Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Fyrir þjóðfund 1851
sendi Danakonungur
frumvarp að nýrri
stjórnarskrá fyrir Ís-
lendinga, sem fyrrum
stiftamtmaður á Ís-
landi, Bardenfleth, þá
ráðherra og mikill vin-
ur Friðriks VII., hafði
samið fyrir Íslendinga.
Var frumvarpið flutt
með herskipi og herafla
til Íslands, því Bardenfleth ótt-
aðist að til átaka kynni að koma
við sjálfstæðisglaða Íslendinga.
„Danir töldu Ísland að réttum
lögum hluta af danska ríkinu og
því hlyti grundvallarlög danska
ríkisins að gilda hér á landi.
Samkvæmt því áttu Íslendingar
að eiga fulltrúa í danska rík-
isþinginu. Landið sjálft átti að
vera svo sem amt í Danmörku
og alþingi hafa álíka starfssvið
sem amtráð.“ (Þorkell Jóhann-
esson, Lesbók Mbl. 22. júlí
1951).
Frumvarpinu að nýrri
stjórnarskrá var haldið leyndu
fyrir landsmönnum fram á síð-
ustu stundu og ætlaði J.D.
Trampe greifi, nýorðinn stift-
amtmaður á Íslandi, að keyra
frumvarpið í gegnum þjóðfund-
inn án verulegrar aðkomu lands-
manna, því frumvarp hans tók
mið af því „sem hollast var fyrir
ríkisheildina án alls tillits til
óska landsmanna“.
Ýmislegt hafði áður kvisast út
um innihald frumvarpsins og
áttu menn ekki von á neinu
góðu, en þó var það, sem upp
kom, öllu verra en menn bjugg-
ust við. Eftirmálin þekkja lands-
menn, er Trampe vildi slíta
þjóðfundi, að Jón Sigurðsson og
þingmenn risu upp og sögðu í
einum hljómi: „Vér mótmælum
allir!“
Frumvarp til laga um stöðu
Íslands í fyrirkomulagi ríkisins
og um ríksþingskosningar á Ís-
landi árið 1851 hefur á ný verið
þjóðaratkvæðagreiðslum. Má
segja að það mesta, sem þjóð-
fundur lagði fram byggist á og
styrkir grundvöll núverandi
stjórnarskrár með viðbótum,
sem tryggja aukið lýðræði
landsmanna í stjórnskipun
landsins.
Að forsætisráðherrann reynir
að klína stjórnlagapakka sínum
á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga
hér áður fyrr er mikill misskiln-
ingur. Miklu nær væri fyrir
hana og Evrópusambandssinna
að segja sannleikann og hætta
þessum skrípaleik og lygum.
Eina opinbera frumvarpið til
nýrrar stjórnarskrár, sem lá fyr-
ir þjóðfundi 1851, var frumvarp
Danakonungs. Það segir Jó-
hanna Sigurðardóttir að sé af-
leiðing af sjálfstæðisbaráttu Ís-
lendinga og vill þakka Jóni
Sigurðssyni fyrir. Hún hefur
rétt fyrir sér að engu skeikar í
innihaldi þess frumvarps og þess
frumvarps, sem ríkisstjórnin nú
leggur fram fyrir Alþingi Íslend-
inga, þótt 161 ár skilji að og
sambandsríki ESB komið í stað
Danaveldis með landsvæði, sem
Friðrik Danakonungur gat aldr-
ei látið sig dreyma um.
Að framselja fullveldi Íslands
í hendur búrókrata í Brussel er
engin sjálfstæðisbarátta í anda
Jóns Sigurðssonar. Forsætisráð-
herrann leikur þess í stað hlut-
verk J.D. Trampe, sem reynir
að fá landsmenn til að sam-
þykkja uppgjöf ríkisins til „rík-
isheildarinnar“.
endurreist árið
2012 með
„frumvarpi“
Stjórnlagaráðs
að nýrri stjórn-
arskrá. Það er
álíka mikill
sannleikur að
segja, að stjórn-
arskrár-
frumvarp Bar-
denfleths hafi
byggst á sjálf-
stæðishug-
myndum Íslend-
inga og að tillögur
Stjórnlagaráðs byggist á nið-
urstöðum þjóðþings 2010 eins og
forsætisráðherra Íslands, Jó-
hanna Sigurðardóttir, sagði í
ræðu á Alþingi 23. október.
Sannleikurinn er, þótt rík-
isstjórnin neiti því af hræðslu
við skoðun landsmanna um Evr-
ópusambandið, að það frumvarp
að nýrri stjórnarskrá, sem rík-
isstjórnin nú ætlar að keyra í
gegnum þingið, er sniðið til að
gera Ísland að amti í ESB. Það
sem ríkisstjórnin segir ekki frá,
er að niðurstöðum þjóðfundar
2010 hefur verið breytt og í
staðinn lagðar inn breytingar á
núverandi stjórnarskrá, sem
gera þá nýju að grundvelli að-
ildar Íslands að Evrópusam-
bandinu.
