Morgunblaðið - 26.10.2012, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Steinunn eignuðust sitt fyrsta
barn, Margréti, árið eftir og síð-
an þau Jóhannes, Helgu og Kol-
bein sem öll eru mikið mann-
kostafólk.
Börnin á Heiðarbæ og börnin
okkar hinna voru á líkum aldri.
Strax mynduðust sterk tengsl við
Heiðarbæ og mörg af börnum
okkar voru þar í lengri eða
skemmri tíma sem sumarvinnu-
fólk. Margar voru ferðirnar aust-
ur þar sem heimili þeirra hjóna
var miðstöð fjölda fólks sem
gerði sér ferð þangað í ýmsum
erindum. Hlýtt viðmót þeirra
hjóna var einstakt og gestrisni að
sama skapi. Við eldhúsborðið
varð til sú sérstaka menning þar
sem heimagerðar og góðar veit-
ingar og umræða um fólk og mál-
efni var í hávegum höfð. Bangsi
lagði alltaf gott til málanna því
hann var orðvar maður.
Tryggvi hefur átt sitt annað
heimili hjá þeim hjónum. Honum
finnst að Bangsi og Steinunn hafi
verið haldreipi sitt í lífinu og er
hann innilega þakklátur fyrir
það.
Bangsa var mjög umhugað um
að fólk lærði til verka og allir sem
umgengust hann lærðu iðjusemi
sem þau búa að alla ævi. Fyrir
allt þetta þökkum við honum.
Á Heiðarbæ hefur alltaf verið
stórt fjárbú. Veiðiskapur hefur
verið stundaður í vatninu. Bangsi
var bæði góður fjármaður og
mikill veiðimaður. Hann þekkti
ærnar sínar og oft heyrðust
skemmtileg nöfn á þeim svo sem
Nesjavallahvít, Dala-Grána og
Kolrassa.
Nú síðustu árin eftir að Jói og
Björg tóku við búinu hafði hann
sinn fjárhúskofa í brekkunni fyr-
ir ofan bæinn. Þar stundaði hann
sinn fjárbúskap á þann hátt sem
hann hafði alltaf gert.
Í Bangsa varð manneskjan og
náttúran að einu, það skynjaði
maður best þegar maður tók í
höndina á honum. Vegna sinna
mannkosta laðaðist fólk að hon-
um. Bak við þennan mann stóð
Steinunn. Ótrúleg samvinna
þeirra í öllum störfum var ein-
stök, hvort heldur var að fara út á
vatn eldsnemma á morgnana eða
vinna fiskinn heima á eftir. En
þetta var hlutskipti þeirra seinni
árin. Bangsi var afskaplega söng-
elskur maður og hafði fallega
rödd, stundaði kórstarf um lang-
an tíma og ef haldnar voru af-
mælisveislur var söngur þar í
fyrirrúmi.
Við söknum samverustunda
með öðlingnum Bangsa og þökk-
um honum samfylgdina. Hann
verður okkur alltaf minnisstæð-
ur.
Steinunni og allri fjölskyld-
unni vottum við okkar dýpstu
samúð.
Guðrún og Þórir, Tryggvi,
Kristín og Gísli, Kolbeinn
og Árný.
Stóri, tryggi, ljúfi, góði, ró-
lyndi og bangsalegi frændinn
minn er farinn, horfinn okkur,
svo ótrúlega óvænt. Alltaf hefur
hann verið þarna, verið sem
klettur í mínu lífi.
Bangsi og Himmi bróðir bröll-
uðu margt og Bangsi sagði mér
fyrir örfáum vikum af hættuför
þeirra frændanna á vatninu, á bíl
á ísnum; engu munaði að þeir
færu niður en upp komu þeir í
það skiptið. Ég svitnaði og margt
flaug um hugann. Ungt fólk, það
brallar, tekur áhættu og sleppur
sem betur fer oftast. Þeir sluppu
þá.
Bangsi var svo ljúfur, hann var
á einhvern yndislegan hátt sam-
einingartákn fjölskyldunnar allr-
ar og kannski sveitarinnar.
