Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Ertu þreytt á að vera þreytt? Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum ingu þriggja grunnskóla í borginni, vann á Keflavíkurflugvelli um skeið og var við hvalskurð í Hvalstöðinni í Hvalfirði, ásamt Þorvaldi Friðriks- syni fréttamanni, Ingvari Rögn- valdssyni aðstoðarríkisskattstjóra og fleiri góðum drengjum. Broddi kenndi við Tækniskóla Ís- lands í einn vetur að námi loknu, kenndi um skeið við MH og við MR 1978-86. Hann stundaði þáttagerð við ríkisútvarpið, var þar síðan við sumarafleysingu sem þulur 1986 en hóf störf við fréttastofu ríkis- útvarpsins í ársbyrjun 1987 og hefur starfað þar síðan. Broddi sat í ritstjórn Benevent- um, skólablaðs MH, sat í ritstjórn Hasablaðsins, málgagns sögunema við HÍ, sat í samninganefnd Félags fréttamanna og var formaður þess um skeið. Rjúpur, sveppir, gæsir, ber Spurður um áhugamál segist Broddi aldrei hafa verið neinn dellu- karl á neinu sviði: „Ég hef aldrei verið heltekinn af einhverju tilteknu sporti. Ég get hins vegar ekki neitað því að ég hef átt byssu í fjörutíu ár og fer á rjúpnaveiðar og gæsaveiðar. Ég veiði alltaf rjúpur í jólamatinn og verka þetta svo allt sjálfur, hamfletti rjúpurnar og reyti gæsirnar. Svo hef ég veitt svolítið á stöng en aldrei af neinni áfergju. Ég er hins vegar ekki maður sem sleppi fiski eftir að ég hef veitt hann. Það er svona svipað því og að tína tvo lítra af bláberjum og skvetta síðan úr föt- unni. Ó nei – ekki ég. Reyndar á ég það til að tína ber, ekki síst hrútaber. Þau eru ekki hvar sem er en mikið lostæti og fín í sultu. Svo hef ég stundum tínt sveppi, svo þú sérð að ég lifi töluvert á land- inu og hef gaman af. Svo hafa náttúrlega barnabörnin verið að koma í heiminn hvert á fæt- ur öðru, en þau eru auðvitað aðal- gleðigjafinn hjá afa gamla. Fjölskylda Eiginkona Brodda er Björg Ell- ingsen, f. 16.4. 1953, stjórnarráðs- fulltrúi í menntamálaráðuneytinu. Hún er dóttir Óthars Ellingsen, for- stjóra í Reykjavík, og Sigríðar Ell- ingsen húsfreyju. Dætur Brodda og Bjargar eru Hallveig, f. 24.3. 1975, hjúkr- unarfræðingur í Kanada. Maður hennar er Daniel Drader verkfræð- ingur og eiga þau tvo syni; Laufey, f. 19.6. 1982, kennari í Reykjavík. Maður hennar er Ingvar Ari Ingv- arsson flugmaður og eiga þau tvö börn. Systkini Brodda: Guðrún, f. 1941, hjúkrunarfræðingur í Borgarnesi og síðar í Kópavogi; Þorbjörn, f. 1943, prófessor við HÍ; Þorsteinn, f. 1948, d. 2009, kennari, lengst af á Kjal- arnesi; Ingibjörg, f. 1950, sálfræð- ingur og deildarsérfræðingur í vel- ferðarráðuneytinu; Soffía Sverris- dóttir, f. 1959, geislafræðingur á Húsavík. Foreldrar Brodda voru dr. Broddi Jóhannesson, f. 21.4. 1916, d. 10.9. 1994, rektor Kennaraháskóla Ís- lands, og Guðrún Þorbjarnardóttir, f. 10.1. 1915, d. 5.6. 1959, húsfreyja. Seinni og eftirlifandi kona dr. Brodda er Friðrika Gestsdóttir, f. 13.7. 