Morgunblaðið - 26.10.2012, Side 25
flokkana, en Samfylkingin skipar
háan sess innan stofnunarinnar.
Allt er þetta greitt með skattfé
landsmanna. Þessu verður að linna
strax.
Vogunarsjóðirnir verða að
taka þátt í endurreisninni
Eitt af fyrstu afrekum Stein-
gríms Sigfússonar, fyrrverandi
fjármálaráðherra, var að færa Ar-
ion- og Íslandsbanka á silfurfati til
erlendra vogunarsjóða. Þegar vel
er að gáð var þessi aðgerð í meira
lagi misráðin. Þar fengu vogunar-
sjóðirnir mikið fyrir lítið í þeim
fjármunum sem erlendir lánveit-
endur lánuðu bönkunum ábyrgð-
arlaust og töpuðu. Þeir fjármunir
hefðu átt að renna til fólksins í land-
inu. Það gengur greinilega vel hjá
þessum bönkum að innheimta
eignasafnið. Hagnaður er mikill og
Seðlabankinn þarf að eiga digra
gjaldeyrissjóði, þegar eigendur
bankanna flytja peningana utan. Í
ljósi þeirrar stöðu sem er uppi í
þjóðfélaginu og afleitra samninga í
upphafi tel ég að þessa fjármuni
megi nýta að hluta til að lækka
skuldir heimilanna.
Eftirlitsstofnanir
til atvinnulífsins
Eftirlitsiðnaðurinn á Íslandi
blómstrar sem aldrei fyrr. Allt er
bannað nema það sé sérstaklega
leyft. Sífellt er verið að raða inn
starfsfólki í þessar stofnanir sem
virðast leggja fæð á fyrirtækin í
landinu. Atvinnulífið borgar svo
brúsann. Það er mín skoðun að
flestar þessara eftirlitsstofnana eigi
að vera reknar af atvinnulífinu sam-
kvæmt lögum og reglum. Með því
fyrirkomulagi myndi kostnaður
vegna þessa lækka verulega.
Hér hefur aðeins verið tæpt á
fáum atriðum sem ég tel að eigi að
vera áherslur okkar sjálfstæð-
ismanna fyrir kosningarnar næsta
vor. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að
standa með fólkinu í landinu eins og
hann hefur gert í gegnum áratug-
ina. Það verður að breyta þessu
þjóðfélagi sem nú er skattpínt,
reglugerðarvætt og án framtíð-
arsýnar til batnaðar. Við sjálfstæð-
ismenn verðum tilbúnir í slaginn.
Höfundur er bæjarfulltrúi og fyrrver-
andi bæjarstjóri Kópavogs.
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not-
anda og lykilorð til að opna svæðið.
Arna Verslun Grímsbæ Efstalandi 27 108. Reykjavík, sími 5271999
Kastanía Höfðatorgi 2, 105 Reykjavík, sími 5775570
Júnik Smáralind Hagasmára 1, 201 Reykjavík, sími 5717700
Cleopatra Austurvegi 4, 800 Selfoss, sími 4822144
Gallery Hafnarbraut 32, 230 Reykjanesbæ, sími 4217300
Sirka Skipagötu 6, 600 Akureyri,sími 4613606
Ozon Kirkjubraut 12, 300. Akranesi,sími 4311301
Paloma Grindavík Víkurbraut 62, 240 Grindavík, sími 4268711
Hárstofa Sigríðar Austurvegi 20a, 730 Reyðarfirði, sími 4741417
Heildsöludreifing:
Óm Snyrtivörur ehf, Tunguvegi 19, 108 Rvík. sími 568 0829, om@om.is
Útsölustaðir
Stöndum saman
gegn einelti
og sýnum stuðning með
GOOD WORK(s)
leðurarmböndunum
Falleg áminning um
trú, ást og kærleika