Morgunblaðið - 26.10.2012, Side 12
Í nýútkominni ársskýrslu Húsa-
friðunarnefndar gagnrýnir
Nikulás Úlfar Másson, for-
stöðumaður nefndarinnar,
byggingu Þorláksbúðar harð-
lega. Hann segir að halda megi
því fram að húsið sé söguföls-
un.
Nikulás Úlfar segir að undir-
búningi þessa máls hafi verið
mjög áfátt. Hvorki hafi verið
fengið leyfi sveitarstjórnar né
stjórnar Skálholtskirkjugarðs
fyrir framkvæmdunum auk
þess sem álitamál var um það
hvort í gildi væri deiliskipulag
og hvort samþykki þyrfti frá
erfingjum höfundar Skálholts-
kirkju. Engin gögn hafi borist
sem gáfu til kynna að farið
hefði fram rannsókn á gerð eða
stærð þess húss sem til stóð að
endurbyggja, en sagt frá því að
endurbyggingin byggðist á
mælingum á skálanum á Keld-
um á Rangárvöllum
„Hver er tilgangurinn með
því að taka áhættuna á því að
skaða umhverfið í Skálholti
með byggingu húss sem
alls ekki telst vera til-
gátuhús þar sem ekki
hefur verið sýnt fram
á það með óyggjandi
hætti að hús af þess-
ari stærð og gerð
hafi staðið áður á
þessum stað og má
því halda fram að sé
sögufölsun?“ segir
Nikulás Úlfar í árs-
skýrslunni.
gert samkvæmt réttum ákvörðun-
um réttra yfirvalda; Bláskóga-
byggðar, stjórnar Skálholts, kirkju-
ráðs og Fornminjastofnunar
Íslands. Verkefninu er lokið
og menn eru að berja höfð-
inu við steininn. Það tók þá
fimm ár þessa menn sem
eru að narta í Þorláksbúð
að kveikja á perunni að
það væri verið að gera
þetta þarna og þá var
það búið.“
Þorláksbúð er
enn á vegum Þor-
láksbúðarfélags-
ins en Árni seg-
ir að þegar
félagið hafi
greitt húsið að
fullu verði það af-
hent kirkjunni og
þjóðinni.
Bygging
Þorláksbúðar
sögufölsun?
HÚSAFRIÐUNARNEFND
Nikulás Úlfar
Másson
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200
ERUM AÐ
TAKA UPP
NÝJAR VÖRUR
FYRIR HERRA!
Hafnarfjarðarbær og Landsnet hf.
hafa samþykkt viðauka við sam-
komulag frá árinu 2009 um fram-
kvæmdir og tímaröð framkvæmda
við flutningskerfi raforku í Hafn-
arfirði.
Upphaflega samkomulagið fól í
sér byggingu nýrra raflína frá
Hellisheiði til Hafnarfjarðar, sam-
síða núverandi línum í upplandi
Hafnarfjarðar og þaðan áfram til
Suðurnesja. Þar er gert ráð fyrir
að framkvæmdir við flutnings-
kerfið verði í þremur áföngum
sem komi að fullu til framkvæmda
árið 2017 en ljóst er að breyta
verður þeim áætlunum, að því er
segir í tilkynningu frá Hafn-
arfjarðarbæ.
Með viðaukanum hefur Lands-
net skuldbundið sig til að ráðast í
nauðsynlegar framkvæmdir við
niðurrif Hamraneslínu 1 og 2 og
að undirbúningur þeirra hefjist
eigi síðar en árið 2016 þannig að
unnt verði að ljúka verkinu eigi
síðar en árið 2020.
Hamraneslína verð-
ur rifin 2016-2020
Ársþing Tannlæknafélags Íslands
verður í Hörpu 26.-27. október.
Meðal fyrirlesara er Þorbjörg
Jensdóttir sem flytur fyrirlesturinn
Hvenær er súrt ekki glerungseyð-
andi? Fyrirlesturinn fjallar um
HAp+, sykurlausa sælgætismola
sem viðhalda heilbrigði tanna og
eyða ekki glerungi. Fyrirtæki Þor-
bjargar, Ice Medico, hefur hafið
framleiðslu á molunum og munu
þeir koma á markað í fjórum bragð-
tegundum nú í október.
Fræðsla um
sykurlaust sælgæti
STUTT
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Tillaga um það hvort flytja eigi Þor-
láksbúð í Skálholti vestur fyrir og
niður fyrir Skálholtsdómkirkju
verður tekin fyrir á komandi kirkju-
þingi í nóvember. Það er Baldur
Kristjánsson, sóknarprestur í Þor-
lákshöfn, sem leggur þetta til. Í
greinargerð með tillögunni segir
Baldur að Þorláksbúð sé reist á
röngum stað. Hann vill að Þorláks-
búðarfélaginu verði falið verkið og
leiti fjármögnunar á því, félagið sé
öflugt og engin goðgá að fela því
flutninginn.