1927, BA og kennari. Úr frændgarði Brodda Broddasonar Broddi Broddason Árndís Pétursdóttir Eggerz húsfr. í Vatnsfirði Páll Ólafsson alþm. og prófastur í Vatnsfirði Guðrún Pálsdóttir húsfr. á Bíldudal Þorbjörn Þórðarson héraðslæknir á Bíldudal Guðrún Þorbjarnardóttir húsfr. í Rvík Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. á Hálsi Þórður Guðmundsson hreppstj. og útvegsb. á Hálsi í Kjós af Fremri-Hálsaætt þeirra Styrmis Gun- narssonar, Össurar Skarphéðinssonar, Marðar Árnasonar og Þráins Bertelssonar Sæunn Dýrleif Árnadóttir húsfr. í Goðdölum Jóhann Lárus Jónsson b. í Goðdölum Ingibjörg Jóhannsd kennari og húsfr. á Uppsölum Jóhannes Þorsteinsson kennari og b. á Uppsölum í Blönduhlíð Broddi Jóhannesson rektor KHÍ Guðrún Jóhannesdóttir húsfr. í Hvammkoti Þorsteinn Lárusson b. í Hvammkoti Kristín Þorbjarnard. húsfr. í Rvík Þórður Þorbjarnarson forstjóri Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur Þórður Ingvi Guðmunds sendiráðunautur Sigurður Guðmunds fyrrv. landlæknir Dóttursynir Broddi með Magnúsi Þór og Frey. Frímann Bjarnason Arn-grímsson fæddist að Sörla-tungu i Hörgárdal 17.10. 1855, sonur Bjarna Arngrímssonar, bónda á Vöglum á Þelamörk, og Helgu Guðrúnar Jónsdóttur frá Krakavöllum. Frímann ólst upp í Fljótum, var síðan hjá föður sínum að Vöglum en fór vestur um haf 1874, lauk þar kennaraprófum, tók háskólapróf í tölvísi og náttúruvísindum við há- skólann í Toronto 1884 og lauk prófi í náttúruvísindum og stærðfræði við Manitoba-háskóla 1885. Hann mun vera fyrstur Íslendinga til að taka háskólapróf í Kanada. Frímann stofnaði og ritstýrði Heimskringlu, hafði umsjón með íslenskum inn- flytjendum i Kanada og stundaði landkönnun fyrir Kanadastjórn. Hann stundaði kennslu og verk- fræðistörf hjá General Electric Co í Bandaríkjunum 1888-94, hélt til Kaupmannahafnar og þaðan til Reykjavíkur 1894. Þar talaði hann mjög fyrir rafvæðingu Reykjavíkur og setti fram tilboð frá General Electric í þeim efnum upp á 2500 gulldollara. Því var auðvitað hafnað af bæjarstjórn. Hann fór þá til Ed- inborgar en næsta ár kom hann með tvö rafmagnstilboð frá breskum fyr- irtækjum sem einnig var hafnað. Hann dvaldi síðan í París til 1914 en flutti þá til Akureyrar og átti þar heima til dauðadags. Frímann var nokkuð sérvitur en ákaflega mælskur og vel gefinn maður sem augljóslega barðist fyrir rafvæðingu Reykjavíkur, mun frem- ur af hugsjón en eigin ábatavon. Hann lagði umtalsverða vinnu í að fá Reykvíkinga til að hugsa um virkj- anir og rafvæðingu og hafði án efa mikil áhrif á hugsandi menn í þá veru hér á landi og einkum í Reykja- vík. Hann er því merkur brautryðj- andi sem vakti fyrstur manna tíma- bæra umræðu um virkjanir og rafvæðingu hér á landi. Það á vissu- lega við um Frímann sem Davíð Stefánsson segir í kvæðinu um Kon- una sem kyndir ofninn minn, að „Fá- ir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá“. Frímann lést 6.11. 