð Dav-
íðs Stefánssonar,“ segir Lilja.
Að sögn Lilju hefur kammerhóp-
urinn Stilla starfað saman síðan í
upphafi þessa árs. „Hópurinn sam-
anstendur af strengjakvartett og
fjórum söngvurum, en Stilla kemur
fram í ýmsum samsetningum og
fær einnig til liðs við sig góða gesti.
Þannig má segja að við skiptum
reglulega um ham,“ segir Lilja kím-
in. Á tónleikunum á föstudag koma
fram auk Lilju fiðluleikararnir Sól-
rún Gunnarsdóttir og Diljá Sigur-
sveinsdóttir, Anna Hugadóttir á
víólu og Gréta Rún Snorradóttir á
selló, en sérlegir gestir Stillu eru
þeir Þorgrímur Jónsson á kontra-
bassa og Kjartan Guðnason á
trommur.
Stilla kemur næst fram á tón-
leikum föstudaginn 2. nóvember, en
þá munu Gunnar Guðbjörnsson ten-
ór og Sigríður Aðalsteinsdóttir
sópran flytja ítalskar og þýskar
perlur. Stilla tekur einnig á móti
þekktum söngvurum á tónleikum
sínum 30. nóvember. En síðustu há-
degistónleikar Stillu fyrir jól verða
14. desember en þá er um styrktar-
tónleika að ræða. Þess má að lokum
geta að hádegistónleikarnir í Há-
teigskirkju eru ávallt haldnir ann-
an hvern föstudag.
Djassívaf Stillu
Íslensk einsöngs-
lög í nýjum búningi
á hádegistónleikum
Píanistinn Lilja Eggertsdóttir
Málverk þýska myndlistarmannsins
Gerhards Richters, sem var í eigu
gítarleikarans Erics Claptons, var
selt fyrir metfé á uppboði hjá
Sotheby’s á dögunum. 21 milljón
punda, sem jafngildir ríflega fjór-
um milljörðum króna, var greidd
fyrir abstraktmálverkið, sem nefn-
ist Abstraktes Bild (809-4) og var
málað árið 1994. Auk þess að vera
hæsta verð sem fengist hefur fyrir
verk eftir hinn áttræða þýska mál-
ara, sem margir telja fremsta núlif-
andi listamann samtímans, hefur
aldrei fengist hærri upphæð fyrir
myndverk eftir lifandi listamann.
Flennistórt málverkið er álitið
meðal bestu abstraktverka Rich-
ters og var talið að níu til tólf millj-
ónir punda fengjust fyrir það. Tveir
óþekktir en áhugasamir kaupendur
buðu hinsvegar jafnt og þétt í verk-
ið sem að lokum seldist fyrir þetta
metfé. Dýrasta verk Richters til
þessa seldist á uppboði í maí fyrir
13 milljónir punda. Fyrra metverð
fyrir verk eftir lifandi listamann
var frá 2010, fyrir fánamálverk eft-
ir Jasper Johns sem var selt á 19
milljónir punda.
Eric Clapton hefur um árabil
safnað myndlist og hefur ávaxtað
pund sitt vel. Fyrir áratug greiddi
hann 2,1 milljón punda fyrir verk
Richters, eða einn tíunda af sölu-
verðinu nú. efi@mbl.is
Clapton selur fyrir metverð
Verðmætt Málverkið eftir Gerhard
Richter sem selt var fyrir metfé.
LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854
Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00
Sérsmíði í Hafnarfirði síðan 1993
www.s i ggaog t imo . i s