Morgunblaðið - 26.10.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Allt að 278% munur var á hæsta og
lægsta kostnaði við að hita upp
meðalstórt íbúðarhúsnæði á ári á
landinu í fyrra. Alls munaði ríflega
133 þúsund krónum á mesta og
minnsta kostnaðinum. Í skýrslu
starfshóps um breytingar á nið-
urgreiðslum til húshitunar, sem
frumvarp um jöfnun á húshitunar-
kostnaði sem nú liggur fyrir Al-
þingi byggist á, eru tekin dæmi um
árskostnað við upphitun á húsum.
Úr þeim tölum má ráða að
kostnaðurinn við að hita upp með-
alstóran sveitabæ með rafhitun þar
sem húshitunarkostnaðurinn er
hæstur var 208.462 krónur árið
2011. Þetta er miðað við að notaðar
séu 28.400 kílóvattstundir á ári sem
er dæmigerð rafmagnsnotkun til að
hita upp meðalstórt einbýlishús. Í
þeirri upphæð er búið að reikna
með niðurgreiðslu ríkisins á kostn-
aðinum. Til samanburðar var
kostnaðurinn við sömu orkunotkun
til húshitunar lægstur í Reykjavík,
þar sem er hitaveita, 74.837 krónur.
Í skýrslunni eru áhrif breyting-
anna sem lagðar eru til í frumvarp-
inu á kostnaðinn reiknuð út. Í
dæminu hér að ofan lækkar kostn-
aðurinn við rafhitun þar sem hann
er hæstur úr rúmum 208 þúsund
krónum í rúmar 139 þúsund krónur
á ári. Það jafngildir 49,4% lækkun
á húshitunarkostnaði fyrir þá sem
hafa greitt hvað mest.
Ekki borg gegn landsbyggð
Töluverðar umræður og deilur
hafa skapast um jöfnun húshitunar-
kostnaðar síðustu daga. Að sögn
Sigurðar Friðleifssonar, fram-
kvæmdastjóra Orkuseturs, sem sat
í starfshópnum sem vann skýrsl-
una, hefur misskilnings gætt í um-
ræðum um málið. Því hafi verið
haldið fram að um væri að ræða að
íbúar á höfuðborgarsvæðinu niður-
greiddu húshitun á landsbyggðinni
en það sé hins vegar ekki svo ein-
falt.
„Þetta er munur á milli jarð-
varmaveitna og rafhitunar. Við höf-
um jarðvarmaveitur úti um allt á
landsbyggðinni. Reykjavík er ekki í
sérstöðu þar. Munurinn á verði
getur verið innan landsbyggðarinn-
ar líka,“ segir Sigurður.
Þannig var húshitunarkostnaður
miðaður við dæmigerða notkun
meðalstórs einbýlishúss á Akur-
eyri, þar sem er hitaveita, 89.336
krónur í fyrra. Til samanburðar
hefði það kostað 190.490 krónur að
hita upp sama hús á Seyðisfirði þar
sem rafmagn er notað til þess að
hita vatn hitaveitunnar og 190.837
krónur í Grundarfirði þar sem er
rafhitun.
Munurinn á kostnaði við húshitun ekki bara á milli höfuðborgar og sveitar heldur einnig innan lands-
byggðarinnar Mesti kostnaðurinn lækki um tæpan helming verði nýtt frumvarp um jöfnun samþykkt
Gríðarlegur verðmunur á húshitun
Árskostnaður við að hita upp meðalstórt íbúðarhús
Heimild: Skýrsla starfshóps um breytingar á niðurgreiðsum til húshitunar
2011
Nýtt kerfi
190.837
142.520
207.854
142.520
183.544
139.481
208.462
139.481
74.837
74.837
166.737
135.741
RARIK þéttbýli RARIK dreifbýli Orkubú Vest-fjarða þéttb.
Orkubú Vest-
fjarða dreifb. Reykjavík Ísafjörður
Rafhitun Hitaveita Kynt hitaveita
Miðað við 28.400 kWst á ári
með sköttum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er alltaf gaman að fá góða vinninga í hús, þótt það
komi lítið við okkur hér,“ segir Einar Sigurjónsson, að-
stoðarverslunarstjóri Hagkaups við Furuvelli á Akur-
eyri. Íslenski bónusvinningurinn í Víkingalottóinu, 27,8
milljónir, kom á miða sem þar var keyptur.
Áberandi er hversu margir stórir vinningar hafa
komið á lottómiða sem keyptir hafa verið á Akureyri á
undanförnum árum. Nefna má að í júní kom 73 milljóna
króna vinningur á miða sem keyptur var í Leirunesti og
hjón fengu 108 milljóna króna vinning í Víkingalottóinu í
mars á miða sem keyptur var hjá Olís á Akureyri.
Kassinn hjá Hagkaupi á Furuvöllum hefur einnig
gefið góða vinninga, meðal annars tvo stóra úr Vík-
ingalottóinu. Sá stóri var 105 milljónir á árinu 2007. Þá
fengu ung hjón með þrjú börn rúmlega 28 milljóna króna
vinning í apríl 2010. Í Hagkaupi hafa verið hengdir upp
átta skildir sem vekja athygli á stórum vinningum sem
komið hafa á miða úr sölukassanum og sá níundi bætist
við eftir þessa viku. Í því tilviki var enginn þátttakandi í
Víkingalottóinu með allar tölurnar réttar og því verður
tvöfaldur vinningur næst. Alíslenski bónusvinningurinn
gefur hins vegar eiganda eins miðans 27,8 milljónir kr.