Fjölskyldur okkar, á litlu bæj-
unum í Þingvallasveitinni, voru
alltaf að hittast, fara á milli bæj-
anna þriggja, Skálabrekku og
Heiðarbæjanna; keyra, ganga,
ríða eða róa á milli, fara á skaut-
um jafnvel; á morgnana, á dag-
inn, á kvöldin og oft á nóttunni,
allt í rólegheitunum. Sveitin var
tímalaus. Alltaf var hægt að eiga
góða stund; til að spjalla, spila,
deila skoðunum, hlæja, vinna
verkin, lána og skila, hjálpast að,
halda hátíð og umfram allt var oft
sungið, öllum stundum var sung-
ið. Og það var gaman. Endalaus-
ar hátíðir. Fyrir það má þakka,
og það geri ég.
Tengslin á milli bæjanna voru
einstök, fólkið mitt deildi öllu,
hittist oft; ef ekki var hægt að
fara á milli gerði síminn sitt
gagn, eftir að hann kom, þrjár
stuttar og ein löng, tvær stuttar
og tvær langar og ein stutt. Há-
tíðarstundirnar voru ógleyman-
legar, alltaf nógur matur, kökur,
pönnukökur, flatkökur, svið, slát-
ur, kjötsúpa, lambalæri, kart-
öflur, silungur og murta, hangi-
kjöt, og ávextir á jólum. Og
söngurinn. Hann lifir í minningu
allra sem voru á þessum hátíðum.
Sönggleðin og hamingjan,
ómæld.
Ótal minningar koma upp í
hugann. Það var gott að vita af
Bangsa á næsta bæ, í næsta ná-
grenni, í lífinu. Ég er full þakk-
lætis fyrir að hafa þekkt Bangsa
og átt hann að alla tíð.
Guðrún Þóra
Guðmannsdóttir.
Sveinbjörn Jóhannesson var af
öllum kunnugum þekktur sem
Bangsi á Heiðarbæ, fæddur þar
og uppalinn ásamt þrem systrum
af góðum foreldrum og afa sem
var marghertur í lífsins skóla allt
frá því að hann missti foreldra
sína með fárra mánaða millibili,
aðeins sex ára að aldri. Hans leið-
sögn var ljúft að hlíta og voru
þeir nafnar mjög nánir. Ennþá
þykist ég vita af honum aftan við
hægri öxlina og er það ljúf sam-
fylgd.
Faðirinn, Jóhannes, hörku
dugnaðarmaður, varð snemma
heilsulítill eða eftir að hann fékk
Akureyrarveikina svokölluðu,
sem var í ætt við lömunarveiki.
Móðirin, Margrét, var hetja
sem haggaðist hvergi, heilsu-
hraust framan af ævi en stríddi
síðan lengi við sykursýki.
Á herðar drengsins lagðist
snemma mikið erfiði og búsum-
stang, löngu áður en hann hafði
aldur til. Engu brást hann af því
sem honum var trúað fyrir,
hvorki fjölskyldu né samferða-
mönnum. Alltaf var Bangsi sami
trausti, glaði og ljúfi drengurinn
sem tók öllu því sem lífið rétti
honum af dugnaði og festu. Hann
bókstaflega var Þingvallasveitin
og er nú skarð fyrir skildi.
Hann var í heimavistarskóla á
Ljósafossi og lauk búfræðiprófi
frá Hvanneyri. Bangsi eignaðist
samhenta eiginkonu, Steinunni,
og með henni fjögur börn sem öll
hafa sannað sig að greind og
dugnaði, hvert í sinni stöðu.
Hann átti gott sauðfjárbú og
stundaði jafnframt silungs- og
murtuveiði í Þingvallavatni.
Mörg sumardvalarbörn og ung-
lingar minnast góðra daga hjá
þeim hjónum við leik og störf.
Eftir að eldri sonurinn Jóhannes
og kona hans Björg tóku við
búinu snéru þau hjón sér ein-
göngu að silungsveiði í Þingvalla-
vatni og minnast þeirra margir
þar sem þau seldu nýjan og
reyktan silung á markaðnum í
Mosfellsdal. Bangsi hafði mikið
yndi af tónlist og söng með karla-
kórnum Stefni í fjöldamörg ár.
