Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Með frumburði sínum,Ekvilibríum frá 2009,smellti Valgeir Sig-urðsson sér óforvandis í framlínu íslenskra tónlistarmanna sem flétta saman sígilda tónlist og klassík. Platan var og með helstu skífum ársins hérlendis. Fram- hald var á því á tónlistinni sem hann samdi fyrir heimildarmynd- ina Drauma- landið og sömu- leiðis á nýjustu skífu hans, Architecture Of Loss. Tónlistin á plötunni er samin fyrir samnefnt ballettverk eftir Stephen Petronio og auðvelt er að sjá fyrir sér dramatíska líkamstjáningu dansara þegar hlýtt er á plötuna. Tengingin skiptir þó ekki stórmáli því músíkin er ákaflega falleg og stendur fyllilega undir sér án utan- aðkomandi skírskotana. Ólíkt áðurnefndum plötum inni- heldur Architecture of Loss engar söngraddir og heldur engan áslátt; laglínurnar samanstanda mestan- partinn af strengjasveimi, bættum torkennilegu hliðarþruski og öðrum stemningshljóðum. Hér er ekki að finna jafnmörg grípandi lög og á Ekvilibríum, og tónlistin er í það heila talsvert tilraunakenndari. Engu að síður gleymir platan mörg lög sem ljúkast upp fyrir hlustand- anum svo gott sem þegar í stað. Má í því sambandi nefna „The Crumb- ling“, „Between Monuments“ og „Plainsong“. Þegar upp er staðið virkar platan eiginlega betur sem ein heild heldur en stök lög. Kon- septið er það sterkt og framvindan eftir því. Valgeir nýtur aðstoðar félaga sinna hjá Bedroom Community á skífunni og afrakstur eftir því enda kunnáttamenn miklir í öllum stöð- um. Architecture of Loss er skotheld viðbót fyrir þá sem hafa fylgt Val- geiri eftir hingað til og eins þá sem sækja í nýklassíska músík. Heild Þegar upp er staðið virkar platan betur sem ein heild heldur en stök lög, að mati gagnrýnanda. Dramatískt og draumkennt Valgeir Sigurðsson - Architecture Of Loss bbbmn Þriðja breiðskífa Valgeirs Sigurðssonar. Auk Valgeirs leikur Nico Muhly á hjóm- borð, Nadia Sirota á fiðlu auk Shahzad Ismaily sem leggur hönd á margan plóg. Bedroom Community gefur út. 2012. JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Bandarísku gamanleikkonurnar Tina Fey og Amy Poehler verða kynnar á verðlaunahátíð Golden Globe á næsta ári. Breski grínistinn og leikarinn Ricky Gervais hefur verið kynnir á síðustu þremur há- tíðum og farið mikinn í gríni sínu á kostnað frægðarmenna í Holly- wood. Hátíðin á næsta ári verður sú sjötugasta í röðinni, haldin 13. jan- úar. Fey og Poehler hafa leikið saman í gamanþáttunum Saturday Night Live um árabil og átt góðu gengi að fagna bæði í sjónvarpi og kvikmyndum hin síðustu ár. Fey og Poehler taka við af Gervais Tina Fey Amy Poehler Tónleikaröð jazzklúbbsins Múlans hefst að nýju í Norræna húsinu í kvöld með tónleikum Tríós Sunnu Gunnlaugs og hefjast þeir kl. 20.30. Auk Sunnu, sem leikur á píanó, skipa tríóið þeir Þorgrímur Jóns- son á kontrabassa og Scott McLe- more á trommur. Tríóið mun flytja gamlar og nýjar tónsmíðar eftir meðlimi þess, tónlist sem einkennist af sterkum, norrænum keim þar sem friðsæld og lýrík sveima yfir vötnum, eins og því er lýst í dag- skrá Múlans sem er fjölbreytt að vanda. Á næstu vikum mun koma fram Tríó Agnars Más Magn- ússonar með franska bassaleik- aranum Nicolas Moreaux, Björn Thoroddsen gítarleikari, Scott McLemore og hljómsveit, Kvartett Sigurðar Flosasonar, Ragnheiður Gröndal og hljómsveit, Kvartett Jóns Páls Bjarnasonar, Jónsson & More tríó og Edda Borg og hljóm- sveit. Nánar á mulinn.is. Djassveislan hefst í kvöld  Tríó Sunnu Gunn- laugs á fyrstu haust- tónleikum Múlans Ferðalög Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur farið víða á árinu og meðal annars komið fram á hátíðum í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Noregi. - Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN - J.I., EYJAFRÉTTIR -H.G., RÁS 2 - K.G., DV - H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ- H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ TRYGGÐU Þ ÉR MIÐA Á “LJÚFSÁR OG BRÁÐSKEMMTILEG.” - FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS AÐEINS SÝND MIÐVIKUDAG OG FIMMTUD KL. 8 LOVE IS ALL YOU NEED KL. 5.30 - 8 - 10.30 L LOVE IS ALL YOU NEED LÚXUS KL. 5.30 - 8 L FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 6 L TAKEN 2 KL. 5.40 - 8 - 10.10 16 TAKEN 2 LÚXUS KL. 10.30 16 DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10 DREDD 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.20 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 3.30 L THE EXPENDABLES 2 KL. 8 16 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L SEVEN PSYCHOPATHS KL. 8 - 10.10 16 BLÓÐHEFND KL. 6 16 DJÚPIÐ KL. 6 - 8 10 TAKEN 2 KL. 10 16 LED ZEPPELIN KL. 8 L LOVE IS ALL YOU NEED KL. 5.30 - 8 - 10.30 L BLÓÐHEFND KL. 8 - 10.10 16 DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 - 10.15 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 INTOUCHABLES KL. 5.30 - 10.30 L NÁNAR Á MIÐI.IS SEVEN PSYCHOPATHS Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 TAKEN 2 Sýnd kl. 8 - 10 FUGLABORGIN 3D Sýnd kl. 6 DJÚPIÐ Sýnd kl. 6 - 8 - 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HHHH -Þ.Þ., Fréttatíminn HHHHH - J.I., Eyjafréttir.is HHHHH - H.H., Rás 2 HHHHH - H.S.S., Morgunblaðið HHHH - H.V.A., Fréttablaðið HHHH - K.G., DV -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 10 16 16 L www.gilbert.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.