„Við seljum mikið af lottómiðum, það fylgir traffík-
inni. Svo spennist fólk meira upp þegar vinningarnir
margfaldast,“ segir Einar.
Sumir eru heppnari en aðrir
Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar
getspár, tekur undir þau orð að áberandi sé hversu
margir stórir vinningar fari til Akureyrar. Hann segist
ekki hafa yfirlit um heppnustu sölustaðina en telur
ástæðu til að taka það saman. Lottómiðar eru seldir á um
300 stöðum auk þess sem mikið er selt á netinu.
„Á síðasta ári greiddum við út 1,3 milljarða króna í
vinninga til lottóspilara, í Lottóinu og Víkingalottóinu.
Yfirleitt á að vera meðaldreifing á vinningum en vissu-
lega geta sumir staðir verið heppnari en aðrir,“ segir
Stefán.
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og ólympíusam-
bands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags
Íslands. Hluti af andvirði allrar sölu félagsins rennur
beint til uppbyggingar æskulýðs- og íþróttastarfs og til
málefna öryrkja.
Alltaf gaman að fá
góða vinninga í hús
Akureyringar virðast heppnir lottóspilarar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Víkingalottó Aníta Bóel, starfsmaður Hagkaups á Akureyri, hefur að líkindum selt vinningsmiðann.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Fyrsta áfanga að skráningu Eim-
skips lauk í gær þegar hlutafjárút-
boð félagsins fyrir fjárfesta fór fram,
en tilboðinu lauk í gær klukkan 14
þegar tilboð bárust frá fagfjárfest-
um í 20% hlut í Eimskip. Samkvæmt
tilkynningu frá Eimskipafélagi Ís-
lands hf. var veruleg umframeftir-
spurn í útboðinu en samtals bárust
tilboð fyrir rúmlega 12 milljarða
króna frá fjárfestum en tilboðum var
tekið fyrir rúmlega 8,3 milljarða
króna á verðinu 208 krónur fyrir
hvern hlut. Umboðsaðilar útboðsins
voru Straumur fjárfestingarbanki og
Íslandsbanki.
Í tilkynningunni segir einnig að í
framhaldi af móttöku tilboða í hinu
lokaða útboði hafi lykilstjórnendur
Eimskips ákveðið að falla frá öllum
kaupréttum sem félagið hafði úthlut-
að þeim frá árinu 2010, þá verði við-
auki við lýsingu félagsins sem fjallar
um ofangreint efni birtur áður en al-
mennt útboð hefst en stefnt er að því
að það hefjist 30. október næstkom-
andi.
Áður en tilkynningin var send út
hafði Helgi Magnússon, stjórnarfor-
maður Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna, lýst því yfir í samtali við
mbl.is að á reglulegum stjórnarfundi
sjóðsins í gær hefði framkvæmda-
stjóri sjóðsins fengið símhringingu
um að ákveðið hefði verið að falla frá
kaupréttunum.
Ósáttir með kauprétti
Að minnsta kosti þrír lífeyrissjóð-
ir, Festi, Gildi og LSR, tóku ekki
þátt í útboðinu en þeir tveir síðar-
nefndu eru báðir á meðal þriggja
stærstu lífeyrissjóða landsins.
Ástæðurnar sem stjórnir sjóðanna
gáfu fyrir þessum ákvörðunum sín-
um voru annars vegar hátt gengi
hlutabréfanna og hins vegar kaup-
réttir lykilstjórnenda félagsins.
Aðspurður hvenær tilkynnt hafi
verið um að fallið yrði frá kauprétt-
unum, segir Ólafur William Hand,
upplýsingafulltrúi Eimskips, að
helstu aðilar félagsins hafi verið á
fundum allan gærdaginn en síðan
hafi þetta verið tilkynnt með áður-
nefndri fréttatilkynningu.
Á ekki að hafa nein áhrif
Í útboðslýsingunni á umræddu
hlutafjárútboði var greint frá kaup-
réttum lykilstjórnenda félagsins.
„Það kemur fram í fréttatilkynning-
unni að það verður sendur út viðauki
við lýsinguna. Þannig að það á ekki
að hafa nein áhrif á útboðið,“ segir
Ólafur, aðspurður hvort sú stað-
reynd að fallið hafi verið frá kaup-
réttunum hafi ekki áhrif á forsendur
hlutafjárútboðsins. Ekki náðist í
Gylfa Sigfússon, forstjóra Eimskips,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Stjórnendur
Eimskips féllu
frá kaupréttum
Viðauki við útboðslýsingu sendur út
Umsvif Frá athafnasvæði Eimskips.
Hlutafjárútboð Eimskips
» Tveir af þremur stærstu líf-
eyrissjóðum landsins, Gildi og
LSR, tóku ekki þátt í útboðinu.
» Vilhjálmur Birgisson, for-
maður Verkalýðsfélags Akra-
ness, hótaði því að félagsmenn
verkalýðsfélagsins myndu jafn-
vel skipta um lífeyrissjóð ef líf-
eyrissjóðurinn Festi tæki þátt í
útboðinu.
» Almennt útboð Eimskips
hefst næstkomandi þriðjudag.