Morgunblaðið - 26.10.2012, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
STUTTAR FRÉTTIR
● Hagnaður Haga á tímabilinu mars til
ágúst nam 1.554 milljónum króna.
Svarar það til 4,4% af veltu fyrirtæk-
isins, sem meðal annars á og rekur
Bónus og Hagkaup.
Vörusala nam 35.569 milljónum
króna, samanborið við 33.711 milljónir
króna fyrir sama tímabil árið áður. Sölu-
aukning félagsins er því 5,5% milli ára,
segir í tilkynningu.
Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir
og skatta nam 2.632 milljónum króna,
samanborið við 2.188 milljónir króna
árið áður.
Hagnaður Haga 1,5 ma
● Marel skilaði 8,4 milljóna evra hagn-
aði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, en
það er lækkun frá 10,5 milljóna hagnaði
á sama tíma í fyrra. EBITDA var 20,5
milljónir evra, sem er 12,5% af tekjum.
Tekjur félagsins lækkuðu um 2,8%, en
þær voru 154,3 milljónir evra á ársfjórð-
ungnum. Staða pantana Marels nam
151 milljón evra í lok fjórðungsins sam-
anborið við 196,8 í lok annars ársfjórð-
ungs 2012, segir í fréttatilkynningu.
Hagnaður Marels var
8,4 milljónir evra
Vísitala neysluverðs hækkaði um
0,28% í október frá fyrra mánuði.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis
hækkaði um 0,47% frá september,
samkvæmt því sem fram kom á vef
Hagstofu Íslands í gær.
Hækkað um 0,9% á
þremur mánuðum
Verð á dagvörum hækkaði um
0,6% (vísitöluáhrif 0,11%) en kostn-
aður vegna eigin húsnæðis minnk-
aði um 0,4% (-0,11%). Þar af voru
-0,105% áhrif af lækkun markaðs-
verðs og -0,05 af lækkun raunvaxta.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
4,2% og vísitalan án húsnæðis um
4,7%.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
0,9% sem jafngildir 3,6% verðbólgu
á ári (5,6% verðbólgu á ári fyrir
vísitöluna án húsnæðis).
Vísitala neysluverðs samkvæmt
útreikningi í október 2012, sem er
400,7 stig, gildir til verðtryggingar
í desember 2012. Vísitala fyrir eldri
fjárskuldbindingar, sem breytast
eftir lánskjaravísitölu, er 7.912 stig
fyrir desember 2012.
Innlendar vörur og grænmeti
hafa hækkað um 5,1% undanfarna
tólf mánuði en búvörur og græn-
meti um 5,9%. Á sama tímabili hafa
innlendar vörur án búvöru hækkað
um 4,3% og innfluttar vörur hafa
alls hækkað um 3,7%. Dagvara al-
mennt hefur hækkað um 4,7% á
síðustu tólf mánuðum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðbólga Búvörur og grænmeti hafa hækkað um 5,9% undanfarna tólf
mánuði, innfluttar vörur um 3,7% og dagvara almennt um 4,7%.
Verðbólgan
mælist nú 4,2%
Dagvara hækkaði um 0,6%
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Ljóst er að þær hagræðingarað-
gerðir sem sjávarútvegsfyrirtækin
fóru í síðustu ár eru farnar að skila
sér í bættum rekstri. Rekstur ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja hef-
ur að jafnaði gengið vel síðustu ár
þrátt fyrir skuldsetningu greinar-
innar.
Þetta kemur fram í skýrslu Ís-
landsbanka um sjávarútveg sem
kom út í gær. Þar segir að rekstr-
arhagnaður fyrir afskriftir
(EBITDA) hafi verið með mesta
móti síðustu þrjú ár. „Þessi árangur
hefur náðst þrátt fyrir kvótasam-
drátt, hátt olíuverð og auknar álög-
ur á greinina,“ segir í skýrslunni.
Frá árinu 2008 hafa skuldir fyr-
irtækjanna lækkað jafnt og þétt og
eru útlán fjármálastofnana til ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja
svipuð árið 2012 og þau voru árið
2007 en þá voru skuldir sjávarút-
vegsfyrirtækja um 325 milljarðar
króna. Hlutfall skulda á móti
EBITDA hefur hækkað síðasta ára-
tuginn í sjávarútvegi. Árið 2001 var
hlutfallið 3,6 en náði hámarki árið
2007 í tíu. Frá árinu 2007 hefur hlut-
fallið lækkað og var 6,1 árið 2010.
Aukinn hagnaður sjávarútvegsfyrir-
tækja fyrir afskriftir og fjármagns-
liði (EBITDA) skýrir að miklu leyti
lækkunina á skuldahlutfallinu, segir
í skýrslunni.
