Morgunblaðið - 29.11.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2012
Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00
Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00
Hátíðarkörfur
Ostabúðarinnar
eftir þínu höfði
Við erum byrjuð að
taka á móti pöntunum
í síma 562 2772,
ostabudin@ostabudin.is
og á ostabudin.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Starfsmenn garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar
voru að störfum í Elliðaárdal þegar ljósmyndara
bar að garði. Karen Hauksdóttir nemi í garð-
yrkjufræði sést hér með vélsög í hönd að snyrta
tré nærri sumarbústað í dalnum. „Þetta er hluti af
hefðbundnum vetrarverkefnum, að grisja og
klippa. Þegar laufin eru farin er betra að gera sér
grein fyrir vaxtarlagi gróðursins,“ segir Þórólfur
Jónsson garðyrkjustjóri.
Verkið auðveldara án laufblaða
Morgunblaðið/Golli
Starfsmenn garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar voru að störfum í Elliðaárdal í gær
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Á næstu dögum verður lagt fyrir Alþingi frum-
varp um veðmálastarfsemi á Íslandi. Að sögn Ög-
mundar Jónassonar innanríkisráðherra er hlut-
verk þess að stemma stigu við fjárhættuspilun á
netinu. Stefnt er að því að setja á fót sérstaka
Happdrættisstofu sem ætlað er að hafa umsjón
með veðlánastarfsemi. Rekstur hennar verður
byggður á gjaldi sem tekið verður af veðmála- og
happdrættisfyrirtækjum.
Forvarnir, rannsóknir og meðferð
Ögmundur segir að gjaldið verði 0,8% af hrein-
um rekstrartekjum fyrirtækjanna, eftir að búið er
að greiða út vinninga. Búist er við því að það skili
um 50 milljónum króna til rekstrar stofnunarinn-
ar. Um helmingi þess fjármagns verður varið til
forvarna, í rannsóknir á veðmálastarfsemi og í
meðferðir við spilafíkn.
„Greiðslukortafyrirtækjum verður gert óheim-
ilt að annast milligöngu fyrir erlendar veðmálasíð-
ur. En jafnframt verður opnað fyrir heimild til
spilunar í gegnum netið sem innlend happdrætti
eða veðmálafyrirtæki geta boðið upp á,“ segir Ög-
mundur.
Netspilun á erlendum veðmálasíðum verður
ekki óheimil þó að greiðslukortafyrirtæki megi
ekki hafa milligöngu í slíkum viðskiptum.
Að sögn Ögmundar verður hlutverk Happ-
drættisstofu að sinna eftirliti. Eins verður hún í
ráðgefandi hlutverki fyrir löggjafar- og fram-
kvæmdavaldið og mun annast skipulag með for-
varnarstarfsemi. „Síðan hef ég jafnframt í hyggju
að leggja fram frumvarp á næsta ári sem kort-
leggur þessa starfsemi til framtíðar. Það er hvern-
ig við sjáum þessa veðmálastarfsemi þróast,“ seg-
ir Ögmundur. Hann segir uppbyggingu frum-
varpsins vera að norskri fyrirmynd.
Ögmundur segir að menn hafi getið sér þess til
að á milli 1,5 og 2,5 milljarðar fari árlega úr landi
vegna fjárhættuspilunar á netinu.
Veðmálafíkn vaxandi vandamál
Aðspurður segir hann veðmálafíkn vera vaxandi
vandamál en hann hafi ekki tölfræðilegar upplýs-
ingar sem hann geti bent á því til stuðnings. „Við
höfum almennar lýsingar frá sérfræðingum á
Norðurlöndum sem segja svo vera,“ segir Ög-
mundur. „En við höfum tölur þess efnis að menn
verji í hríðvaxandi mæli fjármunum í netspilun. Ef
spilafíknin er í einhverju hlutfalli við notkunina
má ætla að vandinn aukist í samræmi við það,“
segir Ögmundur.
Happdrættisstofa á laggirnar
Frumvarp um veðmálastarfsemi lagt fyrir á næstu dögum Gjald á veðmála-
fyrirtæki til að standa undir rekstri Hömlur settar á greiðslukortafyrirtækin
„Hef ég jafnframt í hyggju
að leggja fram frumvarp á
næsta ári sem kortleggur
þessa starfsemi til fram-
tíðar.“ Ögmundur Jónasson
Frumvarp til laga um breytingu á
lögum um stjórn fiskveiða var lagt
fyrir á Alþingi í gær. Í frumvarpinu
eru lagðar til breytingar af tvennum
toga. Annars vegar stendur til að
skerpa á ákvæðum um að hámarks-
stærð krókaflamarksbáta verði að 15
brúttótonnum.
