Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Sublimi nefnist nýstofnaður ís- lenskur sviðslistahópur sem mun þann 24. október nk. frumsýna verkið Hyldýpi á sviðslistahátíðinni Junge Hunde í Árósum. Hyldýpi er fyrsta verk Sublimi en hópurinn mun frumsýna annað verk í Borg- arleikhúsinu í janúar á næsta ári, Stundarbrot, sem fjallar um tím- ann. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir samdi Hyldýpi og naut við það að- stoðar Leifs Þórs Þorvaldssonar. Hún kemur fram í verkinu með Al- berti Finnbogasyni og Þórði Her- mannssyni úr hljómsveitinni The Heavy Experience, en Ragnheiður, Leifur, Albert og Þórður skipa Sub- limi. Ragnheiður segir að hópurinn muni fá til liðs við sig ýmsa lista- menn í sýningum á Hyldýpi og því verði engar tvær sýningar eins. Úti í Árósum verði það erlendur söngv- ari og óbóleikari. „Þessi sýning er í rauninni hugleiðingar um hyldýpið, svolítið eins og sjónrænt ljóð og að mörgu leyti byggð upp eins og dag- skrá,“ segir Ragnheiður. Hún hafi sótt innblástur til ömmu sinnar, Guðrúnar Ásmundsdóttur leik- konu, í ljóðakvöld sem hún haldi með vinum og vandamönnum. Á þeim eru flutt ljóð, sögur sagðar og tónlist leikin. „Þetta er voða mikið túlkun á hyldýpinu; hyldýpinu sem er þessi óvissa, þetta óræða, kaosið og myrkrið en um leið sköpunar- krafturinn. Svona svarthol í himin- geimnum en á sama tíma dýpi sjáv- ar,“ segir Ragnheiður. Útskriftarverkefni hennar við Fræði og framkvæmd árið 2011 var verkið Dagskrá um eldingar og var það sýnt á leiklistarhátíðinni Lókal. Það vakti athygli erlendra hátíða- haldara sem báðu hana að semja nýtt verk og úr varð Hyldýpi. Í nóv- ember verður verkið flutt á sviðs- listahátíðinni Baltic Circle í Hels- inki og hér á landi í desember, í Gamla bíói, og í janúar á Akureyri. helgisnaer@mbl.is Breytilegt Úr verki Sublimi, Hyldýpi, sem frumflutt verður í Árósum. Óvissa, óreiða, myrkur og sköpun  Verkið Hyldýpi frumsýnt í Árósum Pétur Blöndal pebl@mbl.is „Reykjavik Calling“ var yfirskrift menningarhátíðar Iceland Naturally í Seattle í liðinni viku. Reykjavík og Seattle hafa verið systurborgir frá árinu 1986 og jarðvegurinn er frjór, því í Seattle er þriðja fjölmennasta Ís- lendingasamfélagið í Bandaríkjunum. Dansgólfið troðið Hápunkturinn var tónleikar á Neumos sem opnir voru almenningi. Þar tróðu upp Ásgeir Trausti, Sudden Weather Change og Apparat Organ quartet. Mikil stemning var í húsinu og dansgólfið troðið. Redwood Plan flutti lag við texta rithöfundarins Sjóns, en það liður í samstarfi syst- urborganna var að stefna saman höf- undum og hljómsveitum yfir hafið. Rithöfundurinn Ryan Boudinot vann texta fyrir Apparat Organ quartet, sem fluttur var með tilþrifum af Herði Bragasyni. Ryan stóð á jaðri sviðsins og skrifaði á miða, sem Hörður las af og át ýmist miðana eða kastaði þeim eins og karamellum út í salinn. Flestir vildu íslenskan mat Verðlaunakokkurinn Hákon Már Örvarsson var í samstarfi við Ethan Stowell þrjú kvöld um íslenskan mat- seðil á veitingastaðnum Staple & Fancy í Ballard-hverfinu. Hráefnið var frá Íslandi og ekki bar á öðru en gestum félli bragðið, húsfyllir tvisvar á kvöldi og pöntuðu um 80% gesta af ís- lenska matseðlinum. Smáréttir, fiskur og lambakjöt, ásamt kokteilnum Smoking Bay, sem nefndur er eftir systurborginni Reykjavík. Þá var opnuð sýningin „Frá Íslend- ingasögum til skáldsagna“ í Northern Heritage Museum, þar sem rithöf- undar lýsa því hvert þeir sækja inn- blástur í íslenskan sagnaarf í víðustu merkingu þess orðs. Kristinn Ingvars- son tók portrett af höfundunum og undirritaður vann textann úr viðtölum við 23 íslenska höfunda. Hörður gæddi sér á lagatexta frá Seattle  Tónleikar, matseðill og bókmenntir í systurborginni Seattle Morgunblaðið/Pétur Blöndal Apparat Stemningin var þétt í salnum þegar Apparat tróð upp. Rokkarar Meðlimir Sudden Weather Change baksviðs eftir tónleikana. -S.G, FRÉTTABLAÐIÐ Með íslensku tali Liam Neeson er mættur aftur! Tvöfalt meiri spenna! Stórkostleg! Besta löggumynd í mörg ár Newsweek Ein besta mynd ársins! - Boxoffice Magazine 100/100 „Besta mynd Jake Gyllenhaal á ferlinum.“ -R.Ebert Chicago Sun-Times 16 16 L 16 1616 END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D TAKEN 2 KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D LAWLESS KL. 8 2D SAVAGES KL. 10:30 2D BRAVE M/ísl. tali KL. 5:40 2D END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D END OF WATCH LUXUS VIP KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D SAVAGES KL. 8 - 10:40 2D LAWLESS KL. 10 2D THE CAMPAIGN KL. 6 - 8 2D THE BOURNE LEGACY KL. 8 - 10:40 2D STEP UP REVOLUTION KL. 5:50 2D BRAVE M/ísl. tali KL. 5:50 2D END OF WATCH KL. 10 2D TAKEN 2 KL. 8 2D STEP UP REVOLUTION KL. 8 2D THE RAVEN KL. 10:10 2D END OF WATCH KL. 8 2D LOOPER KL. 10:20 2D FROST KL. 8 2D THE BABYMAKERS KL. 10:20 2D END OF WATCH KL. 5:40 - 8:20 - 10:40 2D LOOPER KL. 8 - 10:30 2D LAWLESS KL. 8 - 10:30 2D LEITIN AÐ NEMÓ M/ísl. tali KL. 5:50 3D KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKA EGILSHÖLL 7 16 VIP 16 12 16 7 16 16 L 12 16 16 L 16 16 14 16 16 16 16 16 L 16 16 16 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 12 Tveir dagar eftir í Egilshöll L’Elisir d’Amore (Ástardrykkurinn) Ópera í beinni KL. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.