1936. Merkir Íslendingar Frímann B. Arngrímsson 95 ára Margrét Heiðdal 90 ára Björn G. Jónsson 85 ára Hulda Guðmundsdóttir Ólafur Jóhannsson 80 ára Jónína Helgadóttir Sigvaldi Guðni Jónsson 75 ára Barbara Jane Sigurbjörnsson Einar O. Valgeirsson Helga Jónsdóttir Inger Johanne Elíasson Ingibjörg Einarsdóttir María Kristín Einarsdóttir Pétur Lárusson 70 ára Elín Leósdóttir Hákon Pétur Guðmundsson Hildur H. Hereford Davíðsdóttir Ingibjörg G. Benediktsdóttir Sigurbjörg Lundholm Þórarinn I. Ólafsson 60 ára Eduardas Trainys Elín Fanney Guðmundsdóttir Guðný Sveinbjörnsdóttir Guðrún Vilhelmína B. Jensdóttir Hermann Guðjónsson Ingólfur Jónsson Ingþór Indriðason Jóhanna Halldórsdóttir Jóna Sigurrós Jónsdóttir Karl Líndal Baldursson Tryggvi Jóhannsson Þorbjörg Kristín Jónsdóttir 50 ára Dóra Ingunn Vilhjálmsdóttir Guðbjörg Arnardóttir Hermann B. Sigursteinsson Hrönn Jakobsdóttir Hugrún Kristinsdóttir Ingveldur Rut Arnmundsdóttir Jónína Arnardóttir Matthildur S. Leifsdóttir Ragnheiður Hilmarsdóttir Selma Hauksdóttir Sigríður Kristinsdóttir Sigrún Heiðdís Sigfúsdóttir Þórdís Helgadóttir 40 ára Bára Kristín Þorgeirsdóttir Daníel Óskarsson Guðmundur Bjarni Björgvinsson Hjördís Guðmundsdóttir Ingvar Kristján Bæringsson Jose Vicente Garcia Agullo Ketnakhorn Khochaphan Pétur Heiðar Þórðarson Rakel Daðadóttir Rosemarie Barriga Jónsson 30 ára Anna Katrín Guðmundsdóttir Arnar Daníel Jónsson Brynjar Þór Magnússon Fabiana Martins De A. Silva Gísli Eyjólfsson Ruth Agatha Nambi Shi Jin Sigyn Blöndal Kristinsdóttir Soffía Ósk Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ragnar lauk MSc.- prófi í hugbúnaðarverk- fræði frá HÍ og starfar hjá Green Qloud. Maki: Inga Þórey Ósk- arsdóttir, f. 1983, lög- fræðingur í ráðuneyti. Börn: Unnur Efemía, f. 2008, og Gísli Hrafn, f. 2010. Foreldrar: Efemía Gísla- dóttir, f. 1953, kennari í Noregi, og Skúli Ragn- arsson, f. 1954, tölv- unarfræðingur í Noregi. Ragnar Skúlason 40 ára Katrín ólst upp í Reykjavík, lauk stúdents- prófi frá FÁ og er flug- freyja og ferðaráðgjafi. Maki: Helgi B. Sigurðs- son, f. 1973, deildarstjóri hjá Prentmet. Sonur: Sólon, f. 2005. Stjúpbörn: Sölvi, f. 1991; Helgi, f. 1994, og Lísbet, f. 1997. Foreldrar: Gunnar Þórð- arson, f. 1945, tónlist- armaður, og Björg Þor- berg, f. 1946, húsfreyja. Katrín Perla Gunnarsdóttir 30 ára Ingi Karl ólst upp í Mosfellssveit, flutti til Ak- ureyrar 1997, lauk námi í húsasmíði og er nú við nám við VMA. Börn: Telma Líf, f. 2003; Sigríður Karen, f. 2005 og Guðgeir Rúnar, f. 2011. Foreldrar: Hafþór Krist- jánsson, f. 1956, mat- rreiðslumaður, búsettur í Hafnarfirði, og Sigríður Síta Pétursdóttir, f. 1955, uppeldisfræðingur í Asker í Noregi. Ingi Karl Sigríðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.