Fyrir var sambærilegt ákvæði í
lögunum. Ákveðið var að skerpa á
ákvæðinu eftir að Fiskistofa komst
að þeirri niðurstöðu að krók-
aflamarksbátur, sem stækkaður var
umfram 15 brúttótonn, gæti áfram
stundað veiðar innan krókaflamarks-
kerfisins samkvæmt núverandi laga-
skilgreiningu.
„Frumvarpið er viðbrögð ráðu-
neytisins við erindi LS þar sem
gagnrýnt var harðlega að Fiskistofa
hefði heimilað nýtingu krókafla-
marks á bát yfir stærðarmörkum
krókaflamarksbáta,“ segir Örn Páls-
son, framkvæmdastjóri Landssam-
bands smábátaeigenda.
„Því er við þetta að bæta að LS
hefur ásamt alþingismönnum sem
stóðu að breytingum laganna 2002
aldrei efast um að óheimilt væri að
nýta krókaflamark á báta frá 15 brt.
og upp úr,“ segir Örn.
Jafnframt verður hlutur strand-
veiða í heildaraflamarki festur við
3,6% í stað þess að vera 6.000 tonn.
Sé miðað við þau 200 þúsund þorsk-
tonn, sem stefnt er að að veiða á nú-
verandi fiskveiðiári er hlutdeild
strandveiða 7.200 tonn.
vidar@mbl.is
Skerpt á skilyrðum um
stærð krókaflamarksbáta
Morgunblaðið/RAX
Þorskur Breyting á lögum um
stjórn fiskveiða er í farvatninu.
Hlutdeild strandveiða 3,6% Viðbrögð við gagnrýni LS
Frumvarp um stjórn fiskveiða hefur
verið sent þingflokkum til kynn-
ingar. Þetta staðfestir Huginn Þor-
steinsson, að-
stoðarmaður
Steingríms J.
Sigfússonar,
atvinnuvega-
ráðherra. Hug-
inn segir hugs-
anlegt að
frumvarpið verði
lagt fram í þess-
ari viku en það
velti þó á því hve-
nær frumvarpið
verði afgreitt úr þingflokkum og
hvernig störf Alþingis gangi, en önn-
ur umræða um fjárlög fer fram á Al-
þingi í dag.
Huginn segir að um stórt frum-
varp sé að ræða en hinsvegar fylgi
því önnur minni frumvörp, hann
vildi ekki svara því hvort þau væru
eitt eða fleiri. „Þar inni eru atriði
sem passa ekki inn í stóra frum-
varpið, svona lagfæringar en ekki
umdeild atriði þannig,“ segir Hug-
inn og tekur fram að það ráðist að
einhverju leyti af afgreiðslu þing-
flokkanna á málinu.
Aðspurður hvort mikilla breyt-
inga væri að vænta á frumvarpinu
vildi Huginn ekki tjá sig um efnis-
legar breytingar. „Við höfum nátt-
úrlega tekið mið af vinnu trúnaðar-
mannahópsins og umsögnum sem
komu fram síðast þegar frumvarpið
var inni í þinginu,“ segir Huginn.
heimirs@mbl.is
Frumvarpið
kynnt þing-
flokkum
Huginn
Þorsteinsson
Hugsanlega lagt
fram í vikulok
Viðhaldsþörf fasteigna Byggðasafns
Hafnarfjarðar er mikil og ástand
sumra þeirra mjög slæmt. Skýrsla
um húsin var lögð fyrir umhverfis- og
framkvæmdaráð Hafnarfjarðar fyrr í
gær, sem vísað málinu til fjárhags-
áætlunar fyrir næsta ár.
Í skýrslunni kemur til dæmis fram
að ástand elsta húss Hafnarfjarðar,
Sívertsen-hússins, er slæmt og ekki
hefur verið borið á þak þess í fjögur
ár. Þá er mikill fúi í viðbyggingu og
hluti loftklæðningar á efri hæð er
dottinn niður.
Önnur hús eru sum jafnvel í verra
ástandi, til dæmis Pakkhúsið og
gluggar þess illa farnir og þakið lekt.
Gömlu húsin
mörg illa farin