Seinna söng hann lengi með Kjal-
nesingakórnum.
Bangsi var veiðimaður af lífi
og sál og enginn þekkti betur
Þingvallavatn en hann og vinur
hans Jói í Mjóanesi eftir að Guð-
mann á Skálabrekku féll frá.
Á haustdegi eins og þeir ger-
ast fegurstir við Þingvallavatn
mætti hann örlögum sínum, sitj-
andi í bát sínum með fagra veiði í
skut. Hann rak hægt í átt að
landi. Hann dó inn í fegurðina.
Þórdís.
Fleiri minningargreinar
um Sveinbjörn Jóhann-
esson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Í dag hefði yndis-
legur og glaðvær
ungur maður fagnað 25 ára af-
mælinu sínu en hann lést af slys-
förum á sjó í mars sl. svo langt fyr-
ir aldur fram.
25 ár eru langt frá því að vera
nægur tími til að rúma heila
mannsævi. En Jón Haukur hafði
þrátt fyrir ungan aldur náð að
upplifa heilmargt og gefa okkur
hinum svo dýrmætar minningar á
þessum stutta tíma sem hann
fékk, eins og honum hefði aldrei
verið ætlaður lengri tími til að
njóta lífsins en þetta. Svo margs
er að minnast og svo margt hægt
að segja börnunum hans tveimur.
Þau munu alltaf fá að vita hversu
frábær pabbi þeirra var og hversu
dýrmæt þau voru honum.
Jón Haukur
Njálsson
✝ Jón HaukurNjálsson fædd-
ist á Akureyri 26.
október 1987. Hann
lést af slysförum
21. mars 2012.
Útför Jóns
Hauks fór fram frá
Ólafsfjarðarkirkju
30. mars 2012.
Jón Haukur var á
sínum yngri árum
duglegur að heim-
sækja ömmu og afa í
sveitina og þótti öll-
um svo vænt um
þessar heimsóknir,
enda pilturinn síkát-
ur dugnaðarforkur
sem gekk í öll störf
og allt þurfti að
reyna. Hann var enn
ungur að árum þeg-
ar heimsóknirnar fóru að lengjast
og hann var farinn að dvelja þar
sumarlangt. Það var virkilega
gaman að fylgjast með þessum
kappsama og efnilega dreng tak-
ast á hendur störf hinna fullorðnu,
fullviss um að hann leysti þau jafn
vel, ef ekki betur, af hendi þrátt
fyrir ungan aldur. Sveitastörfun-
um sinnti hann fram undir átján
ára aldurinn eða þar til sjó-
mennskan tók við. Fóru þau störf
þessum dugnaðarpilt ekki síður.
Það var mér ómetanlegt sem
föður þegar Jón Haukur fór að
sýna skotveiðinni áhuga og fékk til
þess tilskilin leyfi til að geta
stundað hana af alvöru. Í fyrra-
haust áttum við feðgar yndislegar
samverustundir á kornökrum í
Hörgárdalnum í allslags veðri,
alltaf var drengurinn minn bros-
andi og sýndi ótrúlega þolinmæði
við veiðina. Síðasta veiðiferð okk-
ar feðga verður mér ávallt mikils
virði. Þá bauð sá yngri þeim eldri
með á svartfugl frá Ólafsfirði í síð-
ustu inniverunni fyrir örlagatúr-
inn mikla. Það er dýrmætt að eiga
slíkar samverustundir með börn-
unum sínum, en aldrei hefði mig
grunað að stundirnar okkar yrðu
ekki fleiri.