T.d. felur engin af 3.306 setn-
ingum þjóðfundar í sér fyr-
irmæli eða ósk um að búa til
nýja stjórnarskrá í stað núver-
andi. Flestallar setningar um
stjórnarskrá fela í sér kröfu um
sjálfstæði fullvalda þjóðar, þar
sem þjóðinni er tryggð aðkoma
að breytingum. Engin setning
felur í sér takmörkun þjóð-
aratkvæðis eða brottfellingu
greinar um lög um eignir út-
lendinga á Íslandi. Þvert á móti
voru skýrar kröfur um verndun
eignarréttar og skilgreiningu
hugtaka á borð við einkaeign, al-
menningseign, ríkiseign og þjóð-
areign. Þá eru kröfur um aukið
lýðræði með aðkomu lands-
manna að beinum ákvörðunum í
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason » T.d. felur engin af
3.306 setningum
þjóðfundar í sér fyr-
irmæli eða ósk um að
búa til nýja stjórn-
arskrá í stað núver-
andi.
Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er fyrrverandi ritari
Smáfyrirtækjabandalags Evrópu.
Stjórnarskrá
Bardenfleths – hin síðari
Alveg þótti mér það
yndislegt þegar Róbert
Marshall yfirgaf Sam-
fylkinguna og gekk til
liðs við Bjarta framtíð
á dögunum. Þetta
minnti á annan atburð
þegar Besti flokkurinn
varð til í Reykjavík og
Dagur B. Eggertsson
og Samfylkingin fengu
svo kallaða Gnarr-
aðstoð. Nú er Dagur B. borgarstjóri á
„laun“ í Reykjavík þótt stórleikarinn
Jón Gnarr fái laun borgarstjórans og
hafi bílinn og bílstjórann. Fyrir einu
ári skrifaði ég nokkuð merkilega grein
í Morgunblaðið sem sneri að framtíð
Guðmundar Steingrímssonar alþm.
sem þá hafði yfirgefið flokk feðra
sinna Framsóknarflokkinn. Nú ætla
ég hér að birta þann kafla úr greininni
sem að þessu öllu sneri og spádóms-
gáfu minni. Hinn snjalli pólitíski refur
Össur Skarphéðinsson þrætti þá og nú
reis ljónið upp á framlappirnar og
þrætti fyrir sína leikstjórn.
„Björt framtíð útibú
Samfylkingarinnar“
Nú er ég ekki forvitri eða spámaður
því flétturnar eru öllum hugsandi
mönnum augljósar, gerðar til að
tryggja völd og áhrif. Ég las óvenju
hreinskilið viðtal við Sigmund Erni
Rúnarsson alþm. í DV en hann við-
urkennir alla fléttuna. Orðrétt segir
hann um brotthvarf Róberts Marshall
úr Samfylkingunni: ,,Maður saknar
alltaf góðs vinar en hann er ekki farinn
langt. Ég tel að hann sé bara að hugsa
um sína framtíð og sína bestu mögu-
leika í pólitík. Róbert verður áfram
samherji. Ég held að Björt framtíð sé
bara útibú úr Samfylkingunni með
sömu kennitölu.“ Já, útibú með sömu
kennitölu svo mörg voru þau orð; sem
sé Guðmundi Steingrímssyni, fóst-
bróður Dags B. Eggertssonar, hefur
borist Marshall-aðstoð hin síðari eins
og Degi B. barst Gnarr-aðstoðin góða.
Brot úr ársgamalli grein
Spurningin mín fyrir ári hljóðaði
svo? „Hverjir sækja Guð-
mund út í heiðina?“ Síðan
skrifaði ég meðal annars
eftirfarandi pistil. Nú gerir
Össur Skarphéðinsson sér
grein fyrir því að Vinstri
grænir eru að verða bein
og roð eftir samstarfið og
svikin kosningaloforð.
Hlutverki Guðmundar
Steingrímssonar er lokið í
Framsóknarflokknum, nú
er hann genginn út í heið-
ina og enn ekki áttaður en
þykist sjá nýjan flokk í hill-
ingum. Þennan flokk hafa Össur og
hans kórdrengir hannað. Mjög margir
samfylkingarmenn náðu inn í stjórn-
lagaráðið, þar liggur einnig grundvöll-
ur flokksins nýja. Össur mun hins-
vegar senda menn út í heiðina á móti
Guðmundi. Þar verða kórdrengir not-
aðir sem yfirgefa Samfylkinguna,
kannski Björgvin Sigurðsson eða Ró-
bert Marshall.
Já, hinn trúaði samfylkingarmaður,
Róbert Marshall, var sendur út í heið-
ina til að syngja Guðmund Stein-
grímsson heim. Svo mörg eru þau orð.
Nú heitir Miðflokkurinn Björt framtíð
og er því laungetið barn Samfylking-
arinnar og Besta flokksins enda Heiða
Kristín Helgadóttir lánuð yfir. Björg-
unarbátur er kominn á flot til að
tryggja ríkisstjórn Jóhönnu og Stein-
gríms áfram völd þar sem Össur
Skarphéðinsson er líklegastur til að
verða forsætisráðherra. Alveg sama
aðferð og í borginni Gnarr-aðstoð og
nú Marshall-aðstoð. Pólitíkin hefur
margar hliðar og sumar hlaðnar
klækjum.
Eftir Guðna
Ágústsson
» Björgunarbátur er
kominn á flot til að
tryggja ríkisstjórn Jó-
hönnu og Steingríms
áfram völd þar sem Öss-
ur Skarphéðinsson er
líklegastur til að verða
forsætisráðherra.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fyrrv. alþm.
og landbúnaðarráðherra.
Fyrst Gnarr-aðstoð
svo Marshall-aðstoð
Hátíðahöld Það ríkti mikil gleði á Laufásborg í gær þegar 60 ára afmæli leikskólans var fagnað. Vinum og velunnurum var boðið í opið hús og farið var í skrúðgöngu um Þingholtin.
Kristinn