Síðustu tvo áratugi, eftir að afla-
heimildir urðu framseljanlegar, hef-
ur verið sterk tilhneiging til að sam-
eina einstakar útgerðir í íslenskum
sjávarútvegi. Drifkraftur þessa var
aukin hagræðing í rekstri. Þessi
samþjöppun hafði í för með sér
aukna skuldsetningu innan greinar-
innar en á sama tíma stuðlaði hún að
meiri hagkvæmni í rekstri og auk-
inni arðsemi félaganna. Þá eru
stærri félög, sem hafa aflaheimildir í
fleiri tegundum fiskistofna, betur í
stakk búin að takast á við rekstr-
arsveiflur.
„Frá innleiðingu kvótakerfisins,
um miðjan níunda áratuginn, hefur
arðsemi í sjávarútvegi aukist, en
fyrir þann tíma var atvinnugreinin
að jafnaði rekin með tapi. Sam-
keppni jókst innan greinarinnar
samhliða því að aðgangur að fisk-
veiðiauðlindinni var takmarkaður en
í kjölfarið hefur hagkvæmni í rekstri
og samþjöppun sjávarútvegsfyrir-
tækja stóraukist,“ segir í skýrsl-
unni.
Undirstaðan í áratugi
Sjávarútvegurinn hefur verið ein
af undirstöðum íslensks hagkerfis í
marga áratugi. Greinin var með um
11% beint framlag til landsfram-
leiðslu árið 2011 og 25% ef tekið er
tillit til framleiðslu sjávarklasans.
Ef tekið er tillit til afleiddra starfa í
sjávarútvegi þá skapar greinin um
15-20% starfa á Íslandi. Framlag
sjávarútvegs til landsframleiðslu
hefur aukist síðustu ár en það má
teljast líklegt að greinin hafi fallið í
skugga annarra atvinnugreina, t.d.
fjármálamarkaðarins, á tíunda ára-
tug síðustu aldar. Þróun síðustu
tveggja ára gæti verið merki um
breytta tíma og umskipti á stöðu
sjávarútvegs innan íslensks sam-
félags vegna breyttra aðstæðna í
kjölfar hrunsins árið 2008, segir í
skýrslunni.
Stærstu 50 sjávarútvegsfyrirtæk-
in eru með um 85% af úthlutuðum
meðaltalskvóta. Árið 2012 voru eft-
irfarandi fimm félög stærst, reiknað
út frá úthlutuðum kvóta: HB
Grandi, Samherji, Þorbjörn, FISK-
Seafood og Brim, segir í skýrslunni.
Hagræðing skilaði árangri
Sjávarútvegur var með um 11% beint framlag til landsframleiðslu árið 2011
Rekstur fyrirtækjanna gengur vel þrátt fyrir skuldsetningu greinarinnar
Stór fyrirtæki Stærstu 50 sjávarútvegsfyrirtækin eru með um 85% af út-
hlutuðum meðaltalskvóta. Stærstu útgerðirnar eru HB Grandi og Samherji.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
,1/.2+
+,3./4
,,.114
,,.105
+2.412
+/5.35
+.53-/
+40.0-
+-0.,
+,-.-0
,10./+
+,3.3-
,,.13/
,,.++
+2.4-/
+/-.+/
+.5214
+45.10
+-0.--
,,-.-530
+,-.40
,10.2+
+,2.+/
,,.+/3
,,.+35
+4.1+2
+/-.5+
+.5255
+45.-,
+-5.+,
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
ER ÞÖRF Á
MARGSKIPTUM
GLERAUGUM?
MARGSKIPT
GLER
-25%
Mikið tap Amazon
Amazon skilaði 274 milljóna dollara
tapi á þriðja fjórðungi þessa árs.
Þetta er talsvert verri afkoma en
búist var við.
Á sama tíma fyrir ári hagnaðist
Amazon um 63 milljónir dollara.
Fyrirtækið hefur að undanförnu
varið miklum fjárhæðum í fjárfest-
ingar, en það hefur vaxið hratt.
Tekjur Amazon jukust um 27% á
þriðja ársfjórðungi.
Í tilkynningu frá Amazon segir
að mest selda vara fyrirtækisins sé
Kindle Fire HD spjaldtölvan, en
ekki kom fram hversu mikið seldist
af henni. Hlutabréf í Amazon lækk-
uðu um 3% í gær.
Lækka lánshæfis-
mat franskra banka
Matsfyrirtækið Standard and Po-
or’s hefur lækkað lánshæf-
iseinkunn þriggja franskra
banka, en þeirra á meðal er BNP
Paribas. Þá hefur fyrirtækið sett
10 aðra banka á athugunarlista
með neikvæðum horfum, m.a.
Credit Agricole og Societe Gene-
rale.
Standard and Poor’s segir að
bankarnir standi frammi fyrir
aukinni efnahagslegri áhættu.
Þeir séu því berskjaldaðri gagn-
vart þeirri hættu sem sé samfara
langvarandi kreppu á evrusvæð-
inu.