Um leið og við fjölskyldan
syrgjum góðan dreng, ungan og
duglegan sjómann, biðjum við fyr-
ir öðrum sjómönnum og aðstand-
endum þeirra um að þeir fái að
koma heilir heim í faðm fjölskyldu
og ástvina. Aðbúnaður og slysa-
varnir til sjós hafa sem betur fer
eflst mikið á síðustu árum, en oft
er langt að sækja hjálpina utan af
sjó þegar slys ber að. Það er ekki
síst þess vegna sem nauðsynlegt
er að sofna ekki á verðinum og
fara reglulega í gegnum öll örygg-
isatriði, hvort sem er til sjós eða
lands. Hætturnar leynast víða,
slys gera sjaldan boð á undan sér
og því miður verður sennilega
aldrei hægt að koma í veg fyrir
þau öll. Það er óbærilegt að vera
minntur svona illilega á að það
komast ekki alltaf allir heilir heim
og stundum er kveðjustundin
óumflýjanleg. Eftir sitjum við með
ótal spurningar um lífið og til-
veruna en lítið um svör. Missirinn
og söknuðurinn er þungur og oft á
tíðum virðist þetta óyfirstíganlegt.
Minningin um lífsglaðan og
skemmtilegan dreng lifir.
Ég trúi því, elsku vinur, að vel
fari um þig á nýjum stað.
Þinn pabbi,
Njáll Haukur.
✝ Sjöfn B. Geir-dal fæddist á
prestssetrinu
Innra-Hólmi 2.
mars 1935. Hún lést
á sjúkrahúsi Akra-
ness 18. október
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Bragi St.
Geirdal, bóndi, f.
19.3. 1904, d. 5.10.
1967, sonur
hjónanna Steinólfs
Eyjólfssonar Geirdal, bónda,
söðlasmiðs, útvegsmanns og
skólastjóra, f. 26.11. 1875, d.
15.4. 1950, og Hólmfríðar Petreu
Sigurgeirsdóttur, ljósmóður, f.
19.7. 1879, d. 6.2. 1954, og Helga
P. Geirdal, fiskverkunarkona, f.
21.10. 1911, d. 22.8. 1988, for-
eldrar Helgu voru Páll Guð-
mundsson, bóndi og skáld, f.
14.4. 1875, d. 17.2. 1952, og Sig-
urlaug Ólafsdóttir, húsfreyja, f.
14.7. 1882, d. 1.3. 1938. Sjöfn var
elst sex systra og ólst upp á
Kirkjubóli í Innri-Akranes-
hreppi. Yngri systur hennar eru:
Sigfríður, Ásdís, Sigrún, Stein-
unn og Páley. Hún flutti með for-
eldrum sínum til Akraness frá
Kirkjubóli í Innri-Akranes-
f. 3.7. 2007, og Anna Jóna Sig-
urjónsdóttir, f. 21.12. 2011. Son-
ur Önnu og uppeldissonur Braga
er Ámundi Steinar Ámundason
viðskiptafræðingur, f. 4.3. 1975,
sonur hans og Hrafnhildar Völu
Grímsdóttur er Grímur Arnar
Ámundason, f. 13.1. 2003. 2) Sig-
ríður Skúladóttir, f. 3.11. 1958.
d. 13.2. 1959. 3) Hrafnhildur
Skúladóttir viðskiptafræðingur,
f. 27.6. 1960, maki Ólafur Jón
Guðmundsson, sjómaður og bif-
reiðastjóri, f. 19.2. 1959, sonur
þeirra er Arnar Jón Ólafsson
Geirdal, nemi, f. 3.8. 1995. Áður
átti Hrafnhildur dótturina Söru
Skúlínu Jónsdóttur, lækni, f.
22.4. 1982, faðir hennar var Jón
Þór Bjarnason, f. 20.2. 1943, d.
9.7. 2004, sambýlismaður hennar
er Arnar Már Símonarson smið-
ur, f. 25.6. 1978, þau eiga soninn
Aron Frosta Arnarsson, f. 19.12.
2010. 4) Hafdís Skúladóttir,
hjúkrunarfræðingur og háskóla-
kennari, f. 6.10. 1962, maki
hennar er Magnús Árnason,
húsasmiður, f. 7.4. 1950. Synir
þeirra eru: Skúli Bragi Magn-
ússon, aðstoðarrekstrarstjóri, f.
25.9. 1992, unnusta hans er Ás-
dís Elfa Einarsdóttir, f. 3.4. 1994,
og Árni Þórður Magnússon,
nemi, f. 3.1. 1996.