„Ég er ekkert óhrifinn af Þor-
láksbúð og mér finnst þetta vera
mjög flott handverk en mér finnst
hún vera á röngum stað,“ segir
Baldur. „Ég legg þetta fram því
mér finnst að æðsta stofnun kirkj-
unnar, kirkjuþing, geti ekki látið hjá
líða að taka þetta mál til umræðu og
skoðunar. Mér finnst umgjörð þessa
máls alla tíð hafa verið furðuleg þó
ekki sé meira sagt.“
Yrði staðarprýði vestan við
Baldur stingur upp á því að Þor-
láksbúð verði færð vestur fyrir og
niður fyrir Skálholtsdómkirkju.
„Jafnmikið lýti og hún er á ásýnd
Skálholtsstaðar nú yrði hún stað-
arprýði vestan við og neðan við
kirkjuna. Vitaskuld kostar flutning-
urinn en þetta er betri kostur en að
rífa Þorláksbúð. Annaðhvort þarf að
gera ella verður Þorláksbúð fyrst og
síðast dæmi um skipulagsmistök,“
segir í tillögu Baldurs.
Þegar bygging Þorláksbúðar var
á frumstigi kom fram hugmynd um
að setja hana á þann stað sem Bald-
ur stingur upp á. „Þetta er í grennd
við þar sem er verið að grafa upp,
vinstra megin þegar komið er út úr
kirkjunni, fyrir neðan slakka. Þar
skyggir hún ekki á neitt en er samt
nálægt kirkjunni.“
Baldur segir að það verði aldrei
friður um Þorláksbúð eins og hún er
núna. „Ég lít ekki á Þorláksbúð-
arfélagið sem sökudólg í þessu máli
heldur skipulagsyfirvöld. Ef það
væri fjárhagslega hægt að gera
þetta án þess að það færi út fyrir öll
velsæmismörk væri að mínu viti góð
lausn þarna á ferðinni. Ég viður-
kenni það að ég hef ekki hundsvit á
því hvað kostar að flytja hana eða
hversu mikið mál það er,“ segir
Baldur.
Ekki hægt að færa húsið
„Ég er ekki hlynntur því að færa
Íslandssöguna til og þar að auki er
ekki hægt að færa Þorláksbúð því
hún er smíðuð stein fyrir stein og
spýtu fyrir spýtu. Þetta er allt
handunnið, eins og heklaður dúkur.
Hinn mæti prestur séra Baldur
virðist hvorki hafa reynslu né verks-
vit til að fjalla um þetta,“ segir Árni
Johnsen, alþingismaður og forsvars-
maður Þorláksbúðarfélagsins,
spurður um álit sitt á flutningshug-
mynd Baldurs. „Það er hægt að
byggja nýtt hús en það er ekki hægt
að færa þetta hús,“ bætir hann við.
Árni segir mál Þorláksbúðar af-
greitt, verkefninu sé lokið og búið
sé að taka húsið út af viðurkenndum
yfirvöldum. „Allt í Þorláksbúð er
Þorláksbúð reist á röngum stað
Lagt til að kirkjuþing ræði flutning Þorláksbúðar vestur fyrir og niður fyrir Skálholtsdómkirkju
Árni Johnsen er ekki hlynntur því að færa Íslandssöguna til og segir flutning hússins ógerlegan
Morgunblaðið/RAX
Ósátt Sr. Baldur Kristjánsson segir að friður muni ekki nást um Þorláksbúð nema hún verði flutt af núverandi stað.
Baldur
Kristjánsson
Árni
Johnsen
Ellefu hafa boðið sig fram í
flokksvali Samfylkingarinnar í
Suðurkjördæmi um fjögur efstu
sæti á framboðslista flokksins.
Flokksval með stuðningsmönnum
fer fram rafrænt dagana 16. og
17. nóvember.
Í framboði eru: Arna Ír Gunn-
arsdóttir, bæjarfulltrúi Árborg,
sem gefur kost á sér í 3. sæti,
Árni Rúnar Þorvaldsson, bæj-
arfulltrúi Höfn, í 2.-4. sæti, Berg-
vin Oddsson, háskólanemi Grinda-
vík, í 3. sæti, Björgvin G.
Sigurðsson, alþingismaður Ár-
borg, í 1. sæti, Bryndís Sigurð-
ardóttir, framkvæmdastjóri í
Hveragerði, í 1.-4. sæti, Guðrún
Erlingsdóttir, heilsumeistaranemi
Vestmannaeyjum, í 2.-3. sæti,
Hannes Friðriksson, vinnueft-
irlitsmaður Reykjanesbæ, í 3.
sæti, Kristín Erna Arnarsdóttir,
háskólanemi Reykjavík, í 3.-4.
sæti, Oddný G. Harðardóttir,
þingflokksformaður í Garði, í 1.
sæti, Ólafur Þór Ólafsson, bæj-
arfulltrúi Sandgerði, í 2.-3. sæti
og Soffía Sigurðardóttir, hús-
freyja Árborg, í 3. sæti.
Ellefu gefa kost á
sér í flokksvali