Útför Sjafnar B. Geirdal fer
fram frá Akraneskirkju í dag,
26. október 2012, kl. 14.
hreppi 1954.
Sjöfn giftist
Skúla Þórðarsyni,
verkalýðsleiðtoga
og forstöðumanni
Lífeyrissjóðs Vest-
urlands, f. 14.9.
1930, d. 22.4. 2007.
Hún var húsmóðir á
Kirkjubraut 19
1956-1964, Voga-
braut 8 frá 1964-
1972, og frá 1972 á
Suðurgötu 109.
Samhliða vann hún hjá Skagapr-
jóni. Þau Sjöfn og Skúli slitu
samvistum. Börn þeirra eru: 1)
Bragi Skúlason sjúkra-
húsprestur, f. 28.8. 1957, maki 1:
Björk Jónsdóttir, þau slitu sam-
vistum, maki 2: Anna Þuríður
Kristbjörnsdóttir leikskólastjóri,
f. 28.6. 1945, dóttir þeirra er
Hafdís Anna Bragadóttir við-
skiptafræðingur með BA-próf í
arkitektúr, f. 22.4. 1986, sam-
býlismaður hennar er Björn Eyj-
ólfsson háskólanemi. Dóttir
Önnu og ættleidd dóttir Braga
er Sigríður Birna Bragadóttir
námsráðgjafi, f. 1.1. 1970, maki
hennar er Sigurjón Þor-
steinsson, verkstjóri, börn þeirra
eru: Steinar Bragi Sigurjónsson,
Nú er mamma okkar dáin.
Það er margt sem kemur upp í
hugann á slíkum tímamótum.
Við erum aldrei tilbúin að mæta
slíkri kveðjustund þótt aðdrag-
andi hafi verið fyrir hendi.
Mamma hefur alltaf verið til
staðar. Hún var heimavinnandi
í uppvexti okkar. Hún tók á
móti okkur þegar við komum
heim úr skólanum. Hún kenndi
okkur að meta ákveðin lífsgildi,
þar sem útsjónarsemi, nýtni,
dugnaður og metnaður voru í
fullu gildi. Líf mömmu var ekki
dans á rósum. Hún fékk að
reyna sorgina, þegar Sigríður,
systir okkar, dó eftir skyndileg
veikindi. Hún var alltaf hrædd
um okkur eftir það og vildi vita
af okkur heilum heima eftir
ferðalög. Hún þurfti líka að
berjast við veikindi stóran hluta
ævinnar. Hún gafst samt aldrei
upp og kvartaði afar sjaldan.
Þótt hún hafi borið óendanlega
umhyggju fyrir okkur systkin-
unum skipuðu barnabörnin
jafnvel enn stærri sess í lífi
hennar. Hún elskaði lítil börn
og vildi þeim allt hið besta.
Mamma var mjög listræn,
bæði afbragðsgóður teiknari og
hannyrðakona, hún stundaði
orgelnám á unglingsárunum.
Hún var afskaplega minnug,
mundi nöfn og afmælisdaga bet-
ur en nokkur annar. Það gat
heldur enginn búið til jafn góð-
an mat eða kökur og hún meðan
hún var upp á sitt besta.
Þegar við kveðjum mömmu
okkar er okkur efst í huga
þakklæti fyrir blíðlyndi hennar
og kærleika, ósérhlífni og dugn-
að, sem fleytti henni og okkur
yfir svo margar hindranir í
gegnum lífið. Hún hvílir nú í
friði Guðs.
„Þótt ég lyfti mér á vængi morg-
unroðans og settist við hið ysta haf,
einnig þar mundi hönd þín leiða mig
og hægri hönd þín halda mér. Og
þótt ég segði: „Myrkrið hylji mig og
ljósið í kringum mig verði nótt,“ þá
myndi þó myrkrið eigi verða þér of
myrkt og nóttin lýsa eins og dagur,
myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér.“
(139. Davíðssálmur.)
Bragi og Hrafnhildur.
Mamma var af kynslóð
kvenna sem fóru í húsmæðra-
skóla. Hún ólst upp í sveit og
keyrði þar traktor sem mér
fannst mjög merkilegt því
ímynd kvenna á þeim tíma var
að sinna innistörfum, vera
snyrtilegar til fara með uppsett
hár og í Hagkaupsslopp.
Mínar fyrstu minningar
tengdar henni voru við tvær í
verslunum sem seldu efni og
hannyrðavörur. Hún saumaði,
heklaði og prjónaði fötin á okk-
ur systkinin eins og var venjan
á þeim tíma. Ég man sérstak-
lega eftir rauðu buxunum sem
mig langaði svo mikið í og
mamma lét eftir mér að sauma
á mig fyrir fyrsta skóladaginn í
Barnaskólanum á Akranesi.
Líklega hef ég verið orðin svo-
lítið þreytt á því að vera stöð-
ugt í notuðum fötum af eldri
systur minni. Hún lét undan
rellinu í mér þá en það voru
ófáir kjólar, buxur, peysur og
samfestingar sem hún bjó til
fyrir og eftir það handa mér og
systur minni.
Ég man líka eftir því þegar
hún tók bílpróf en við eign-
uðumst fyrsta bílinn um svipað
leyti og Hekla gaus árið 1970.
Mamma var mjög góður bíl-
stjóri og hafði mjög gaman af
því að fara á rúntinn með okkur
innanbæjar og keyra fyrir
Hvalfjörð til Reykjavíkur.
Eftir að við fluttumst á Suð-
urgötuna hætti hún alveg að
keyra en þá fórum við með
Akraborginni til Reykjavíkur.
Ekki bara til að fara í heim-
sóknir til ættingja, heldur líka
til að fara í verslanir eins og t.d.
Vogue til að kaupa efni og ann-
að tengt saumaskap.
Ekki tókst mér að verða eins
góð í að sauma föt og hún en
það voru ófá hannyrðastykkin,
klukkustrengir, dúkar, púðar og
myndir sem hún aðstoðaði mig
við að velja, ganga frá og stund-
um sauma. Þar var vandvirknin
í fyrirrúmi. Hún var heiðarleg
fram í fingurgóma og þrautseig
með afbrigðum. Hún kenndi
mér að gefast aldrei upp, ljúka
við það sem ég byrjaði á. Ég
fékk aldrei að hætta við eitt-
hvert hálfklárað saumastykki til
að geta byrjað á nýju. Ég varð
að klára fyrst.
Mamma hafði alveg ótrúlega
gott minni sem tengdist því
hvenær fólk átti afmæli og
hvaða ár það var fætt og það
voru ekki bara nánustu ættingj-
ar, tengdasynir og tengdadætur
þeirra sem henni tengdust sem
hún mundi eftir. Ef ég var ein-
hvern tímann í vafa um einhver
slík ártöl, nöfn og afmælisdaga
þá hringdi ég í hana og hún
mundi það. Ég vissi að hún
skrifaði ekkert niður og veit
ekki hvaða aðferð hún notaði til
að muna þetta en ég dáðist oft
að þessu. Líklega var þetta ein-
lægur áhugi hennar á þessu til-
tekna atriði sem varð til þess að
hún lagði þetta á minnið.
Síðustu árin var hún alveg
hætt að gera handavinnu, elda
og baka en reyndi ætíð að gefa
manni eitthvað sem hún vissi að
manni þætti gott þegar maður
kom í heimsókn, hvort sem það
var rjómi út í kaffið, súkkulaði,
kökur eða ís. Súkkulaði og kon-
fektmolar voru í sérstöku uppá-
haldi hjá henni. Alltaf þegar ég
baka marmaraköku eftir upp-
skriftinni frá henni hugsa ég til
hennar með hlýhug og eins þeg-
ar pönnukökur eru á boðstólum.
Mig langar að þakka öllum
þeim sem sinntu henni af alúð
og umhyggju í veikindum henn-
ar. Blessuð sé minning mömmu
minnar Sjafnar Bragadóttur
Geirdal.
Hafdís.
Sjöfn B. Geirdal